Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 30
30 | Viðtal 1.–3. apríl 2011 Helgarblað S kyndilega rann það upp fyrir mér að þetta gæti farið að kom- ast á það stig að ekki yrði aftur snúið,“ segir athafnamaður- inn Einar Bárðarson um ástæðu þess að hann ákvað að breyta um lífsstíl og taka sig á fyrir framan alþjóð. Það var vinur Einars sem kom að máli við hann um áramótin og ýtti við honum. Einar fékk þá handboltahetjuna og silfurdrenginn Loga Geirsson með sér í lið og vinna þeir nú hörðum höndum að því að losa Einar við aukakílóin. Síðastliðinn föstudag var Einar gestur í þætti Audda og Sveppa en þar var gert mikið grín að holdafari hans. Þátturinn vakti gríðarlega hörð við- brögð og sá Einar eftir því að hafa leyft þessu að viðgangast. Hann þurfti með- al annars að útskýra fyrir dóttur sinni að hann væri ekki að fá hjartaáfall eins og ýjað hafði verið að í þættinum. Ein- ar segist hafa lært undanfarið hversu vandasamt það geti verið að tvinna saman föðurhlutverkið og að vera í sviðsljósinu. Einar er flestum landsmönnum góðkunnur en þessi hugmyndaríki maður hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarinn áratug. Hann gengur undir viðurnefninu umboðs- maður Íslands en það eru ekki allir sem vita að það var sjálfur Helgi Björns sem kom Einari út í þann bransa. Þeg- ar Einar var á hátindi ferilsins, stadd- ur á Bresku tónlistarverðlaununum, tók hann hins vegar ákvörðun um að kúpla sig út og snúa sér að fjölskyld- unni. Ekki afturkvæmt „Um áramótin síðustu sagði við mig manneskja sem ég ber mikla virðingu fyrir og þykir mjög vænt um að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu. Áður en þetta yrði komið á það stig að það yrði ekki aftur snúið,“ heldur Einar áfram um þá hugarfarsbreytingu sem varð til þess að hann ákvað að skipta um lífsstíl. „Það var svolítið spark í rass- inn fyrir mig þegar ég fór að hugsa út í þetta þannig að ég væri hugsanlega að fara yfir einhverja línu og að ég ætti ekki afturkvæmt ef ég gerði það. Ég þyrfti að taka mig á og ég ákvað því að gera þetta bara með stæl.“ Einar hefur tekið sér ótalmargt fyrir hendur um ævina og hefur það flest tekist mjög vel. Honum þótti hins vegar leiðinlegt að ná ekki ár- angri á þessu sviði. „Það er leiðinlegt að hafa ráðist í öll þau verkefni sem maður hefur verið í og tekist ágætlega en alltaf mistekist með skrokkinn, að koma sér í form.“ Hættuleg hegðun Átak Einars hefur ekki gengið átaka- laust fyrir sig en líkt og fyrr sagði vakti það mikil og hörð viðbrögð þegar hann var gestur í þætti Auðuns Blön- dal og Sverris Þórs Sverrissonar á Stöð 2 á föstudaginn fyrir viku. Þóttu þeir félagar fara yfir strikið með því að gera ítrekað grín að holdafari Einars. „Ég var í raun aldrei reiður þeim Audda og Sveppa. Þetta var á mína ábyrgð og ég varð reiður sjálfum mér. Ég fór ekki fram á afsökunarbeiðni en þeir báðust afsökunar í kjölfar um- talsins og mér þótti vænt um það. Ég vissi í hvaða þátt ég var að fara og ég hefði alveg mátt vita að þetta færi í þennan farveg. Ég hefði átt að leggja einhverjar línur eins og menn gera oft áður en menn fara í svona þætti. Það sem við þurfum öll að hugsa um, sem erum í þess- um bransa, er að gæta þess hvað við erum að gera og hvort skemmtun- in sem við bjóðum upp á sé nokkuð fordæmisgefandi á rangan hátt eða særandi. Í því geta allir lent, ekki bara Auddi og Sveppi. Þó vissulega dansi þeir glannalega á línunni oftar en margir aðrir.“ Einar segist hafa gert athugasemd- ir við þáttinn á Facebook-síðu sinni til að vekja athygli á þessu og koma í veg fyrir að krakkarnir misskildu þessa hegðun. „Það voru krakkarnir sem ég var að hugsa um þegar ég skrifaði á Facebook-síðuna hjá mér. Krakkarnir sem horfa bara á okkur sniðugu karl- ana í sjónvarpinu sem haga sér þann- ig að það sé í fínu lagi að kalla fólk of- fitusjúklinga og fituhlunka.“ Strítt í skóla Sjálfur segist Einar aldrei hafa orðið fyrir einelti í æsku en að hann hafi þó kynnst stríðni eins og flestir krakkar. „Mér var strítt í skóla en aldrei þannig að það væri hægt að flokka það und- ir einelti.“ Aðspurður hvort hann hafi sjálfur tekið þátt í einelti svarar Einar: „Ég minnist þess ekki að hafa verið leiðandi í einelti en eru ekki allir sem láta það viðgangast í kringum sig sekir um vanrækslu? Það voru krakkar í mínum árgangi sem lentu í einelti og maður hefði aldrei átt að láta það gerast. Maður fattar það bara ekki fyrr en maður er orðinn eldri. En ég held að þá, eins og í dag, þori krakkar ekki að grípa inn í af ótta við að kalla eineltið yfir sig.“ Pabbi ekki að deyja Eitt af því sem fékk Einar til að átta sig á því hversu langt yfir strikið grínið í þættinum fór var þegar dóttir hans hélt að hann væri að fá hjartaáfall. „Þegar ég sat þarna og horfði með þeim á þetta hélt dóttir mín að ég væri eitthvað veikur. Þau höfðu ekki vaknað við þessi læti, hvort sem mað- ur trúir því eða ekki því lætin voru svo mikil. En þegar það var verið að tala um hjartaáfall greip hún það á lofti og það tók mig allt kvöldið að vinda ofan af því. Þá fattaði ég líka í hverju ég hefði verið að taka þátt og hefði kannski ekki verið eins reiður út í sjálfan mig ef ég hefði ekki þurft að út- skýra þetta fyrir krökkunum.“ Einar hefur lengi verið í sviðsljós- inu en það var bara nýverið sem hann áttaði sig á því hvaða áhrif það gæti haft á föðurhlutverkið. „Ég er búinn að vera í sviðsljósinu, ef svo má segja, í kannski tíu ár. Oft ræður maður við flæðið en stundum ekki. Allt í einu er maður kominn í þær aðstæður að eiga börn sem eru farin að skynja um- hverfið og sjá pabba í sjónvarpinu. Og það er ekki fyrr en á síðustu vikum að ég er farinn að átta mig almennilega á því. Eins og til dæmis þetta með dótt- ur mína. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á að ég hefði aldrei átt að leyfa þeim að horfa á þetta. Maður er, eins og ég segi, að venjast því að fleiri en bara fjölskyldan sjái pabbann.“ Vakti umræðu Einar segir að engin illindi séu milli hans og Audda og Sveppa. „Alls ekki, við höldum bara áfram að vera vinir. Fyrirgefningin er nú einn mikilvæg- asti parturinn í því að lífið gangi sinn gang. Þeir komu í heimsókn til mín í vikunni og heilsuðu upp á mig og á endanum held ég að það komi bara góðir hlutir út úr þessu öllu saman. Þeir ætla að taka á eineltismálum í Einar Bárðarson óttaðist að hann væri að tapa baráttunni við aukakílóin og ákvað að skipta um lífs- stíl eftir að góður vinur ýtti við honum. Einar var gestur í þætti Audda og Sveppa fyrir viku og vakti framkoma þáttarstjórnendanna hörð viðbrögð. Einar segist þeim ekki reiður heldur hafi hann viljað koma í veg fyrir að börn teldu þetta æskilega hegðun. Sjálfum var Einari strítt í skóla þó það hafi aldrei flokkast undir einelti. Umboðsmaður Íslands ræddi við Ásgeir Jónsson um breyttan lífsstíl, einelti, tónlistarbransann og galtóma einkaþotu Gorbatsjovs. Óttaðist að eiga ekki aftur- kv mt „Ég væri hugsan- lega að fara yfir einhverja línu og að ég ætti ekki afturkvæmt ef ég gerði það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.