Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 10
Hæstaréttarlögmennirnir Björn Þorri Viktorsson og Karl Georg Sig- urbjörnsson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir til að greiða Nýja Landsbanka Íslands 21,1 milljón króna með dráttarvöxtum frá 15. janúar 2010. Auk þess voru lögmennirnir dæmdir til að greiða NBI 400 þúsund krónur í máls- kostnað, ásamt virðisaukaskatti. Dómurinn var kveðinn upp 26. maí en málið var höfðað af NBI. Málavextir eru þeir að í apríl árið 2005 stofnaði fyrirtæki lögmann- anna M182-B ehf., áður Fasteigna- salan Miðborg, tékkareikning við útibú Landsbankans. Reikningn- um var lokað í október árið 2009 en þá námu innistæðulausar færslur á reikninginn 23,5 milljónum króna og var reikningnum lokað. Karl Georg og Björn Þorri tóku á sig sjálfskuldarábyrgð á skuld þess- ari gagnvart Landsbankanum fyrir allt að 21,2 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar við innheimtu. Landsbankinn byggði kröfu sína á því að Karl Georg og Björn Þorri greiddu ekki skuld sína við stefnanda samkvæmt sjálfskuldar- ábyrgð þeirra, vegna innistæðu- lausra færslna af reikningnum. Ósanngjörn krafa vegna kerfis- hruns Karl Georg og Björn Þorri byggðu sýknukröfu sína á því að þeim bæri ekki skylda til að greiða umrædda fjárhæð. Töldu þeir að Landsbank- anum væri óheimilt að bera fyrir sig umrædda kröfu því það væri ósann- gjarnt að þeir þyrftu að bera óskipt allar byrðar vegna þess kerfishruns sem orðið hafi í kjölfar hruns bank- anna. Greint frá því í síðasta mánuði að skiptum hefði lokið í þrotabúum L182A ehf., áður Lögmenn Laugar- dal ehf., og M182-B ehf., áður Fast- eignasalan Miðborg ehf. Engar eign- ir fundust í búunum en lýstar kröfur náðu samtals rúmum 135 milljónum króna í félögunum tveimur. Félögin voru í eigu lögfræðinganna Björns Þorra og Karls Georgs. Félögin voru bæði tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 7. október árið 2009. Félögin Lögmenn Laugardal og Fasteignasalan Mið- borg eru ennþá starfrækt í dag en undir nýrri kennitölu. Gert að greiða vegna vanskila á korti og tékkareikningi Þá tapaði Karl Georg einnig máli gegn Landsbankanum. Dómur í þeim mál- um var einnig kveðinn upp 26. maí. Málavextir eru þeir, að Karl Georg var með VISA-greiðslukort og tékka- reikning frá Landsbankanum.  Karl Georg þarf að greiða 1,7 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum af kortinu og 200 þúsund krónur í málskostnað. Vegna vanskila á tékkareikningnum þarf hann að greiða 2,1 milljón króna ásamt dráttarvöxtum, auk 250 þús- unda króna í málskostnað stefnanda. Karl Georg byggði málsvörn sína á því að Landsbankanum væri óheimilt að bera fyrir sig umrædda kröfu, það væri ósanngjarnt að hann bæri allar byrðar óskipt vegna þess kerfishruns sem orðið hafi í kjölfar hruns bank- anna.  Fjármál fyrir dómstólum Karl Georg tapaði svo enn einu máli þann 26. janúar á þessu ári, en þá féllst Héraðsdómur Reykja- víkur á kröfu þrotabús Baugs Gro- up um að rifta samtals 9,9 milljóna króna greiðslum, sem hann fékk frá félaginu í lok árs 2008. Hann hafði fengið þessa upphæð sem bæt- ur vegna vinnutaps, álitshnekkis og kostnaðar sem hann varð fyrir vegna starfa fyrir dótturfélag Baugs. Í haust vann Arion banki svo mál sem hann höfðaði gegn Karli Georg og viðskiptafélaga hans vegna láns sem tekið var hjá Spari- sjóði Mýrasýslu árið 2005 að jafn- virði 17,6 milljóna króna. Lán- ið var ekki greitt, en á gjalddaga var lántakanda fyrir mistök send greiðslukvittun. Dómurinn féllst á að greiðslukvittunin hefði ekki ver- ið gild og lánið hafi því ekki verið greitt til baka. Karl Georg sótti í vor um greiðsluaðlögun hjá umboðs- manni skuldara. 10 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Enn er Karl Georg dæmdur til að borga „Ósanngjarnt að stefndu þyrftu að bera óskipt allar byrðar vegna þess kerfishruns sem orðið hafi í kjölfar hruns bankanna. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is n Björn Þorri og Karl Georg töpuðu í héraði máli gegn Landsbankanum n Sögðu kröfuna vera ósanngjarna vegna kerfishruns Karl Georg Þeir félagar voru dæmdir til að greiða Nýja Landsbankanum 21 milljón króna. Björn Þorri Hann og Karl Georg byggðu sýknukröfu sína á því að þeim bæri ekki skylda til að greiða umrædda fjárhæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.