Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Qupperneq 12
12 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað „Við finnum fyrir meiri stuðningi eftir að dómurinn féll, jafnvel þó að hann hafi verið sýknaður. Fólk sem hefur lesið dóminn hefur komið til okkar og lýst furðu sinni yfir hon- um,“ segir móðir stúlku sem sak- aði lögreglumann og náinn vin fjölskyldunnar um kynferðisbrot. Manninum var gefið að sök að hafa tvisvar sinnum káfað innanklæða á rassi stúlkunnar sem var þá fimm- tán ára, strokið með fingrunum um klof hennar innanklæða og í kjölfarið stungið fingrunum upp í sig og sagt að hún væri flott. Mað- urinn var sýknaður í héraðsdómi í síðustu viku þrátt fyrir að dómur- inn teldi miklar líkur á að stúlkan segði satt frá. Smæðin flækir hlutina Í litlu bæjarfélagi, líkt og því sem um ræðir í málinu, getur smæðin og nálægðin orðið til þess að erfið- ara er að tala um og tilkynna meint kynferðisbrot. Í þessu tilfelli var meintur gerandi, sem hefur verið sýknaður í héraðsdómi, starfandi lögreglumaður í bænum og eigin- kona hans er skólastjóri í grunn- skólanum. „Það erfiðasta við að búa í svona litlu samfélagi var að vita hvert maður ætti að snúa sér. Ég gat ekki farið á lögreglustöðina, það gefur auga leið. Ég endaði á að hringja í Blátt áfram samtökin og sagði frá því sem hafði gerst. Kon- an þar sagði að þetta væri mjög al- varlegt mál og þetta þyrfti að kæra. Ég sagði henni að það væri ekki al- veg svo einfalt því maðurinn sem um ræddi væri lögreglumaður í bænum og einn besti vinur okkar hjóna og kona hans væri yfirmað- ur minn og skólastjóri í skóla dótt- ur minnar. Hún játaði því að þetta væri flókin staða en benti okkur í rétta átt og kom okkur í samband við Barnastofu.“ Eftir að hafa farið í gegnum Barnastofu fékk hún beint númer hjá starfsmanni félagsmálayfir- valda í bænum og fór bakdyrameg- in inn í kerfið eins og hún orðar það sjálf. „Ég hitti starfsmann- inn á sjúkrahúsinu og þar lögðum við formlega fram kæru. Síðan tók kynferðisbrotadeild ríkislögreglu- stjóra við málinu. Mæðgurnar eru mjög ánægðar með vinnubrögð og framkomu lögreglunnar og segja að allt í þeirra samskiptum hafi verið til fyrirmyndar. „Það var mjög vel staðið að öllu og mjög gott fólk sem vinnur þarna. Það kom okkur í rauninni á óvart hversu gott við- mót við fengum á öllum stöðum.“ Stúlkan trúverðug Maðurinn var sýknaður í héraðs- dómi sem var mikið áfall fyrir mæðgurnar. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og segj- ast þær ánægðar með þá ákvörð- un saksóknara. „Þessi dómur er samt þannig að fyrir okkur er hann á ákveðin hátt sigur því hann er rosaleg viðurkenning á því að allt sem við höfum sagt og gert sé rétt. Við erum ekki að bulla neitt. Hann staðfestir það allt saman. Það var fyrsta tilfinningin sem maður upp- lifði hjá almenningi, að við værum bara að bulla.“ Í dómnum kemur fram að stúlk- an þótti mjög skýr og trúverðug í framburði sínum. Tveir sálfræð- ingar sem gerðu sálfræðimat á stúlkunni sögðu ekkert hafa kom- ið í ljós í frásögn hennar sem gæfi til kynna að hún væri að segja ósatt og ljóst væri að hún væri heiðarleg. Í dómnum voru rakin nokkur at- riði sem þóttu styrkja hennar mál- stað verulega og þar stendur orð- rétt: „Telur dómur að með þessu hafi töluverðar líkur verið leiddar að sekt ákærða.“ Það var hins veg- ar framburður sonar mannsins sem og eindregin neitun hans sem gerði að verkum að ekki var hægt að sanna sekt ákærða svo hafið væri yfir allan skynsamlegan vafa og var hann því sýknaður. Höfðu aðgang að dagbók Í málinu var lagður fram tölvu- prentaður texti í dagbókar- formi sem málgagn fyrir verjanda mannsins. Textann hafði stúlk- an afhent fulltrúa Marita-fræðsl- unnar sem hélt fyrirlestur í grunn- skóla stúlkunnar um vímuefni og forvarnir. Það var í janúar, áður en meint kynferðisbrot á að hafa átt sér stað. „Það var þannig að Mari- tas-fræðslan kom í skólann til okk- ar og hélt fyrirlestur,“ segir stúlkan. „Eftir fræðsluna fékk ég að tala við fulltrúa hennar því mér hafði liðið illa í einhvern tíma. Ég talaði við hann og fékk að senda honum dag- bók sem ég átti í tölvunni minni. Þetta voru bara vangaveltur mínar um lífið og tilveruna. Ég hafði sent honum hana í trúnaði og bað hann um að senda hana ekkert áfram. Hann spurði mig hvort hann mætti senda úrdrátt úr henni á einhverja ákveðna einstaklinga og ég sam- þykkti það en vildi ekki að hún færi á neinn innan skólans. Síðan var hún komin til saksóknara án okkar vitundar.“ Móðir stúlkunnar segist líta á þetta sem alvarlegan trúnaðarbrest en að dagbókin hafi komið málstað mannsins illa frekar en hitt. „Það segir þarna í lokin á dómnum að dagbókin styðji bara að um greinda og klára stelpu sé um að ræða. Hún átti að sýna hana sem ímyndunar- veika stelpu en það var ekki svo. Það er aftur á móti alvarlegt ef kona mannsins sem er skólastjóri hafi haft aðgang að dagbókinni og komið henni í hendur lögmanns eiginmanns síns.“ Fannst allt ónýtt Aðspurð hvernig henni hafi lið- ið þegar maðurinn var sýknaður segir stúlkan það hafa verið mik- il vonbrigði. „Ég get eiginlega ekki lýst því öðruvísi en að það hafi ver- ið rosalega mikil vonbrigði. Það var ótrúlega skrýtin tilfinning. Við vorum búnar að heyra alls stað- ar að við hefðum gert allt rétt. Allt gekk vel. Svo var hann bara sýkn- aður. Mér fannst allt vera fullkom- lega ónýtt.“ Móðir hennar bætir við að þær hafi alltaf hugsað sem svo að þær myndu vinna þetta mál. „Við fengum tölvupóst frá lög- manni okkar um leið og dómur féll sem sagði að maðurinn hefði ver- ið sýknaður. Ég sat bara sem löm- uð og horfði á tölvupóstinn. Dótt- ir mín fór bara inn í herbergi og lokaði að sér. Hálftíma síðar feng- um við dóminn í hendurnar og við hentumst í að lesa hann og þá smám saman urðum við sáttari því við sáum að það var ekki vegna þess að við hefðum gert eitthvað rangt sem hann var sýknaður. Við gerðum allt rétt og allt sem við höf- um sagt og haldið fram, því er öllu trúað. Það var mikill léttir.“ Þrátt fyrir að málið hafa tapast í héraði segjast mæðgurnar bjart- sýnar á framtíðina. Þær vona að með því að segja sögu sína hvetji þær fórnalömb kynferðisofbeldis til að stíga fram og leita réttar síns. „Við tókum þá afstöðu að láta það ekki hræða okkur að aðilinn væri lögreglumaður. Það skipti engu máli í hvaða stöðu hann væri eða hvaða starfi hann gegndi. Þó svo að þetta hafi verið fram að þessu einn af betri vinum okkar. Hann var í öllum afmælisboðum og þess hátt- ar en það skiptir engu máli. Það er alveg sama hver á í hlut.“ „Fannst allt vera fullkomlega ónýtt“ n Lögreglumaður sýknaður þrátt fyrir að meint fórnarlamb þætti trúverðugt n Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar n „Ég get eiginlega ekki lýst því öðruvísi en að það hafi verið rosalega mikil vonbrigði,“ segir stúlkan„Við tókum þá af- stöðu að láta það ekki hræða okkur að aðil- inn væri lögreglumaður. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Mæðgurnar Maðurinn var sýknaður í héraðsdómi sem var mikið áfall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.