Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað www.snakk.is Fitness popp er á HEILBRIGÐI ER LÍFSTÍLL Létt og trefjaríkt Hreyfing - Næring - Jákvæðni Mikið uppnám ríkir nú í hvalveiðum á Íslandi vegna náttúruhamfaranna í Japan, risajarðskjálftans, og flóð- bylgjunnar sem reið yfir landið í kjöl- far hans, í mars. Þann 10. maí síðast- liðinn tilkynntu forráðamenn Hvals hf. að ákveðið hefði verið að fresta hvalveiðum og munu hvalveiðiskip fyrirtækisins því ekki leggja úr höfn fyrr en í ágúst í fyrsta lagi. Í fyrra stóð vertíðin yfir frá byrjun júní og fram í september og voru um 150 manns við störf hjá Hval hf. þegar best lét. Í vetur hafa verið „örfáir“ starfsmenn, að því er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir í samtali við DV. Því er ljóst að fjölmargir sem höfðu góð- ar tekjur af hvalveiðum í fyrra þurfa nú að leita á önnur mið hvað atvinnu varðar. Náttúruhamfarir og særð þjóðarsál Kristján segir í samtali við DV að óhjákvæmi- legt hafi verið að fresta veiðum eins og stað- an var orðin. Í kjöl- far náttúruhamfar- anna í Japan hafi eftirspurnin eftir íslensku hvalkjöti orðið að engu. „Það eru fjór- ir þættir sem felast í þessum hamförum. Í fyrsta og öðru lagi er það vitanlega risa- skjálftinn sjálfur og flóðbylgjan sem kom í kjölfarið. Flóðbylgjan var sér- staklega skæð, þar sem japanskar byggingar eru yfirleitt byggðar með það fyrir augum að þola svona risa- skjálfta. Tjónið sem varð af völd- um flóðbylgjunnar var hins vegar gífurlegt. Í þriðja lagi er það meng- unarhættan í Fukushima-kjarn- orkuverinu – sem var auðvitað bein af- leiðing náttúru- hamfaranna. Í fjórða lagi virð- ist það vera svo, að japönsk þjóðarsál er að syrgja. Jafnvel í norður- og suð- urhluta lands- ins, sem sluppu svo að segja vel, heldur fólk að sér höndum. Fólk fer ekki á veitingastaði og heldur sig frekar heima við. Það er ekkert að djamma og djúsa eins og við segj- um á íslensku. Neysla hefur dregist saman og það eru auðvitað fleiri en við sem sitja í súpunni. Ég var þarna í apríl og þar sögðu mér kunnug- ir menn að um 600 þúsund hótel- herbergi hefðu verið afbókuð, og það einungis af Japönum sjálfum. Ferðamannaiðnaðurinn er reyndar einnig algerlega í molum.“ Vonum það besta Kristján segir að hann vonist til þess að markaðurinn fari að taka við sér. Eins og staðan er núna á Hvalur birgðir af óseldu hvalkjöti og því mik- ilvægt að markaðurinn fari að taka við sér. „Við þurfum auðvitað að eiga birgðir, við þurfum að eiga vöruna sem við erum að reyna að selja. Við vonumst auðvitað til þess að hlutirn- ir fari að nálgast eðlilegt horf.“ En eru þá einhverjar tekjuhorfur fyrir Hval hf? „Þetta var auðvitað að ganga ágætlega, áður en hamfarirnar dundu yfir. Það var erfitt að komast aftur inn á þennan markað eftir svona langt hlé, en það var að ganga vel. Þetta er vissulega bakslag, og við för- um ekki að veiða til þess eins að veiða. Við erum í rekstri og við erum að selja vöru. Um leið og eftirspurnin fer að aukast þá förum við aftur í gang.“ Áfall fyrir Vesturland Þegar best lét árið 2010 voru um 150 manns við vinnu hjá Hval hf. Ljóst er að mun færri gata sótt at- vinnu þangað í ár. Þeir fáu sem starfa þar núna fást aðallega við viðhald á skipum og vinnslustöðv- um. „Þetta er helvítisstaða og ekk- ert grín. Við sáum bara engan ann- an möguleika en vonum auðvitað að þetta lagist sem fyrst.“ Blaðamaður DV hafði samband við Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness, en hann sagði að augljóslega væri um mikið áfall að ræða fyrir atvinnumarkað- inn á Vesturlandi. „Þetta er auðvi- tað mikið áfall. Samkvæmt launa- könnunum sem voru gerðar fyrir árið 2010 sáum við að fólk sem var í vinnu hjá Hval hf. var með meðal- tekjur upp á rúmlega 700 þúsund krónur á mánuði. Þar á meðal var mikið af námsfólki sem fékk þarna góða sumarvinnu. Þetta er mikið áfall fyrir Vesturland og eina sem ég get sagt er að ég vona að Krist- ján Loftsson láti ekki deigan síga, og að markaðurinn taki við sér hið fyrsta.“ Kristján Lofts- son „Fólk fer ekki á veitingastaði og heldur sig frekar heima við. Það er ekkert að djamma og djúsa eins og við segjum á íslensku.“ Engin eftirspurn eftir hvalkjöti „Það er ekkert að djamma og djúsa eins og við segjum á íslensku. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is n Óljóst er með hvalveiðar í sumar eftir að eftirspurn frá Japan varð að engu í kjölfar náttúru- hamfaranna í mars n Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, vonast til að hefja hvalveiðar í lok sumars Dreginn á land Hvalur verður ekki verkaður fyrr en í ágúst hið fyrsta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.