Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 28
28 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfoutlet.is Opnunartilboð á ýmsum vörum! Erum flutt á jarðhæðina í Ármúla 40 Ryder-lið Evrópu og USA völdu Pro Quip regnfatnað Jakkar frá aðeins 17.900 Buxur frá aðeins 13.900 Vindjakkar og vesti frá 10.800 Opnunartími: virka daga 11 til 18 regnfatnaður Buxur og jakki 19.900 Nýkomin golfsett, driverar, rescue-kylfur, pokar og fleira frá þessum þekktu framleiðendum. Fastfold kerra Eitt handtak, gullverðlaun í Todays Golfer. 37.900 Stakar kylfur frá 4.800 Driverar frá 9.900 Pútterar frá 3.990 Golfbolir frá 3.990 Vatnaboltar stk. frá 80 Nýir boltar (15 stk.) frá 1.990 Golfskór verð frá 8.720 ALLT Á GÓÐU VERÐI ERUM AÐEINS MEÐ NÝJAR VÖRUR! Golfkerrur frá 5.990 Þriggja hjóla kerra á stórum dekkjum 19.900 Rafmagnskerrur frá 69.900 Barna- og unglingagolfsett Barnagolfsett frá 19.990 Stakar kylfur frá 4.300 Einnig driverar, kerrur, pokar, og hanskar. Golfsett í poka Heilt golfsett án poka, grafítsköft, dömu og herra 34.900 ½ sett í poka 26.500 „Ég er Eva, hin upprunalega drusla,“ segir kona sem er klædd í fátt annað en fíkjublað. „Ég trúi á það að konur hafi jafn mikinn rétt og karlar til að vera berar að ofan,“ segir önnur sem er ber að ofan máli sínu til stuðnings. Þó að fólk grínist er undirtónn druslugöngunnar eigi að síður alvar- legur. Allt hófst þetta í Toronto, stærstu borg Kanada, í byrjun apríl. Lögreglu- þjónn sem var að halda ræðu í York- háskóla þar í borg lét þau orð falla að til þess að koma í veg fyrir nauðganir ættu konur að forðast að klæðast eins og druslur. Þetta leiddi til mótmæla- göngu með slagorðum eins og „Ekki segja mér hverju ég á að klæðast, segðu þeim að nauðga ekki.“ Nú hafa sumir íbúar Montreal ákveðið að feta í sömu fótspor. Gera hugtakið „drusla“ jákvætt Eitt af markmiðum göngunnar er að endurheimta orðið „drusla“ (e. Slut), og gera það að jákvæðu hugtaki í hug- um fólks. „Þetta er orð sem kemur úr ákveðnu valdasamhengi þar sem litið var niður á konur,“ segir Julie Paquet, ein af skipuleggjendum göngunnar. En er þá rétt að nota orðið nú til dags? „Mér finnst það í lagi að vera kölluð drusla,“ segir Julie. „Hugtakið „queer“ er nú víða notað og þykir ekki lengur skammaryrði fyrir samkynhneigða. Margir af samkynhneigðum vinum mínum kalla hver annan druslur án þess að það þyki neitt tiltökumál. Hún viðurkennir þó að orðið hafi líklega of neikvæða merkingu í hugum flestra til að verða endurheimt að fullu. „Ég er með píku“ Þegar Parc de La Paix, eða Friðargarð- urinn, hefur fyllst af fólki stígur Julie á svið ásamt samstarfsfélögum sínum úr Glam Gam, listahópi sem gjarnan kemur fram nakinn og kallar sig „burl- esque“. Hér heldur hún eldræðu þar sem hún hamrar á punktinum: „Ég var kölluð drusla frá því að ég byrjaði að fá brjóst, ég var kölluð drusla fyrir að vera ákveðin, ég var kölluð drusla fyrir að vera feit, fyrir að vera hávær og fyrir að vera há- vær þegar ég stundaði kynlíf. Ég var kölluð drusla fyrir að stunda kynlíf og fyrir að tala um það. Ég skammast mín ekki fyrir neitt af þessu. Ég hef gaman af að stunda kynlíf og að tala um það. Því máttu kalla mig druslu ef þú vilt, en aldrei nota það sem af- sökun fyrir að ráðast á mig.“ Næstur á svið er Michael McCarthy, sem kemur fram á nær- fötunum einum saman og ræðst gegn þeirri tvöfeldni að aðeins konur og samkynhneigðir fái á sig druslustimpilinn, á meðan gagnkyn- hneigðir karlmenn sem stunda sömu hegðun eru kallaðir kvennamenn eða glaumgosar. „Ég er með píku og er ekki hrædd við að nota hana,“ segir sú sem áður kynnti sig sem Evu, en heitir í raun Jessica Klein. Hún segist fást við skriftir og hafi því mikinn áhuga á mætti orðsins, bæði til þess að færa fólk í fjötra og til að frelsa það. „Breyttu því sem þú vilt sjá breytt,“ segir hún að lokum og vísar í Gandhi. Áhorfendur hafa hingað til hróp- að með, en stemningin verður brátt mun þyngri. Það er ekki aðeins Glam Gam-hópurinn sem stendur á bak við gönguna, heldur einnig samtök sem nefna sig Stella og The Femin- ist Alliance in Solidarity. Báðir hóp- arnir berjast fyrir réttindum vændis- kvenna og lögleiðingu vændis, en telja opinbera umræðu nær alger- lega einokaða af þeim sem tala fyr- ir banni. Rifjuð eru upp ummæli fjöldamorðingja sem hélt að það væri í lagi að myrða vændiskonur og að slíkt myndi aldrei komast upp. Sjá má tár í vanga sumra mótmælenda þegar sagan er rifjuð upp. „Fólk þarf ekki að vera hlynnt lífsstílnum, en það á enginn skilið að vera myrtur,“ segir ung kona sem er klædd í hvítt brúðarslör. Lögreglumenn líta út eins og druslur Að ræðuhöldum loknum heldur gangan af stað upp St. Laurents- götu, þar sem ætlunin er að safna fé til styrktar baráttunni fyrir lögleið- ingu vændis. Fremstir í flokki eru lögreglumenn á reiðhjólum sem eiga að sjá til þess að allt fari vel fram, en líta næstum út sem hluti af göng- unni. „Lögreglumenn líta út eins og druslur í augum þeirra sem hafa áhuga á búningum,“ segir eitt mót- mælaspjaldið. Gangan neyðist þó til að stíga til hliðar þegar slökkviliðsbíll með blikk- andi ljós keyrir í gegn. Fólk er fljótt upp á gangstétt til að hleypa bíln- um framhjá. „Sýnið okkur slökkvi- liðsmennina,“ hrópar einhver á eftir honum. Slökkviliðsmennirnir halda þó áfram upp götuna og gangan get- ur haldið áfram. Þó ekki verði gengið mikið lengra í dag er leiðin framund- an þó löng og ströng, því líklega eru fáir hópar samfélagsins jafn réttinda- lausir og þeir sem fást við vændi. Valur Gunnarsson Hin alþjóðlega drusluganga n Druslugangan hófst í Toronto í Kanada n Jákvætt að vera drusla n Berjast fyrir réttindum vændiskvenna n „Breyttu því sem þú vilt sjá breytt“ Drusluganga Hugtakið „queer“ er nú víða notað og þykir ekki lengur skammaryrði fyrir samkynhneigða. Frjálsræði Eitt af markmiðum göngunnar er að endurheimta orðið „drusla“ og gera það að jákvæðu hugtaki í hugum fólks. Barátta Berjast fyrir rétti vændiskvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.