Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2011, Side 34
Friðrik fæddist í Reykjavík en ólst upp í Bolungarvík frá þriggja ára aldri og síðan í Reykjavík frá tólf ár aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og síðan embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1980. Friðrik hefur stundað lögfræði- störf auk ýmissa annarra starfa. Hann starfar nú hjá 365 miðlum. Fjölskylda Friðrik kvæntist 16.11. 1985 Lauf- eyju Elsu Þorsteinsdóttur, f. 5.8. 1955, húsmóður. Hún er dóttir Þor- steins Þorsteinssonar, f. 27.7. 1932, d. 18.1. 2010, forstjóra í Arizona í Bandaríkjunum, og Sólveigar Ól- afsdóttur, f. 4.8. 1932, d. 15.3. 1957, húsmóður. Sonur Laufeyjar Elsu frá fyrra hjónabandi er Þorsteinn L.P. Helgason, f. 9.8. 1978, iðnhönnuð- ur í Danmörku. Börn Friðriks og Laufeyjar Elsu eru Friðrik Sigurbjörn, f. 21.9. 1986, tónlistarmaður, búsettur í Reykja- vík; Ólafur Árni, f. 2.12. 1988, starfsmaður við bílaleigu, búsett- ur í Reykjavík; Sólveig Ásta, f. 13.5. 1990, stúdent og framkvæmdastjóri í Reykjavík, í sambúð með Snæ Seljan Þóroddssyni kennara; Hall- dór Kristinn, f. 29.5. 1992, nemi við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Systkini Friðriks: Þorvaldur Friðriksson, f. 22.12. 1952, forn- leifafræðingur og fréttamaður við RÚV, búsettur í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Brekkan dagskrárgerða- manni og eiga þau þrjú börn; Unn- ur Ásta Friðriksdóttir, f. 9.5. 1956, d. 14.7. 1998, myndlistarmaður og átti hún tvö börn. Foreldrar Friðriks: Friðrik Sigur- björnsson, f. 2.9. 1923, d. 20.3. 1986, lögfræðingur, fyrrverandi lögreglu- stjóri í Bolungarvík og síðar skrif- stofustjóri í Háskóla Íslands, og Halldóra Helgadóttir, f. 15.4. 1932, d. 7.2. 2005, sjúkraliði og húsmóðir. Ætt Friðrik var sonur Sigurbjörns, kaupmanns í Vísi í Reykjavík Þor- kelssonar, b. að Kiðafelli í Kjós Hall- dórssonar, b. á Borg á Kjalarnesi Þorlákssonar. Móðir Þorkels var Sigríður Sigurðardóttir, b. á Lækj- armóti í Víðidal Jónssonar. Móðir Sigurbjörns var Kristín Gísladóttir, b. í Eyrar-Útkoti Guðmundssonar, og Sesselju Kortsdóttur, b. í Eyrar- Uppkoti, bróður Sólveigar, lang- ömmu Guðrúnar í Engey, móður Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra. Móðir Friðriks skrifstofu- stjóra var Unnur, dóttir Haralds, kaupmanns í Vestmannaeyjum Sig- urðssonar. Halldóra er dóttir Helga, kenn- ara á Akureyri Ólafssonar, sjómanns á Sauðárkróki Jóhannssonar, b. á Háagerði í Skagafirði Ólafsson- ar. Móðir Helga var Guðlaug, syst- ir Jórunnar, ömmu Stefáns yfir- skólatannlæknis og Eiríks Hreins Finnbogasonar íslenskufræðings. Guðlaug var dóttir Guðna, b. í Vill- inganesi í Tungusveit Guðnason- ar, b. í Krókárgerði Vilhjálmsson- ar. Móðir Guðna í Villinganesi var Sigríður Sigurðardóttir, b. í Hálf- danartungum Sigurðssonar. Móð- ir Sigurðar í Hálfdanartungum var Guðfinna Hjálmarsdóttir, systir Sigríðar, móður Jóns Steingríms- sonar eldprests. Móðir Guðlaugar var Ingiríður Eiríksdóttir, b. á Breið í Tungusveit Þorsteinssonar, b. í Grundargerði Péturssonar. Móðir Halldóru er Valný, dóttir Ágústs, húsgagnasmiðs og bryta í Reykjavík Benediktssonar, og Hall- dóru Halldórsdóttur. Margrét fæddist í Reykja-vík og ólst þar upp í Selja-hverfi í Breiðholti. Hún var í Seljaskóla, stundaði nám við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og síð- an við Hótel- og matvælaskólann í Menntaskólanum í Kópavogi og lauk þaðan prófum sem matar- tæknir 2004. Margrét var í unglingavinnunni og vann í Þvottahúsi Landspítal- ans, starfaði við sumarbúðir KFUM og K í Kaldárseli, hefur víða stund- að eldhússtörf og starfar nú í mötu- neyti Þvottahúss Landspítalans á vegum ISS. Margrét hefur starfað á vegum KFUM og K um langt árabil og er nú forstöðukona KFUK í Selja- kirkju. Fjölskylda Eiginmaður Margrétar er Aðal- steinn Líndal Gíslason, f. 22.12. 1971, lagermaður hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Systir Margrétar er Sólveig Reynisdóttir, f. 15.9. 1982, grunn- skólakennari, búsett í Reykjavík. Foreldrar Margrétar eru Reyn- ir Garðarsson, f. 19.8. 1947, blikk- smíðameistari og nú skólaliði við Ölduselsskóla, og Helga Eygló Guðlaugsdóttir, f. 9.4. 1948, starfs- maður við bréfadeild Íslandspósts. 34 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 14.–16. janúar 2011 Helgarblað HHermann fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk prófum frá Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri 1949, Íþróttakennaraskóla Ís- lands á Laugarvatni 1951 og hefur sótt endurmenntunarnámskeið á vegum Íþróttakennaraskólans, menntamála- ráðuneytis og fleiri aðila. Hermann var íþróttakennari á Stokkseyri og Eyrarbakka 1951, íþróttakennari og framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarð- ar 1952 og 1953, framkvæmdastjóri Félags- og æskulýðsheimilis templ- ara á Akureyri og hótelstjóri Hót- el Varðborgar 1953–56, sýsluskrifari og síðan gjaldkeri hjá bæjarfógetan- um á Akureyri 1956–62, íþrótta– og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar 1963–96 og fyrsti framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og móttökustjóri hjá Akureyrarbæ 1996– 2001 en lét þá af störfum fyrir aldurs sakir. Hermann var virkur félagi í skáta- félagi Akureyrar 1941–50, var í íþrótt- um og spilaði í knattspyrnu í öllum flokkum með KA og í meistaraflokki með ÍBA, æfði og keppti í frjálsum íþróttum og átti um skeið nokkur Ak- ureyrarmet í styttri hlaupum og Ís- landsmet unglinga í sveit KA í boð- hlaupum. Hermann sat í vara- og aðalstjórn Skíðasambands Íslands 1949–86, í stjórn Knattspyrnufélags Akureyr- ar 1951–62 og formaður þess 1955– 62, sat í stjórn ÍBA 1958–63, í stjórn Skíðaráðs Akureyrar 1969–73, í stjórn Ferðamálafélags Akureyrar 1969– 80, í varastjórn Æskulýðsráðs ríkis- ins 1973–91, var forseti Rotaryklúbbs Akureyrar 1979–80, í stjórn Norræna félagsins 1981–89, í stjórn ÍSÍ 1986– 96, var formaður byggingarnefndar Íþróttahallarinnar á Akureyri 1973–86 og í ýmsum nefndum fyrir Akureyrar- bæ og menntamálaráðuneytið. Hermann var mótsstjóri Skíða- móts Íslands 1957, 1962, 1965, 1971 og 1976 og sat í framkvæmdastjórn mótsins þegar þetta mót var á Akur- eyri síðan, auk fleiri móta í öðrum íþróttagreinum, mótsstjóri og leik- stjóri á Vetraríþróttahátíðum ÍSÍ á Ak- ureyri 1970, 1980, 1990 og 2000, sat í mótsstjórn Andrésar Andar–leikanna frá upphafi 1974, í fararstjórn á Vetr- arólympíuleikunum í Innsbruck 1976 og í fararstjóri á heimsmeistaramót í norrænum greinum skíðaíþrótta í Lahti 1978 og var fimm sinnum að- alfararstjóri á Eyjaleika á vegum ÍSÍ. Hann stóð m.a. að stofnun Vetrarí- þróttamiðstöðvar Íslands á Akureyri 1995. Hermann er nú formaður nefnd- ar um íþróttir aldraðra, situr í nefnd Skíðafélags Akureyrar um Unglinga- meistaramót Íslands á skíðum, í rit- stjórn skíðablaðs félagsins, situr í nefnd Rótaryklúbbs Akureyrar sem annast trjáreit sem nú á að fara að opna fyrir almenningi. Hann hefur tekið fjölda ljósmynda í gegnum tíðina og vinnur nú að flokk- un þeirra, auk þess sem hann dundar sér við smíðar í hjáverkum. Hermann var sæmdur gullmerki ÍSÍ 1967; fékk Dannebrogsorðuna 1973; gullmerki Frjálsíþróttasam- bands Íslands 1974; heiðurskross ÍSÍ 1975; heiðursmerki Bandalags íslenskra skáta 1987; gullmerki KA 1988; Paul Harris-heiðursviðurkenn- ingu Rotary 1993; gullmerki Íþrótta- bandalags Akureyrar 1994; heiðurs- kross Skíðasambands Íslands 1996; silfurmerki Íþróttasambands Fatl- aðra 1996; heiðurspeningur Íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar 1996; er riddari finnsku ljónsorðunnar 2000; fékk heiðursviðurkenning ÍSÍ og Al- þjóðaólympíunefndarinnar 2006; er riddari hinnar íslensku fálkaorðu frá 2007; er heiðursfélagi í Knattspyrnu- félagi Akureyrar (KA) frá 1996; heið- ursfélagi í samtökum æskulýðs, íþrótta og tómstundafulltrúa á Íslandi 1996; heiðursfélagi í Íþrótta- og Ól- ympíusambandi Íslands frá 1997; er heiðursfélagi í Rótarýklúbbi Akureyr- ar frá 2002, er heiðursfélagi í Íþrótta- bandalagi Akureyrar frá 2004; heið- ursfélagi í Siglingaklúbbnum Nökkva frá 2004 og heiðursfélagi Andrésar Andar-leikanna frá 2010. Hermann skrifaði sögulegt yfirlit Íþróttabandalags Akureyrar vegna 50 ára afmælis bandalagsins og sat í rit- nefnd afmælisrita Knattspyrnufélags Akureyrar sem komu út í sambandi við 60 ára afmæli og 70 ára afmæli fé- lagsins. Fjölskylda Hermann kvæntist, 14.11. 1953, Re- bekku H. Guðmann, f. 22.12. 1928, húsmóður. Foreldrar Rebekku voru Jón Gíslason Guðmann, f. 14.11. 1896, d. 3.9. 1958, kaupmaður og síð- an bóndi á Skarði á Akureyri, og k.h., Guðlaug Ísaksdóttir Guðmann, f. 9.3. 1899, d. 2.11. 1968, húsfreyja. Dætur Hermanns og Rebekku eru Anna Rebekka, f. 16.8. 1954, kenn- ari og íþróttakennari á Akureyri, gift Björgvini Steindórssyni, garðyrkju- fræðingi og forstöðumanni Lysti- garðsins á Akureyri, og eru börn þeirra Birkir Hermann, f. 22.4. 1982, en sambýliskona hans er Ágústa Sveinsdóttir sem á dótturina Freyju Dögg, og María Björk, f. 2.9. 1986, en sambýlismaður hennar er Sverrir Ell- ertsson; Edda Hermannsdóttir, f. 28.9. 1960, íþróttakennari, gift Andrew Camerun Kerr, sveitastjóra í Wiltshire á Suður-Englandi en dóttir þeirra er Rebekka Elísabet, f. 27.6. 2001. Bræður Hermanns: Lýður Sig- tryggsson, f. 6.7. 1920, d. 16.9. 1983, framkvæmdastjóri fyrir sirkus og harmóníkuleikari í Noregi; Ragnar Heiðar Sigtryggsson, f. 26.5. 1925, d. 31.3. 2009, bólstrari, síðan lagermað- ur og sjómaður, var búsettur á Akur- eyri. Foreldrar Hermanns voru Sig- tryggur Sigurðsson f. 30.4. 1889, d. 2.2. 1950, skipasmiður á Akureyri, og k.h., Anna Lýðsdóttir, f. 1.9. 1893, d. 4.9. 1986, húsmóðir. Ætt Sigtryggur var sonur Sigurðar, smiðs á Akureyri Björnssonar, b. á Atla- stöðum í Svarfaðardal Sigurðsson- ar. Móðir Sigurðar var Sigríður Jón- asdóttir, b. á Þverá á Staðarbyggð Jónssonar. Móðir Sigríðar var Guð- rún Pálsdóttir, b. á Þórustöðum í Kaupangssveit Guðmundssonar, b. í Kaupangi Guðmundssonar, lrm. í Stórubrekku Guðmundssonar. Móðir Sigtryggs var Kristín Jóns- dóttir, b. á Hánefsstöðum Gunn- laugssonar og Sigríðar Hall- dórsdóttur, b. á Klaufabrekkum Halldórssonar, b. á Klaufabrekkum Sigfússonar, b. á Melum Jónssonar, hreppstjóra á Stóru-Hámundarstöð- um Rögnvaldssonar. Anna var dóttir Lýðs, hreppstjóra á Skriðnesenni í Bitrufirði, bróður Ásgeirs, afa Ásgerðar Búadóttur vefl- istarkonu og Sólveigar Ásgeirsdóttur, ekkju Péturs Sigurgeirssonar bisk- ups. Annar bróðir Lýðs var Finnur, b. í Fagradal í Saurbæ, langafi Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra framkvæmda- sviðs Reykjavíkurborgar. Lýður var sonur Jóns, b. á Skriðnesenni í Bitru Jónssonar, b. á Skriðnesenni, bróður Sigríðar, langömmu Þórðar, afa Þórs Magnússonar, fyrrv. þjóðminjavarð- ar og Lýðs Björnssonar sagnfræð- ings. Jón var sonur Andrésar, b. á Skriðnesenni í Bitru Sigmundssonar, ættföður Ennisættar. Móðir Lýðs var Hallfríður Brynjólfsdóttir, b. á Kára- stöðum á Vatnsnesi, Brynjólfssonar. Móðir Önnu var Anna, systir Óla- far, langömmu Jóhanns, föður Frosta þjóðháttafræðings. Ólöf var einnig amma Ragnheiðar, ömmu Þorgeirs Ástvaldssonar útvarpsmanns. Anna var dóttir Magnúsar, b. á Óspakseyri Jónssonar, alþm. í Ólafsdal Bjarna- sonar, á Hraunum í Skagafirði Þor- leifssonar. Móðir Magnúsar var Anna, systir Einars, föður Indriða rit- höfundar. Anna í Ólafsdal var dóttir Magnúsar, pr. í Glaumbæ Magnús- sonar og Sigríðar, systur Benedikts, langafa Einars Benediktssonar skálds. Sigríður var dóttir Halldórs Vídalíns, klausturhaldara á Reyni- stað. Móðir Halldórs var Hólmfríð- ur Pálsdóttir Vídalíns, lögmanns í Víðidalstungu. Móðir Páls var Hildur Arngrímsdóttir lærða, vígslubiskups á Melstað Jónssonar. Móðir Ólafar var Guðrún Jónsdóttir, alþm.í Keldu- dal í Skagafirði Samsonarsonar, og Guðrúnar Sigurðardóttur. Hermann Sigtryggsson Fyrrv. framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands 85 ára 85 ára Friðrik Friðriksson Lögfræðingur í Reykjavík Margrét Reynisdóttir Matartæknir í Reykjavík 80 ára á laugardag 60 ára á föstudag 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.