Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 39
Helgarblað 14.-16. janúar 2011 Umsjón: Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is Skrýtið 39
af frímerkjum
Í
myndið ykkur að Seðlabanki Ís-
lands ákvæði að hefja prentun
tíuþúsundkróna seðla og ákveð-
ið yrði að Halldór Kiljan Laxness
prýddi seðilinn. Það eru auðvitað til
fjölmargar ljósmyndir af nóbelsskáld-
inu en ímyndum okkur að mynd-
in sem yrði fyrir valinu sýndi gamla
manninn með einn af sínum frægu
vindlum á milli fingranna. En hvað
segðum við ef Seðlabankinn myndi
skipa hönnuði seðilsins að þurrka út
vindilinn? Væri rétt að beita slíkri „rit-
skoðun“?
Bandarísk yfirvöld fóru þessa leið
þegar prentuð voru frímerki til minn-
ingar um tvo stórmerkilega listamenn
í bandarískri sögu, tónlistarmanninn
Robert Johnson og málarann Jackson
Pollock. Báðir voru þeir reykjandi síg-
arettur á myndunum sem valdar voru
fyrir frímerkin og í báðum tilvikun-
um voru sígaretturnar þurrkaðar út af
myndunum.
Fjallað var um reykingaritskoðun
af þessu tagi á blogginu Iconic Photos
á dögunum. Þar er vitnað í rithöfund-
inn Christopher Buckley sem sagði
að þeir sem ritskoðuðu reykingar
Jackson Pollocks hefðu „fitlað við hið
menningarlega DNA“.
Sígarettan strokuð út
Árið 1999 varð Jackson Pollock ann-
ar bandaríski myndlistarmaður-
inn í sögunni sem rataði á frímerki.
Bandarísk póstyfirvöld réðu Howard
nokkurn Koslow til að nota frægustu
ljósmyndina af Pollock, en hana tók
Martha Holmes fyrir tímaritið Life
árið 1949. Ljósmyndin sýnir lista-
manninn, sem var keðjureykinga-
maður, hella málningu yfir striga með
sígarettu hangandi í munnvikinu. Frí-
merkjahönnuðurinn Koslow fékk þau
ströngu fyrirmæli að sleppa sígarett-
unni og hlýddi þeim boðum.
Reyklaus Robert
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem
pósturinn í Bandaríkjunum lék þenn-
an leik. Árið 1994 var frímerki gefið út
til heiðurs blúsaranum Robert John-
son. Aðeins tvær myndir eru til af
honum og sú sem varð fyrir valinu var
hin goðsagnakennda mynd af hon-
um sem sýnir hann með gítarinn sinn
og sígarettu í munninum, sem var
þurrkuð út af póstinum. Margir blús-
áhugamenn urðu reiðir vegna þessa,
töldu að sígarettan hefði verið jafn
stór hluti minningarinnar um Robert
Johnson og vindlarnir hjá Churchill.
Strokuðu vindilinn úr túlanum
En eins og höfundur greinarinn-
ar á fyrrnefndu bloggi bendir á lenti
Winston Churchill reyndar í því að
vindillinn hans var fjarlægður af einni
frægustu ljósmyndinni af honum.
Ef Churchill hefði verið á lífi hefði
hann eflaust fyllst mikilli gremju þeg-
ar ákveðið var hjá safni í London að
stroka vindilinn úr munninum á
hinni frægu mynd af honum þar sem
hann gerir V-táknið með fingrunum.
Nú sjá gestir á safninu The Winston
Churchill’s Britain at War Experience
engan vindil í munninum á breska
forsætisráðherranum.
Hitler fjarlægði sígarettu Stalíns
Adolf Hitler deildi ekki reykingaá-
huga Churchills og var raunar algjör-
lega andsnúinn hvers kyns tóbaks-
notkun, sem hann taldi skítuga iðju.
Honum fannst rangt að þýska þjóðin
sæi leiðtoga og embættismenn nota
tóbak og bannaði mörgum undir-
mönnum sínum að reykja. Hitler lét
fjarlæga sígarettuna af myndum af
Stalín sem birtust í þýskum blöðum
eftir að Joachim von Ribbentrop hafði
heimsótt sovéska leiðtogann.
Syndugir frímerkjasafnarar?
Kvikmyndagagnrýnandinn Roger
Ebert grínaðist með tóbaksritskoð-
un þegar bandarísk yfirvöld strokuðu
út sígarettu á frímerki af leikkonunni
Bette Davis sem keðjureykti: „Ég er
viss um að við erum öll meðvituð um
þau ótal börn og unglinga sem leiðst
hafa út í reykingar við frímerkjasöfn-
un.“
Hugsum ekki um rettuna
Á blogginu Iconic Photos er bent á
að fæstir virði frægt fólk – til dæmis
Churchill, Pollock eða Freud – vegna
reykinga þeirra, heldur vegna hæfi-
leika þeirra. „Hvort sem sígaretta eða
annað reyktóbak er til staðar, horf-
um við í gegnum það því við erum
að horfa á hæfileikamenn á þessum
myndum; við hugum ekkert að sígar-
ettunni, ekki fyrr en sérstakri athygli
er beint að henni, til dæmis með hinu
óútskýranlega og furðulega hvarfi
hennar. Sígaretturitskoðun opnar
umræðu sem annars væri tilgangs-
laus, því hún hefði aldrei farið af stað
annars.“
Óþægilegar syndir þurrkaðar út
Í greininni er vitnað í orð bandaríska
félagsfræðingsins Todds Gitlins um
hina fyrrnefndu reykingaritskoð-
un í frímerkjaútgáfu Bandaríkjanna:
„Sovésku kommúnistarnir stunduðu
að þurrka út óþægilegar manneskjur
af ljósmyndum. Bandaríkjamenn eru
hins vegar að þurrka út óþægilegar
syndir.“
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
n Bandarísk yfirvöld stroka sígarettur út af myndum á frímerkjum n Hitler lét þurrka út sígarettu sem Stalín
reykti n Myndum við þurrka út vindil Halldórs Laxness? n Fitlað við menningarlegt DNA, segir rithöfundur
Sígarettur hverfa„Ég er viss um að við
erum öll meðvituð um
þau ótal börn og unglinga
sem leiðst hafa út í reykingar
við frímerkjasöfnun.
Sögufölsun Sígarettan á frægri mynd af blús-
tónlistargoðinu Robert Johnson var ekki látin fylgja
með þegar frímerki honum til heiðurs var gefið út.
Sígarettan horfin Jackson Pollock
mátti ekki heldur sjást með sígarettu.Frægur vindill horfinn Safnstjóri í London lét
þurrka alla vindla af myndum af Winston Churchill.