Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað fyrstu hæð Sími 511 2020 FLOTTIR ÍTALSKIR DÖMUSKÓR, TÖSKUR, JAKKAR - MARGIR LITIR - MIKIÐ ÚRVAL MESTA ÚRVAL LANDSINS AF ÍTÖLSKUM SPORTSKÓM - MIKIÐ ÚRVAL AF SANDÖLUM Erum á NÝ SENDING MARGAR TEGUNDIR AF SKÓSKRAUTI 11.790,- 15.390,- 11.990,- 7.990,- 11.790,- 15.990,- 11.790,- 12.990,- 11.990,- 10.990,- 12.990,- 12.990,- 11.490,- Lántakendur gengistryggðra lána hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum eru settir í þá leið sem krefst mestr- ar greiðslubyrði í upphafi endur- greiðslutímans. Þetta gerist sjálfkrafa séu þeir ekki tilbúnir til að skrifa undir samning þess efnis að þeir samþykki endurútreikning bankans á gengistryggðum lánum. Þessa dag- ana eru í gangi dómsmál sem geta enn á ný haft áhrif á endanlega nið- urstöðu gengistryggðra lána og eru því ekki allir lántakendur tilbúnir til að skrifa undir samninga um að þeir samþykki endurútreikning bankans. Viðskiptavinur bankans sem DV ræddi við segir bankann með þessu þvinga þá sem ekki hafi efni á leið- inni til þess að skrifa undir samninga sem mikil lagaóvissa ríki um. Fjórar mismunandi leiðir eru í boði fyrir þá lántakendur þrotabúsins sem skrifa undir nýjan lánasamning. Skrifi fólk undir án þess að setja sérstakan fyr- irvara við er mögulegt að það hafi fyrirgert rétti sínum til frekari leið- réttinga. Ósvífin framkoma Ingólfur Friðjónsson framkvæmda- stjóri löginnheimtu Frjálsa fjárfest- ingarbankans þvertekur fyrir að við- skiptavinir séu þvingaðir til þess að skrifa undir lánasamninga. Hægt sé að velja um fjórar mismunandi leið- ir með því að samþykkja nýja samn- inga og skrifa undir. „Menn detta eingöngu sjálfkrafa í leið eitt ef þeir svara bankanum ekki og hafa ekkert samband,“ segir hann. Ingólfur segir jafnframt að fólk sem eigi erfitt með að greiða samkvæmt leið eitt á þess- um tímapunkti geti til dæmis valið um að lengja í láninu takist þeim að semja við bankann um það. Hæstiréttur Íslands dæmdi á þessu ári í máli Tölvupóstsins ehf. gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum en þar er viðurkennt að öll gengis- tryggð húsnæðislán sem eru efnis- lega samhljóða lánum Frjálsa fjár- festingarbankans hf. beri ólögmæta gengistryggingu. Viðskiptavinur Frjálsa fjárfestingarbankans segir ákveðna óvissu ríkja um lögmæti út- reikninganna og að það sé eitthvað sem bankinn gangist við. „Mér finnst það því ósvífin framkoma í garð við- skiptavina að gera þessa ýtrustu kröfu ef fólk skrifar ekki undir,“ segir hann. Gerir fólki erfitt fyrir Viðskiptavinurinn segir að um við- skiptasamband á milli skuldara og banka hafi verið að ræða, þar sem annar aðilinn hafi brotið af sér og fengið á sig dóm vegna gengistrygg- ingar. „Það er því sérstakt að sá aðili geti farið fram á að skuldarinn fari í þá leið sem er með mestu byrðina í upphafi.“ Hann segir þetta gera fólki afar erfitt fyrir. „Hvort sem það er tilgangur bankans eða ekki þá virkar þessi krafa bankans, að viðskiptavin- ir borgi samkvæmt þessari dýrustu leið, á þann veg að það þvingar þá viðskiptavini til að skrifa undir, sem ekki hafa efni á leiðinni til skamms tíma á meðan beðið er eftir úrskurð- inum.“ Hann segir ljóst að margir vilji ekki vera álitnir vanskilamenn. „Í okkar tilfelli gerir þetta okkur mjög erfitt fyrir að standa við okkar sann- færingu og skrifa ekki undir.“ Fólk setji fyrirvara Aðspurður um það hvers vegna þessi leið, sú sem krefst mestrar greiðslu- byrði í upphafi, sé sett sem sjálf- gefin fyrir þá sem ekki samþykkja endurútreikning bankans segir Ing- ólfur: „Það er öllum í sjálfsvald sett að koma til okkar og velja eina af þessum fjórum leiðum. Fólk þarf þá vissulega að skrifa undir pappíra en það getur skrifað undir þá með fyrir- vara þannig að það hafi meiri rétt ef lög eða dómar hníga að því síðar.“ Viðskiptavinur bankans gefur lít- ið fyrir þær útskýringar: „Ég er ekki sannfærður um að maður hafi jafn- sterka stöðu síðar meir hafi maður samþykkt þessa skilmála og þessa útreikninga. Þess vegna finnst mér öruggara að bíða með það.“ Aðspurður um það hvort fólk sé látið vita af því að það þurfi að setja sérstaka fyrirvara við þá samninga sem það skrifar undir segir Ingólfur: „Nú held ég að menn séu almennt með mjög mikla fyrirvara gagnvart bankakerfinu þannig að mér finnst ekki ólíklegt að fólk spyrji að því sjálft.“ Hann segist hins vegar ekki geta fullyrt um það hvort viðskipta- vinir séu sérstaklega látnir vita af því að þeir geti sett fyrirvara á samning- inn. Það sé eitthvað sem hann þurfi að athuga frekar. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Skrifaðu undir eða borgaðu meira Frjálsi fjárfestingarbankinn býður upp á fjórar mismunandi leiðir fyrir lántakendur, aðeins ein leið er í boði fyrir þá sem skrifa ekki undir. Skuldarar afSali Sér réttindum Sínum „ Mér finnst það því ósvífin framkoma í garð viðskipta- vina að gera þessa ýtrustu kröfu ef fólk skrifar ekki undir.“ n Segir Frjálsa fjárfestingarbankann þvinga viðskiptavini til þess að skrifa undir n Fjórar leiðir í boði segir talsmaður bankans n Fólk verður að setja fyrirvara við samninginn til að verjast lagaóvissu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.