Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 17
BUÐU ÞINGMÖNNUM Á FUND
UNDIR FÖLSKU FLAGGI
ríkisborgararétt, einhvern veginn,
af því að þeir ætluðu að koma með
pening hingað til lands,“ segir þing-
maðurinn.
Svo virðist því, út frá því sem Álf-
heiður segir og því sem umræddur
þingmaður segir, að allsherjarnefnd
hafi verið boðið á umræddan fund
á fölskum forsendum því umræðu-
efni fundarins átti ekki að snúast
um veitingu á ríkisborgararétti til
erlendra auðmanna.
Skattahagræði ástæða
Svo virðist sem fjárhagslegar ástæð-
ur eins og skattahagræði og fleira
í þeim dúr sé helsta ástæðan fyr-
ir umsókn auðmannanna um ís-
lenskan ríkisborgararétt en á bak
við umsókn þeirra er bandarískur
lögfræðingur sem heitir David Le-
sperance. Lögfræðingurinn sérhæf-
ir sig í því að veita auðmönnum ráð-
gjöf á sviði skattamála. David þessi
tók þátt í kynningarfundinum með
allsherjar nefnd í gegnum fjarfunda-
búnað samkvæmt heimildum DV.
Ekki hefur komið fram í þessari um-
ræðu af hverju auðmennirnir vilja
fá íslenskt ríkisfang en telja verð-
ur líklegt að fjárhagslegar ástæður,
eins og til dæmis skattahagræði, séu
meðal þessara ástæðna þó ekki sé
hægt að fullyrða neitt um það.
Aðrir íslenskir samstarfsmann
auðmannanna, auk Northern Lights
Energy, er lögfræðistofan Nordik -
Legal Services. Einn af lögmönnun-
um á þeirri stofu, Einar Páll Tamimi,
sendi Róbert Marshall, formanni
allsherjarnefndar Alþingis, bréf í
febrúar þar sem hann ýtti á eftir því
að umsóknin yrði tekin fyrir. Þetta er
bréfið sem Álfheiður fékk í hendur á
þriðjudaginn. Þó er það ekki svo að
allir nefndarmenn hafi fengið um-
rætt bréf í hendur, til að mynda hafði
Birgir Ármannsson ekki séð umrætt
bréf frá Einari Páli þegar DV ræddi
við hann á fimmtudaginn.
Auðmennirnir sendu inn um-
sóknina í fyrra og vildu fá ríkisborg-
ararétt í desember en ekkert varð af
því vegna andstöðu innanríkisráðu-
neytisins, samkvæmt bréfi Einars
Páls. Innanríkisráðuneytið undir-
strikaði þessa andstöðu sína með
yfirlýsingu sem ráðuneytið sendi frá
sér á fimmtudag þar sem fram kom
að það væri andsnúið sölu á ríkis-
borgararétti.
Málið ekki tekið alvarlega
Samkvæmt því sem DV kemst næst
tóku flestir meðlimir allsherjar-
nefndar hugmyndinni ekki mjög al-
varlega og hefur, eins og áður segir,
umsókn þeirra ekki verið tekin fyrir.
Afar ólíklegt verður því að teljast að
allsherjarnefnd muni samþykkja
umsókn auðmannanna samkvæmt
heimildum DV líkt og frásögn eins
nefndarmanna af fundinum með
Northern Lights Energy ber merki.
„Ég held að enginn líti á þetta sem
mikla alvöru,“ segir einn nefndar-
maðurinn.
Álfheiður segir aðspurð að
henni þyki þetta mál vera „með
ólíkindum“. „Mér finnst þetta með
ólíkindum. Ég held ekki að það eigi
að setja verðmiða á íslenskt ríkis-
fang. Ef það á að gera það, hvar eiga
mörkin þá að liggja? Er það við 520
milljónir eða 522 milljónir sem við
eigum að miða þegar við metum
hvort einhver eigi að fá ríkisborgara-
rétt? Eiga þá bara sumir að borga og
aðrir ekki og hver á að ákveða það?
Á að vera afsláttur fyrir aldraða og
börn?... Ég hef allan varann á þessu
og mun aldrei styðja það að veittur
verði einhver hópafsláttur af lögum
um íslenskt ríkisfang vegna þess að
menn séu svo ríkir,“ segir Álfheiður.
Valgerður Bjarnadóttir segir sömu-
leiðis að henni finnist málið vera
mjög dularfullt. „Ég get nú ekki sagt
að ég sé hlynnt þessu. En ég veit svo
sem afskaplega lítið um þetta annað
en það sem ég hef lesið í fjölmiðlum.
Mér finnst þetta mjög dularfullt og ég
get ekki ímyndað mér að ég sjái nokk-
urn tímann einhverja glætu í því að
fara að selja íslenskan ríkisborgara-
rétt,“ segir Valgerður. Hún fékk sömu-
leiðis boð á fundinn en vissi ekkert að
umræðuefnið ætti að snúast um rík-
isborgararétt. „Það var einhver kynn-
ingarfundur en ég vissi ekki að hann
ætti að fjalla um einhvern ríkisborg-
ararétt. Mér fannst þetta bara eitthvað
svo skrítið að eitthvert einkafyrirtæki
væri að boða allsherjar- og iðnaðar-
nefnd á einhvern fund úti í bæ. Þann-
ig að ég hugsaði bara: Ég get ekkert
mætt,“ segir hún.
Róbert Marshall virðist því vera
nokkuð sér á parti í allsherjarnefnd
í skoðunum sínum á hugmyndinni
enda bendir málfutningur hans í
Kastljósi á miðvikudag, og yfirlýsing
sem hann birti á Facebook-síðu sinni
í gær, til þess að hans sé móttækilegri
fyrir hugmyndinni en aðrir nefndar-
menn sem blása hana út af borðinu.
Taka málið fyrir eftir helgi
Álfheiður segir að hún hafi farið þess
á leit við Róbert Marshall þegar hún
sá bréfið frá Einari Páli Tamimi að
allsherjarnefnd ræddi um umsókn
auðmannanna en ákveðið var að
bíða með að taka málið fyrir þar til
í næstu viku – þá eru nefndardagar
á Alþingi. „Það var niðurstaða for-
manns að óþarfi væri að blása til
aukafundar um málið. Ég féllst á
þetta sjónarmið. Við verðum auðvi-
tað að ræða um þetta í kjölfar þess-
arar umræðu,“ segir hún.
Niðurstaða allsherjarnefndar um
málið mun því væntanlega liggja fyr-
ir innan örfárra daga. Miðað við af-
stöðu nefndarmanna og harða and-
stöðu þeirra ráðherra og annarra
sem hafa tjáð sig um málið er líkleg-
ast að hugmynd auðmannanna og
samstarfsmanna þeirra verði drepin
í fæðingu.
Fréttir | 17Helgarblað 1.–3. apríl 2011
Geimfarinn sem vill
hjálpa auðmönnum
að fá ríkisfang
Þeir Gísli Gíslason lögmaður, Sig-
hvatur Lárusson og Sturla sonur hans
hjá Northern Light Energy hafa kom-
ið að ýmsum rekstri í gegnum tíðina.
Gísli er einna þekktastur fyrir að-
komu sína að Pizza 67. Þremenning-
arnir komu þó líka allir að fasteigna-
sölunni Remax. Lögmaðurinn Einar
Páll Tamimi er líka tengdur félaginu.
Hann situr í stjórn fjárfestingarsjóðs-
ins Nestar sem David Lesperence fer
fyrir. Er fjárfestingarsjóðurinn skráð-
ur með aðsetur að Suðurlandsbraut
18 á lögmannsstofunni Nordik – Leg-
al Services þar sem Einar Páll starfar
og er jafnframt meðeigandi.
Gísli var sérleyfishafi Remax á
Íslandi á árunum 2002 til 2005 og
Remax í Danmörku á árunum 2005
til 2007. Hann komst líka í fréttirn-
ar árið 2007 þegar hann fór í mál við
athafnamanninn Gísla Reynisson.
Gísli Gíslason hafði haft aðkomu að
því að selja nafna sínum D‘Angla-
terre hótelið í Kaupmannahöfn en
líkt og ártalið 2007 gefur til kynna
stóð íslenska útrásin þá sem hæst.
Gísli var nýlega í fréttum í DV þar
sem greint var frá því að hann yrði á
meðal fyrstu geimfaranna til að fara
út í geiminn á vegum flugfélagsins
Virgin. Á ferðin að kosta Gísla litlar
23 milljónir króna. Gísli hefur sömu-
leiðis komist í slúðurpressuna fyrir
að aka um með einkanúmerið 2007
og fyrir að búa í húsi Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar á Laufásveginum.
Eins og sést í töflu með fréttinni
tengist Gísli ansi mörgum eignar-
haldsfélögum. Samkvæmt hluta-
félagaskrá tengist hann alls 27 fé-
lögum en í töflunni eru einungis birt
nöfn þeirra félaga sem hafa aðsetur
að Lækjargötu 4 í Reykjavík.
Engar tekjur 2009
Þremenningarnir hjá Northern
Lights Energy hafa verið nokkuð í
fréttum vegna kynningar á rafbíla-
væðingu á Íslandi eftir hrun. Þeg-
ar Northern Lights Energy er flett
upp í hlutafélagaskrá kemur fram
að það hafi tapað um 15 milljón-
um króna árið 2009. Átti það ein-
ungis eftir um fimm milljónir króna
af hlutafé sínu sem var 20 milljónir.
Stærsti hluti tapsins er hefðbundinn
rekstrarkostnaður en engar tekjur
eru skráðar á fyrirtækið árið 2009.
Nafni félagsins hefur hins vegar ver-
ið breytt í Even hf. í hlutafélagaskrá.
Lék Benjamín dúfu
Feðgarnir Sighvatur Lárusson og
Sturla Sighvatsson voru eigendur að
Remax Búa fasteignasölunni á ár-
unum 2003 til 2008. Þeir hafa síðan
átt ýmis félög saman eins og eignar-
haldsfélagið Akurholt og félagið H54.
Sturla er einna þekktastur fyrir að
hafa leikið Emil í Kattholti á yngri
árum í Þjóðleikhúsinu auk þess sem
hann lék Benjamín dúfu í samnefndri
kvikmynd. Í viðtali við Morgunblaðið
árið 2009 sagðist Sturla stoltur af því
að vera alnafni Sturlu Sighvatssonar.
Það vekur einnig athygli að Sighvat-
ur, faðir Sturlu, er skráður til heimilis
að bænum Hvammi á Hellu.
Eins og kom fram í viðtali við
hann í Kastljósi hefur hann ekki lokið
prófi í viðskiptalögfræði frá Háskól-
anum á Bifröst. Hann var þó við nám
í þrjú ár en ákvað að fresta því til þess
að hefja störf hjá íslenska leikjafram-
leiðandanum CCP. Vann hann við að
selja og markaðssetja Eve Online-
leikinn í Bandaríkjunum og Evrópu
frá 2003 til 2005 en snéri sér síðan að
rekstri Remax með föður sínum.
Lögmaðurinn var launahæstur
hjá Glitni 2008
Lögmaðurinn Einar Páll Tamimi hef-
ur síðan aðstoðað þremenningana
hjá Northern Lights Energy. Einar
Páll var framkvæmdastjóri lögfræði-
og regluvörslusviðs Glitnis fyrir hrun.
Hann var launahæsti starfsmaður
Glitnis árið 2008 með rúmlega 250
milljónir króna í laun það árið, eða
um 21 milljón króna á mánuði. Hann
fékk auk þess 440 milljóna króna
kúlu lán hjá Glitni. Bæði í eigin nafni
og til eignarhaldsfélagsins Tamimi.
Eftir hrun sat Einar Páll í stjórn Fjöl-
greiðslumiðlunar fyrir hönd Fjáreng-
is, eins þeirra félaga sem halda utan
um eignir Íslandsbanka. Í dag starfar
hann hjá lögmannsstofunni Nordik –
Legal Services auk þess að vera einn
eiganda stofunnar. Eins og áður var
nefnt er Nestar Fjárfestingarsjóður
Davids Lesperence skráður með að-
setur hjá lögmannsstofunni Nordik
– Legal Services. Þar starfa nú einnig
þeir Hjörleifiur Kvaran, fyrrverandi
forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og
Bernhard Bogason, fyrrverandi for-
stöðumaður lögfræðisviðs FL Group.
„Gísli hefur sömu-
leiðis komist í
slúðurpressuna fyrir að
aka um með einkanúm-
erið 2007.
Á bak við auðmannahópinn Gísli Gíslason og fyrir-
tæki á hans vegum, Northern Lights Energy, hefur unnið
að því að kynna umsókn auðmannanna tíu um ríkis-
borgararétt fyrir íslenskum yfirvöldum. Umsóknin hefur
þó ekki verið tekin fyrir formlega í allsherjarnefnd.
n Þremenningarnir í Norðurljósafélaginu eiga sér skraut-
lega fortíð n Vilja rafbílavæða Ísland n Gísli Gíslason ekur
um með einkanúmerið 2007 n Framkvæmdastjórinn lék
Benjamín dúfu n Auðgaðist á sölu lúxushótels
10 eignarhaldsfélög tengd Gísla Gíslasyni:
Heiti Heimilisfang Sta ða
Ásgarður heimili guðanna ehf. Lækjargötu 4 Stjórnarmaður
Bakkabaldur ehf. Lækjargötu 4 Varamaður
EVEN hf. Lækjargötu 4 Stjórnarformaður
EVEN Rafbílar ehf. Lækjargötu 4 Stjórnarmaður
Miðnætursól ehf. Lækjargötu 4 Stjórnarmaður
Northern Lights Energy ehf. Lækjargötu 4 Stjórnarformaður
Samband til framtíðar ehf. Lækjargötu 4 Stjórnarmaður
Skyndibílar ehf. Lækjargötu 4 Stjórnarmaður
Villingur Production ehf. Lækjargötu 4 Meðstjórnandi
Volcanic Batteries ehf. Lækjargötu 4 Meðstjórnandi
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
„Síðan setti ég upp
súran svip þegar
ég heyrði lokaerindið.
Ekki hlynntar hugmyndinni Álfheið-
ur Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir
eru ekki hlynntar hugmyndinni að veita
auðmönnunum ríkisborgararétt.
n Aaron Robert Thane Ritchie (Thane Ritchie)
n Rodney Chadwick Muse
n Patrick Charles Egan
n David Joseph Steinberg
n Christopher Bailey Madison
n Calvin Wilson
n Alexei Viktorovich Maslov
n Peter Kadas
n Patrick Holland
n Sandra Jean Houston
Vilja ríkisborgararétt