Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 31
Viðtal | 31Helgarblað 14.–16. janúar 2011 A nna Mjöll hringir í mig í öngum sínum rétt fyrir við- talið. „Ég verð líklega að- eins of sein, bíllinn er raf- magnslaus og fer ekki í gang.“ Stuttu seinna hringir hún aftur. „Ég er komin niður í bæ, ég er hjá Bæj- arins bestu, hvert á ég að keyra núna?“ spyr hún. Ég leiði hana í gegnum það sem henni finnst vera steinsteypu- frumskógur beina leið að dyrum DV á Tryggvagötu. „Ég keyri núna eins og algjör leppalúði,“ segir Anna Mjöll og hlær. „Stýri með tönnunum.“ Anna Mjöll hefur búið í Los Ange- les árum saman og villist því auðveld- lega í Reykjavík. Hún kemur hingað nokkrum sinnum á ári og í þetta sinn er hún hingað komin til að verja jólum og áramótum með foreldrum sínum, fjölskyldu og vinum. Anna Mjöll er yngra barn tónlistarfólksins Svanhild- ar Jakobsdóttur og Ólafs Gauks. Bróð- irinn, Andri Gaukur, er skurðlæknir í New Hampshire í Bandaríkjunum. „Ég sé um vesturströndina, hann um austurströndina,“ segir Anna Mjöll og skellir upp úr. „Við lifum afar ólíku lífi. Hann býr með eiginkonu sinni, Ingu, og á tvö börn, Alexöndru og Aron. Ég bý ein með hundunum mínum, Ma- estro og Melódíu, og er ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.“ Þau eru náin og samheldin fjöl- skylda og Anna Mjöll segist ekki geta verið án hennar. „Ef þau væru á tungl- inu færi ég þangað,“ segir hún við rit- stjórann á ritstjórnarskrifstofunni þar sem blaðamenn geta ekki að því gert að þeir stari opineygðir á eftir henni. Hún er fínlega vaxin með sítt, ljóst hárið krullað og tekið upp í tagl. Hún er með stór blá augu og ævintýralega löng blakandi augnhár, með lítinn farða en sólbrúna og frísklega húð. Gömul sál „Ég var alin upp fyrstu hundrað árin í Fossvoginum,“ segir Anna Mjöll sem segist aðspurð vera orðin 29 ára. „Ég hef haldið upp á 29. afmælisdag- inn minn nokkrum sinnum og því er tíminn afstæður í meira lagi í mínum heimi,“ segir hún og hlær. Anna gekk í Fossvogsskóla og átti hamingjuríka æsku. „Ég var ósköp ró- legt barn, allir sögðu að ég væri göm- ul sál. Ég bjó við tilfinningalegt öryggi og get þakkað það foreldrum mínum sem hafa alltaf staðið með mér í lífinu. Alveg eins og klettar.“ Seinna fór Anna Mjöll í Réttar- holtsskóla og þaðan lá leið hennar í MR. Eftir MR fór hún í Háskóla Íslands í sálfræði og frönsku og lærði síðan frönsku í Sorbonne-háskóla í París. Faðir Önnu Mjallar, Ólafur Gaukur, lærði tónsmíðar við Grove-tónlistar- skólann í Los Angeles og þangað hélt Anna Mjöll til náms eftir Parísardvöl- ina árið 1992. Ég fór fyrst í Grove-skól- ann til að reyna að herma eftir pabba og síðan í Musician´s Institute í Holly- wood. „Ég hef ekkert sloppið þaðan síðan enda lent í óteljandi ævintýr- um,“ segir hún. Var lögð í einelti Anna Mjöll átti að sumu leyti nokk- uð erfið unglingsár sem hún þakkar þó fyrir að hafa átt því reynslan finnst henni hafa verið dýrmæt og mótandi. „Í lífinu eru náttúrulega vandræði hér og þar, þó að maður sé ekki endi- lega alltaf að ræða þau og útvarpa þeim út um allt. Allir glíma við vanda- mál og það breytir litlu að velta sér upp úr þeim því að mínu mati hafa þau þá oft tilhneigingu til að stækka og verða flóknari að umfangi en þau raunveru- lega eru. Ég get samt sagt frá því í dag að ég lenti hreint út sagt í talsverðu einelti í Réttarholtsskóla sem stóð yfir í þau þrjú ár sem ég stundaði þar nám. Þetta var mikil kvöl og pína og ég vissi ekki þá að þetta væri það sem við köllum einelti í dag. Umræðan var öðruvísi í þá daga. Það var litið fram hjá hlutum sem þessum. Ég veit ekki hvort það hefði breytt nokkru ef það hefði verið gert meira mál úr þessu. Höfnun sem þessi er sár á unglings- árunum en einhvern veginn komst ég í gegnum þetta, fyrst og fremst vegna þess hversu góða fjölskyldu ég á.“ Þakkar fyrir kvölina Anna Mjöll segist halda að sé mann- eskja látin finna fyrir því að hún eigi ekki heima í hópi, þá finni hún oft eitt- hvað annað verðmætt innra með sér. „Þess vegna hefur mig alltaf langað til að þakka þeim sem lögðu mig í einelti mjög vel fyrir. Ég held að það sé stað- reynd að þeir sem lenda í því að vera lagðir í einelti einhvers staðar á lífs- leiðinni verði oft sterkari fyrir vikið. Ég las einhvern tímann viðtal við Pál Óskar þar sem hann heldur því fram að þeir sem eru lagðir í einelti í skóla skari oftar en ekki fram úr á einhverju sviði seinna á ævinni. Þetta held ég að sé að mörgu leyti satt, svo allir þeir sem eru píndir í skólanum í dag ættu að hafa það hugfast að þetta verður bara allt saman allt í lagi. Karma sér alltaf um sína.“ Erfiðum kafla lokið Eftir erfið ár í Réttarholtsskóla gekk Anna Mjöll í MR og líf hennar og líð- an breyttist til mikilla muna. „Í MR var gott fólk, þar eignaðist ég góðar vin- konur og þar með var þessum skrýtna kafla í lífi mínu lokið.“ Blaðamaður hefur fregnir af því að Anna Mjöll hafi reynst góður námsmaður og flest- ir samferðamenn hennar lýsa gáfum hennar sem langt yfir meðallagi. Anna Mjöll gerir lítið úr þessu lofi. „Ég var ekki sú samviskusamasta en slapp alltaf vel í gegnum prófin. Það mættu kannski vera meiri kröfur, nemendum er sleppt allt of auðveld- lega í gegnum námið. En árið sem ég varð stúdent, 1989… “ Anna Mjöll snarstoppar í frásögninni og skellir upp úr, segist náttúrulega hafa verið fimm ára þegar hún útskrifaðist enda sé hún aðeins 29 ára eins og áður hef- ur komið fram. Hún tekur aftur upp þráðinn og lýsir því ástandi sem þá var um landið allt þegar nemendur fengu að skemmta sér lausir við allar heims- ins áhyggjur vegna kennaraverkfalls sem stóð yfir vikum saman. „Það mátti sleppa því að taka stúdentsprófin og það var val um að taka þau og það gerði ég. Ég sat því inni og lærði með- an aðrir sprelluðu og trúði því að það væri gott fyrir mig sjálfa að vita að ég gæti klárað þetta. Það tókst og ég setti upp stúdentshúfuna með réttu.“ Er friðlaus Tveggja ára var Anna Mjöll byrjuð að syngja hástöfum brot úr klassískum dægurlögum. „Strax orðin óþolandi,“ bætir hún við. Hún er enda alin upp á tónelsku heimili. Hún segist alltaf hafa viljað verða söngkona og aldrei gert áætlanir um annað og hennar ham- ingjustundir eru þegar hún syngur á sviði. „Þó að mér finnist ég ekki vera orðin stór og framtíðin sé enn býsna ómótuð hef ég þrátt fyrir það haft nokkuð fasta stefnu í lífinu. Það er vegna þess hvernig mér líður þegar ég syng frekar en að ég hafi gert áætlan- ir um að verða söngkona. Mínar ham- ingjustundir eru þegar ég er á sviði. Ég er friðlaus og það er erfitt fyrir mig eins og marga aðra að finna þenn- an eftirsótta innri frið. Ég finn þenn- an frið þegar ég syng á sviði og finn tengslin við áhorfendur. Þá finn ég jafnvægið og róna og þessa ótrúlegu, óútskýranlegu tilfinningu sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir. Það er þess vegna sem ég syng. Þetta bara gengur ekki upp öðruvísi.“ Hér á Íslandi kom Anna Mjöll fram með foreldrum sínum, Svanhildi og Ólafi Gauki, á Rósenberg við góðar undirtektir. „Rósenberg er vel heppn- aður tónleikastaður og þar er góður andi. Mér leið sérstaklega vel að syngja þarna og það var gaman að troða upp með töffaranum honum pabba á gítar og að syngja með mömmu og áhorf- endur voru í stuði.“ Stormasamt samband Anna Mjöll var gift Neil Stubenhaus, einum virtasta stúdíóbassaleikara Los Angeles-borgar, í nokkur ár. Sam- band þeirra var stormasamt. Þau tóku ákvörðun um að skilja fyrir ári og Anna Mjöll telur að það hafi verið far- sæl ákvörðun enda finni hún til mik- ils léttis. „Okkur þykir enn vænt hvoru um annað og erum í góðu sambandi. En það er auðvelt að segja það núna þegar tíminn hefur liðið að samband okkar einfaldlega gat ekki blessast. Ég hélt að við myndum finna jafnvægi í hjónabandi en þannig fór það nú ekki. Sagan er oft eins í þessum tilvikum, það eru of miklir árekstrar, of mikil vanlíðan og á endanum slitnar upp úr samböndum eins og þessum. Vandamálið var samt ekki að við gætum ekki talað saman því við erum í sama bransanum og skiljum hvort annað að því leyti hvernig það er að lifa lífi listamannsins. Að skilja við eiginmann sinn er náttúrulega hunderfitt, en samband okkar hafði verið erfitt í langan tíma og það var léttir að taka sjálfa ákvörð- unina og ég er fegin að við tókum hana því lífið verður að halda áfram. Það er alltof stutt til þess að dvelja í dramatík.“ Lífið í L.A. Anna Mjöll hafði haldið litlu íbúð- inni sinni í Kaliforníu og flutti út með hundana þeirra tvo. „Þar er hljóðver- ið mitt og hefur alltaf verið svo að það var alls ekki óþægileg tilfinning að snúa til baka og ég hef hundana mína, þau Maestro og Melódíu. Þau eru litlu börnin mín, alveg gjörspillt að sjálf- sögðu og ég gæti ekki lifað án þeirra.“ Kreppan hefur líka hafið innreið sína í Los Angeles og lífið þar er ekki leikandi létt að sögn Önnu Mjallar. „Það er ekki létt að búa neins staðar. Hvort sem það er L.A. eða Reykjavík. Það er líka kreppa úti og þar er fólk að missa húsin sín og stríðir við fá- tækt. Það er þó ólíkt ódýrara að búa úti í L.A., að flestu leyti. Hvað er mál- ið með verð á mat hér? Hefur fólk efni á þessu? Að kaupa hamborgara og franskar á skyndibitastað kostar 1.500 krónur eða meira. Það er hreint ótrúlegt. Fólk þarf að standa í biðröð- um eftir mat – á Íslandi! Það er ekk- ert eftir þegar búið er að greiða leigu eða afborganir. Það þarf að laga þetta með öllum ráðum. Þetta stingur við heimkomuna og mér finnst ástandið hryggilegt.“ Frelsistilfinning Önnu Mjöll finnst að sama skapi létt- ara að búa úti í L.A. vegna þess að þar fær hún að vera hún sjálf. „Það fylgir því viss frelsistilfinn- ing að búa í stórborg. Ég get gert það sem mér sýnist. Ég fer á inniskónum í grænu náttbuxunum með fjólu- bláu doppunum út að labba og gæti þess vegna verið með neonskilti á hausnum og það er öllum alveg ná- kvæmlega sama. En það mikilvæg- asta er þó að ég hef fengið frábær- ar móttökur á tónleikum mínum vítt og breitt í Los Angeles. Reynd- ar voru jólatónleikar mínir á Café Rósen berg svo vel heppnaðir að ég er strax farin að undirbúa tónleika hér heima næstu jól! Það gerir mig hamingjusama að vera metin af því sem ég hef fram að færa og ef ég er heppin þá get ég lifað af músíkinni.“ Mikill einfari Venjulegur dagur hjá Önnu Mjöll byrjar á því að hún fer út að ganga með hundana sína tvo. Hundana sína hugsar hún um af alúð og í hversdeginum eru þeir henni mik- ilvægir. Heilsan er henni líka mikil- væg. „Ég byrja alla daga á að fá mér hollan og góðan djús. Nýkreistan úr appelsínum og greipi og öðru holl- meti. Ég fæ mér slíkan djús tvisvar á dag. Ég borða líka mikið af græn- meti og tek lýsi á hverjum degi. Svo fer ég út að ganga með hund- ana mína, þeir elta snáka og eðlur sem þeir ná aldrei. Um leið og þeir stökkva á eftir þeim eru þær komn- ar til San Fran cisco. Ég hef alltaf jafn gaman af þessum göngutúrum.“ Þegar heim er komið vinnur hún að tónlist og fylgist með fréttum. Á kvöldin fer hún stundum út og hlustar á lifandi tónlist en annars finnst henni best að vera ein á bak við lokaðar dyr í ró og næði eða í fé- lagsskap fárra og vel útvaldra vina. Það kemur blaðamanni á óvart að Anna Mjöll sé sá einfari sem hún lýsir. „Ég hef alltaf gefið ranga mynd af sjálfri mér. Ég gaf mig út fyrir að vera opin og glaðlynd. Alltaf að glensa og grínast en ég er ekki þannig. Mér finnst best að vera ein heima hjá mér bak við lokaðar dyr. Ég er róleg Finnur friðinn á sviði „Mínar hamingjustundir eru þegar ég er á sviði. Ég er friðlaus og það er erfitt fyrir mig eins og marga aðra að finna þennan eftirsótta innri frið.“ Mynd SiGtryGGur Ari„Ég get samt sagt frá því í dag að ég lenti hreint út sagt í talsverðu einelti í Réttarholtsskóla sem stóð yfir í þau þrjú ár sem ég stundaði þar nám. „Ég get samt sagt frá því í dag að ég lenti hreint út sagt í talsverðu einelti í Réttar- holtsskóla sem stóð yfir í þau þrjú ár sem ég stundaði þar nám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.