Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 3.–5. júní 2011 Helgarblað Óskar Ingibersson Skipstjóri og útgerðarmaður f. 1.7. 1923 – d. 26.5. 2011 Árni Halldórsson Fyrrv. bóndi í Húsey f. 9.3. 1919 – d. 21.5. 2011 Þorkell G. Sigurbjörnsson Verslunarmaður og formaður Gideonfélagsins f. 3.6. 1912 – d. 28.11. 2006 Óskar fæddist í Keflavík. Hann var einungis tólf ára er hann missti föður sinn. Eftir barna- skólagöngu hóf hann að beita línu hjá föðurbróður sínum, Alberti Ólafssyni og varð síðan háseti á Ólafi Magnússyni I. Óskar lauk stýri- mannaprófi á Akureyri 1946 og varð síðan skipstjóri á Ólafi Magnússyni II og tók fljótlega alfarið við skipinu af föðurbróður sínum. Óskar var aflakóngur 1950, þá tutt- ugu og sex ára. Hann varð skipstjóri á Reykjaröst GK 414 árið 1955 og ári síðar á nýjum Ólafi Magnússyni III. Hann varð aftur aflakóngur árið 1961 og sama ár stofnaði hann útgerð með Jóni, bróður sínum. Óskar og Hrönn, eiginkona hans, stofnuðu fiskverkun Óskars Ingibers- sonar 1974. Þau festu kaup á fyrsta bátnum árið 1976 en 1982 keyptu þau 193 tonna stálbát, ásamt sonum sínum. Báru bæði skipin nafnið Al- bert Ólafsson KE 39. Útgerðina starf- rækti fjölskyldan til 1995. Hrönn var útgerðarstjóri en Óskar skipstjóri. Eftir að Óskar kom í land lét hann skipstjórnina í hendurnar á Karli, syni sínum. Óskar var einn af stofnendum skátafélagsins Heiðarbúa 1937. Hann sat í stjórn skipstjóra og stýrimanna- félagsins Vísis á árunum 1961–67 og var heiðursfélagi þess frá 1986. Þá var hann stjórnarformaður Útvegs- bændafélags Keflavíkur í eitt ár. Óskari var sýndur sá heiður að fá að draga þjóðhátíðarfánann að húni á 17. júní 1946, fyrir dugnað og atorku- semi og aftur 1950 sem aflakóngur. Fjölskylda Óskar kvæntist 6.6. 1953 Hrönn Torfadóttur, f. 12.12. 1929, d. 21.12. 2006, útgerðarstjóra og húsmóður. Börn Óskars og Hrannar eru Krist- ín Óskarsdóttir, f. 9.12. 1948, bú- sett í Bandaríkjunum, gift Mark McGuinness, f. 28.6. 1952, en son- ur hennar er Marc Óskar Ames, kvæntur Juliet Ames og eiga þau tvo syni. Karl Óskar Óskarsson, f. 3.11. 1954, en sambýliskona hans er Valborg Bjarnadóttir, f. 3.9. 1950 og eru börn hennar Lilli Karen, f. 10.5. 1971, d. 11.1. 2004, og Bjarni Veigar en sam- býliskona hans er Bjarney og eiga þau tvö börn. Jóhanna Elín Óskarsdóttir, f. 4.1. 1956, en sonur hennar er Óskar Mar- inó og á hann eina dóttur. Ingiber Óskarsson, f. 15.9. 1957, kvæntur Natalyu Gryshanina, f. 3.1. 1963 en dóttir hennar er Kateryna. Ásdís María Óskarsdóttir, f. 16.10. 1959, gift Þorgrími St. Árnasyni, f. 27.2. 1957 en dætur þeirra eru Hildur Elísabet og Hrönn. Hafþór Óskarsson, f. 7.1. 1962, en sambýliskona hans er Heiða Gunn- arsdóttir, f. 5.8. 1968 og er sonur þeirra Halldór Ingi. Albert Óskarsson, f. 13.6. 1968, kvæntur Ragnheiði G. Ragnarsdóttur, f. 22.9. 1969 og eru synir þeirra Ragn- ar Gerald, Aron Ingi og Hrannar Már. Systkini Óskars: Ólafur, f. 5.4. 1913, d. 11.5. 1987; Jóhanna Elín, f. 1.8. 1914, d. 17.11. 1918; Jón Jóhann, f. 24.12. 1917, d. 16.11. 1918; Jón Jóhann, f. 14.3. 1920, d. 19.10. 1983; Svavar, f. 6.2. 1929, d. 12.12. 2006. Foreldrar Óskars voru Ingiber Ólafs- son, f. 9.2. 1888, d. 10.11. 1935, og Marín Jónsdóttir, f. 14.6. 1889, d. 11.4. 1974. Árni fæddist í Fossgerði í Eiða-þinghá. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum á árunum 1938–40. Árni starfaði mikið við vegagerð á Austfjörðum, ásamt því að vera vinnumaður í Húsey í Hróar- stungu. Hann og eiginkona hans stunduðu búskap í Húsey á ár- unum 1944–76. Þá hurfu þau frá búskap yfir vetrartímann. Þau brugðu síðan búi alfarið, árið 1981, og fluttu til Egilsstaða. Árni starfaði síðan lengi hjá Tré- smiðju Fljótsdalshéraðs og Brúnási er hann var um sjötugt. Meðal síðustu verka hans var smíði á húsi þeirra hjóna, að Fax- atröð 9. Þar voru þau búsett þar til Stefánný, eiginkona Árna lést. Hann flutti þá í íbúð aldraðra að Miðvangi 22, en síðustu árin bjó hann á Sambýlinu, dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum. Á búskaparárum Árna fór hann fyrir bændum í sinni sveit í ýms- um félags- og hagsmunamálum og sinnti ýmsum nefndarstörfum. Fjölskylda Eiginkona Árna var Stefánný Níelsdóttir, f. 1.4. 1923, d. 20.8. 2006, húsfreyja, frá Húsey í Hróar- stungu. Hún var dóttir Níelsar Stef- ánssonar, bónda í Húsey, og Þor- bjargar Stefánsdóttur húsfreyju. Börn Árna og Stefánný eru Elsa Þorbjörg Árnadóttir, f. 6.8. 1946, matráður á Hellu en sambýlismað- ur hennar er Jóhann Bjarnason og eru börn Elsu Árný Vaka; Anna Aðalheiður, Þorleifur Kristján og Hjálmar Örn. Ingi Halldór Árnason, f. 21.9. 1950, starfsmaður Faxaflóahafna og er dóttir hans Bergný Jóna en sam- býliskona Inga Halldórs er Guðrún Jóna Jónasdóttir og eru börn henn- ar Jóna Dís, Þórey og Ottó Ingi. Kristín Árnadóttir, f. 30.11. 1954, starfrækir eigið fyrirtæki, ásamt eiginmanni sínum, Þorsteini Páls- syni og eru börn þeirra Eva, Huld Sif, Selma Rut, Fanný Hrund og Páll. Margrét Magna Árnadóttir, f. 12.8. 1961, bóndi að Hallfreðarstöðum í Hróarstungu, ásamt eiginmanni sínum og syni, gift Jóni Steinari El- íssyni og eru börn þeirra Árni Þór, sem lést af slysförum 21.9. 2010, Elín Adda, Stefán Fannar og Helga Rún. Langafabörn Árna eru nú tuttugu og tvö talsins. Árni var elstur sex systkina. Systk- ini hans: Stefán Halldórsson, f. 15.10. 1921, d. 16.12. 1981; Aðal- steinn Halldórsson, f. 16.10. 1923, d. 4.9. 1994; Anna Björg Halldórs- dóttir, f. 16.10. 1923; Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 25.1. 1926, d. 6.7. 1986; Sigurður Halldórsson, f. 23.5. 1927, d. 19.1. 1992; Anna Kristín Halldórsdóttir, f. 5.1. 1929, d. 6.12. 1955. Foreldrar Árna voru Halldór Árna- son, bóndi í Brekkuseli í Hróar- stungu, og Ingileif Þorsteinsdóttir húsfreyja. Ætt Halldór var sonur Árna, b. á Litla- bakka Guðmundssonar, vinnu- manns Sigurðssonar, frá Döl- um Bessasonar, b. í Dölum Bjarnasonar. Móðir Guðmundar var Sólrún Jónsdóttir. Móðir Árna var Málfríður Jónsdóttir yngri, b. á Litlabakka Rustikussonar, b. á Fossvelli Björnssonar. Móðir Halldórs í Brekkuseli var Guðbjörg Ásmundsdóttir, b. í Dag- verðargerði Jónssonar, b. í Dag- verðargerði Bjarnasonar. Móðir Ásmundar var Guðrún Björnsdótt- ir. Móðir Guðbjargar var Þorbjörg Oddsdóttir, b. á Ekkjufelli Árna- sonar, b. á Ekkjufelli Ingimundar- sonar. Móðir Odds á Ekkjufelli var Steinunn Oddsdóttir, b. á Þránd- arstöðum Ásmundssonar. Móðir Steinunnar var Vilborg Nikulás- dóttir. Móðir Þorbjargar var Guð- björg Sigurðardóttir frá Hafrafelli. Ingileif var dóttir Þorsteins, b. og söðlasmiðs á Þrándarstöð- um í Eiðaþinghá og á Fljótsbakka Jónssonar, b. á Fljótsbakka, bróð- ur Gunnars, b. á Hallgilsstöðum, langafa Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Gunnar á Hallgils- stöðum var einnig langafi Bjargar, ömmu Tómasar, fyrrv. ráðherra og seðlabankastjóra, Vilhjálms hrl. og Margrétar, móður Valgeirs Guð- jónssonar tónlistarmanns. Björg var einnig amma Vilhjálms Einars- sonar, skólameistara og Ólympíu- meistara, föður Einars spjótkast- ara, en systir Bjargar var Stefanía, móðir Vilhjálms Hjálmarsson- ar, fyrrv. ráðherra. Jón var sonur Skíða-Gunnars, b. á Ærlæk Þor- steinssonar. Móðir Þorsteins á Þrándarstöðum var Guðbjörg Vernharðsdóttir, pr. á Skinnastöð- um og í Reykholti Þorkelssonar, af Svefneyjarætt. Móðir Ingileifar var Anna Guð- mundsdóttir, b. í Dölum í Mjóa- firði Pálssonar, Sigmundssonar. Móðir Guðmundar í Dölum var Guðfinna Oddsdóttir, frá Breiðu- vík Ögmundssonar. Móðir Önnu var Ingileif Einarsdóttir. Árni var jarðsunginn frá Egils- staðakirkju sl. miðvikudag. Jarð- sett var í Egilsstaðakirkjugarði. Þorkell fæddist við Njálsgötuna í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands. Þorkell starfaði hjá versluninni Edin- borg og heildversl- un Ásgeirs Sig- urðssonar hf. á árunum 1926– 33, var gjald- keri sömu fyrir- tækja frá 1933 og jafnframt systur- fyrirtækja þeirra, Veiðafærargerðar Íslands, Netagerð- arinnar Höfðavíkur hf. og Gúmmís hf. frá stofnun þeirra. Hann var stofnandi S. Árnason og Co ásamt tveimur öðrum, og stofnandi Sápu- gerðarinnar hf., Laugavegi 36, ásamt öðrum 1938, stofnandi, meðeigandi og bókhaldari Skósölunnar, Lauga- vegi 1, 1954 og aðalbókari hjá Heild- verslun Ásbjörns Ólafssonar á árun- um 1969–91. Þorkell var mikill KFUM-maður. Hann var gjaldkeri stjórnar Skógar- manna KFUM 1932–54, sat i stjórn KFUM í Reykjavík 1955-78 og var þar gjaldkeri 1955–75, sat í stjórn Lands- sambands KFUM, var einn af stofn- endum Bókagerðarinnar Lilju og endurskoðandi henn- ar, einn af sautján stofn- endum Gídeonfélags- ins á Íslandi 1945 og fyrsti formaður þess 1945–64, forseti stjórnar Landssam- bands Gíd eonfélaga á Íslandi 1967–68, gegndi embættum ritara og kapeláns í stjórn Landssam- bands Gídeonfélaga eftir stofnun þess 1965, sat í stjórn Hins íslenska Biblíufélags 1957–96 og var safnaðarfulltrúi Laugarnes- safnaðar 1959–74. Eiginkona Þorkels var Steinunn Páls- dóttir. Foreldrar hennar voru Páll Sigurðsson prentari og Margrét Þor- kelsdóttir húsmóðir. Sonur Þorkels og Steinunnar er Sig- urbjörn Þorkelsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK og Gídeonfélagsins. Foreldrar Þorkels voru Sigurbjörn Þorkelsson, kaupmaður í Verslun- inni Vísi, Andlát Andlát Merkir Íslendingar Leifur Eiríksson Skólastjóri f. 3.6. 1907 – d. 1.9. 2009 Leifur fæddist á Harðbak á Sléttu en flutti tveggja ára með foreldr-um sínum að Rifi á Rifstanga, nyrsta bæ á Íslandi. Hann flutti til Raufarhafnar 1933, stund- aði nám við gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri 1926–27, lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands 1944 og sótti nám- skeið í íslensku og bókmenntum við Há- skóla Íslands. Leifur stundaði sjó- mennsku á ýmsum bátum frá sautján ára aldri, eignaðist tvær trillur og fékkst við útgerð nokkur sumur á Raufarhöfn, var síðar við vélgæslu- störf við frystihúsið Jökul og síldarverksmiðju og auk þess verkstjóri þar, og var fram- kvæmdastjóri á vegum Kaupfélags Norður-Þingeyinga á stríðsárunum. Leifur var kennari í Núpasveit 1933– 34, stofnaði unglingaskóla á Raufar- höfn 1934 og var skólastjóri hans 1934–43, kenndi við barna- og ung- lingaskólann á Raufarhöfn og Barna- skólann á Akureyri, var oddviti Raufar hafnarhrepps og hafnarstjóri á Raufarhöfn, kenndi við Barnaskóla Garðahrepps, (nú Flataskóla) frá 1958, kenndi síðan við Gagnfræða- skólann þar og varð síðar jafnframt bókasafnsvörður til 1983. Leifur æfði og keppti í íþróttum á sín- um yngri árum, var lengi formaður ungmennafélagsins Austra á Raufar- höfn, sat í stjórn lestrarfélagsins þar, sat í stjórn Bókasafns Norður-Þing- eyinga, var ritari Verkalýðs- félags Raufarhafnar í nokkur ár, sat í stjórn hraðfrystihússins Frosta hf., í stjórn Sparisjóðs Raufarhafnar frá stofnun 1940, gjald- keri hans til 1943 og for- maður hans um skeið frá 1950, sat í skólanefnd Presthóla- hrepps, sá um byggingu skóla- húss á Raufar- höfn 1938, kom þar upp sundlaug sem var hituð með gufu frá síldar- verksmiðju SRR 1946 og kenndi þar sund á vornámskeiðum öll vor til 1958. Hann var sýslunefndarmaður fyrir Presthólahrepp og Raufarhöfn í sextán ár. Leifur var sæmdur riddarakrossi ís- lensku fálkaorðunnar fyrir störf að félagsmálum 1995. Eiginkona Leifs var Sveinbjörg Lúðvíka Lund, f. 8.6. 1910, d. 15.8. 1977, húsmóður. For- eldrar Leifs voru Eiríkur Stefáns- son, bóndi og vitavörður á Rifi á Rif- stanga, og k.h., Ingibjörg Vigfríður Jóhannsdóttir. Merkir Íslendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.