Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 46
46 | Lífsstíll 3.–5. júní 2011 Helgarblað Rósa Guðbjartsdóttir er dugleg að prófa sig áfram við hamborgaragerð: Heimagerðir hamborgarar „Hamborgari getur verið algjört lostæti og holl og góð máltíð, hafi verið nostrað aðeins við hráefn- ið. Þá skiptir sköpum að hafa val- ið sjálfur kjötið með hæfilegu fituinnihaldi,“ segir Rósa Guð- bjartsdóttir matgæðingur. „Enda eru það ekki einungis svokallaðir skyndibitastaðir sem bjóða upp á hamborgara heldur leggja marg- ir aðrir veitingastaðir metnað í að hafa girnilegar og ólíkar hamborg- aramáltíðir með salati og græn- meti,“ segir Rósa. Algjört lostæti Rósa mælir með því að valið sé gæðakjöt og nostrað sé við hráefnið. Þrífðu grillið rétt og reglulega Það getur verið ákaflega leiðinlegt að þrífa grill en best er að gera það reglulega og eftir hverja notkun meðan enn er svolítill hiti á því. Við gagnger þrif á grilli má beita ýmsum ráðum. Til dæmis er gott að taka grindurnar af og leggja í bala með sjóðheitu vatni og uppþvottalegi. Þannig losnar fitan af teinunum og auðvelt er að bursta hana af. Leggið álpappír á hitaelementin í grillinu þegar það er hreinsað með vírbursta. Þá falla óhreinindin á álpappírinn og honum er svo hent í ruslið. Ofnhreinsiúða má nota til að losa fitubrák innan af lokinu. Hann er látin bíða í svolitla stund og ekki líður á löngu þar til hægt er að þurrka fituna af með klút. Þá ætti grillið að vera orðið skínandi hreint og fínt. Munið svo að nota góða hlíf utan um gripinn eða geyma í bílskúrnum þegar ekki er verið að nota hann. Gulrætur eru gæðafæða og ferskar árið um kring Gulrætur geymast almennt vel en best er að geyma þær við 0–2°C og mikinn raka því þeim hættir mjög til að tapa vatni. Þær eiga ekki að standa í birtu því þá verða þær grænar og etýlen (lofttegund sem myndast í grænmeti og ávöxtum) gerir þær beiskar á bragðið. Við lengri geymslu er betra að geyma gul- rætur lausar í plastfóðruðum kössum heldur en í litlum plastpokum. Við þær aðstæður er ekki eins mikil hætta á að raki þéttist utan á rótunum og valdi votrotnun. Ef einungis á að geyma gulrætur í skamman tíma er ágætt að hafa þær í götuðum plastpokum, þeim sömu og þær eru seldar í. Fylgist vel með því að ekki verði rakaþétting innan í þeim og fjölgið götunum á þeim ef það gerist. Notkun Gulrætur má nota á fjölmarga vegu, bæði hráar, ofnbakaðar eða soðnar og einnig má gera úr þeim gulrótarsafa sem af mörgum er talinn allra meina bót og hefur sérlega góð áhrif á litaraftið. Þær eru góðar með flestum köldum og heitum réttum og henta einkar vel með fiski og fiskréttum. Gulrætur má líka nota í kökur, súpur og pottrétti, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að leggja þær í kryddlög, brúna í sykri og ofnsteikja, t.d með lambasteik en ofnsteikt rótargrænmeti er einkar gott með flestu kjöti. Einnig er tilvalið að rétta litlum fingrum gulrót sem nasl að narta í. (Heimild af vefnum islenskt.is) J óhann Helgi Jóhannesson er einn fremsti fiskikokkur lands- ins. Réttir hans bráðna í munn- inum og þeir sem smakka einu sinni matinn hans vilja alltaf koma aftur. Undanfarin tíu ár hefur hann staðið í eldhúsi Ostabúðarinnar við Skólavörðustíg en þann stað kalla sumir best geymda leyndarmál borg- arinnar. Áður en hann hóf störf sín þar stóð hann með Rúnari Marvins- syni við pottana á veitingastaðnum Við Tjörnina. DV leitaði til Jóhanns eftir upp- skrift að góðri fiskisteik á grillið en flest viljum við festast aðeins í að grilla kjötrétti þegar grillin eru dreg- in fram á sumrin. Það er jafn gott að grilla fisk en til þess að það sé gert rétt þarf að hafa ákveðin atriði í huga. Sumar fisktegundir er betra að grilla en aðrar og það þarf alltaf að gæta þess að grilla fiskinn ekki of lengi því hann heldur áfram að eldast eftir að hann er tekin af hitanum. Grilluð eða steikt stórlúðusteik fyrir fjóra n 4 u.þ.b. 200 gr sneiðar stórlúða 2–3 sentímetrar á þykkt Kryddolía n 2 hvítlauksgeirar, fínt skornir n ½–1 chilipipar, fínt skorinn n Steinselja, söxuð, 1 lúka n 1– ½ dl ólífuolía n Salt og pipar Lúðan er pensluð með kryddolíunni og grilluð eða steikt við mikinn hita í 1½– 2 mínútur á hvorri hlið. Fennel og mangósalat með fetaosti n 2–3 stk. fennel, skorið í sneiðar n 1 stk. mangó, skorið í teninga n ca. 100 gr fetaostur n ca. ½ bolli graslaukur n 1 msk. hunang n 1dl ólífuolía n 1–2 msk. balsamic-edik n Salt og pipar. Fennel er velt upp úr helmingnum af olíunni, kryddað með salti og pipar. Bakað við 180°C í 15–20 mínútur Hunangi, balsamic-ediki og afganginum af olíunni blandað saman við ásamt mangó, graslauk og fetaosti. Létt „crème fraiche“-sósa: n 2 dl sýrður rjómi n 1 msk. hunang n Safi úr ½ sítrónu n Salt og pipar n Saxaður graslaukur ef vill. Borið fram með bökuðum kartöflum eða grilluðum kartöfluskífum. Jóhann Helgi Jó- hannesson gefur uppskrift að stór- lúðusteik á grillið: Galdurinn er að Grilla ekki of lenGi Grillráð Jóhanns n 1. Grillið fiskinn alltaf á vel heitu grilli. n 2. Þerrið fiskinn vel áður en hann er lagður á grillið. n 3. Ekki láta fisk liggja lengi í olíu áður en hann er grillaður. Ef það er gert er hætt við að vökvi úr fiskinum blandist olíunni og þá festist hann frekar við grillið. n 4. Grillið fiskinn alltaf minna en meira. Fiskurinn heldur áfram að eldast eftir að hann hefur verið tekin af grillinu. n 5. Ef fiskur er eldaður eða steiktur of lengi er hætt við að lögin losni í sundur og fiskurinn molni. Bestu fisktegundirnar á grillið: lúða, lax, silungur, skötuselur, stór og feitur steinbítur eða hlýri. Skelfiskur er líka frábær á grillið. „Humar og stórar rækjur ásamt hörpudiski svínvirka líka á grillið en galdurinn felst í að elda það ákaflega stutt. Alltaf að reikna með því að fiskurinn haldi áfram að eldast í eina og hálfa til tvær mínútur á eftir. Þetta jafnar sig þó allt þó það virðist hrátt þegar það kemur beint af grillinu. Humar á t.d. aðeins að vera í mínútu á hvorri hlið, ef hann er í skelinni. Hálfa á bakhlið og eina í sárið á vel heitu grilli.“ Grilluð stórlúða Grillið fiskinn alltaf á vel heitu grilli. MEÐLÆTI: Grillaðir, stökkir kartöflubátar Sjóðið kartöflur í 8–10 mínútur (eftir stærð) Látið mesta hitann rjúka úr þeim og skerið í báta. Setjið í eldfast mót eða ofnskúffu sem þakin hefur verið bökunarpappír. Dreypið ólífuolíu yfir kartöflubátana og kryddið með grófu salti og nýmöluðum pipar. Einnig er gott að nota hvítlaukskrydd. Bakið við 225 gráður í um 25 mínútur eða þar til bátarnir eru orðnir fallega ljós- brúnir og stökkir. Hamborgarar fyrir fjóra: n 400–600 g nautahakk n ½ rauðlaukur og/eða graslaukur, smátt saxaður n 2 hvítlauksrif, marin n 1 eggjarauða n tabasco-sósa, nokkrir dropar n 1 msk. fersk steinselja, smátt söxuð n 1 msk. brauðrasp n 4 ostsneiðar n salt og pipar að smekk Hnoðið öllu vel saman og mótið hamborgarana. Grillið eða steikið í um 2 mínútur á hvorri hlið og hitið hamborg- arabrauðið. Setjið ostsneið ofan á hvern borgara rétt áður en steikingu lýkur. Góð sinnepssósa, hrærð úr sýrðum rjóma eða grískri jógúrt og sinnepi, er nauðsynleg með, einnig rauðlaukur, kál og tómatar. Heimagerður grillaður hamborgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.