Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Page 44
44 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 14.–16. janúar 2011 Helgarblað STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is ALLT AÐ 67% AFSL.ÚTSALA 19" SJÓNVÖRP FRÁ 34.990 22" SJÓNVÖRP FRÁ 49.990 32" SJÓNVÖRP FRÁ 69.990 42" SJÓNVÖRP FRÁ 99.990 OPIÐ LAUGARDAG 10 -16 SJÁIÐ ÖLL TILBOÐIN Á SM.IS Myndspjall fyrir iPhone frá Skype Skype setti á markað fyrir stuttu sérstakt forrit sem gerir eigendum iPhone 4 og 3GS- snjallsíma auk iPod Touch (fjórðu kynslóðar) kleift að nýta sér sín á milli fría myndspjalls- þjónustu fyrirtækisins að fullu og tengjast öðrum Skype-notendum á Apple-, Windows- og Linux-tölvum. Notendum er ráðlagt að nýta sér Wi-Fi möguleika tækjanna fremur en 3G þar sem gagnamagn myndspjalls myndi hækka símreikninginn verulega auk þess sem gæði myndsendingar eru væntanlega meiri í öflugri þráðlausri tengingu. iPad-tölvur munu einnig geta nýtt forritið á þann hátt að geta tekið við mynd og hljóði en einungis sent frá sér hljóð þar sem tölvan er ekki búin myndavél. Skype-forritið er hægt að fá frítt í App Store, vefverslun Apple, eða í gegnum iTunes-verslunina. Tekið upp með ljósmyndavélum Stöðugt færist í vöxt að sjónvarpsþættir og jafnvel heilu kvikmyndirnar séu teknar upp á ljósmyndavélar en margar dýrari útgáfur frá stærri framleiðend- unum eru búnar þeim möguleikum að geta tekið upp háskerpuefni í fullri lengd. Í þessu sambandi má geta þess að áramótaskaup Sjónvarpsins var tekið upp á Canon EOS-vélar. Að sögn Tómas- ar Tómassonar, aðaltökumanns Skaups- ins, skilar EOS Movie-tæknin dýpt á við hefðbundnar 35mm kvikmynda- tökuvélar og gefur áhugamönnum jafnt sem kvikmyndagerðarmönnum tækifæri á að vinna efni á hagkvæman en tæknilega ásættanlegan máta. Sony stendur einnig framarlega í þróun slíkra véla og búnaðar sem tengjast þeim. Á myndinni má sjá splunkunýjan skjá frá Sony, CLM-V55, sem kynntur var í vikunni og hægt er að tengja við nokkrar útgáfur af vélum fyrirtækis- ins. Skjárinn er sérstaklega gerður til að auðvelda myndskeiðs- upptökur. Á CES-tæknisýningunni í Las Vegas sem lauk í vikunni voru kynntar um 80 nýjar spjald- tölvur og má því búast við fullmett- uðum markaði áður en árið er liðið. Athygli vakti að nánast allar þessar tölvur keyra á Android-stýrikerfinu, aðeins fáeinar spjaldtölvur voru kynntar sem keyra á Windows 7. Fyrirætlanir Microsoft eru hálf- óljósar, fyrir stuttu tilkynnti fyrir- tækið að næsta Windows-stýrikerfi þess myndi geta keyrt bæði á x86 (Intel) og ARM RISC örgjörvatækni fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Sókn fyrirtækisins inn á spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðinn virðist því ekki lengur miðast við Windows Phone 7 kerfið heldur stýrikerfi sem enn er í þróun og ólíklegt að komi á markað fyrr en um mitt næsta ár og í millitíðinni geta aðrir framleiðend- ur fest sig í sessi með spjaldtölvum og snjallsímum sem keyra á And- roid. Motorola Xoom Sú spjaldtölva sem hvað mesta at- hygli og aðdáun hlaut á CES var Xoom frá Motorola. Xoom er örlítið stærri í sniðum en iPad, skartar 10,1 tommu snertiskjá (1280x800 pixla), Tegra 2 (tvíkjarna) 1GHz örgjörva, 5 megapixla myndavél á bakhlið og 2 megapixla að framan, getur tekið upp myndskeið, spilað 720p og 1080p háskerpumyndskeið auk þess að vera með HDMI-útgang, 802.11n WiFi, Blátönn 2,1 og 32GB geymslurými. Samkvæmt Motor- ola mun rafhlöðuending þessar- ar spjaldtölvu vera með afbrigðum góð eða 10 tímar í myndskeiðs- afspilun. Xoom mun keyra á næstu stóru útgáfu Android-stýrikerfisins, út- gáfu 3.0 (Honeycomb) og því er ekki alveg ljóst hvenær þessi áhugaverða spjaldtölva fari að prýða hillur versl- ana. Motorola virðist þó gera ráð fyrir því að Honeycomb verði tilbúið í næsta mánuði og Xoom komi því á markað innan nokkurra vikna. Motorola Atrix Fartölva og sími? Motorola kynnti Atrix-snjallsímann sem öflugasta snjallsíma heims á CES. Símanum er hægt að smella í bakhlið sérstakrar fylgitölvu sem er eins og skel af far- tölvu. Stýrikerfi og örgjörvaafl kemur frá símanum en skelin er hins vegar búin 11,6 tomma skjá, þriggja sella rafhlöðu og lyklaborði auk tveggja USB-tengiraufa. Þegar síminn hefur verið tengdur við kví skeljarinnar með HDMI- og microUSB-tengjum ræsist sérstakt stýrikerfi/notandaumhverfi byggt á Linux-kjarna sem innbyggt er í sím- ann. Síminn getur að auki hlaðið sig með þessari tengingu. Motorola mun einnig setja á markað sérstaka kví fyrir símann sem valkost fyrir þá sem ekki hugnast fartölvuskelin. Kví- in verður búin ýmsum tengimögu- leikum, til að mynda verður hægt að tengja við hana háskerpuskjá, lykla- borð og mús til að nýta aukastýrikerf- ið til fullnustu Atrix-síminn keyrir á NVIDIA Tegra 2 örgjörva og Android 2,2 stýri- kerfi, er með fjögurra tomma skjá (960x540), 1 GB vinnsluminni, 16 GB geymslurými, myndavélum á fram- og bakhlið (5 megapixla með flassi á bakhlið), 4G farsímakerfi auk micro- SD tengiraufar. Síminn kemur á markað nú á fyrsta ársfjórðungi í Bandaríkjunum en ekki hefur enn verið upplýst um önnur markaðssvæði. Motorola kom, sá og sigraði á CES-tæknisýningunni í vikunni. Xoom-spjaldtölvan og Atrix-snjallsíminn sem fyrirtækið kynnti hafa hlotið mikið lof og áhuga gagnrýnenda að undanförnu. Motorola kom, sá og sigraði Motorola Atrix Símanum er hægt að smella í bakhlið sérstakrar fylgitölvu sem er eins og skel af fartölvu. Motorola Xoom Spjaldtölvan mun keyra á næstu stóru útgáfu Android-stýrikerfisins, útgáfu 3.0 (Honeycomb).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.