Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Blaðsíða 24
Gleðilegt nýár, góða þjóð.Um leið og ég tilkynni ykkur að ég er orðinn hundleiður á þessu bévítans svartagallsrausi sem er í þann mund að draga úr þjóðinni bæði vígtennur og jaxla, vil ég geta þess að ég náði að lifa allt árið 2010 án þess að snerta Moggann. Já, ég ákvað í byrjun árs að þann snepil, sem ég kalla LÍÚ-tíðindi, ætlaði ég ekki að snerta í heilt ár. Ekki las ég eitt einasta orð í því blaði og hef í hyggju að leyfa þessum vana að lifa lengur. Ég hef fylgst náið með glæpa- mönnum Framsóknar og Sjálfstæð- isflokka og ég hef séð hvernig náhirð kreppuvalda hefur reynt að sverta þá ríkisstjórn sem nú stundar uppbygg- ingarstarf og þrif eftir óráðsíu helm- ingaskipta. Ég hef fylgst með fyrir- tækjum einsog Sörpræs Woterhás Cúper, eða hvað það ágæta fyrirtæki heitir, og ég hef lært þá lexíu að trúa ekki þeim sannleika sem lygararnir telja skástan. Ég nenni ekki lengur að hlusta á útvarpskvótaeigendur spila lög eft- ir vini sína. Ég nenni ekki lengur að heyra af því að Bubbi ætli að reyna að eignast aftur þann rétt sem Jak- ob Frímann vélaði af honum, þegar sá síðarnefndi notaði klink útrásar- víkinga til að ná völdum í íslenskum poppskáldabransa. Ég nenni ekki lengur að horfa á skjálfandi skraut- fjaðrir á Alþingi. Ég nenni ekki lengur að hlusta á rökleysu fólks sem virð- ist algjörlega heiladofið. Ég nenni ekki lengur að leyfa vatnshöfðum íslenskrar stjórnsýslu að gutla í ná- munda við mig og síst ætla ég að hlusta á væl þeirra sem segja að kvótakerfið sé bara nokkuð gott eins- og það er. Ég ætla ekki að virða þá sem stela auðlindum þjóðarinnar. Ég ætla aldrei framar að leyfa fábjánum að gefa mér rangar hugmyndir um skiptingu auðvalds á Íslandi. Ég lofa ykkur því, kæru lesend- ur, að á árinu sem núna er að byrja, ætla ég að sýna ykkur og sanna fyr- ir ykkur að íslenski glæpurinn er al- veg skelfilega einfalt plott. Ég ætla að segja ykkur það, að útgerðarmenn, peningamenn og braskarar hafa í gegnum tíðina haft alla íslenska stjórnmálamenn í vasanum. Ég ætla að segja ykkur frá því hvernig stjórn- málamenn vinna alltaf þá vinnu sem er þeim sjálfum og eigendum þeirra fyrir bestu, um leið og þeir gefa alla- jafnan skít í það hvað er best fyrir þjóðina. Ég ætla að sýna ykkur það að fjórflokkurinn sér Besta flokkinn sem hina einu sönnu kosningagrýlu. Bráðum fer að birta til, brosir þjóð af gleði, lífsins blóm með ljós og yl ljóma í hennar beði. 24 | Umræða 14. janúar 2011 Helgarblað FurðuFlokkurinn „Saga Banki býður okkur að borga 50 þúsund á mánuði í 15 ár.“ n Elvar Reykjalín, stofnfjáreigandi í Sparisjóði Svarfdæla um skuldir þeirra sem tóku þátt í stofnfjáraukningu sparisjóðsins haustið 2007. – DV „Þetta er allt kafloðið og erfitt að komast að þessu.“ n Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá Slökkviliði Reykjavíkur. – DV.is „70 til 100 fjöl- skyldur þurfa á aðstoð að halda á svæðinu.“ n Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, sem opnaði nýja starfsstöð samtakanna í Stykkis- hólmi. – DV „Það var ótrúlegt að verða vitni að því hvað fullorðið fólk getur verið dómhart.“ n Kristín Pétursdóttir móðir Guðbjargar Þorsteinsdóttur sem er með Tourette. – DV „Hrunið hafði vitanlega áhrif á mig eins og aðra landsmenn.“ n Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, bankastjóri Saga Fjárfestingarbanka, sem skuldar á annan milljarð króna í íslensku bönkunum. – DV Við þurfum betri Bjarna Bjarni Benediktsson og Sjálf-stæðisflokkur hans njóta mestra vinsælda meðal þjóð- arinnar. Álíka margir styðja Sjálfstæð- isflokkinn einn og sér og ríkisstjórn- ina. Vinsældirnar skýrast eflaust fyrst og fremst af óvinsælu ástandi í efna- hagsmálum, en það breytir því ekki að það er Bjarni sem hefur vinning- inn en ekki Sigmundur Davíð Gunn- laugsson í Framsóknarflokknum eða Þór Saari í Hreyfingunni. Stór hluti þjóðarinnar elskar sinn Sjálfstæðis- flokk og eðlilegt framhald er að Bjarni taki við stjórnartaumunum áður en langt er um liðið. Undarlegt viðhorf Bjarna til eins mikilvægasta málefnis samtímans á Íslandi, gerir hann hins vegar að vara- sömu forsætisráðherraefni. Þegar upplýst var að bandarísk yfirvöld hefðu farið fram á að fá af- hent einkaskilaboð Birgittu Jóns- dóttur þingkonu upphófst samstaða meðal íslenskra stjórnmálamanna um andstöðu. Sumir vísuðu til helgi hennar sem þingkonu, en aðrir vís- uðu til verndunar tjáningarfrelsisins. Flestum þótti rangt af bandarískum yfirvöldum að rannsaka hana með þessum hætti. Einn stjórnmálamað- ur steig hins vegar fram og lýsti því að þetta væri ekkert athugavert. „Hvaða prinsipp eru það sem Bandaríkja- menn eru að brjóta?“ spurði Bjarni í viðtali við Morgunblaðið. Svarið við spurningu Bjarna er í stuttu máli að með því að ganga svo nærri Birgittu er verið að þenja út valdsvið ríkisins á kostnað tjáning- arfrelsisins. Á Vesturlöndum hefur verið almennur skilningur fyrir því að yfirvöld njósni ekki um fjölmiðla- menn og geri ekki tilraunir til að refsa þeim fyrir að flytja fréttir, jafnvel þótt þær byggi á „stolnum upplýsingum“. Skilningurinn byggir á því að all- ar stórar fréttir byggi á upplýsingum sem fengnar eru gegn vilja einhvers valds. Oftast er valdið, sem fjölmiðl- ar eiga að veita aðhald, ríkið sjálft. Upplýst samfélag er ekki mögulegt ef ríkið stýrir upplýsingaflæðinu, enda myndu þá engar upplýsingar berast fólki, sem sýna brot ríkisins. Bjarni bar rannsóknina á Birgittu saman við rannsókn á störfum Geirs Haarde for- sætisráðherra. Hann virðist ekki gera greinarmun á ríkinu og því sem á að vera utan valdsviðs ríkisins. Þetta er synd. Bjarni gæti orðið valkostur þeirra sem vilja minna rík- isvald og meiri upplýsingar til ein- staklinga. Síðustu níu ár hefur verið stöðug útþensla á valdsviði ríkisins í nafni baráttunnar gegn óvininum, það er hryðjuverkamönnum, á meðal vor. Nú er stríðið farið að snúast gegn þeim sem segja frá því að Bandaríkja- menn fremji hryðjuverk á almennum borgurum í stríði sínu gegn hryðju- verkum. Forveri Bjarna í formanns- stóli Sjálfstæðisflokksins tók ákvörð- un við annan mann um að íslenska þjóðin yrði samábyrg í stríðsrekstr- inum. Því er óheppilegt framhald að Bjarni skuli styðja aðgerðir Banda- ríkjamanna nú. Þetta vekur líka spurningar um stuðning Bjarna og umburðarlyndi gagnvart frjálsri fjöl- miðlun. Myndi Bjarni láta rannsaka íslenska blaðamenn ef hann grunaði að trúnaðarupplýsingum hefði verið lekið til þeirra? Eitt það besta sem hefur komið fyr- ir þjóðina síðustu ár eru þeir fjölmörgu upplýsingalekar sem hafa varpað ljósi á starfsemi bankanna og stjórnvalda. Ef fleiru hefði verið lekið í góðærinu hefði vandi okkar orðið mun minni. Aukið upplýsingafrelsi þvælist fyrst og fremst fyrir valdi sem vill frið til að drepa, blekkja, stela og gera annað sem almenningi finnst rangt. Aukið upplýsingafrelsi er órjúfanlegur hluti betra samfélags með auknum áhrif- um almennings. Ef Bjarni fylgir eftir viðhorfi sínu á valdastóli mun hann vega að stoðkerfi lýðræðisins. Bókstaflega F yrir átta mánuðum var Jón Bjarnason í einhverju undarleg-asta viðtali íslenskrar stjórn- málasögu. „Og það rigndi sandi þarna!“ sagði Jón. Síðasta mánudags- kvöld endurtók sagan sig að loknum fundi þingsflokks Vinstri grænna. Fyrir svörum stóð Ásmundur Einar Daða- son, bóndi og þingmaður. F réttakonan talar til Ásmundar Einars, þar sem hann stendur fyrir framan lokaðar lyftudyr. Hún spyr út í fundinn. „Fóruð þið fram á það að þingflokksformaðurinn bæð- ist afsökunar?“ Ásmundur svarar ekki, en útskýrir þess í stað atburði, sem tengjast lyftunni. „Nú fer lyftan niður, hún fór upp fyrr í dag,“ segir hann. Hann hlær. Fréttakonan hlær með. „Og hvað þýðir það?“ Þ að þýðir að hún er búin að fara upp og fer núna niður,“ segir hann og brosið dofnar. „Já,“ seg- ir fréttakonan hálfpartinn. „En hvernig eru lyktirnar? Eruð þið ennþá inni í þingflokknum og gátuð þið fengið úr- lausn ykkar mála?“ Ásmundur þagnar. Hann snýr höfðinu undan og lútir í átt að lokaðri lyftunni, líkt og hross undan vindi. Ö gmundur Jónasson innanríkis-ráðherra vífur að og veitir skjól. Boðskapur hans er að innan þessa ríkis sé annað málefnalegra en andstaða nokkurra stjórnarþing- manna við stefnu stjórnarinnar, sem gæti leitt til gjörbreytingar á stefnu íslenska ríkisins og pólitísku ástandi í landinu. „Veistu hvað mig langar að spyrja ykkur um? Hvernig stendur á því að þið hafið ekki áhuga á málefnum?“ Hann sveiflar handarbakinu fram í fréttakonuna í takt við hrynjandann í rödd sinni. „Við erum að ræða hérna málefni. Við erum að ræða Evrópu- sambandið. Við erum að ræða fisk- veiðideiluna. Þið hafið bara áhuga á einu, svona að grafast fyrir um ein- hverja Moggafrétt,“ segir hann, áður en ræðan er rofnar við skæra rödd. „Við sendum ekki út þessa yfirlýsingu!“ svarar fréttakonan. V ið áttum góðan fund um mál-efni,“ segir innanríkisráðherr-ann, og snýr handarbakinu úr lóðréttri stöðu í lárétta. „En við erum hér út af yfirlýsingu sem send er í gær- kvöldi,“ segir fréttakonan. „Haldiði lyft- unni!“ heyrist kallað örvæntingafullri röddu. Þetta er Ólafur Þór Gunnars- son varaþingmaður. Hann var næstum orðinn einn eftir hjá fréttakonunni. Hann smeygir sér inn, hringsólar aug- unum horfandi á samferðarmenn sína til skiptis og brosir vandræðalega, líkt og allir viti nema hann. Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Ef Bjarni fylgir eftir viðhorfi sínu á valdastóli mun hann vega að stoðkerfi lýðræðisins. Bráðum fer að birta til Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Ég ætla aldrei framar að leyfa fábjánum að gefa mér rangar hugmyndir um skiptingu auðvalds á Íslandi. Siv þráir Brussel n Hermt er að alþingismaðurinn Siv Friðleifsdóttir vilji losna af þingi og komast í starf í Brussel. Siv skildi nýlega við mann sinn, Þorstein Húnbogason, og flutti til móður sinnar. Raunir Sivjar munu hafa orðið til þess að hún vill draga sig út úr sviðsljósi stjórnmálanna og skapa sér lífsafkomu á öðrum vettvangi. Hún er sögð hafa reifað þann möguleika við Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra að hann finni hennu stöðu í Brussel. Hann er sagður hafa tekið erindinu vel en leitað sé leiða til að Siv haldi jafnframt þingsætinu og geti þannig komið ríkisstjórninni til bjargar ef þarf. Formaður án baklands n Logandi átök innan VR munu að líkindum kosta Kristin Örn Jóhann- esson formannsembættið. Kristinn er sagður vera gjörsamlega án baklands í félaginu og var nýlega sviptur framkvæmda- stjórastarfinu vegna meints getuleysis. Eftirtektarvert er að hann hefur það helst fram að færa að fjölmiðlar eigi ekki að grípa á lofti gagnrýni minnihluta- hópa. Þetta reifaði hann í Bítinu á Bylgjunni. Nú er þess eins beðið að hann verði felldur. Folaldið beislað n Mikil dulúð hvílir nú yfir innanflokksátökunum í VG. Svo er að sjá sem Steingrími J. Sigfússyni hafi tekist að beisla hryssu og folald með aðstoð Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem vafalaust má ekki til þess hugsa að lenda í stjórnarandstöðu. Ásmundur Daði Einarsson, alþingismaður og folald að mati utanríkisráðherra, hefur þótt afar hreinskiptinn í gagnrýni sinni á stjórnina. Nú er svo komið að hann fylgir fordæmi Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra og talar tungum ef hann er spurður um málefni. Bankastjóri á vonarvöl n Bankastjórinn Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, hjá Sögu, er í miklum vandræðum vegna skulda sinna sem eru langt á annan milljarð króna. Hann heldur enn starfi sínu þrátt fyrir að vera undir grun um lögbrot. En nú er talið að styttist í að hann verði að standa upp úr stóli sínum. Félag hans stefnir í þrot og sjálfur er Þorvaldur í persónu- legum ábyrgðum. Þar með yrði hann ekki lengur gjaldgengur sem forstjóri. Sandkorn TRyGGVaGöTu 11, 101 ReykjaVÍk Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johannh@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Svarthöfði Leiðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.