Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 53
Fólk | 53Helgarblað 1.–3. apríl 2011
Fyrirsætan Jessica White, fyrr-verandi kærasta Hollywood-leikarans Seans Penn, segist
vera á hápunkti lífs síns þó að hún
hafi upplifað sársauka fyrr á lífsleið-
inni. „Ég lifi í draumi allra stúlkna,“
sagði hún í samtali við bandaríska
tímaritið People. Þessa dagana vinn-
ur hún að heimildarþáttum fyrir
Oxygen-sjónvarpsstöðina, sem er
í eigu sjónvarpskonunnar Opruh
Winfrey, auk þess sem hún vinnur
að snyrtivörulínu og fyrir mannúð-
arsamtökin Angel Foundation. Þó að
hún sé sjálf viss um að hún sé á há-
punkti lífsins er hún ekki alveg laus
við vandamál. White fer fyrir dóm í
New York í maí vegna líkamsárásar.
„Ég hef aldrei neitað að hafa lent
í átökum,“ segir hún. „En ég var lát-
in líta út fyrir að vera vond, sem
var 110 prósent falskt.“ White seg-
ist hafa verið að verja sjálfa sig frá
árás. „Ég var að reyna að ná í leigu-
bíl og hún kom aftan að mér og ýtti
mér,“ segir White um atvikið. Sak-
sóknari á Manhattan sem fer með
málið vildi ekki tjá sig við tímarit-
ið um málið en fyrir liggur að Va-
nessa Kian, sú sem kærði White, er
ekki sammála henni og segir White
hafa ráðist á sig með þeim afleiðing-
um að hún hafi hlotið sár, bólgur og
þjáðst af sársauka.
White segir að til sé myndband
sem sýni hið rétta í málinu og að
það styðji frásögn hennar. „Ég gerði
ekkert þangað til hún sló mig í and-
litið. Ég missi mig ekki á saklaust
fólk.“ Hún neitar líka orðrómi sem
hefur verið uppi um að sambands-
slit hennar við Sean Penn hafi eitt-
hvað með átökin að gera. „Mér þyk-
ir vænt um Sean og ég óska honum
alls hins besta.“
SjálfSvörn
en ekki líkamsárás
Fyrirsætan Jessica White neitar ásökunum:
Það var stór dagur í vikunni hjá aðdáendum Britney Spears þegar Femme Fatale, sjöunda hljómplata söngkonunnar, kom út á sama tíma og hún tilkynnti að hún ætlaði á
tónleikaferðalag í sumar. Í tilkynningunni sagðist hún
myndu spila víða ásamt söngvaranum Enrique Iglesias.
Billboard.com hefur hins vegar sagt frá því að Iglesias
hafi hætt við tónleikaferðalagið með Spears. Þetta hefur
fjölmiðlafulltrúi söngvarans staðfest og segir að þrátt
fyrir formlegar viðræður á milli umboðsmanna söngv-
aranna tveggja hafi Iglesias ákveðið að fara einn síns liðs
í tónleikaferðalag til að kynna plötuna sína Euphoria.
„Enrique ber mikla virðingu fyrir Britney og hefur
lengi verið aðdáandi tónlistar hennar,“ sagði talsmaður-
inn um málið við bandaríska fjölmiðla. „Honum þykir
það leitt að þetta hafi valdið einhverjum misskilningi.“
Tónleikaröð Spears mun hefjast 17. júní í Sacra-
mento í Kaliforníu en tekur enda í Toronto í Kanada
13. ágúst.
Ekki á tónleik-
um með Spears
Enrique Iglesias einn á tónleikaferðalagi:
Syngur einn Fjöl-
miðlafulltrúi Iglesias
segir söngvarann
verða einan á ferð í
tónleikaferðalaginu.
Fyrrverandi kærasta Penns
Orðrómur hefur verið uppi um
að átökin hafi tengst sam-
bandsslitum fyrirsætunnar við
leikarann Sean Penn.
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
Bolt
inn
í be
inni
Hamraborg 11 w 200 Kópavogur w Sími: 554 2166 w www.catalina.is
Leigjum út sal fyrir veisluhöld
Um helgina spilar
hljómsveitin sín
Snyrtilegur klæðnaður áskilinn.
n Réttur dagsins alla virka daga
n Hamborgarar, steikar-
samlokur og salöt
n Hópamatseðlar