Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 32
32 | Viðtal 14.–16. janúar 2011 Helgarblað www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur og mikill einfari og vel mér fáa og góða vini til að umgangast.“ Ekki ánægð með útlitið Anna Mjöll hugsar mikið um heilsuna en hugsar hún líka mikið um útlitið? Er það krafan í bransanum? „Það er ekki krafan, en ég sé að fólk reynir að hugsa vel um sig og líta eins vel út og það getur. Það geri ég líka og vegna þess að það er bara skemmtilegra, það geta allir í heim- inum litið aðeins betur út ef þeir gera eitthvað í því. Ég geri eins vel og ég get í því. Kannski sérstaklega af því að ég persónulega hef alltaf verið með komplexa yfir útlitinu. Þegar ég var að byrja í bransanum var ég alltaf að reyna að draga athyglina frá því með því að geifla mig og glensa. Ég hef hætt því en hætti ekki að hugsa um útlit og heilsu. Hvort tveggja er mér mikilvægt.“ Erfið tónleikaferðalög Ferill Önnu Mjallar tók kipp þegar hún var ráðin sem bakraddasöngkona hjá söngvaranum Julio Iglesias og hélt af stað í þriggja ára tónleikaferðalag. Á tónleikaferðunum lenti hún í ótelj- andi ævintýrum auk þess sem þau voru erfið. Anna Mjöll segist lifa sí- gaunalífi þegar hún sé á slíkum ferða- lögum. „Þetta er ekkert glæsilíf, heldur hörkuvinna. Við sofum þegar við sjá- um kodda og borðum þegar við sjáum mat og oft vissi ég ekki hvort ég var að lenda eða taka á loft í millilandaflugi. Ég hef meira að segja hlaupið inn á svið á inniskónum við síða kjólinn, misst eyrna-mónitorinn minn í kló- settið rétt fyrir sýningu, læst mig út úr búningsherberginu mínu í næst- um því engum fötum á meðan Ju- lio reyndi að brjóta hurðina upp fyrir mig og áhorfendur voru að klappa úti í sal því að sýningin átti að vera byrj- uð, villst ein í neðanjarðarlestum Tók- ýó rétt fyrir tónleika, sofnað sitjandi á sviði og verið boðið að kaupa alvöru rússneskan hermannafrakka af hvísl- andi húsverði uppi á háalofti innan Kremlinmúranna!“ Þetta er augljóslega mikið hasarlíf, hvernig fer hún að því að halda söns- um? Anna segir mikilvægast að halda heilsu í þessum aðstæðum. „Í brans- anum er mikilvægt að huga að and- legri heilsu, ég geri það með því að hugsa vel um voffana mína og er svo heppin að eiga góða fjölskyldu. Það eru ekki allir eins heppnir og ég og þurfa að redda sér sjálfir. Foreldrar mínir eru alltaf til staðar og grípa mig ef ég fell. Þá er líka krafa um að vera alltaf í stuði, það duga engir dívustæl- ar.“ Hefði endað úti í skurði Ævintýri Önnu eru hreint út sagt mergjuð. Hún hefur hitt hefðarfólk, stjórnmálamenn og goðsagnakenndar manneskjur eins og Michael Jackson og Hugh Hefner. Í augnablikinu eru henni minnisstæð kynni af Alexand- er, forseta Hvíta-Rússlands. „Það er svo merkilegt, að á meðan á því stend- ur finnst manni aldrei maður vera að lenda í neinum sérstökum ævintýrum. Ég hitti Alexander í Hvíta-Rúss- landi. Það var rétt áður en hann var búinn að kjósa sig sjálfur í fyrsta skipti og við spiluðum fyrir hann á tónleik- um. Hann var góður vinur Milosevic, sem við spiluðum reyndar einnig fyr- ir seinna á tónleikum. Hann og hans ráðamenn sátu svo langt frá sviðinu að þeir hljóta að hafa haldið að við mynd- um bíta. Alexander átti það sameiginlegt með Milosevic að vera mjög góður í að láta fólk hverfa vinstri, hægri og hann bauð okkur eftir sýningu upp á vodka. Ég sat á milli hans og Julios og þarna voru líka nokkrir ráðherrar við borðið. Þeir voru greinilega hræddir, eldrauð- ir og skjálfandi. Ég hef aldrei séð svona hrætt fólk á ævinni. Alexander lét hella vodka í staup fyrir alla við borðið. Ég tók svona pínu- lítinn sopa úr staupinu og áfengið brenndi niður í maga. Alexander sagði að það væri móðgun við Hvíta-Rúss- land ef við kláruðum ekki úr staup- unum. Við hlýddum en hann lét hins vegar fylla aftur í glösin og Julio sagði: „Nei. Ég bara get það ekki. Ég bara dey ef ég drekk einn sopa í viðbót!“ Þá skulfu allir við borðið, en Julio er sterk- ur persónuleiki og náði að milda Alex- ander. Alexander vildi svo fá að taka okk- ur stelpurnar með í ferðalag til Kúbu í nóvember og Julio reddaði okkur út úr því. Við hefðum sennilega ekki komið aftur. Værum enn á Kúbu í einhverjum skurði.“ Fræg er heimsókn Önnu Mjallar á setur Hughs Hefner sem kenndur er við Playboy. Hvernig var sú heimsókn? „Fyrsta heimsókn mín á Playboy- setrið var mjög skemmtileg. Mér var boðið ásamt tveimur vinkonum í kjöt- kveðjuhátíðarpartí. Í þessum partíum eru alltaf mörg mjög þekkt andlit, að- allega karlmenn. Áður en fólk kem- ur inn skrifa allir undir samning um að nefna ekki nein nöfn. Það var tekið mjög vel á móti okkur og okkur var sagt að vera bara eins og við værum heima hjá okkur. Húsið er mjög flott og mjög stórt. Inni er risastórt bókasafn sem inniheldur öll Playboy-rit frá upphafi. Það eru margar athyglisverðar mynd- ir á veggjunum. Þjónustustúlkurnar eru yfirleitt naktar, en það sést ekki af því að það eru málaðir búningar á þær. Þær eru mjög flottar. Það er alltaf mjög góður andi í hús- inu og allir í stuði. Allir eru hvattir til að henda sér í laugina þegar líður á. Ég sá að þeir voru að stilla upp myndavélum þar sem ég sat að fá fótanudd frá ein- hverjum Adonis-gæja sem hafði skutl- að mér niður á stól orðalaust, tekið af mér skóna eins og ég væri öskubuska og byrjað að gefa mér besta fótanudd í heimi á meðan ég sötraði kampa- vínið mitt. Allt í einu gengu inn sex eða sjö stelpur, allar ljóshærðar og voða sætar, og þeim var raðað í hálf- hring við hringborð. Niður tröppurnar kom Hugh í sloppnum sínum. Hann skutlaði sér niður við borðið, talaði við stelpurnar í fimm mínútur og lyfti glösum fyrir myndavélarnar, stóð síð- an upp og heilsaði upp á nokkra gesti. Ég var svo heppin að vera ein af þeim. Hann er voða góður gæi, mjög hlý- legur, og hann kom til mín, bauð mig ávallt velkomna og kyssti mig. Síðan fór hann aftur upp tröppurnar og var þá búinn að sinna skyldum sínum það kvöldið.“ Áhyggjuleysi skiptir máli Anna Mjöll segist hafa hugsað um heimsókn sína á búgarð Michaels Jackson eftir sviplegt andlát hans. „Ég held að hamingjan felist bara í því að rækta tengsl við ástvini sína og ávallt að meta það sem maður hefur,“ seg- ir hún. „Þegar ég hitti Michael Jack- son hitti ég fyrir mann sem var aleinn í heiminum og sennilega búinn að missa skynbragð á raunveruleikann. Það var skrýtin tilfinning á búgarðin- um hans, það var verið að spila lög úti í garði og þar var flott tívolí en yfir öllu var svolítið dimmt yfirbragð. Ég held að stundum geti peningarnir orðið meira böl en hamingja og þá einangr- ist fólk. Áhyggjuleysi skiptir miklu máli og ef maður hefur nægilegt fé til að hafa í sig og á, þá er maður á besta staðnum.“ Hamingjusöm og ferillinn á uppleið Margt hefur breyst á síðustu árum í lífi Önnu Mjallar sem sem gerir það að verkum að hún hefur fundið hamingj- una. „Ég var alltaf að reyna að vera ein- hver sem ég var ekki og gera hluti sem voru ekki mínir eigin. Mér fannst ég aldrei vera nógu góð í neitt og glímdi við mikið óöryggi. Í dag er ég hamingjusamari en ég hef verið lengi. Að miklu leyti af því að líf mitt er einfaldara og léttara vegna skilnaðarins og vegna þess hve vel mér gengur úti. Ég er sátt við mig núna. Ég er mjög stolt af báðum diskunum, Shadow of Your Smile og Christmas JaZZmaZ, sem ég hef gefið út núna á einu ári með frábærum útsetningum pabba sem hafa vakið mikla og góða athygli úti í L.A. Ég var kosin á lista sem ein af fimm bestu djasssöngkon- um heims og komst þar á lista með Di- önu Krall, sem mér þótti skemmtilegt. Þá var nýja jólaplatan mín kosin jólaplata aldarinnar af Arnaldo De- Souteiro og mér fannst agalega gott að fá það klapp á bakið. Fram undan er svo mikil vinna því ég stefni á að semja eigið efni og gefa út síðar á árinu. Það efni verður allt öðruvísi en áður hefur heyrst frá mér.“ kristjana@dv.is Lögð í einelti í Réttarholtsskóla Anna Mjöll segir höfnunina hafa verið sára en hún hafi komist í gegnum erfið- leikana með stuðningi fjölskyldunnar. mynd sigtRygguR aRi „Ég hef alltaf gefið ranga mynd af sjálfri mér. Ég gaf mig út fyrir að vera opin og glaðlynd. Alltaf að glensa og grínast en ég er ekki þannig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.