Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað „Ég hóf mál fyrir fjórum árum síðan til að freista þess að fá að fara með dóttur mína til Frakklands í heim- sókn og það mál er enn þá í gangi. Þetta er endalaus borðtennisleik- ur á milli sýslumannsembættisins og innanríkisráðuneytisins,“ segir Francois Scheefer sem staðið hefur í forræðisdeilu við fyrrverandi eig- inkonu sína síðan árið 2001. Móð- irin hefur fullt forræði yfir stúlkunni sem er á tólfta ári, en Francois hef- ur þó umgengnisrétt sem hann seg- ir fyrrverandi eiginkonu sína brjóta í sífellu. Samkvæmt úrskurði má Francois ekki fara með dóttur sína úr landi nema með leyfi móðurinn- ar sem er erfitt því hann á fjölskyldu í Frakklandi. Í tíu ár hefur hann barist fyrir sameiginlegu forræði. Hann gagnrýnir íslensk yfirvöld fyr- ir sinnuleysi í máli sínu. Þá vill hann meina að íslensku barnalögin brjóti í bága við alþjóðlega sáttmála. Mæð- ur fái alltaf að njóta vafans og fái for- ræði í nánast öllum tilfellum og feður séu því í vonlausri stöðu. Hann seg- ist þekkja marga íslenska feður sem hafi bókstaflega gefist upp á kerfinu og sætt sig við að fá ekki að umgang- ast börnin sín. Eiginkonan hvarf af heimilinu Francois og fyrrverandi eiginkona hans eru bæði frönsk og fluttu hing- að til lands árið 1998. Þeim fædd- ist dóttir ári síðar. Þegar stúlkan var tveggja ára gömul fór hins vegar að halla undan fæti í hjónabandinu. Fyrrverandi eiginkona hans sakaði hann um að beita sig andlegu ofbeldi en Francois segir það af og frá. Hann segir framkomu eiginkonu sinnar hins vegar hafa breyst gagnvart sér og dótturinni. Hún hafi orðið upp- stökkari. Þegar Francois hafði orð á því við hana og benti henni á að leita sér hjálpar þá brást hún hin versta við, að hans sögn. „Hún var aldrei svona áður en dóttir okkar fæddist en eftir það urðu miklar breytingar á skapgerð hennar,“ segir Francois. Skömmu eftir þetta atvik hvarf hún af heimili þeirra með dótturina. Hann heyrði ekki frá þeim í þrjár vikur og var viti sínu fjær af hræðslu. Tengdaforeldrarnir réðust á Francois Málið varð frægt hér á landi á sínum tíma en Francois fór með dóttur sína til Frakklands þrátt fyrir að hún væri í farbanni og að móðirin færi með bráðabirgðaforræði. Hann vildi að for- ræðismálið yrði tekið fyrir í Frakklandi líkt og skilnaðarmál þeirra hjóna. „Eft- ir að dóttir mín hafði verið í sex mán- uði með mér í Frakklandi og undir reglulegu eftirliti lækna kom móðir hennar og rændi henni,“ segir Franco- is og lýsir því hvernig kona hans í vit- orði við annan mann og foreldra sína tók stúlkuna með valdi og þau hafi sprautað einhvers konar gasi á hann til að hann gæti ekkert aðhafst. „Ég hlaut annars stigs brunasár, meðal annars í andlitinu og í dag er ég ekki með neina tilfinningu vinstra meg- in í andlitinu. Taugaendarnir eru al- veg dauðir. Lungun á mér brunnu líka töluvert illa.“ Hann segir áverkavottorð sem hann fékk í Frakklandi geta stað- fest þetta. Fyrrverandi eiginkona hans viðurkenndi í samtali við Fréttablað- ið í apríl árið 2002 að hún hefði tekið stúlkuna með valdi. Hún hefði ekki séð aðra kosti í stöðunni. Hún sagði foreldra sína hins vegar ekki hafa vit- að af áætlun sinni. Faðir hennar sagði í samtali við Fréttablaðið á sama tíma að hann gengi alltaf með piparúða á sér og að hann hefði beitt honum á Francois. Francois segir lækna þó ekki hafa talið að um piparúða hefði verið að ræða, heldur eitthvað mun sterkara efni. Hann segir fyrrverandi tengda- móður sína hafa verið dæmda til árs fangelsisvistar fyrir árásina en tengda- faðir hans hafi látist áður en málið fór fyrir dómstóla. Dæmdur fyrir að nema dótturina á brott Eftir þetta atvik hóf fyrrverandi kona Francois dómsmál gegn honum bæði í Frakklandi og á Íslandi. „Dómstólar í Frakklandi tóku málið fyrst fyrir og þess vegna höfðu íslenskir dómstól- ar engan rétt til að dæma í því. Mál- inu var vísað frá í Frakklandi og sam- kvæmt því braut ég engin lög. Þegar ég kom aftur til Íslands til að búa þar út af dóttur minni, enduropnaði eig- inkona mín málið hér á landi og ég var dæmdur án þess að vera við- staddur dóminn og án þess að vera kvaddur fyrir dóm,“ segir Francois sem hlaut sex mánaða skilorðsbund- inn dóm fyrir að nema dóttur sína á brott. „Á sama tíma var ég saklaus í Frakklandi,“ segir Francois dapur þegar hann rifjar þetta upp. Sá ekki dóttur sína í tvö ár Þrátt fyrir dóminn átti Francois rétt á að umgangast dóttur sína á ákveðn- um tímum en hann segir fyrrverandi eiginkonu sína hafa brotið gegn um- gengnisrétti hans samfellt í tvö ár eftir dóminn. Hún var þó beitt dagsektum vegna brotanna og að lokum þving- unaraðgerðum. Eftir tveggja ára þrot- lausa baráttu fékk hann því að hitta dóttur sína á nýjan leik eftir langan að- skilnað. Síðan þá hefur Francois feng- ið að hitta hana reglulega en hann vill fá að fara með hana í heimsókn til móður sinnar í Frakklandi. „Hún má ekki fara með mér til Frakklands af því að mamma hennar leyfir það ekki. Það er ákvörðun móðurinnar því hún er með forræðið. Sýslumaðurinn hefur hlustað á allt sem hún hefur sagt, að ég hafi rænt barninu og fleira og vill því ekki taka áhættuna. Jafnvel þótt það séu skýrar reglur á milli landanna hvað þessi mál varðar og ég hafi sagst vera tilbúinn til að undirrita pappíra þar sem ég óska eftir því að verða eftirlýst- ur af Interpol ef ég kem ekki með dótt- ur mína aftur heim til Íslands á um- sömdum tíma.“ Francois segir dóttur sína fara til Frakklands með móður sinni á hverju ári til að hitta móðurfjöl- skylduna en hún fái hins vegar ekki að hitta föðurfjölskylduna af því að móðir hennar leyfi það ekki. Stúlkan átti að fá að tjá sig Síðasta haust fór innanríkisráðu- neytið fram á það við sýslumanninn í Reykjavík að stúlkan sjálf færi í viðtal og fengi að tjá sínar skoðanir á mál- inu. Hún væri orðin nógu gömul til Sviptur réttinum til að vera með dóttur sinni n Francois hefur staðið í forræðisdeilu í 10 árn Ítrekað brotið á umgengnisrétti hans n Hlaut dóm fyrir að nema dóttur sína á brott n Sakar yfirvöld um að brjóta íslensk barnalög n Neitar að gefast upp Fór í hungurverkfall Fréttablaðið birti frétt af því í október árið 2002 að Francois hefði farið í hungurverkfall til að vekja athygli á máli sínu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég kalla þetta mannrán. Þetta er mannrán sem yfirvöld leggja blessun sína yfir, nema þau geri eitthvað fyrir þann tíma“ Kominn með nóg Francois er mjög ósáttur við sinnuleysi íslenskra yfirvalda. Hann telur þau brjóta gegn íslenskum barnalögum. MyND SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.