Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 14.–16. janúar 2011 Helgarblað – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar Skarphéðinn Berg Steinarsson hef- ur höfðað skaðabótamál á hendur Ríkissjóði Íslands. Það gerir hann vegna þeirrar ákvörðunar tollstjóra, að undirlagi skattrannsóknarstjóra í apríl, að kyrrsetja eignir hans í tengsl- um við rannsókn skattayfirvalda á FL Group. Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri lagaheimild til þessarar kyrrsetningar, sem einn- ig náði til annarra forsvarsmanna FL Group á árunum 2006 til 2007, þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Hann- esar Smárasonar og Jóns Sigurðsson- ar. Skarphéðinn Berg var stjórnarfor- maður FL Group á sínum tíma. Fyrirtaka í skaðabótamáli hans á hendur Ríkissjóði Íslands fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtu- dag. Skarphéðinn Berg sendi frá sér yfirlýsingu vegna frétta fjölmiðla af þessum kyrrsetningaráformum í lok apríl í fyrra. Þar sakaði hann skatt- rannsóknarstjóra um að hafa upplýst fjölmiðla um þessa ætlan sína enda hafi hann sjálfur ekki heyrt af rann- sókn skattrannsóknarstjóra á skatt- skilum FL Group í rúmt ár, eða frá því hann var kallaður til skýrslutöku hjá embættinu. Tók hann fram að ekkert þeirra atriða sem til skoðunar voru vörðuðu sig persónulega. Tollstjórinn, að undirlagi skatt- rannsóknarstjóra, fór fram á að eignir Skarphéðins að fjárhæð 90 milljónum króna yrðu kyrrsettar til tryggingar greiðslu væntanlegr- ar fjársektar vegna rökstudds gruns um að Skarphéðinn hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi sem stjórn- armaður í FL Group. Sem fyrr segir hnekkti héraðsdómur og Hæstiréttur þessari kyrrsetningu. Telur Skarphéðinn að íslenska ríkið hafi bakað sér skaðabótaskyldu með þessum ólögmætu aðgerðum á sínum tíma og hyggst því leita réttar síns. mikael@dv.is Höfðar skaðabótamál á hendur ríkinu vegna kyrrsetningar eigna: Skarphéðinn vill fá bætur Vill bætur Hér sést stjórnarformaðurinn fyrrverandi ásamt Hannesi Smárasyni, fyrrverandi forstjóra FL Group. Halla vill engu svara: „Ótrúleg frétt“ „Þetta er bara ótrúleg frétt. Ég bara hef aldrei, hvorki sem blaðamaður né aðstoðarmaður eða hvað annað sem ég hef verið að gera, séð annað eins,“ segir Halla Gunnarsdóttir, að- stoðarmaður Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Þannig hljóðaði svar Höllu, sem líkti staðgöngu- mæðrun við barnasölu og vændi í viðhorfspistli í Morgunblaðinu fyrir fjórum árum, þegar hún var spurð hvort hún væri enn sömu skoðunar og hvort afstaða hennar hefði ein- hver áhrif í ráðuneytinu. Fjallað var um málið á DV.is á fimmtudag- inn. Í frétt DV.is kom fram að einhverjir kynnu að staldra við þessar skoðan- ir Höllu vegna starfs hennar sem aðstoðarmanns ráðherra. Þá var einnig sagt að töluverðrar tregðu gætti hjá innanríkisráðuneytinu við að veita Jóel Færseth, fæddum með aðstoð staðgöngumóður á Indlandi, íslenskt vegabréf. Alþingi veitti Jóel íslenskan ríkisborgararétt þann 18. desember, en hann er enn vega- bréfslaus. Innanríkisráðuneytið hefur aðkomu að útgáfu vegabréfa í gegnum sýslumannsembættin, sem heyra undir ráðuneytið. Halla brást ókvæða við símtali blaðamanns og krafðist svara um hvaða pappíra hann fullyrti að for- eldrar drengsins hefðu í höndunum. Helga Sveinsdóttir, móðir Jóels, tjáði sig um þá pappíra, sem Halla krafði blaðamann svara um, í Kast- ljósþætti í vikunni. Hún sagði að til staðar væru allir þeir pappírar sem krafist væri á Indlandi, þar á meðal yfirlýsing frá eiginmanni staðgöngu- móðurinnar um að hann gerði ekk- ert tilkall til barnsins og að þetta væri ekki hans barn. Helga segir að allir pappírar hafi verið stimplaðir löglegir með alþjóðlegum stimpli í utanríkisráðuneytinu í Nýju-Delí. solrun@dv.is VILL RIFTA VIÐSKIPTUM MILESTONE OG MÁTTAR Þrotabú Milestone hefur stefnt þrotabúi Fjárfestingarfélagsins Máttar ehf. vegna kröfu upp á 2,5 milljarða króna sem síðarnefnda félagið eignaðist á hendur því fyrr- nefnda í lok árs 2008, eftir íslenska efnahagshrunið. Krafa Máttar á hendur Milestone var tilkomin vegna gjaldmiðlaskiptasamnings á milli félaganna tveggja sem gerður var í janúar. Eigendur Milestone, þeir Karl og Steingrímur Werners- syni, áttu um helmingseignarhlut í Mætti á móti eignarhaldsfélögum sem eru í eigu Einars og Benedikts Sveinssona. Telur skiptastjóri Mile- stone, Grímur Sigurðsson, að um gjafagerning hafi verið að ræða þar sem Milestone hafi verið gjaldþrota á þeim tíma. Þetta kemur fram í stefnu þrota- bús Milestone á hendur Mætti sem þingfest var í Héraðsdómi Reykja- víkur á fimmtudagsmorgun ásamt níu öðrum. Talinn vera málamynda- gerningur Fjárfestingarfélagið Máttur fékk ekki greidda kröfuna frá Milestone í peningum en félagið lýsti kröf- unni í þrotabú Milestone í lok árs 2009 á þeim forsendum að hún væri réttmæt. Það sem hefur gerst eftir þetta er að Fjárfestingarfé- lagið Máttur hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og er ekki lengur stjórnað af sömu aðilum og áður, meðal annars Karli Wernerssyni, fyrrverandi aðaleiganda Mile- stone. Þrotabú Milestone vill að Mátt- ur skili kröfunni vegna þess að Milestone hafi ekki verið gjaldfært félag, það er að segja tæknilega gjaldþrota, vegna þess að skuldir félagsins hafi verið meiri en eign- ir þess, og að um málamyndagern- ing hafi verið að ræða sem engar viðskiptalegar forsendur voru fyr- ir. Bú Milestone telur þvert á móti að um gjafagerning hafi verið að ræða og vísar því til stuðnings í skýrslu sem endurskoðendafyrir- tækið Ernst & Young vann fyrir þrotabú Milestone. Í stefnunni segir: „Ekki verð- ur séð að viðskiptalegar forsendur séu fyrir umræddum samningi. Í skýrslu Ernst og Young bls 113 -115 segir að umræddur gjaldmiðla- skiptasamningur hafi verið skað- legur fyrir Milestone ehf. Samn- ingurinn er gerður á milli tengdra félaga og virðist vera málamynda- gerningur á þeim tíma, til þess gerður að færa fjármuni frá Mile- stone ehf. til stefnda.“ 10,5 milljarða millifærslur Bankahrunið hafði hins vegar þau áhrif að þegar til stóð að ganga frá gjaldmiðlaskiptasamningnum í árslok 2008 voru ekki lengur for- sendur til þess að Milestone gæti greitt upphæðina til Máttar. Í byrj- un árs 2008 lá hins vegar ekki ljóst fyrir að bankahrunið myndi skella á með tilheyrandi skakkaföllum fyrir Milestone þó að félagið hafi verið orðið ógjaldfært vegna skulda og fjármögnunarerfiðleika. Upp- gjör á gjaldmiðlaskiptasamningn- um hefði því farið fram og má ætla að Milestone hefði greitt Mætti um- rædda upphæð. Milestone gerði fleiri slíka samninga á árinu 2008 og telur þrotabú Milestone að tilgangur þeirra hafi verið að færa fé frá Mile- stone og til dótturfélaga. Þannig segir til dæmis í stefnunni: „Eini til- gangur samningins virðist því hafa verið sá að færa til fjármuni innan Milestone-samstæðunnar, þ.e. frá Milestone ehf. til dótturfélaga þess, þ.m.t. stefnda. Alls námu milli- færslur frá Milestone ehf. á grund- velli þessara samninga árið 2008 10,5 milljörðum króna og högnuð- ust dótturfélög félagsins um sömu fjárhæð.“ Ef dæmt verður þrotabúi Mile- stone í hag mun búið eignast kröfu á sjálft sig og krafan því falla nið- ur. Þrotabú Máttar ehf. mun því ekki eiga kröfu upp á 2,5 milljarða sem hugsanlegt er að verði sam- þykkt í bú Milestone. Samkvæmt stefnunni er málið enn eitt dæm- ið um að mörg af viðskiptum Mile- stone á árinu 2008 hafi ekki verið gerð á viðskiptalegum forsendum. „Samningurinn var ósanngjarn og ekki gerður í viðskiptalegum til- gangi,“ segir meðal annars í stefn- unni. Þrotabú Máttar ehf. mun verjast stefnu þrotabús Milestone í mál- inu. n Þrotabú Milestone vill fá 2,5 milljarða kröfu frá Mætti n Í stefnu segir að viðskipti eignarhaldsfélaganna fyrir hrun hafi ekki verið á viðskipta- legum forsendum n Karl og Steingrímur Wernerssynir áttu Milestone en voru einnig eigendur Máttar á móti Einari og Benedikt Sveinssonum„Samningurinn var ósanngjarn og ekki gerður í viðskiptalegum tilgangi. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 8 FÖSTUDAGUR 30. apríl 2010 FRÉTTIR EINA VON HÖNNU n Augu Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjóra virðast vera að opnast fyrir því að litlar líkur séu á því að hún haldi borg- arstjórastóln- um. Borgar- stjórinn sagði í nýlegu við- tali að eðlilegt væri að mynda eins konar þjóðstjórn hjá Reykjavíkurborg eftir kosning- ar. Skýring á afstöðubreyting- unni er sú að Hanna Birna sér í hendi sér að oddviti Framsókn- arflokksins, Einar Skúlason, mun halla sér til vinstri og ekki mynda með henni meirihluta. Þá þykir víst að ólíkindatólið Jón Gnarr, leiðtogi Besta f lokksins, muni vinna með Samfylkingu. Ekki þarf að fjölyrða um VG eða Samfylkingu sem munu vinna saman í borgarstjórn. Eina von Hönnu Birnu er því að verða leið- togi þjóðstjórnar í krafti þ ss að stýra stærsta f lokknum. ÚTRÝMING FRAMSÓKNAR n Þótt Einar Skúlason, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sé ekki með yfir sér spillingaráru er á brattann að sækja fyrir hann í kosn- ingabaráttunni. Frambjóðand- inn hefur ekki náð til kjósenda enn sem komið er og Framsókn í Reykjavík því í útrýmingar- hættu. Örlög Einars velta þó á því hvort gamlir og grónir framsókn- armenn skili atkvæði sínu í réttan farveg. Lendi f lokkurinn utan- garðs verður það reiðarslag fyrir formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem hefur reynt að fóta sig á mölinni. ÓNOT VEGNA BJARNA BEN n Staða Bjarna Benediktsson- ar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, er mjög snúin í ljósi vafn- inga hans í viðskiptalíf- inu. Á meðal óbreyttra sjálf- stæðismanna kraumar undir niðri vegna formannsins. Hermt er að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til borgar- stjórnar hafi að undanförnu farið á milli húsa til að kynna flokks- mönnum sig og stefnumál sín. Í nokkrum tilvikum hafa fram- bjóðendurnir orðið fyri b inum ónotum vegna form nsins og fortíðar hans. Þetta veldur sjálf- stæðismönnum áhyggjum í ljósi yfirvofandi borgarstjórnarkosn- inga. KVENNASLAGUR n Nokkur gerjun er í Sjálfstæðis- flokknum um það hver fylli skarð Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur og verði varaformaður. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri er nefnd til sög- unnar sem lík- legur kandídat. Hún nýtur fylg- is öfgahægris- ins í flokknum. Þá er Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður Geirs Haarde, sögð vera heit fyrir vegt- yllunni. Einhverjir vilja sjá Ólöfu Nordal í embættinu en hún nýtur mikill ar virðingar innan flokks- ins. Loks er Unnur Brá Konráðs- dóttir þingmaður af einhverjum talin vera vænlegur kostur. Það virðist stefna í kvennaslag. SANDKORN Kröfuhafar Þáttar International h fa lýst 24 milljarða króna kröfum í þrota- bú félagsins. Þáttur International var félag þeirra Wernersbræðra Karls og Steingríms og Engeyinganna Einars og Benedikts Sveinssona sem stofnað var árið 2007 til að halda utan um 7 pró- senta hlut þeirra í Glitni. Þáttur var úrskurðaður gjaldþrota í lok janúar á þessu ári en eina eign fé- lagsins var hluturinn í Glitni. Því var nokkuð ljóst að félagið yrði gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins þegar hlutur þess í Glitni varð verðlaus. Skiptastjóri þrotabúsins, Baldvin Hafsteinsson, segist ekki búast við því að kröfuhafar Þáttar International fái neitt upp í kröfur sínar. „Það efast ég um … Ei a eign félagsins var hlutur- inn í Glitni,“ segir Baldvin. Kröfulýsingarfresturinn í þrotabú- ið rann út í lok mars og var haldinn skiptafundur í þrotabúinu þann 19. apríl síðastliðinn. Vafningur með hæstu kröfuna Fimm aðilar gera kröfur í þrotabúið, samkvæmt Baldvin, og er krafa eign- arhaldsfélagsins Földungs, áður Vafn- ings, langhæst: Krafa Vafnings hljóðar upp á rúma 15 milljarða króna. Það er skilanefnd Glitnis sem lýsir kröfunni í nafni Vafnings en bankinn hefur tekið félagið yfir vegna skulda. „Þessi krafa er gerð á grundvelli lánasamnings milli Þáttar og Vafnings,“ segir Baldvin. Ástæðan fyrir hárri kröfu Vafn- ings er sú að félagið fékk lán frá Glitni í febrúar 2008 sem síðan var miðlað áfram til Þáttar. Þáttur notaði svo lán- ið til að greiða bandaríska bankanum Morgan Stanley upp lán sem bank- inn hafði veitt félaginu árið 2007 til að kaupa 7 prósenta hlut í Glitni. Morg- an Stanley hafði gert veðkall hjá Þætti vegna þess að gengi hlutabréfa í Glitni fór niður fyrir 20 í byrjun árs 2008. Bjargað undan veðkalli Ástæðan fyrir því að þessi leið var far- in var sú að Þáttur gat ekki sjálft tek- ið við láninu vegna þess að í lána- samningnum við Morgan Stanley var ákvæði sem meinaði félaginu að taka lán hjá annarri lánastofnun eða veð- setja Glitnisbréfin hjá öðrum aðila. Þess vegna þurftu eigendur Þáttar að búa til annað félag til að taka við lán- inu f á Glitni og nota ann ð veð n Glitnisbréfin. Af þessum sökum voru eignir fluttar úr Sjóvá og inn í Vafning – um var að ræða íbúðaturn í Makaó og breska fjárfestingasjóðinn KCAJ – og veðsettar þar fyrir Glitnisláninu. Líkt og DV hefur greint frá tók Bjarni Benediktsson, núverandi for- maðu Sjálfstæðisflokksins og þáver- andi stjórnarformaður BNT og N1, þátt í þessum viðskiptum því hann fékk umboð frá sjálfum sér, Benedikt föður sínum og Einari frænda sín- um til að veðsetja bréf þriggja félaga í þeirra eigu í Vafningi. Þetta var gert til að bjarga bréfunum frá veðkalli Mor- gan Stanley. Glitnir setti sömuleiðis veðbann á bréf Þáttar í Glitni eftir að endurfjármögnuninni var lokið. Bjarni hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki vit- að hvaða eignir hann var að veðsetja fyrir Glitnisláninu. Kaupþing með næsthæstu kröfuna Þrátt fyrir veðbann Glitnis fékk Þáttur frekari lán áður en bankinn hr di í lok september. Í byrjun apríl 2008, tæp- um tveimur mánuðum eftir að Vafn- ingsviðskiptin voru um garð gengin, fékk Þáttur International lán frá Kaup- þingi upp á 30 milljónir evra, rúmlega 3,4 milljarða á þávirði. Lánið var svo á endanum notað til að g eiða niður hluta láns sem Sjóv hafði stofnað til við Glitni. Veðið fyrir Kaupþingsláni u var í hlutabréfum Þáttar International í Glitni og var það til tveggja ára. Glitnis- bréf Þáttar voru því á endanum veðsett þrátt fyrir veðbann Glitnis. Eftir bankahrunið var lán Þáttar International flutt frá Kaupþingi og yfir í nýja bankann sem stofnaður var á grunni hans og fékk síðar nafnið Ar- ion banki. Reynt var að innheimta lán- ið nokkrum sinnum hjá Þætti Inter- national eftir hrunið en það gekk ekki af augljósum ástæðum: Eina eign félagsins var orðin verðlaus og veð Kaupþings þar með. 6,7 milljarða krafa Ka pþings er því vegna ánsins sem bankinn veitti Þætti í apríl 2008. Þrotabú Milestone og skilanefnd Glitnis gera svo talsvert lægri kröfur í búið, samtals upp á rúmlega tvo millj- arða króna. „Fórnarlömb hrunsins“, segir Baldvin Að mati Baldvin voru eigendur Þátt- ar International fórnarlömb hrunsins. „Þeir urðu bara fórnarlömb hrunsins,“ segir Baldvin en vinnu hans hjá þrota- búi Þáttar er því sem næst lokið. Hann segist ekki reikna með því að hann muni senda nein mál tengd búinu til rannsóknar- eða eftirlitsaðila. „Næstu skref verða bara að fara yfir þessa lánasamninga og athuga hvort það sé eitthvað misjafnt í þessu. Ef ekki þá er þessu bara lokið,“ seg- ir Baldvin. „Þetta bú er mjög klippt og skorið í sjálfu sér: Það voru tekin þessi lán til að kaupa hlutabréf. Hlutabréfin hrundu í verði og urðu verðlaus. Það eru engar aðr r eignir í búinu og það er enginn kröfuhafi sem óskar eftir því að eitt- hvað í búinu verði rannsakað frekar,“ segir Baldvin. Sögu Þáttar Int- ernational er því að öll- um lík- indum lokið. 24 MILLJARÐA KRÖFUR Í ÞROTABÚ ÞÁTTAR INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is Félag þeirra Karls og Steingríms Wernerssona og Einars og Benedikts Sveinssona skilur eftir sig skuldir upp á 24 milljarða. Skiptastjóri búsins segir að eigendur Þáttar hafi verið fórnarlömb hrunsins. Vafningur er stærsti kröfuhafinn með 15 milljarða kröfu. Skiptastjórinn segir sögu félagsins senn á enda. Földungur (Vafningur) sem skilanefnd Glitnis sér um 15,2 milljarðar Arion banki 6,7 milljarðar Þrotabú Milestone 1,4 milljarðar Glitnir 712 milljónir Heildarkröf r 24 milljarðar Kröfur í þrotabú Þáttar Inter ational: Þeir urðu bara fórn- arlömb hrunsins. Eigendur Vafnings Einar Sveinsson sést hér annar frá vinstri, við hlið Bjarna Ármannssonar, og Karl Wernersson er sá þriðji frá hægri. Myndin er tekin á ársfundi Íslandsbanka árið 2006 en þá voru Einar og Karl ráðandi aðilar í bankanum. Bjarni var þá forstjóri. Veðsetning Vafnings Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og þáverandi stjórnar- formaður N1 og BNT, fékk umboð Einars og Benedikts föður síns til að veðsetja bréfin í Vafningi út af lá inu frá Glitni. Bjarni hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki vitað hvað var til tryggingar láninu í Vafningi en það var lúxustu n í M kaó og br skur fjárfestin asjóður. Voru ráðandi í Glitni Karl Wernersson og Einar Sveinsson, sem áttu Mátt saman, voru ráðandi hluthafar í Glitni fyrir yfirtöku FL Group. Viðskipti þeirra draga nú dilk á eftir sér í dómskerfinu. Þeir sjást hér á fundi hjá Glitni á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.