Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Qupperneq 11
Fréttir | 11Helgarblað 1.–3. apríl 2011 „Ég er að verða bilaður á þessu, ég veit bara ekki hvert ég á að snúa mér,“ segir verktakinn Sveinn T. Guðmundsson. Sveinn gerði samn- inga við Lýsingu árin 2006 og 2007 um fjármögnun á jarðýtu, gröfu og tengivagni fyrir 24 milljónir króna. Þrátt fyrir að hafa greitt um 17 millj- ónir króna í afborganir af lánun- um, til sumarsins 2009, segir Lýsing hann skulda 34 milljónir króna. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þetta út. Þeir virðast ekki taka mark á því sem ég hef borgað þeim,“ segir Sveinn sem hefur verið án atvinnu meira og minna í tvö ár. Hann sér nú fram á að missa tækin og upplifir sig vanmátt- ugan gegn Lýsingu. Atvinnulaus en skuldugur Samkvæmt greiðsluyfirliti hafði Sveinn greitt Lýsingu rétt liðlega 17 milljónir króna þegar hann hætti að eiga fyrir afborgunum. Þá hafði gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendu gjaldmiðlunum evru, doll- ara, jeni og franka veikst svo mjög að hann réð ekki lengur við afborg- anir auk þess sem skortur á verkefn- um hafði þau áhrif að hann gat ekki borgað. Sveinn segist nú meira og minna hafa verið án atvinnu í hart- nær tvö ár, eða síðan hann hætti að geta greitt af lánunum. Sveinn er afar ósáttur við að þrátt fyrir að hafa greitt nær helming þeirr- ar upphæðar sem hann fékk að láni hafi höfuðstóllinn hækkað um 40 prósent frá því hann tók lánin. Hann hefur staðið í stappi við Lýsingu, sem hann segir hafa beitt sig órétti, frá því skömmu eftir að hann hætti að greiða af tækjunum. Hann neitaði að afhenda vörslusviptingarmönnum á vegum Lýsingar tækin nema gegn dómsúrskurði. Sá úrskurður liggur nú fyrir og Sveinn bíður þess að tæk- in verði tekin af honum. Skuldar mikið þrátt fyrir ólögmæti Eins og kunnugt er féllu dómar í fyrra þar sem svokölluð myntkörful- án voru dæmd ólögleg. Lýsing telur hins vegar að samningurinn sem fyr- irtækið gerði við Svein, svokallaður fjármögnunarleigusamningur, falli ekki undir dóma Hæstaréttar frá því í júní og september í fyrra. Þess vegna hafi Lýsing ekki endurreiknað samn- ingana eins og þá sem klárlega féllu undir dóma Hæstaréttar. Vegna þess að Sveinn telur sig órétti beittan, meðal annars vegna óvissunnar um lögmæti samning- anna, lagði Lýsing fram útreikning miðað við að þeir væru ógildir. Þar var hvorki tekið tillit til virðisauka- skatts á leigugreiðslur, dráttarvaxta, innheimtukostnaðar né opinberra gjalda sem fallið hafa á Svein vegna vanskila. Niðurstaða þeirra útreikn- inga sýnir að þrátt fyrir að leigu- samningarnir væru dæmdir ógildir á sama hátt og aðrir gengistryggðir samningar, gæti Lýsing krafist þess að fá tækin í sínar hendur. Hann myndi skulda 18 milljónir, sam- kvæmt úreikningum lögmanna Lýs- ingar. Himinn og haf á milli Spurður um þessa útreikninga segir Sveinn að vissulega væri hann ekki í óskastöðu þó að samningarnir yrðu dæmdir ógildir. Hann segir hins veg- ar að himinn og haf sé á milli þess að skulda 34 milljónir króna og 8 til 10, eins og honum reiknist sjálfum til að hann myndi skulda miðað við þær greiðslur sem hann hafi innt af hendi. Hann gæti mögulega fengið lán hjá viðskiptabanka sínum, gegn 100 prósenta veði í tækjunum, og greitt niður 10 milljónir en það sé vonlaust ef milljónirnar eru 34. „Ég veit bara ekki hvert ég get snúið mér með þessa útreikninga,“ segir hann en á honum má heyra að staðan er honum þungbær. „Mér finnst þetta svo mikið óréttlæti. Ég fór í þrefalda hjáveituaðgerð í fyrra eða hitteðfyrra og var svo heppinn að vera með líf- og sjúkdómatryggingu. Ég fékk bæt- ur en greiddi þrjár eða fjórar milljón- ir af þeim í afborganir af tækjunum,“ segir Sveinn og bætir við að hann hafi ekki lengur ráð á lögmanni til að tryggja rétt sinn. Hann geti því illa varist gegn aðila eins og Lýsingu. Alltaf unnið á vélum Sveinn segir lífið án atvinnu erfitt. Honum hafi þó tekist að finna eitt og eitt verkefni sem hann hefur hlaupið í dag og dag. Það hrökkvi skammt. Spurður hvað taki við þegar tæki verða farin segir hann einfaldlega: „Ekkert.“ Eftir svolitla stund bætir hann við að þau hjónin reyni nú að lifa á örorkubótum konunnar. Hann segist enga menntun hafa. „Ég hef unnið á jarðýtu eða á vélum frá því ég var 16 ára gamall. Ég hef unnið sem verktaki undanfarin ár og get þess vegna ekki einu sinni skráð mig atvinnulausan.“ Auk þess geti hann heilsunnar vegna ekki unnið erfiðis- vinnu og því sé ekki margt í stöðunni. Sveinn er afar reiður stjórnvöld- um fyrir sofandahátt og verkefna- þurrð í vegagerð og fyrir að hafa ekki greitt úr lagalegri óvissu geng- istryggðra fjármögnunarsamninga á borð við þá sem hann gerði við Lýsingu. „Þetta kemur rosalega illa við marga sem ég þekki úr þessum geira.“ n Sveinn T. Guðmundsson ýtumaður missir tækin vegna gengishruns og vanskila n Fékk sjúkra- bætur vegna hjartaaðgerðar en notaði þær í afborganir n Hjónin lifa á örorkubótum hennar„Ég fékk bætur en greiddi þrjár eða fjórar milljónir af þeim í afborganir af tækjunum. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Sjúkrabæturnar fóru í vinnuvélarnar Missir ýtuna og lífs- viðurværið Sveinn á ekki rétt á atvinnuleysisbótum, hann hefur enga menntun og segist við slæma heilsu. Mynd RóbeRT ReyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.