Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 42
C harlene Gallego fæddist í grennd við Sacramento í Kali- forníu 1956. Faðir hennar var virtur athafnamaður og vara- forseti keðju stórmarkaða. Skóla- skýrslur benda til þess að Charlene hafi verið rólegt og feimið barn, en sótt skóla samviskusamlega. Móðir Charlene, Mercedes, lenti í bílslysi og slasaðist sem varð til þess að Char- lene þurfti að axla skyldur hennar, meðal annars að fylgja föður sínum á ráðstefnur og þess háttar. Um hana var sagt að hún væri vel gefin og vel gerð stúlka. Í framhaldsskóla fór Charlene að fikta við fíkniefni, drakk ósleitilega og gumaði af því að eiga þeldökkan elskhuga. Charlene kvæntist auðug- um manni, heróínfíkli sem fullyrti að Charlene væri heltekin af hugmynd- um um lesbískt kynlíf og grátbæði hann um að taka þátt í þrímenn- ingi. Hún lét sig útlit sitt litlu varða og þetta fyrsta hjónaband hennar rann út í sandinn. Annar eiginmaður hennar var hermaður sem Charlene lýsti sem „mömmudreng“ og fékk hún fljót- lega leið á honum og þau skildu. Við tók stutt samband við kvæntan mann en hann lét hana róa eftir að hún stakk upp á þrímenningi með eiginkonu hans. Charlene var nið- urbrotin og reyndi að fremja sjálfs- morð. Skömmu síðar kynntist hún Gerald Armond og líf hennar tók af- drifaríka stefnu. Ömurleg æska Geralds Óhætt er að fullyrða að bernska Ger- alds hafi að flestu leyti verið ólík bernsku Charlene. Gerald sætti bar- smíðum af hendi móður sinnar og fjölmargra elskhuga hennar. Fað- ir hans hafði verið tekinn af lífi fyr- ir morð á tveimur lögreglumönn- um. Bernska Geralds einkenndist af miklum skorti á ástúð. Hann varð, og kannski ekki að undra, misheppnað- ur bæði sem elskhugi og eiginmaður og 32 ára átti hann að baki fjölda mis- heppnaðra sambanda. Einnig átti hann dóttur sem hann misþyrmdi kynferðislega. Gerald og Charlene urðu ástfangin um leið og þau kynntust og viku síðar hófu þau sambúð. Þau deildu áhuga á grófu kynlífi og þess var skammt að bíða að Gerald kæmi heim með sextán ára dansstúlku, en hann setti þó það skilyrði að Charlene og hún mættu einungis snerta hann og alls ekki hvor aðra. Daginn eftir kom hann heim frá vinnu og og gekk inn á þær í villtum ástarleik. Gerald trylltist og fleygði stúlkunni út um gluggann og gekk að því loknu í skrokk á Charlene. Til að fullkomna refsinguna neitaði hann henni um kynlíf í mánuð, en einnig virtist sem hann væri búinn að missa áhugann á henni því hún var honum ekki lengur háð hvað kynlíf áhrærði. Rændu kynlífsþrælum Sem fyrr segir misþyrmdi Gerald tán- ingsdóttur sinni og vinkonu hennar einnig. Ekki er vitað hvort Charlene varð vitni að því. Þegar þar var komið sögu virtist sem Gerald væri ófær um kynferðislega örvun og því stakk ann- að hvort hann eða Charlene upp á því að þau rændu ungum konum og gerðu þær að kynlífsþrælum. Rhonda Scheffler og Kippi Vaught voru í verslunarleiðangri í Sacramento þegar þær lentu í klónum á Charlene sem lokkaði þær inn í sendibifreið hennar og Geralds. Um nóttina sættu stúlkurnar stöðugu kynferðislegu of- beldi og daginn eftir óku Charlene og Gerald með þær á afvikinn stað. Þeim var fyrirskipað að ganga að skurði á engi og þegar þangað var komið sló Gerald Kippi í höfuðið með felgujárni og strax í kjölfarið fékk Rhonda sömu útreið. Síðan skaut Gerald þær hvora sínu skotinu í höfuðið með 25 kalibera byssu. Þegar Gerald gekk að bílnum aftur tók hann eftir því að Kippi hreyfði sig og sendi því þrjár kúlur til viðbótar í höfuð hennar. Síðar sagði Charlene klefafélaga sínum frá þeirri undursamlegu tilfinn- ingu sem hún upplifði við þessi mann- rán og nauðganir sem fylgdu í kjölfar- ið. Fórnarlömbum fjölgaði Þann 24. júní 1979, lokkuðu Ger- ald og Charlene tvær unglingsstúlk- ur, Brendu Judd, 14 ára, og Söndru Colley, 13 ára, inn í sendibílinn í Nevada með fyrirheitum um laun- aða vinnu við að dreifa bæklingum. Charlene ók út úr Reno á meðan Gerald nauðgaði stúlkunum ítrekað. Síðan lagði Charlene bílnum á stað sem þekktur er sem Humboldt Sink. Gerald tók skóflu út úr bílnum og dró Colley að uppþornuðum ár- farvegi. Síðan sló hann hana í höf- uðið með skóflunni. Síðan barði Gerald Judd til dauða, gróf djúpa holu, fleygði nöktum líkum stúlkn- anna í hana og setti steinhellu yfir. Lík þeirra fundust ekki fyrr en 1999 og þær voru skráðar sem strokuung- lingar í fjögur ár frá hvarfi þeirra, eða allt þar til Charlene upplýsti um morðin á þeim við réttarhöldin 1982. Í apríl rændu skötuhjúin stúlk- um að nafni Stacey Redican og Karen Chipman Twiggs norður af Sacramento. Líkt og með önnur fórnarlömb parsins var þeim mis- þyrmt kynferðislega og þær síðan myrtar. Rænt um hábjartan dag Árla morguns 2. nóvember 1980, sá Gerald ungt par, Craig Miller og Mary Elizabeth Sowers, standa í makind- um við götu eina. Gerald beið ekki boðanna, rauk út úr bílnum, dró upp 25 kalibera berettu og skipaði þeim inn í bílinn. Eftir að hafa ekið á afvikinn stað skipaði Gerald Craig að fara út úr bílnum og þegar ungi maðurinn gekk að húddi bílsins skaut Gerald hann einu skoti í hnakkann og og tveimur betur. Ekið var með Mary á heimili Geralds og Charlene þar sem hann svívirti hana svo klukkustund- um skipti. Síðan óku þau með Mary á afvikinn stað og skutu hana þremur skotum. Vitnaði gegn Gerald Það varð Gerald og Charlene að falli að vinir síðustu fórnarlambanna höfðu séð þegar þau voru neydd inn í bílinn og náðu að skrá hjá sér bílnúmerið sem stuðlaði að hand- töku parsins. Árið 1984 var réttað yfir Gerald í bæði Kaliforníu og Nevada og vitn- aði Charlene gegn honum í báðum ríkjunum. Fyrir vikið var Charlene ekki ákærð í Kaliforníu og hún gekk að samkomulagi um að játa á sig morð og fá sextán ára dóm og átta mánuðum betur í Nevada, Gerald var hins vegar sakfelld- ur bæði í Kaliforníu og Nevada og dæmdur til dauða. Dauðadómur- inn var felldur niður árið 1999, hann fékk ný réttarhöld en nýr kviðdómur dæmdi hann einnig til dauða. Charlene var sleppt úr fangelsi í Nevada í júlí 1997 en Gerald lést úr krabbameini í júlí 2002 á sjúkra- deild fangelsis í Nevada. Kaldrifjuð sKötuhjú 42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 3.–5. júní 2011 Helgarblað n Skötuhjúin Gerald Armond og Charlene Adelle Gallego settu mark sitt á Sacramento frá 1978 til 1980 n Þau myrtu tíu manns, aðallega táningsstúlkur sem þau nýttu sem kynlífsþræla áður en þau myrtu þær „Þeim var fyrirskipað að ganga að skurði á engi og þegar þangað var komið sló Gerald Kippi í höfuðið með felgujárni og strax í kjölfarið fékk Rhonda sömu útreið. Réttarhöld í máli Casey Anthony, ungrar móður sem ákærð hefur verið fyrir að myrða dóttur sína, hófust nýlega í Flórída í Bandaríkjunum. Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs en lík dótturinnar fannst tæpu hálfu ári eftir að tilkynnt var um hvarf hennar. Það var 15. júlí árið 2008 sem tilkynnt var um að stúlkan, hin tveggja ára Caylee Marie Anthony, væri horfin. Litla stúlkan bjó með móður sinni hjá ömmu sinni en þær höfðu yfirgefið heimilið þann 16. júní sama ár. Ömmu stúlkunnar grunaði að ekki væri allt með felldu og tilkynnti málið til lögreglu. Casey sagði að dóttur sinni hefði verið rænt en það var ekki fyrr en í desember 2008 að rannsókn málsins komst á næsta stig. Þá fannst lík stúlkunnar í skóglendi skammt frá heimili ömmu hennar. Svo fór að Casey var ákærð fyrir að myrða stúlkuna og hefur hún setið í fangelsi síðan þá. Réttarhöldin í málinu hófust í síðustu viku og neitaði Casey sök. Vörn hennar í dómsal vakti tals- verða athygli en hún sagði að litla stúlkan hefði drukknað. Samkvæmt framburði hennar var hún heima hjá sér ásamt föður sínum, George Anthony, og litlu stúlkunni, sem hafi verið úti að leika sér en eftir nokkra stund hafi þau verið farið að lengja eftir henni. Sagði lögmaður Casey að faðir hennar hafi komið að litlu stúlkunni látinni í sundlauginni. Í kjölfarið hafi hann sagt henni að hún færi í fangelsi fyrir að vanrækja dóttur sína og þau hafi því ákveðið að fela líkið. Saksóknari í málinu benti á að Casey hefði haft lögregluna að fífli þegar rannsókn málsins fór fram. Þegar lög- regla spurði hvar stúlkan væri sagði hún dóttur sína vera hjá barnapíu að nafni Zanny. Þegar lögregla knúði dyra hjá umræddri barnapíu kom í ljós að enginn hafði búið í íbúðinni í fimm mánuði og nafn þess sem þar hafði búið var ekki Zanny. Verjandi Casey viðurkenndi að hún hefði logið að lögreglu við rannsókn málsins. Hvort kviðdómur muni taka frásögn Casey trúanlega verður tíminn að leiða í ljós. Eitt er þó öruggt, verði Casey fundin sek um morð af fyrstu gráðu á hún dauðadóm yfir höfði sér. Sökuð um að myrða barn sitt Hæpin vörn móður:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.