Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 26
26 | Erlent 3.–5. júní 2011 Helgarblað GamaldaGs veitinGa- staður oG Gistihús við þjóðveG 1. veitinGaskálinn víðiGerði er gam aldags veitingastaður við þjóðveginn í Húnaþingi vestra. Hér g etur þú stoppað og teygt úr þér, fengið gott sveitakaffi og alvöru k affi latte, caphuchino og expresso baunakaffi sem sumir segja þ að besta á landinu…Við seljum pylsur og samlokur gos, sælgæti og fleira í þeim dúr. Alla daga vikunnar frá kl. 11 til 22 getur þú fe ngið Thailenskan mat og heimilismat. Við leggjum líka áherslu á m atarmiklar súpur, gúllas- súpu, kjúklingasúpu, kjötsúpu, mexicosú pu...Grillið er opið frá kl. 9 til 23 og þá er hægt að fá bestu hamborg ara við þjóðveg 1. (án allra aukaefna) steiktan fisk ásamt nauta -og f olaldasteik. VíðidAlur eHf. | 531 HVAmmsTAnGi | sími: 451 2592 | fAx: 451 2593 | neTfAnG: VidiGerdi@VidiGerdi.is | HeimAsíðA: www.VidiGerdi.is Thai maTurSKYNDimaTurhEimiLiSmaTurSamLOKur TruKKar Karima el-Mahroug Langar að verða næsta Diane Keaton. Karimu el-Mahroug, einnig þekkt sem Ruby hjartaþjófur, langar að leika í næstu kvikmynd bandaríska háðfuglsins Woody Allen. Ruby er sennilega þekktust fyrir að vera mið- punkturinn í sakamáli sem er enn í fullum gangi, þar sem Silvio Berlu- sconi, forsætisráðherra Ítalíu, er sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlku fyrir kynlíf. Ruby, sem fæddist reyndar í Marokkó, er vitanlega um- rædd stúlka. Ruby gerðist svo frökk að senda Allen bréf, þar sem hún sagðist vilja hitta leikstjórann „við fyrsta mögu- lega tækifæri“ svo þau gætu „drukkið saman te.“ Ruby sagði einnig í bréf- inu að kvikmynd Woody Allen frá árinu 1972, meistaraverkið Every- thing You Always Wanted to Know About Sex But Were to Afraid Too Ask, væri hennar eftirlætiskvikmynd. Gagnkvæm aðdáun En það er ekki að ástæðulausu sem Ruby ákvað að reyna að nálgast Al- len. Á nýliðinni kvikmyndahátíð í Cannes sagði Allen einmitt á blaða- mannafundi að hann væri bæði „for- vitinn og heillaður“ af Ruby. Hann sagðist einnig velta því fyrir sér, hvort Ruby gæti staðið sig vel sem leik- kona. Ruby skrifaði Allen í bréfi sínu, að hún „myndi ekki valda honum vonbrigðum.“ Allen hefur verið þekktur fyrir að taka að sér leikara sem hafa jafn- vel litla sem enga reynslu, þannig að aðdáendur hans gætu allt eins átt von á því að Ruby birtist í myndum hans á næstunni. Hann fékk til að mynda frönsku forsetafrúna, ofurfyrirsæt- una og söngkonuna Cörlu Bruni- Sarkozy, til að þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu fyrir skömmu. Bruni- Sarkozy fer með hlutverk í nýjustu kvikmynd Allens, Midnight in Par- is, sem var einmitt frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Næsta kvikmynd Allens mun verða tekin upp í Róm, á heimaslóðum Ruby, og væri því vel við hæfi að hún fengi eld- skírn sína í hinni sögufrægu höfuð- borg Ítalíu. Neitar sök Ruby sendi bréf sitt til Allens sama dag og héraðsdómur í Mílanó tók fyr- ir mál Berlusconis, þar sem hann er sakaður um að hafa greitt Ruby fyrir kynlíf, en hún var aðeins 17 ára þeg- ar meintur verknaður átti sér stað. Í kjölfarið reyndi hann að hylma yfir glæpinn og er hann þess vegna einnig sakaður um spillingu. Berlu- sconi gekk svo langt að falsa fæðing- arvottorð Ruby, og laug því að lög- regluyfirvöldum að hún væri dóttir Hosnis Mubarak, þáverandi forseta Egyptalands, svo hún yrði látin laus úr fangelsi – en þá hafði Ruby verið handtekin fyrir búðarhnupl. Ruby hefur þó ætíð þvertekið fyrir að hún hafi selt glaumgosanum frá Sardin- íu kynlíf, þó að yfirlit yfir bankareikn- inga hennar sýni, svo ekki verður um villst, að hún þáði háar fjárhæðir frá honum. Þau hafa bæði sagt, að féð hafi einungis verið gjöf – enda er Ber- lusconi gull af manni. Vill hlut- Verk hjá Woody Allen „ ...hún sagðist vilja hitta leikstjór- ann „við fyrsta mögulega tækifæri“ svo þau gætu „drukkið saman te. n Ruby hjartaþjófur, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir að selja Silvio Berlusconi afnot af líkama sínum, langar að leika í Woody Allen-mynd n Skrifaði leikstjóranum bréf og lýsti aðdáun sinni Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Silvio Berlusconi Þarf að svara til saka eftir meint vændis- kaup. Woody Allen Sagðist forvitinn og heillaður af Ruby.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.