Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað L A U G A V E G I 1 7 8 S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 www.tk.is Tækifærisgjafir í miklu úrvali TILBOÐS VERÐ kr. 3.99 0.- ERUM FLUTT ÚR KRINGLUNNI Á LAUGAVEG 178 HÆTTU að borga yfirvigt GLÖSFISLÉTT FERÐATÖSKUVIGT Afsláttur „Ég vil bara koma hreyfingu á þessi mál. Þó svo að maður sjái aldrei þessa peninga. Það þarf bara að ná þessum mönnum“ segir Adolf Steins- son, fyrrverandi lögreglumaður, og vísar til þeirra sem stjórnuðu Spari- sjóði Keflavíkur fyrir bankahrunið. Eins og DV greindi frá á miðviku- daginn skulduðu stjórnendur spari- sjóðsins sjóðnum hundruð milljóna í gegnum ýmis einkahlutafélög. Fjár- málaeftirlitið gerði verulegar athuga- semdir við lán sem sjóðurinn veitti þar sem veð á bak við lánin voru lítil sem engin. Sjötugur á næsta ári Adolf, sem verður sjötugur á næsta ári, erfði á sínum tíma stofnfjárbréf í Sparisjóði Ólafsvíkur sem hann taldi lítils virði. Sparisjóðsstjórinn í Ólafs- vík sagði honum að um væri að ræða nokkra þúsundkalla þegar hann spurðist fyrir um virði bréfanna. Þeg- ar Sparisjóður Ólafsvíkur sameinað- ist Sparisjóðnum í Keflavík árið 2006 byrjuðu bréf að streyma inn um lúg- una hjá Adolf með boðum um að taka þátt í stofnfjáraukningu í samræmi við hans eign. Adolf heyr aðra baráttu þessa dag- ana jafnframt því sem hann reynir að látar rödd stofnfjáreigenda heyr- ast. Hann greindist með krabbamein í janúar en segir að meðferðin gangi vel. Krabbameinið er á góðri leið með að hverfa með lyfjagjöf en hann gæti þó þurft að fara í geislameðferð á næstunni til að losna alfarið við krabbameinið. „Það voru ekki allir sem gátu keypt stofnfjárbréf á þess- um tíma,“ segir Adolf sem lét til leið- ast og keypti bréf fyrir rúmar 8 millj- ónir króna þegar honum bauðst að eiga þátt í stofnfjáraukningu spari- sjóðsins. Adolf lítur á fjárfestinguna sem glatað fé en hann greiddi allt úr eigin vasa en tók ekkert að láni. Adolf er samt feginn að vera ekki í þeirri stöðu að sitja uppi með ógreidd lán fyrir bréfunum líkt og margir aðrir. Tapaði á fleiri bönkum Adolf er einn þeirra þeirra sem mynda Samtök stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík. Sam- tökin skoruðu nýverið á Alþingi að hefja tafarlaust rannsókn á málefn- um sparisjóðsins. Þau telja að stofn- fjáraukningin, sem Adolf tapaði átta milljónum á, hafi verið byggð á röng- um forsendum. Þau krefjast einnig að lánveitingar og afskriftir sparisjóðsins til einstakra aðila verði skoðaðar eða það sem þau kalla misnotkun stjórn- enda á fjármunum sparisjóðanna. Í dag telja samtökin um 500 manns en það voru um 1.500 manns sem voru stofnfjáreigendur í Sparisjóði Kefla- víkur að sögn Adolfs. Hann vonast eft- ir að fleiri taki þátt í að styðja samtök- in við að þrýsta á frekari rannsókn á falli sparisjóðsins. Adolf hafði mikla trú á fjármála- kerfinu eins og margir aðrir á sínum tíma. „Ég tapaði líka á Kaupþingi og Spron,“ segir Adolf sem setti mikið af ævisparnaðinum í hlutabréf fjár- málafyrirtækja. Þar telst honum til að hann hafi tapað um fjórum til fimm milljónum. Aðspurður hvort að hann myndi setja sparifé í svipuð bréf aftur segir Adolf: „Nei, það mun ég aldrei gera.“ „Þarf bara að ná Þessum mönnum“ Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is „Það voru ekki allir sem gátu keypt stofnfjárbréf á þessum tíma. miðvikudaginn 1. júní. Adolf Steinsson Tapaði átta milljónum á stofnfjár- bréfum í Sparisjóði Keflavíkur n Lögreglumaður á eftirlaunum vill rannsókn á stjórnendum SpKef n Tapaði líka á Kaupþingi og Spron n Greiddi stofnfjárbréf úr eigin vasa „Fjármálaeftirlitið gerir alvarlega at- hugasemdir við að þær upplýsing- ar sem fram koma í ársreikningi séu ekki réttar, slík vinnubrögð eru til þess fallin að gefa ranga mynd og villandi upplýsingar,“ segir í skýrslu sem Fjármálaeftirlitið vann um starf- semi Sparisjóðs Keflavíkur í septem- ber 2008. Þetta er ein af þeim fimm- tíu og átta athugasemdum sem FME gerði við starfsemina. „Menn hafa greinilega ekki verið að vinna vinn- una sína,“ segir Þórunn Einarsdóttir, formaður Samtaka stofnfjáreigenda, um þá sem stjórnuðu bankanum. Samtökin reyna þessa dagana að fá aðgang að skýrslu sem var unn- in af PriceWaterhouseCoopers fyr- ir Fjármálaeftirlitið. Markmið sam- takanna þessa dagana er að viða að sér eins miklum upplýsingum eins og þau geta til að sjá hvort forsend- ur séu fyrir hendi til að höfða mál vegna athæfis sem átti sér stað innan Sparisjóðs Keflavíkur. Fundur sam- takanna samþykkti á dögunum að skoða samstarf við Svein Margeirs- son og aðra stofnfjáreigendur Byrs varðandi málshöfðun. Aðspurð hvort hún sé vongóð um að fá umrædda skýrslu í hendurn- ar svarar Þórunn því neitandi. Hún segir Fjármálaeftirlitið hafa borið við bankaleynd hingað til en þar sem slitastjórnin fari að skila af sér sinni vinnu og skiptastjóri tekur við þá gæti opnast betur fyrir upplýsingar um hinn fallna sparisjóð. „Þeir vildu nú ekkert taka á móti okkur þarna í Fjármálaeftirlitinu, en við vildum ekki fara,“ segir Þór- unn en samtökin fengu á endan- um að ræða við fólk sem vissi ekkert um málefni Sparisjóðsins að hennar sögn. Að lokum þurftu þau að leggja inn beiðni til að það yrði tekið fyrir af hálfu eftirlitsins hvort þau fái skýrsl- una afhenta. Samtök stofnfjáreigenda afla sér upplýsinga um SpKef: Vilja skýrslu frá FME Frá kröfuhafafundi Slitastjórn SpKef hélt fund á Nordica um daginn með kröfu- höfum. Delta flýgur til Íslands Bandaríska flugfélagið Delta Airl- ines hefur hafið áætlunarflug til Ís- lands frá New York. Flugfélagið þjónar 160 milljónum viðskiptavina á ári og flýgur til 356 áfangastaða í 65 löndum. Flugfélagið mun fljúga daglega á milli Keflavíkur og New York og er eitt þriggja flugfélaga sem fljúga þar á milli í sumar og ljóst er að samkeppni verður mikil. Athygli vekur að ekki er samræmi í verðlagi hjá Delta eins og athugun DV leiddi í ljós. Þannig getur miði fram og til baka kostað allt niður í tæpar 57 þúsund krónur. Sé hins vegar stakur miði bókaður getur hann kostað 325 þúsund krónur. Ásmundi farnast vel „Tíðindin í gær komu í sjálfu sér ekki á óvart. Ég hafði séð ákveðnar líkur á að þetta gæti gerst áður,“ segir Bjarni Harðarson, bóksali og fyrrverandi þingmaður, um þau tíðindi að Ás- mundur Einar Daðason, fyrrver- andi þingmaður VG, væri genginn í Framsóknarflokkinn. Bjarni, sem áður sat á þingi, sagði sig úr Framsóknarflokknum í byrjun árs 2009 vegna óánægju með áhuga framsóknarmanna á ESB sem sam- þykktu svo ályktun þess efnis að ganga ætti til aðildarviðræðna við ESB. Þingmenn flokksins greiddu þó flestir atkvæði gegn þingsálykt- unartillögu um aðildarviðræður og hafa síðan þá verið einna ötulastir í andstöðu sinni við ESB-aðild, en Ás- mundur er formaður Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópu- málum. „Á nú frekar von á því að Ás- mundi farnist vel í því sem hann gerir, hann er þannig maður,“ sagði Bjarni sem ætlar ekki að fylgja Ás- mundi í Framsóknarflokkinn. „Sá munur er á að ég er hættur í pólitík en hann ungur og upprennandi í starfi og ég skil alveg að hann leiti sér að vettvangi.“ LEiðréTTiNg Í umfjöllun DV á miðvikudaginn kom fram að Húsagerðin hf. væri í eigu Þorsteins Erlingssonar. Þetta er ekki rétt því félagið er í eigu þeirra Jórunnar Jónasdóttur og Áskels Agnarssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.