Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Stál og plast þakrennur Allir fylgihlutir fáanlegir Frábært verð! „Teinarnir stungust inn í handlegg- inn á honum og hann hékk bara á honum og hann tættist allur upp,“ segir Eva Dís Björgvinsdóttir, móðir hins 14 ára gamla Ómars Smára Ótt- arssonar. Síðastliðinn föstudag varð hann fyrir því óhappi að hægri hand- leggurinn á honum kræktist í tein á girðingu við Ásvelli, íþróttasvæði Hauka í Hafnarfirði, þegar hann stytti sér leið þar yfir. Teinarnir eiga að vísa niður DV greindi frá því á miðvikudaginn að Aðalsteinn Svan Hjelm hefði fyr- ir ári misst fingur þegar trúlofunar- hringur hans flæktist í teini á sams konar girðingu við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Hann hafði verið í fót- bolta með syni sínum við skólann þegar boltinn festist í tré á bak við markið. Hann prílaði upp á girð- inguna til að losa boltann úr trénu og þegar hann stökk niður festi hann hringinn í girðingunni. Hann hefur gagnrýnt að girðingum sem þessum sé snúið þannig að teinarnir vísi upp, en mögulegt er að snúa þeim þannig að þeir vísi niður. Hann vill meina að girðingarnar séu slysagildra. Eva Dís er sammála Aðalsteini. „Mér skilst að það standi í leiðbeiningum með þessum girðingum að þar sem eru börn að leik eða fólk á ferð að þá eigi þessir gaddar ekki að snúa upp.“ Slapp ótrúlega vel „Ómar þurfti að gangast undir eins og hálfs tíma aðgerð eftir slysið og Eva Dís segir skurðlækninn hafa sagt að það væri ótrúlegt að hann hefði sloppið við að skærist á slagæðina því skurðurinn var alveg við hana. „Það var heljarinnar púsluspil að koma þessu saman og mikill sauma- skapur. Þetta náttúrulega stakkst inn í vöðvann og reif hann. Það þurfti því að sauma vöðvann saman í nokkr- um lögum upp að húð,“ segir Eva Dís þegar hún lýsir áverkum Ómars og hvernig gera þurfti að meiðslum hans. „Hann slapp nú við tauga- skemmdir og slíkt sem var bót í máli.“ Tröppur upp girðinguna Eva Dís segir mjög algengt að börn og unglingar príli yfir girðinguna á þessu svæði. „Krakkarnir príla þarna yfir til að stytta sér leið. Sonur minn var á íþróttadegi í skólanum og príl- aði þarna yfir, en innan á þessari girðingu við Ásvelli, þar sem hann og fleiri krakkar fóru yfir, eru járnstoðir og spýtur sem eru eiginlega bara eins og tröppugangur upp girðinguna,“ segir Eva Dís sem vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef sonur henn- ar hefði verið einn á ferð. Hún seg- ir Ómar í fyrstu hafa haldið að hann hefði fest sig á armbandinu sínu en svo leit hann á lausa handlegginn og þá var armbandið þar. „Á hverju er ég eiginlega fastur?“ hugsaði hann og fann nánast ekki fyrir neinum sársauka. „Svo kom vinur hans og lyfti honum upp til að losa höndina og spurði hvort allt væri í lagi. „Já, það er allt í lagi,“ sagði hann og gekk af stað en þá kom sársaukinn.“ Eva Dís segir krakkana sem voru með syni hennar heldur ekki hafa gert sér grein fyrir alvarleika málsins og töldu að hann hefði flækt einhverja flík í girðingunni. Tíminn leiðir í ljós hvort Ómar nái sér Eva Dís segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort vöðvinn í hand- legg sonar hennar nái að jafna sig og hvort hann nái fullum styrk á nýjan leik. Ómar æfir handbolta og verður alla vega frá æfingum fram á haust og þar sem áverkarnir eru á hægri handleggnum þá kem- ur þetta til með að há honum tölu- vert fyrst um sinn, alla vega á með- an vöðvinn er að gróa. Eva Dís vill að saga sonar hennar ásamt sögu Aðal steins verði til þess að girð- ingunum verði snúið við og settar þannig upp í framtíðinni að tein- arnir vísi niður. slasaðist illa á járngirðingu n Ómar Smári var að stytta sér leið yfir girðingu og festi handlegginn n Lán að ekki skarst á slagæð n Var púsluspil að koma handleggnum aftur saman Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Slasaðist illa Ómar Smári var að stytta sér leið yfir girðingu við Ásvelli í Hafnarfirði þegar hann festi handlegg- inn. mynd SigTryggur Ari Slysagildra Girðing sömu gerðar og Ómar prílaði yfir. Áverkarnir Vöðvinn rifnaði mjög illa og Ómar þurfti að gangast undir eins og hálfs tíma aðgerð þar sem handleggnum var tjaslað saman. Miðvikudaginn 1. júní. Sundlaugin á Selfossi uppfyllti ekki reglugerð um öryggi á sundstöð- um þegar fimm ára gamall drengur, Vilhelm Þór Guðmundsson, lenti í alvarlegu slysi í innilauginni þar 21. maí síðastliðinn. Vilhelm Þór lést á sjúkrahúsi daginn eftir. Sundlaug- arvörður sem átti að sinna laugar- gæslu í innilauginni var að sinna öðrum störfum samhliða gæslunni en það er með öllu óheimilt sam- kvæmt reglugerðinni sem tók gildi í október á síðasta ári. RÚV greindi frá þessu. Haft var eftir Elísi Kjartanssyni, lögreglufulltrúa á Selfossi, að þrír starfsmenn hefðu verið að störfum í sundlauginni, og hefur rannsókn leitt í ljós að starfsmanni í afgreiðslu var falið eftirlit með innilauginni en hann virðist ekki hafa haft tök á því vegna anna í afgreiðslustörfum. DV fjallaði um öryggi á sundstöð- um í síðustu viku. Þar kom fram að það væri vandamál í smærri laugum úti á landi að sami starfsmaður- inn sinnti laugargæslu, baðvörslu og afgreiðslu. Herdís Storgaard framkvæmdastjóri Slysvarnarhúss- ins benti á að þetta væri alvarlegt vandamál og sagði slíkar laugar ekki eiga að fá að starfa. „Það segir sig sjálft að þegar menn eru að byggja þessar laugar, með innilaugum, úti- laugum, busllaugum, sánu og öllu þessu, þá þarf fleiri starfsmenn og það þarf að skilgreina starfsmenn- ina. Þetta er aldrei tekið með inn í heildarkostnaðaráætlun þegar farið er af stað í þessar byggingar. Svo er þetta svo dýrt í rekstri að það er lág- marksfjöldi starfsmanna,“ sagði Her- dís í samtali við DV. Myndavélar hafa nú verið settar upp í innilauginni á Selfossi en ákvörðun um uppsetningu þeirra var tekin fyrir slysið. Banaslys í sundlauginni á Selfossi: Sinnti öðru samhliða gæslunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.