Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 39
Helgarblað 14.-16. janúar 2011 Umsjón: Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is Skrýtið 39 af frímerkjum Í myndið ykkur að Seðlabanki Ís- lands ákvæði að hefja prentun tíuþúsundkróna seðla og ákveð- ið yrði að Halldór Kiljan Laxness prýddi seðilinn. Það eru auðvitað til fjölmargar ljósmyndir af nóbelsskáld- inu en ímyndum okkur að mynd- in sem yrði fyrir valinu sýndi gamla manninn með einn af sínum frægu vindlum á milli fingranna. En hvað segðum við ef Seðlabankinn myndi skipa hönnuði seðilsins að þurrka út vindilinn? Væri rétt að beita slíkri „rit- skoðun“? Bandarísk yfirvöld fóru þessa leið þegar prentuð voru frímerki til minn- ingar um tvo stórmerkilega listamenn í bandarískri sögu, tónlistarmanninn Robert Johnson og málarann Jackson Pollock. Báðir voru þeir reykjandi síg- arettur á myndunum sem valdar voru fyrir frímerkin og í báðum tilvikun- um voru sígaretturnar þurrkaðar út af myndunum. Fjallað var um reykingaritskoðun af þessu tagi á blogginu Iconic Photos á dögunum. Þar er vitnað í rithöfund- inn Christopher Buckley sem sagði að þeir sem ritskoðuðu reykingar Jackson Pollocks hefðu „fitlað við hið menningarlega DNA“. Sígarettan strokuð út Árið 1999 varð Jackson Pollock ann- ar bandaríski myndlistarmaður- inn í sögunni sem rataði á frímerki. Bandarísk póstyfirvöld réðu Howard nokkurn Koslow til að nota frægustu ljósmyndina af Pollock, en hana tók Martha Holmes fyrir tímaritið Life árið 1949. Ljósmyndin sýnir lista- manninn, sem var keðjureykinga- maður, hella málningu yfir striga með sígarettu hangandi í munnvikinu. Frí- merkjahönnuðurinn Koslow fékk þau ströngu fyrirmæli að sleppa sígarett- unni og hlýddi þeim boðum. Reyklaus Robert Þetta var ekki í fyrsta skipti sem pósturinn í Bandaríkjunum lék þenn- an leik. Árið 1994 var frímerki gefið út til heiðurs blúsaranum Robert John- son. Aðeins tvær myndir eru til af honum og sú sem varð fyrir valinu var hin goðsagnakennda mynd af hon- um sem sýnir hann með gítarinn sinn og sígarettu í munninum, sem var þurrkuð út af póstinum. Margir blús- áhugamenn urðu reiðir vegna þessa, töldu að sígarettan hefði verið jafn stór hluti minningarinnar um Robert Johnson og vindlarnir hjá Churchill. Strokuðu vindilinn úr túlanum En eins og höfundur greinarinn- ar á fyrrnefndu bloggi bendir á lenti Winston Churchill reyndar í því að vindillinn hans var fjarlægður af einni frægustu ljósmyndinni af honum. Ef Churchill hefði verið á lífi hefði hann eflaust fyllst mikilli gremju þeg- ar ákveðið var hjá safni í London að stroka vindilinn úr munninum á hinni frægu mynd af honum þar sem hann gerir V-táknið með fingrunum. Nú sjá gestir á safninu The Winston Churchill’s Britain at War Experience engan vindil í munninum á breska forsætisráðherranum. Hitler fjarlægði sígarettu Stalíns Adolf Hitler deildi ekki reykingaá- huga Churchills og var raunar algjör- lega andsnúinn hvers kyns tóbaks- notkun, sem hann taldi skítuga iðju. Honum fannst rangt að þýska þjóðin sæi leiðtoga og embættismenn nota tóbak og bannaði mörgum undir- mönnum sínum að reykja. Hitler lét fjarlæga sígarettuna af myndum af Stalín sem birtust í þýskum blöðum eftir að Joachim von Ribbentrop hafði heimsótt sovéska leiðtogann. Syndugir frímerkjasafnarar? Kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert grínaðist með tóbaksritskoð- un þegar bandarísk yfirvöld strokuðu út sígarettu á frímerki af leikkonunni Bette Davis sem keðjureykti: „Ég er viss um að við erum öll meðvituð um þau ótal börn og unglinga sem leiðst hafa út í reykingar við frímerkjasöfn- un.“ Hugsum ekki um rettuna Á blogginu Iconic Photos er bent á að fæstir virði frægt fólk – til dæmis Churchill, Pollock eða Freud – vegna reykinga þeirra, heldur vegna hæfi- leika þeirra. „Hvort sem sígaretta eða annað reyktóbak er til staðar, horf- um við í gegnum það því við erum að horfa á hæfileikamenn á þessum myndum; við hugum ekkert að sígar- ettunni, ekki fyrr en sérstakri athygli er beint að henni, til dæmis með hinu óútskýranlega og furðulega hvarfi hennar. Sígaretturitskoðun opnar umræðu sem annars væri tilgangs- laus, því hún hefði aldrei farið af stað annars.“ Óþægilegar syndir þurrkaðar út Í greininni er vitnað í orð bandaríska félagsfræðingsins Todds Gitlins um hina fyrrnefndu reykingaritskoð- un í frímerkjaútgáfu Bandaríkjanna: „Sovésku kommúnistarnir stunduðu að þurrka út óþægilegar manneskjur af ljósmyndum. Bandaríkjamenn eru hins vegar að þurrka út óþægilegar syndir.“ Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox n Bandarísk yfirvöld stroka sígarettur út af myndum á frímerkjum n Hitler lét þurrka út sígarettu sem Stalín reykti n Myndum við þurrka út vindil Halldórs Laxness? n Fitlað við menningarlegt DNA, segir rithöfundur Sígarettur hverfa„Ég er viss um að við erum öll meðvituð um þau ótal börn og unglinga sem leiðst hafa út í reykingar við frímerkjasöfnun. Sögufölsun Sígarettan á frægri mynd af blús- tónlistargoðinu Robert Johnson var ekki látin fylgja með þegar frímerki honum til heiðurs var gefið út. Sígarettan horfin Jackson Pollock mátti ekki heldur sjást með sígarettu.Frægur vindill horfinn Safnstjóri í London lét þurrka alla vindla af myndum af Winston Churchill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.