Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 46
46 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Mótherjar Íslands hM Í handbolta Ísland hefur leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrsti leikurinn er gegn Ungverjalandi sem íslenska liðið hefur oft átt í basli með. Mesta grýlan í riðlinum er þó Nikola Marinkovic, markvörður Austurríkis, sem hreinlega lokaði markinu gegn Íslandi í tvígang í fyrra. Hér má líta stutta umfjöllun um mótherja Íslands í B-riðlinum og orð frá þjálfaranum, Guðmundi Guðmundssyni, um hvert lið. VarIst Þessa Fjörið er að byrja Um ekkert annað verður rætt næstu vikur í landinu en HM í handbolta. MyNd ReuTeRs UngVerjaland Besti árangur á HM: 2. sæti 1986 síðasta mót: 14. sæti á EM 2010 Varast skal: Línumanninn Gyula Gál. Hann er ólseigur djöfull sem spilar fyrir eitt besta lið Evrópu, Croatia Zagreb. Hann myndi ekki vinna neinar vaxtarræktarkeppnir en inni á línunni er hann snillingur í að finna auð svæði. Hann grípur allt sem á vegi hans verður og þegar hann er kominn með boltann í hendurnar má bóka mark. Gál er mjög góður í að klára færin og svo er hann duglegur við að rífa kjaft og vera með almenn leiðindi. Gummi um ungverja: „Ungverjar eru með mjög gott lið. Mjög góða hornamenn og öfl- ugar skyttur. Þeir hafa reynst okkur erfiðir í gegnum tíðina ef við skoðum söguna og leiki gegn þeim. Fyrsti leikurinn verður því mjög erfiður. Ungverjar spila 6:0-vörn vanalega en nú eru þeir komnir með nýjan þjálfara þannig að við getum átt von á öllu. Þeir hafa átt það til að fara framar á völlinn en við þurfum að búa okkur undir allt. Ungverska liðið er byggt upp á Veszprém sem er gífurlega sterkt lið í Evrópuboltan- um.“ brasIlÍa Besti árangur á HM: 16. sæti 1999 síðasta mót: 21. sæti á HM 2009 Varast skal: Vanmat. Eins og Guðmundur talar um hér að neðan mættust liðin í tveimur æfingaleikjum í fyrrasumar. Þar vann Ísland annan leikinn með þremur mörkum en tapaði hinum með einu. Ísland var vissulega ekki með sitt sterkasta lið en þó voru í hópnum mikilvægir póstar á borð við markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson, Arnór Atlason og Snorra Stein. Brassar eru ekki jafnlangt frá Evrópuþjóðunum og áður og varast skal allt vanmat. Gummi um Brasilíu: „Brassar sigruðu Norðmenn um daginn og eru sýnd veiði en ekki gefin. Við getum ekkert tekið Brassana með annarri hendi. Það þarf að fara mjög einbeitt í þá leiki. Við spiluðum við þá í júní en þá voru þeir ekki með sitt sterkasta lið frekar en við. Ytra unnum við annan leikinn en töpuðum hinum. Brassar spila flata 6:0-vörn og sóknarlega eru þeir með góða skotmenn. Þetta eru mjög flottir handboltamenn sem margir hverjir spila í Evrópu.“ japan Besti árangur á HM: 10. sæti 1970 síðasta mót: 16. sæti á HM 2005 Varast skal: Hið óvænta. Japanskir leikmenn eru óþekktir í Evrópuboltanum. Japan ætti með réttu ekki að vinna leik í riðlinum en ekkert lið má vanmeta svo stórlega. Japanska liðið hefur það með sér að æfa meira saman en önnur lið. Japanska liðið er þó ekki einu sinni það sterkasta í Asíu og á því ekki að eiga neinn möguleika. Gummi um Japan: „Auðvitað eigum við að vinna Japani. Það þarf samt að taka svona leiki á fullu. Ég hef lítið stúderað þá en það gefst nú tími til þess á mótinu þar sem við mætum Japan ekki fyrr en í þriðja leik.“ aUstUrrÍkI Besti árangur á HM: 2. sæti 1938 síðasta mót: 9. sæti á EM 2010 Varast skal: Markvörðinn Nikola Marinovic sem vann sér inn viðurnefnið „Íslandsban- inn“ árið 2010. Tvívegis mættust liðin, fyrst á EM í Austurríki þar sem heimamenn náðu ótrúlegu jafntefli og svo aftur í undankeppni EM í október þar sem Austurríki hafði öruggan sigur. Í báðum leikjunum varði Marinovic eins og berserkur en hann virðist vera með íslenska liðið algjörlega kortlagt. Hann ver ekki bara vel gegn Íslandi en það er í raun það eina sem okkur er sama um. Gummi um Austurríki: „Við höfum verið í basli með Austurríkismenn undanfarið. Þetta er lið sem við þurfum að taka mjög al- varlega. Markvörðurinn þeirra er algjör toppleikmaður og er að gera það gott í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið spilar góða vörn og er vel skipulagt. Virkilega erfiður andstæðingur.“ noregUr Besti árangur á HM: 6. sæti 1958 síðasta mót: 7. sæti á EM 2010 Varast skal: Línumanninn Bjarte Myrhol sem er líklega besti sóknarlínumaður í handboltanum í dag. Hann heldur Róberti Gunnarssyni á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen og það eitt segir sína sögu. Hann var Íslendingum ævintýralega erfiður í leiknum á EM í fyrra. Myrhol getur gersamlega verið óstöðvandi á línunni en hann er einnig duglegur að berja frá sér. Gummi um Noreg: „Norðmenn eru með frábært lið í dag þar sem er toppleik- maður í hverri stöðu. Þetta er erfitt lið sem við þurfum að spila mjög vel gegn til að vinna.“ Gyula Gál Línumaður Ungverjalands Bjarte Myrhol Línumaður Noregs Nikola Marinovic Markvörður Austurríkis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.