Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 30
Ásmundur Einar Daðason er einn merkasti stjórnmálamaður samtímans. Svarthöfði og
allir innan hans tengslanets dást að
þingmanninum úr Dölum fyrir þá
staðfestu sem hann hefur tileinkað
sér í starfi sínu sem fulltrúi þjóðarinn
ar. Ásmundur er ungbóndi og grænn
að upplagi. Hann gekk því eðlilega til
liðs við Vinstri græna í upphafi. Mörg
um að óvörum datt bóndinn inn á
þing þegar bylgja sem reis með Stein
grími J. Sigfússyni skolaði honum á
Austurvöll í Reykjavík.
Allar götur síðan Ásmundur var kosinn hefur hann farið á kostum. Hann fer ótroðnar slóðir og
á því erfitt með að feta fjárgötur Al
þingis. Þess vegna hefur hann sjald
an mætt á nefndarfundi en sinnir
þess betur grasrótinni og netverslun
sem hann rekur til að selja búnað til
bænda. Eftir því sem fram liðu stund
ir kom í ljós að hann átti ekki mikla
samleið með Steingrími J. Græn
ar áherslur flokksins voru of öfga
kenndar fyrir hinn unga eldhuga. Þá
blöskraði honum þegar Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir var felld af stóli for
manns þingflokksins og hann hætti í
þingflokknum ásamt tveimur öðrum.
Órólega deildin í VG gerði uppreisn
gegn tröllunum sem snéru baki við
hugsjónum.
Ásmundur bóndi fann sér nýja félaga. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðis
flokksins, Styrmir Gunnarsson, fyrr
verandi ritstjóri Moggans, og fleiri
stóðu að samtökunum Heimssýn
sem berjast gegn aðild að Evrópu
sambandinu. Þeir tóku Ásmundi
opnum örmum og hann varð um
svifalaust innvígður og innmúrað
ur í þeirra hóp. Bóndinn var gerður
að formanni klúbbs þjóðernissinna.
Þetta er enn eitt dæmið um víð
sýni hans og frjálslyndi. Sósíalist
inn og umhverfissinninn var farinn
að vinna með hörðustu kapítalist
um Íslands. Hafi Steingrímur J. sop
ið hveljur þegar hann sá drenginn
unga ganga í björg náhirðar Sjálf
stæðisflokksins átti ástandið enn
eftir að versna.
Ásmundur var enn í þeim flokki sem
harðast hefur barist gegn stóriðju og
virkjunum sem eru sem krabbamein
í áður ósnortinni náttúru Íslands.
Enn einu sinn sýndi hann víðsýni
og siðferðilegt þrek þegar hann steig
sitt stærsta skref á þingmannsferl
inum og sagði alveg skilið við Vinstri
græna. Að þessu sinni lá leið hans
í flokkinn sem bar mesta ábyrgð á
Kárahnjúkavirkjun, styrkjakerfi land
búnaðarins og nokkrum mengandi
stóriðjuverum. Ásmundur hafði séð
ljósið og gengið í fjósið. Framsóknar
flokkurinn, þar sem staður konunn
ar er á bak við eldavélina, er hans
nýi vettvangur. Við innvígsluna söng
stóriðjukórinn með álgjallandi rödd
um sínum: „Hann er kominn heim,
hann er kominn heim“. Svarthöfði
mun að sjálfsögðu fylgja hinum unga
leiðtoga inn í fjósið þar sem ljósið er.
Fyrir stuttu gaf fyrirtækið Já út nýja símaskrá yfir Íslendinga. Maðurinn sem fékk
það verkefni að hanna símaskrána
setti sjálfan sig beran að ofan fram
an á kápuna.
Kápa símaskrárinnar hefur yfir
leitt verið íslenskt listaverk, skraut
eða annað sem vísar til menningar
arfs og gildis þjóðarinnar. Ástæða
þess er sú að símaskráin er fyrir
alla. Fólk les símaskrána ekki sér
til ánægju, heldur er þetta tæki til
að ná sambandi við annað fólk.
Hún er notuð af nauðsyn, fyrst og
fremst. Fólk neyðist til að hafa káp
una uppi við.
Fyrirtækið Já ákvað að fá Gillz
enegger til að setja mynd af sjálfum
sér framan á skrána yfir Íslendinga.
Helstu gildi Gillzeneggers eru grín
skotin útlits og sjálfsdýrkun. Fólk
borgar sérstaklega fyrir að láta feit
letra nafnið sitt í símaskránni og
gera sig meira áberandi en aðra.
Því verður að teljast skiljanlegt að
Gillzenegger hafi ákveðið að nota
tækifærið og setja stóra mynd af
sjálfum sér framan á símaskrána,
og setja þar með sjálfan sig í flokk
með helstu listaverkum Íslands
sögunnar. Það hæfir hans mark
miðum vel. En hver eru markmið
Já með þessu?
„Það er alltaf verið að tala um
að þjóðin sé að þyngjast og fólk
vill vera heilbrigðara,“ sagði Guð
rún María Guðmundsdóttir, rit
stjóri símaskrárinnar, þegar Morg
unblaðið spurði hana hvers vegna
Gillzenegger hefði verið valinn.
Hugmyndin virðist því hafa verið
að sýna fólki hvernig það á að líta
út. Verst að Gillzenegger á kápu
símaskrárinnar er mun grennri en
í raunveruleikanum, vegna
tæknimistaka í mynd
vinnslu.
Hinn
dæmigerði
notandi
prentuðu síma
skrárinnar er
vanafastur, enda
myndi hann ann
ars nota símaskrána á
netinu. Oft er það eldra
fólk. Markaðssérfræðing
ar Já virðast vera að höfða
til yngri hóps með því að hafa
Gillzenegger á kápunni. En það
getur varla verið markmiðið að
auka lestur prentuðu símaskrár
innar meðal ungs fólks.
Markmið Já virðist fyrst og síð
ast hafa verið að vekja á sér athygli.
Aðferðin var að gera notendur
símaskrárinnar ósátta, þannig að
umræða skapaðist í fjölmiðlum um
hana. Þannig fengi vara fyrirtækis
ins ókeypis auglýsingu. Það
tókst. Fréttir voru fluttar af
því þegar hundruð sögðu
sig úr símaskránni og
fólk mótmælti því að
símaskráin yrði
lögð undir einn,
sjálfhverf
an mann.
Með því
að leggja
áherslu á
útlits, sjálfs
og æskudýrkun á
lista yfir landsmenn,
sem eldra fólk notar helst,
náði fyrirtækið Já að koma sér
í alla fjölmiðla með vöruna sína.
Forsvarsmenn þess gleðjast eflaust
við að lesa þetta. Klöppum fyrir Já,
markaðsfyrirtæki ársins.
Næst gæti Ríkissjónvarpið feng
ið Gillzenegger til að lesa sjón
varpsfréttir ber að ofan og flytja
táknmálsfréttirnar. Fólk vill jú
verða heilbrigðara.
Einhverstaðar las ég það, að hópur bandarískra geðlækna hefði komið saman uppúr miðbiki
síðustu aldar, en markmið fundar
þeirra var að samþykkja að leita allra
leiða til að finna upp einhverja tugi
geðsjúkdóma, helst fyrir aldamót
in 2000. Og svo hófust þeir handa
í samráði við lyfjarisana og sköp
uðu hina ótrúlegustu samsuðu sjúk
dóma, á borð við: ofvirkni, athyglis
brest, kvíðaröskun, fótaóeirð og
einhverja tugi svokallaðra sjúkdóma
sem sagðir eru læknanlegir með lyfj
um. Þeim tókst meira að segja að
finna sjúkdómsgreiningu sem kallast
óhóflegt kynlíf eða stjórnlaus eyðsla.
Allt eru þetta raskanir eða einhvers
konar óæskileg hegðun sem halda
má niðri með lyfjum. Þetta snýst um
það að láta alla einstaklinga passa
inní þá ferhyrninga sem okkur er
ætlað að fylla. Hver sá sem sýnir svo
kallaða afbrigðilega hegðun er sjúk
lingur og sem slíkur verður hann að
fá lyf. Það sem meira er: samfélagið
verður að styðja lyfjafyrirtækin, með
því að niðurgreiða lyf sem ætlað er
að bæta líðan þeirra sem hafa t.d.
virkari hugsun en við hin.
Ársvelta lyfjarisanna í hinum stóra
heimi, vegna nýrra sjúkdóma einna,
er af þeirri stærðargráðu, að upp
hæðirnar eru fullkomlega óskiljan
legar. En allajafna er um að ræða
hugsýki, heilabilun eða eitthvað því
umlíkt; svona sjúkdóma sem erfitt
er að sanna að séu yfir höfuð til.
Það eina sem er alveg á hreinu, er
að framleiðendur lyfja græða á tá og
fingri.
Umfjöllun hér á landi virðist sýna,
að þingmönnum sé yfirleitt skítsama
um ástandið og að læknar vilji helst
af öllu selja börnum lyf, ef með ein
hverju móti er hægt að halda því
fram að hugsanlega geti verið um
smávægilega hegðunarröskun að
ræða. Hér virðist allt benda til þess,
að menn séu margir á launum hjá
lyfjarisum; að menn ávísi á lyf í tíma
og ótíma og treysti á deyfð yfir eftir
litshlutverki landlæknis, hér eftir
sem hingað til.
Græðgin í gróðastétt lyfjabransans
er slík að mönnum er nákvæmlega
sama þótt börn verði dópi að bráð.
Þetta snýst allt um peninga og meiri
peninga. Lyf eru í dag svo nauðsyn
legur þáttur í hringiðu peninganna,
að lyfjamafía ameríska ríkisins hef
ur gefið út skotleyfi á skottulækna og
hverskonar hjálækningar eða svo
kallaðar óhefðbundnar lækningar,
sem er auðvitað rangnefni, þar eð
ýmsar af þeim aðferðum sem skottu
læknar beita eru hefðbundnari en
gróðabrask slóttugra lyfjarisa.
Valdaklíkan vill það síst
að vímumál við kryfjum
því okkar þingmenn eru víst
yfirleitt á lyfjum.
30 | Umræða 3.–5. júní 2011 Helgarblað
„Maður fer í svona áfalla-
ástand.“
n Aðalsteinn Svan Hjelm missti
baugfingur hægri handar í slysi fyrir ári.
Óhappið átti sér stað þegar hann var að
sækja bolta upp í tré við Áslandsskóla í
Hafnarfirði. Giftingarhringur Aðalsteins
festist á pinna girðingar sem stóð upp í
loftið. – DV
„Framsókn hefur á
undanförnum
tveimur árum
tekið mjög já-
kvæðum breytingum.“
n Ásmundur Einar Daðason hefur
ákveðið að ganga til liðs við Framsóknar-
flokkinn. Hann sagði sig úr Vinstri
hreyfingunni grænu framboði á
dögunum. – DV.is
„Ljóst er að svokölluð frjáls
félagasamtök eru samtök
fólks með sérstakan áhuga
á náttúruvernd.“
n Ferðaklúbburinn 4X4 og Skotveiði-
félag Íslands, hafa kvartað til umboðs-
manns Alþingis vegna Vatnajökulsþjóð-
garðs. – Vísir
„Nei, þá verðum við að
minnsta kosti að
afnema stjórnar-
skrána fyrst.“
n Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra
segir hugmyndir, um að mikill afsláttur á
lánasöfnum gömlu bankanna hafi átt að
ganga til lántakenda, væru úr lausu lofti
gripnar. – Alþingi.
Sjálfsdýrkun á símaskránni
Leiðari
Bókstaflega
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Klöppum fyrir Já,
markaðsfyrirtæki
ársins.
Hin ljúfu lyf
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
„Hér virðist allt
benda til þess, að
menn séu margir á laun-
um hjá lyfjarisum
Ólína Bjarnfreðarson!
n Siv Friðleifsdóttir alþingismaður
er á meðal kjarkmeiri þingmanna.
Hún er fyrsti flutningsmaður tillögu
um að þrengja
að reykinga
mönnum með
því að færa
tóbakið inn
í lyfjaversl
anir. Þétt við hlið
Sivjar stendur
baráttujaxlinn
Ólína Þorvarðar-
dóttir sem meðflutningsmaður.
Ólína er haldin nokkru óþoli vegna
þeirra sem bent hafa á þá skerðingu
mannréttinda sem liggur í loftinu.
Bloggaði Ólína um gróft orðbragð,
meðal annars í leiðara DV. Og ekki
stóð á athugasemdunum. „Þú ert
greinilega afskaplega hörundsár
kona eins og hin frábæra týpa Bjarn-
freðarson ...,“ segir lesandi Ólínu.
Stríð við fitu
n Barátta Einars Bárðarsonar við
aukakílóin stendur sem hæst. Allt
frá áramótum hefur kappinn barist
eins og ljón gegn fitufrumunum
sem læðast að jafnóðum og þeim er
útrýmt. Einar hefur verið duglegur
að hjóla og klífa fjöll. Nú er kappinn
að undirbúa ofurþraut sem kennd
er við Bláa lónið. Þá er hjólað 57
kílómetra frá Hafnarfirði – gegnum
Djúpavatnsleið, inn á Suðurstrand
arveg og að Bláa lóninu.
Leyndarmál Sölva
n Sjónvarpsstjarnan og rithöfund
urinn Sölvi Tryggvason er kominn í
sumarfrí frá þætti sínum, Spjallið
með Sölva á
Skjá Einum.
Reiknað er með
því að þátturinn
snúi aftur í
haust. Sjálfur
mun Sölvi hafa
hug á því að
feta í fótspor
annars sjón
varpsmanns, Egils Helgasonar,
og dvelja erlendis í sumar. Í fyrra
skrifaði Sölvi sögu Jónínu Ben.
Hermt er að hann geti allt eins
hugsað sér að skrifa aðra ævisögu
í sumar en mikil leynd hvílir yfir
þeim áformum.
Sigmar saklaus
n Það gustar þessa dagana um
fólkið í Kastljósi Sjónvarpsins
sem er duglegt að skúbba ýmsum
málum. Ekki eru
allir ánægðir
með framgöngu
þeirra Helga
Seljan og Sigmars
Guðmundssonar.
Samráðsmaður
inn Ragnar
Önundarson, fyrr
verandi forstjóri
MasterCard, kærði umfjöllun
þeirra félaga til siðanefndar blaða
manna. Taldi Ragnar ámælis
vert að vera ekki boðið í þáttinn
og að hann hafi verið röngum
sökum borinn af illa undirbúnum
Sigmari. Siðanefnd komst að
þeirri niðurstöðu að félagarnir
væru saklausir.
Sandkorn
tryGGVAGötu 11, 101 rEykjAVÍk
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Svarthöfði
Fjósið og ljósið