Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 40
40 | Lífsstíll 1.–3. apríl 2011 Helgarblað E rfðir og útlitsbætandi aðgerðir hafa auðvitað sín áhrif á það hvort fólk eldist vel eða ekki. Þó er lítið mál að fara offari í aðgerðum eða skemma það sem guð gaf með lélegu mataræði og óhóflegri áfengisneyslu svo eitthvað sé nefnt. Lífsstíllinn skiptir í raun mestu máli ef fólk vill halda í æskuljómann og þá eru eftirfar- andi atriði mikilvægust: 10. Hvíldu þig Reyndu að forðast stress. Stress hefur mjög neikvæð og niðurbrjótandi áhrif. Exem og útbrot geta aukist á húðinni, þunglyndi, önuglyndi og aðrir kvillar verða meira áber- andi ef þú nærð ekki að hvíla þig annað slagið. Prófaðu að fara út að ganga þó ekki sé nema í fimmtán mínútur í senn. Sestu niður með bók í tuttugu mínútur. Náðu daglegri slökun en forðastu að nota áfengi til þess því þar með býrðu til vítahring sem hefur snjóboltaáhrif til verri vegar. 9. Þú ert það sem þú borðar Borðaðu ferskan mat. Ávexti, grænmeti, drekktu vatn og borðaðu ferskan fisk. Omega 3 fitusýrur (t.d. í laxi) hafa frábær áhrif á húðina og B- og C-vítamín gera húð, hári og nöglum gott. Ef þú ætlar að eldast fallega skaltu borða rétt. Leggðu svolítið á þig til að skipuleggja máltíðir og hafðu gos- drykki, sælgæti og brauðmeti í hófi. 8. Sláðu bjarma á brosið Kaffidrykkja hefur þau áhrif að tennurnar gulna eða dökkna. Fallegt hvítt bros gerir þig unglegri og slíkt er hægt að öðlast nokkuð fyrirhafnarlaust. Tannhvíttunarefni hafa þróast mjög á liðnum árum sem gerir þau auðveld og áhrifarík í notkun. Sláðu bjarma á brosið með heimsókn í apótekið eða til tannlæknis. 7. Stundaðu líkamsrækt Þetta er auðvitað í efsta sæti á „to do“ list- anum hjá mörgum en þó eru aðeins örfáir sem raunverulega stunda líkamsrækt reglu- lega. 30 mínútur á dag, þrisvar í viku, breyta miklu fyrir heilsuna. Hvort sem þú ferð út að hlaupa, ganga eða í líkamsrækt. Blóðflæðið eykst og útlitið batnar. 6. Náðu góðum nætursvefni Svefn er afar mikilvægur bæði útlitinu og andlegri og líkamlegri heilsu. Ef þú vilt eld- ast vel skaltu passa upp á að sofa vel. Farðu snemma og í rúmið. Fyrr en þú ætlar þér. 5. Fjarlægðu líkamshár Hár á ekkert með að vaxa á undarlegum stöðum þó það sé byrjað að þynnast á koll- inum. Fjarlægðu hár úr nefi, eyrum og á milli augna ef það vex úfið þar. Konur ættu að fara reglulega í plokkun eða vax hjá fag- manneskju sem þær treysta. 4. Notaðu réttu kremin Notaðu krem sem inniheldur góðan raka. Þetta heldur húðinni teygjanlegri, fallegri og unglegri. Karlmenn ættu að nota góðar rak- vélar og raksápur og ef þeir nota ekki þegar krem þá ættu þeir að byrja á því. 3. Klæddu þig eftir aldri Fólk á fertugs- og fimmtugsaldri sem lít- ur út fyrir að versla í Zara Kids eða Kiss í Kringlunni er ekki smart þótt það haldi það. Klæddu þig á þokkafullan hátt í takt við ald- urinn. Veldu föt sem passa á þig og klæða vöxtinn. Unglegt útlit felst ekki í unglings- legum og glannalegum klæðaburði. 2. Ekki reykja Fátt sem við gerum skaðar útlitið og heils- una jafn mikið og reykingar. Ef þú ætlar að halda í hvorutveggja skaltu drepa í. Núna. Gular tennur, gulir fingur, hrukkur og and- remma eru meðal þess sem reykingafólkið uppsker. 1. Notaðu sólarvörn Áratugalangar rannsóknir vísindamanna hafa leitt í ljós að ekkert eldir húðina eins hratt og of mikið sólarljós. Hrukkur, lita- breytingar og húðkrabbi eru meðal þess sem fólk uppsker af of miklum sólböðum. Notaðu sólarvörn með SPF 15 á hverjum degi en SPF 30 ef þú ætlar að vera mikið úti yfir daginn og forðastu ljósabekki með öllu. margret@dv.is Flest viljum við eldast vel en fólk sem heldur í unglegt yfirbragð um leið og það ber með sér tignar- og glæsileika er alltaf aðlað- andi. Góð dæmi um þetta eru leikararnir Jane Fonda og Sean Connery en hvort um sig er komið yfir sjötugsaldurinn. Útlitsboðorðin 10 Jane Fonda Sean Connery Hefst 5. apríl Frábært heilsunámskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vill auka lífsgæði sín í góðum félagsskap. Styrkjum stoðkerfið60+ • 2 fastir tímar (þri/fim. kl. 13-14) • 1-2 styrktartímar í tækjasal undir leiðsögn þjálfara • Einstaklingsmiðaðar æfingar • Mikill stuðningur og fræðsla • Eftirfylgni og umhyggja Skráning 444-5090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.