Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Page 46
46 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 14.–16. janúar 2011 Helgarblað Mótherjar Íslands hM Í handbolta Ísland hefur leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Fyrsti leikurinn er gegn Ungverjalandi sem íslenska liðið hefur oft átt í basli með. Mesta grýlan í riðlinum er þó Nikola Marinkovic, markvörður Austurríkis, sem hreinlega lokaði markinu gegn Íslandi í tvígang í fyrra. Hér má líta stutta umfjöllun um mótherja Íslands í B-riðlinum og orð frá þjálfaranum, Guðmundi Guðmundssyni, um hvert lið. VarIst Þessa Fjörið er að byrja Um ekkert annað verður rætt næstu vikur í landinu en HM í handbolta. MyNd ReuTeRs UngVerjaland Besti árangur á HM: 2. sæti 1986 síðasta mót: 14. sæti á EM 2010 Varast skal: Línumanninn Gyula Gál. Hann er ólseigur djöfull sem spilar fyrir eitt besta lið Evrópu, Croatia Zagreb. Hann myndi ekki vinna neinar vaxtarræktarkeppnir en inni á línunni er hann snillingur í að finna auð svæði. Hann grípur allt sem á vegi hans verður og þegar hann er kominn með boltann í hendurnar má bóka mark. Gál er mjög góður í að klára færin og svo er hann duglegur við að rífa kjaft og vera með almenn leiðindi. Gummi um ungverja: „Ungverjar eru með mjög gott lið. Mjög góða hornamenn og öfl- ugar skyttur. Þeir hafa reynst okkur erfiðir í gegnum tíðina ef við skoðum söguna og leiki gegn þeim. Fyrsti leikurinn verður því mjög erfiður. Ungverjar spila 6:0-vörn vanalega en nú eru þeir komnir með nýjan þjálfara þannig að við getum átt von á öllu. Þeir hafa átt það til að fara framar á völlinn en við þurfum að búa okkur undir allt. Ungverska liðið er byggt upp á Veszprém sem er gífurlega sterkt lið í Evrópuboltan- um.“ brasIlÍa Besti árangur á HM: 16. sæti 1999 síðasta mót: 21. sæti á HM 2009 Varast skal: Vanmat. Eins og Guðmundur talar um hér að neðan mættust liðin í tveimur æfingaleikjum í fyrrasumar. Þar vann Ísland annan leikinn með þremur mörkum en tapaði hinum með einu. Ísland var vissulega ekki með sitt sterkasta lið en þó voru í hópnum mikilvægir póstar á borð við markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson, Arnór Atlason og Snorra Stein. Brassar eru ekki jafnlangt frá Evrópuþjóðunum og áður og varast skal allt vanmat. Gummi um Brasilíu: „Brassar sigruðu Norðmenn um daginn og eru sýnd veiði en ekki gefin. Við getum ekkert tekið Brassana með annarri hendi. Það þarf að fara mjög einbeitt í þá leiki. Við spiluðum við þá í júní en þá voru þeir ekki með sitt sterkasta lið frekar en við. Ytra unnum við annan leikinn en töpuðum hinum. Brassar spila flata 6:0-vörn og sóknarlega eru þeir með góða skotmenn. Þetta eru mjög flottir handboltamenn sem margir hverjir spila í Evrópu.“ japan Besti árangur á HM: 10. sæti 1970 síðasta mót: 16. sæti á HM 2005 Varast skal: Hið óvænta. Japanskir leikmenn eru óþekktir í Evrópuboltanum. Japan ætti með réttu ekki að vinna leik í riðlinum en ekkert lið má vanmeta svo stórlega. Japanska liðið hefur það með sér að æfa meira saman en önnur lið. Japanska liðið er þó ekki einu sinni það sterkasta í Asíu og á því ekki að eiga neinn möguleika. Gummi um Japan: „Auðvitað eigum við að vinna Japani. Það þarf samt að taka svona leiki á fullu. Ég hef lítið stúderað þá en það gefst nú tími til þess á mótinu þar sem við mætum Japan ekki fyrr en í þriðja leik.“ aUstUrrÍkI Besti árangur á HM: 2. sæti 1938 síðasta mót: 9. sæti á EM 2010 Varast skal: Markvörðinn Nikola Marinovic sem vann sér inn viðurnefnið „Íslandsban- inn“ árið 2010. Tvívegis mættust liðin, fyrst á EM í Austurríki þar sem heimamenn náðu ótrúlegu jafntefli og svo aftur í undankeppni EM í október þar sem Austurríki hafði öruggan sigur. Í báðum leikjunum varði Marinovic eins og berserkur en hann virðist vera með íslenska liðið algjörlega kortlagt. Hann ver ekki bara vel gegn Íslandi en það er í raun það eina sem okkur er sama um. Gummi um Austurríki: „Við höfum verið í basli með Austurríkismenn undanfarið. Þetta er lið sem við þurfum að taka mjög al- varlega. Markvörðurinn þeirra er algjör toppleikmaður og er að gera það gott í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið spilar góða vörn og er vel skipulagt. Virkilega erfiður andstæðingur.“ noregUr Besti árangur á HM: 6. sæti 1958 síðasta mót: 7. sæti á EM 2010 Varast skal: Línumanninn Bjarte Myrhol sem er líklega besti sóknarlínumaður í handboltanum í dag. Hann heldur Róberti Gunnarssyni á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen og það eitt segir sína sögu. Hann var Íslendingum ævintýralega erfiður í leiknum á EM í fyrra. Myrhol getur gersamlega verið óstöðvandi á línunni en hann er einnig duglegur að berja frá sér. Gummi um Noreg: „Norðmenn eru með frábært lið í dag þar sem er toppleik- maður í hverri stöðu. Þetta er erfitt lið sem við þurfum að spila mjög vel gegn til að vinna.“ Gyula Gál Línumaður Ungverjalands Bjarte Myrhol Línumaður Noregs Nikola Marinovic Markvörður Austurríkis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.