Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 31
Viðtal | 31Helgarblað 1.–3. apríl 2011 næsta þætti og ræða við sálfræðing. Þetta vakti umræðu sem er þörf og maður verður að taka það jákvæða út úr þessu.“ Einar segir eineltis- umræðuna ekki það eina jákvæða sem geti komið út úr þessu öllu saman. Hann vonast til að lífs- stílsátak sitt hjálpi fólki í sömu sporum til þess að taka af skarið. „Ef þetta getur hjálpað einhverjum öðrum þá er það bara frá- bært.“ Einar hefur tekist á við ýmislegt eftir að átakið byrjaði sem hann hafði ekki gert frá því að hann var ungling- ur. Fyrir skemmstu gekk hann upp á Úlfarsfellið og í vikunni hjólaði hann í vinnuna. Það er hægara sagt en gert þar sem Einar er búsettur í Reykja- nesbæ en starfar í Reykjavík. „Þegar ég lagði af stað í leiðindaveðri hugs- aði ég bara: Hvað er ég að spá? Ég vissi ekkert hvað þetta tæki langan tíma eða hvað ég var að koma mér út í. En svo bara hafðist þetta og mér leið alveg ótrúlega vel á eftir. Ég hélt að ég myndi vera gjörsamlega búinn á því en adrenalínið og vellíðanin við að takast á við svona verkefni gefur manni mikið.“ Ríghélt sér í Helga Björns Einar er fæddur árið 1972 og hefur verið í sviðsljósinu lengi líkt og fyrr sagði. Einar er uppalinn á Selfossi en það var einmitt þar sem hann steig sín fyrstu skref í tónlistarbransanum sem hann hefur starfað við með ein- um eða öðrum hætti síðan. „Ég var í uppá tækjasömum vinahópi þegar ég var barn og unglingur. Við vorum svolítið í því að koma okkur í vand- ræði. En þegar við vorum svo komnir í gaggó tók tónlistin við af því.“ Einar tók virkan þátt í félagslíf- inu bæði í gagnfræðaskóla og fram- haldsskóla og áður en langt um leið var hann farinn að þeyta skífum á skemmtistöðum bæjarins. „Ég fór svo að sjá um skemmtanahaldið á Inghóli sem er staður á Selfossi ekki ósvipað- ur Sjallanum. Það var svo vorið 1996 sem Helgi Björns hringdi í mig og bað mig um að vera umboðsmaður fyrir SSSól.“ Einar hafði þá kynnst Helga þegar hann hafði bókað SSSól til að spila á Inghóli en á þessum tíma var hljóm- sveitin ein sú vinsælasta á landinu. „Honum höfðu líkað vinnubrögð mín býst ég við og hann vildi fá mig í þetta. Mér fannst ég reyndar ekki eiga neitt erindi í það að vera umboðsmaður einnar stærstu hljómsveitar lands- ins á þeim tíma en SSSól og Sálin áttu bara þennan sveitaballamarkað. Mér fannst ég vera kominn út á svolítið hálan ís.“ Einar lét þó ekki tækifærið ganga sér úr greipum og sló til. „Fake it until you make it, eins og sagt er. Ég ríghélt mér bara í Helga Björns þangað til ég var búinn að ná tökunum á þessu.“ Ertu þá farinn? Með þessu nýja starfi fór ferill Einars inn á nýjar brautir eins og hann orðar það. Þarna var umboðsmaður Íslands búinn að finna sitt fag. „Fljótlega eft- ir þetta fór ég reyndar út til Banda- ríkjanna í nám en þetta opnaði á ým- iss konar sambönd í þessum bransa.“ Þau sambönd nýtti Einar meðal ann- ars til þess að koma nokkrum vinum sínum frá Selfossi á framfæri. Það var ungt og upprennandi bílskúrsband sem hét Skítamórall og átti seinna eft- ir að verða ein vinsælasta hljómsveit Íslands. „Skítamórall fékk að spila í pásum hjá SSSól á böllum og í tvö sumur ferðuðust strákarnir mikið bæði með Sálinni og SSSól og spiluðu kaup- laust í pásum hjá þeim. Ég held að þar hafi einmitt verið lagður grunnurinn að velgengni þeirra.“ Vorið 1998 kom helsti smellur sveitarinnar út, lag- ið Farinn, en það var einmitt Einar sem samdi lagið. „Þá sprakk þetta út hjá þeim. Þessi mikla vinna sem þeir höfðu lagt á sig skilaði sér og þeim tókst að skapa sitt eigið „hljóð“ ef svo má að orði komast. Sem var aðeins öðruvísi, ekki mikið, en nóg til að slá í gegn. Þetta var eins og í stjörnufræð- inni; allt í einu lágu himintunglin rétt fyrir þeim.“ Einar minnist þess mikla fjaðra- foks sem varð í kringum sveitina í kjölfar vinsældanna. „Þeir keyptu sér allir Volkswagen Golf með einka- númerunum Skímó 1, 2, 3, 4 og 5 eins og Ewing-fjölskyldan í Dallas. Við gáf- um út bók, gerðum heimildarmynd og hitt og þetta.“ Bílnúmerin frægu enduðu uppi á vegg á Hard Rock en meðlimir sveitarinnar neyddust til að leggja þeim. „Það voru alltaf ein- hverjir öfundarpésar að reyna að rífa þau af og rispa bílana.“ Galtóm einkaþota Gorbatsjovs Á þeim tíma sem Farinn kom út var Einar úti í Bandaríkjunum í námi í markaðsfræðum þar sem hann kynntist meðal annars konunni sinni, Áslaugu Einarsdóttur. Aðspurður hvort hann hafi þurft að hafa mikið fyrir því að vinna hjarta hennar segir Einar léttur: „Allir sem hafa séð konuna mína vita að ég þurfti að hafa mikið fyrir því að ná í hana. Hún er gull- falleg kona.“ Einar snéri svo heim árið 1999 og árið 2000 tók hann við rekstrinum á matsölustaðn- um sáluga Hard Rock Café. Síðan þá má segja að Einar hafi tekið að sér allt milli him- ins og jarðar. Hann starfaði um tíma sem markaðsstjóri Vísis en fljótlega fór hann út í eigin rekstur í tengslum við tónlist. Einar hélt fjöldann allan af tónleikum og flutti inn heimsfrægar hljómsveitir í stórum stíl. Hann er maður- inn á bak við Nylon-ævintýr- ið, hina umdeildu strákasveit Lúxor, sendi lag í Eurovisi- on auk þess sem hann væri bæði dómari í Idol og X-Fac- tor. Einar var þó ekki bara í tónlistinni og hefur hann tekið upp á ótrúlegustu hlutum. Árið 2006 flutti hann til dæmis til landsins Mikhail Gorbatsjov, fyrrverandi aðalritara sovéska kommúnistaflokksins og leiðtoga Sovétríkjanna. Tilgangurinn var að minnast þess að 20 ár væru lið- in frá leiðtogafundinum heimsfræga í Höfða. „Ég man sérstaklega eftir því að ég var búinn að kaupa undir hann og fólkið hans einkavél sem átti að flytja þau til Bandaríkjanna. Vélin sat á Reykjavíkurflugvelli tilbúin í flugtak en síðan réð hún ekki við farangurinn þeirra þannig að ég borgaði held ég sjö milljónir fyrir einkavél sem flaug svo tóm til Bandaríkjanna. Gorba- tsjov og hans fólk fóru svo á Saga Class með Icelandair og létu bara vel af fluginu. En meira rugli hef ég held ég ekki lent í á allri minni tíð í þessum bransa.“ „That‘s how winning is done“ En Einar var sennilega á hápunkti ferilsins þegar hann fór í útrás með íslenskt tónlistarfólk og stofnaði út- gáfufyrirtækið Believer Music í Bret- landi. Þar voru það Nylon-stúlkurn- ar og Garðar Thor Cortes sem voru flaggskip fyrirtækisins. „Það var alveg frábær tími og það gekk ævintýralega vel. Nylon-stelp- urnar gerðu fína hluti og áttu eitt lag á breska dansvinsældalistanum og túruðu með Mcfly og Westlife. Fullt af litlum sigrum. Þær eru til dæm- is í mjög litlum hópi íslenskra tón- listarmanna sem komið hafa fram á Wembley.“ Einar segir að þrátt fyrir það hafi hann á endanum þurft að velja á milli Nylon og Garðars Thors. „Þegar Garðar var tilnefndur til Bresku tónlistarverðlaunanna þurfti ég svolítið að velja. Fókusinn fór ósjálfrátt meira á Garðar og ég þurfti að sleppa stelpunum lausum. En við erum góðir vinir í dag og þær eru að gera fína hluti núna í Banda- ríkjunum. Þær eru hjá góðu plötu- fyrirtæki og fá fullt af flottum tæki- færum. Þær eru líka búnar að starfa núna sem atvinnumenn í ein sex ár og eru bara orðnar mjög góðar. Það eru þeir sem standa alltaf upp aftur sem hafa þetta á endanum. „That‘s how winning is done,“ eins og Rocky sagði.“ Fjölskyldan eða bransinn Áramótin 2007–2008 var Einar kom- inn með alla fjölskylduna út til Bret- lands og hafði lagt allt undir. „Ég hafði verið með mjög góða bakhjarla sem höfðu hjálpað okkur mikið og þó að það hafi ekki verið komið upp á yfirborðið úti fann ég alveg að það var að harðna í ári. Ég vissi að það yrðu ekki fleiri styrkir og annaðhvort þyrfti þetta dæmi að fara að ganga af sjálfu sér eða að þetta væri búið.“ Einar segir að hlutirnir hafi í raun gengið mjög vel en eins og alltaf í tónlistarbransanum séu þeir fljót- ir að breytast. „Dæmið gekk reynd- ar mjög vel. Við vorum tilnefndir til Bresku tónlistarverðlaunanna, átt- um plötu á toppi klassíska listans, okkur var boðið til Bandaríkjanna til að tala við Universal, Garðar fór til Singapúr að syngja og bara allt í gangi. En ég þurfti samt að taka ákvörðun. Ætlaði ég að taka slag- inn áfram og í raun búa í ferðatösku með Garðari næstu árin eða að segja þetta gott og snúa mér að fjölskyld- unni? Hversu mikið öryggi væri það fyrir fjölskylduna ef ég tæki slag- inn?“ Það var svo á Bresku tónlistar- verðlaununum vorið 2008 sem Ein- ar tók endanlega ákvörðun. „Þegar við sátum þarna áður en verðlaun- in voru veitt tók ég ákvörðunina,“ en Einar hafði þá nýlega komist að því að hann ætti von á öðru barni og að móðir hans heima á Íslandi glímdi við krabbamein. „Ég ákvað að segja þetta gott. Hvort sem við myndum vinna eða ekki. Við vorum með fullt af færu fólki í kringum okkur og það var kominn tími fyrir mig til að stíga til hliðar.“ Gott að koma heim Eftir á að hyggja segir Einar að sú ákvörðun hafi reynst honum mjög vel. „Svo kom auðvitað hrunið sem enginn sá fyrir og þá breyttust allar forsendur. Bæði ég og Garðar þurft- um að hugsa öðruvísi.“ Eftir heim- komuna stofnaði Einar útvarpsstöð- ina Kanann. „Það hefur verið erfitt en gefandi verkefni. Það er ekki það auðveldasta að stofna útvarpsstöð á Íslandi en það tók mig tæpt ár að gera þetta að arðbærum rekstri. Þetta er bara frábær og skemmtileg- ur vinnustaður sem ég sé fram á að starfa á næstu tíu árin alla vega. Hér er frábært fólk með mér sem hefur mikinn metnað fyrir þessu verkefni og ég kem stoltur í vinnuna hér dag eftir dag.“ Eftir að Einar kom heim langaði hann að skora á sjálfan sig á þeim sviðum þar sem hann hafði ekki skarað fram úr ennþá. Eins og í lík- amsræktinni en einnig ákvað hann að fara í nám. „Ég hélt nú að það myndi aldrei gerast en eftir mikla hvatningu frá konunni minni ákvað ég að fara í MBA-námið við Háskóla Íslands og það hefur reynst mér virkilega vel í því sem ég er að gera.“ „Ég borgaði held ég sjö milljónir fyrir einkavél sem flaug svo tóm til Bandaríkjanna. Einar Bárðarson „Allt í einu er maður kominn í þær aðstæður að eiga börn sem eru farin að skynja umhverfið og sjá pabba í sjónvarp- inu.“ mynd siGTRyGGuR aRi nýr Einar Hefur meðal annars hjólað Reykjane sbrautina og klifið Úlfarsfellið, tvisvar. mynd siGTRyGGuR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.