Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 44
44 | Fókus 3.–5. júní 2011 Helgarblað Fjölbreytt skemmtidagskrá úti á Granda: Hátíð hafsins um helgina Hátíð hafsins verður haldin hátíðleg í þrettánda skipti nú um helgina í til- efni sjómannadagsins á sunnudag- inn. Hátíðin fer fram úti á Granda þar sem hún er í nálægð við höfnina og öll helstu fyrirtækin sem sinna útgerð og sjómennsku í bænum. Líkt og áður er áhersla hátíðarinnar sett á allt sem tengist hafinu og menningu tengda sjómennsku. Þétt dagskrá er bæði laugardag og sunnudag þar sem all- ir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars verður hægt að fara í hvalaskoðun, fylgjast með kappróðri og reiptogi, skoða furðufiska, horfa á fjölbreytt skemmtiatriði og skella sér í siglingu svo eitthvað sé nefnt. Í gömlu verbúðunum á Granda og Geirsgötu verður fjölbreytt starfsemi. Þar verða vinnustofur listamanna, verslanir, veitingastaðir, gallerí og fleira. Dagskrá er hægt að finna á hatidhafsins.is. Hvað ertu að gera? mælir með... TÖLVULEIKUR L.A. Noire „L.A. Noire fyrir alla tölvuleikjaunnendur; hann er frábær skemmtun og rígheldur í þig.“ Einar Þór Sigurðsson. TÖLVULEIKUR Tiger Woods PGA Tour 12 - Masters „Allir geta spilað, ég tala nú ekki um ef menn eiga PlaySta- tion Move eða önnur sambærileg hreyfitól.“ Sigurður Mikael Jónsson. KVIKMYND Thor „Thor er frábær sumarafþreying þar sem blandast saman skemmtileg hasaratriði, góðir leikarar og hressandi húmor.“ Jón Ingi Stefánsson KVIKMYND Route Irish „Myndir á borð við Saving Private Ryan og Hurt Locker eru stór- kostlega útlítandi en innihaldið er sjálfhverft og rýrt. Hér eru brellur og útlit á sínum stað en myndin hefur svo miklu meira fram að færa.“ Erpur Eyvindarson LEIKVERK Húsmóðirin „En söguefnin eru þunn sem sé. Harla þunn – og textinn eftir því. Að vísu er það eilítið misjafnt eftir kynslóðum.“ Jón Viðar Jónson Jón Atli Helgason Hárdoktor og plötusnúður. Hvaða bók ertu að lesa? Se og hör Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? Human Woman Hvert ferðu út að borða ef þú mátt ráða? Út á land. Hvaða bíómynd sástu síðast og hvernig líkaði þér hún? Whip it, sæt. Hvað ætlar þú að gera um helgina? Marínera lax sem ég ætla að grilla, Dj-a endalaust og grilla í vinum og gæjum og gellum! Marínerar lax og grillar í vinum B irgir Þórarinsson eða Biggi veira er aðalsprauta raftón- listargrúppunnar GusGus. Birgir hefur ásamt Stephan Stephensen verið rauði þráðurinn í farsælum ferli þessarar mögnuðu sveitar sem var að senda frá sér sína áttundu breiðskífu, Arabian Horse. Ásamt þeim er Daníel Ágúst Har- aldsson í aðalhlutverki á nýju plöt- unni. Hann slóst aftur í lið með sveit- inni fyrir plötuna 24/7 sem kom út árið 2009, aðdáendum GusGus til ómældrar ánægju. Frá því að fyrsta platan kom út árið 1995 hefur GusGus leitt hlust- endur sína um ólíka en magnaða hljóðheima. Nú hefur GusGus þróað nýjan hljóm sinn enn frekar og hófst það með 24/7. Arabian Horse hefur fengið frábæra dóma og hafa gagn- rýnendur jafnvel sagt hana bestu plötu sveitarinnar hingað til. Birgir er ánægður með dómana þótt hann sé hógvær. „Já, dómarnir hafa verið frá- bærir,“ segir Birgir, en hér heima hafa þeir flestir ef ekki allir hljóðað upp á fimm stjörnur. „Maður er hræddur við að það sé verið að hæpa þetta of mikið,“ bætir hann við og hlær. Arabíuhestur Daníels Nafn og plötuumslag nýju plötunnar hefur vakið athygli en þar sést hinn glæsilegi arabíuhestur á hlaupum. En hvaðan er nafnið komið. „Það er tekið úr einu laginu á plötunni. Daníel hafði samið mjög sérstak- an texta sem ég veit nú ekki alveg hvernig kom til. Hann fjallar um það að vera týndur úti í eyðimörkinni. Hljóðheimar GusGus Birgir Þórarinsson er heilinn á bak við magnaða hljóðheima GusGus. Hann hefur ásamt Stephan Stephensen þróað hljóm sveitarinnar sem hefur að margra mati aldrei verið þéttari en á nýútkominn plötu, Arabian Horse. Tvímenningarnir hafa þó alls ekki verið einir á þessari vegferð og hefur sveitin verið skipuð mörgum frábærum tónlistarmönnum. Sá nýjasti til að leggja sveitinni lið er Högni Egilsson en hann kemur feikisterkur inn á nýju plötunni. Biggi veira Er hokinn af reynslu þegar kemur að raftónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.