Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 38
38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 3.–5. júní 2011 Helgarblað Guðrún Snæbjörnsdóttir Húsmóðir í Mosfellsbæ Ragnheiður Hóseasdóttir Fyrrv. húsfreyja í Höskuldsstaðaseli 70 ára á laugardag 90 ára á föstudag Ragnheiður fæddist í Höskulds-staðaseli og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Alþýðuskól- ann á Eiðum 1938–40. Hún var bóndakona og húsfreyja í Höskuldsstaðaseli allan sinn starfs- aldur. Hún er nú búsett á dvalarheim- ilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði. Ragnheiður starfaði um árabil í kvenfélaginu Hlíf í Breiðdal. Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar var Björg- vin Magnússon, f. 18.4. 1903, d. 31.12. 1984, bóndi. Hann var sonur Magn- úsar Gunnarssonar og Aðalbjargar Stefánsdóttur sem bjuggu lengst af á Brekkuborg. Börn Ragnheiðar og Björgvins eru Ingibjörg, f. 28.2. 1949, búsett á Stöðv- arfirði en maður hennar er Krist- björn Hans Eiríksson og eiga þau tvo syni og sex barnabörn; Björn, f. 24.9. 1950, búsettur á Breiðdalsvík; Baldur, f. 29.12. 1951, búsettur í Reykjavík, kona hans er Nanna Stefanía Svans- dóttir og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn; Unnur, f. 17.7. 1956, bú- sett á Breiðdalsvík, maður hennar er Guðmundur Björgólfsson og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn. Börn Björgvins og Stefaníu Sigur- borgar Hannesdóttur, f. 1901, d. 1929, eru Hannes, f. 12. 11. 1925, d. 5.11. 2005, lengi búsettur á Skriðustekk, var kvæntur Kristínu Sigríði Skúladóttur og eignuðust þau sjö börn; Aðalbjörg Sigrún, f. 13.6. 1927, lengst af búsett á Breiðdalsvík, nú í Reykjavík, maður hennar var Helgi Þorgrímsson sem er látinn og eru börn þeirra þrjú. Börn Björgvins og Mareyjar Bjarg- ar Guðlaugar Jónsdóttur, f. 1906, d. 1940, eru Bragi, f. 17.6. 1934, búsett- ur á Breiðdalsvík, kona hans er Edda Björg Björgmundsdóttir og eru börn hennar þrjú; Marey Stefanía, f. 19.6. 1939, búsett í Reykjavík, maður henn- ar er Þórður Þorgrímsson og eiga þau tvö börn. Systkini Ragnheiðar: Kristinn, f. 16.2. 1916, d. 8.4. 2008, sóknarprest- ur og prófastur í Eydölum, var kvænt- ur Önnu Þorsteinsdóttur sem er lát- in og áttu þau tvö kjörbörn; Helgi, f. 21.11. 1919, d. 6.9. 2009, húsasmið- ur í Reykjavík, var kvæntur Jóhönnu Jakobsdóttur og ólu þau upp fjögur börn; Sigrún, f. 28.4. 1924, húsmóðir í Reykjavík, maður hennar er Sigurður Þorsteinsson frá Víðidal og eiga þau tvö börn. Fóstursystur Ragnheiðar: Ragn- heiður Ragnarsdóttir, f. 9.3. 1929, d. 5.4. 1981, húsmóðir á Breiðdals- vík, var gift Hauki Gíslasyni á Holti á Breiðdalsvík og eignuðust þau fimm börn auk þess sem hún átti dóttur áður; Björg Hjördís Ragnarsdóttir, f. 30.4. 1930, d. 1.6. 2005, var húsmóð- ir, búsett í Kópavogi, var gift Tóm- asi Tómassyni og eignuðust þau þrjú börn. Þær voru dætur Ragnars Sig- urðssonar í Höskuldsstaðaseli og Unnar Hjartardóttur frá Þorgríms- stöðum. Foreldrar Ragnheiðar voru Hó- seas Björnsson, f. 25.12. 1885, d. 9.1. 1985, trésmiður og bóndi í Höskulds- staðaseli og síðar í Reykjavík, og k.h., Marselía Ingibjörg Bessadóttir, f. 23.3. 1895, d. 19.6. 1991, húsmóðir. Ætt Hóseas var sonur Björns, b. í Hösk- uldsstaðaseli Eiríkssonar, b. í Hall- beruhúsum Einarssonar. Móðir Björns var Margrét Guðmundsdóttir, b. á Stórasteinsvaði Þorteinssonar og Guðlaugar Eiríksdóttur. Móðir Hóseasar var Kristín Mar- teinsdóttir, b. á Skriðustekk, bróður Sigríðar, móður Margrétar Höskulds- dóttur í Löndum, ömmu séra Einars Þ. Þorsteinssonar, prófasts á Eiðum. Móðir Kristínar var Sigríður Einars- dóttir, b. á Stórasteinsvaði Gíslasonar. Marzelía Ingibjörg var dóttir Bessa, b. á Brekkuborg Sighvatsson- ar, b. á Ánastöðum í Breiðdal Bessa- sonar, b. á Dísastöðum í Breiðdal Sig- hvatssonar. Móðir Bessa var Guðrún Jónsdóttir frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal, dóttir Jóns Guðmundssonar frá Gröf í Eyjafirði og Guðrúnar yngri Sigmundsdóttur. Þuríður Halldóra Aradóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra Þuríður fæddist á Akureyri en ólst upp á Hofi í Öræfasveit. Hún var í Barnaskólanum í Hofgarði og í heimavist í Nesjaskóla og í Heppu- skóla á Höfn í Hornafirði, stundaði nám við Menntaskólann í Kópavogi og lauk þaðan stúdentsprófi árið 2000 og lauk BS-prófi í ferðamálafræði og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún er nú að ljúka námi í markaðssamskipt- um og almannatengslum við Opna háskólann í Reykjavík. Þuríður vann við hestatamningar og þjálfun á unglingsárum í Reykja- vík, var leiðbeinandi við Reiðskólann Þyril 1997–2005, hefur stundað hesta- og fjárbúskap í Fljótshlíð frá 2005 og hefur verið markaðs- og kynningar- fulltrúi Rangárþings eystra frá 2007. Þuríður æfði og keppti í frjálsum íþróttum og í körfubolta á unglings- árunum með Mána á Hornafirði og ungmennafélaginu Úlfljóti. Hún hef- ur sungið með Gospelkór Suðurlands frá stofnun, 2009. Fjölskylda Systur Þuríðar eru Jónína Aradótt- ir, f. 9.12. 1982, söngnemi við Musici- ans Institute í Hollywood í Los Ange- les í Bandaríkjunum; Anna Guðrún Aradóttir, f. 24.3. 1989, háskólanemi og landvörður í Skaftafelli. Stjúpsystir Þuríðar er Auðdís Tinna Hallgrímsdóttir, f. 3.2. 1988, nemi við The International Film School of París. Foreldrar Þuríðar eru Ari Magn- ússon, f. 11.2. 1944, bóndi á Torfa- stöðum í Fljótshlíð, og Sigrún Björg Sæmundsdóttir, f. 21.7. 1957, mat- vælatæknir og starfar við skartgripa- smiðju á Akureyri. Stjúpfaðir Þuríðar er Hallgrímur Hrafn Gíslason, f. 14.5. 1958, vélstjóri hjá HB Granda. 30 ára á föstudag Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk prófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1959. Guðrún stundaði skrifstofustörf hjá Stálveri hf., kvikmyndafélaginu Óðni hf. og við Listahátíð í Reykja- vík auk annarra skammtímastarfa hjá Kaupstefnunni í Reykjavík. Hún kenndi á námskeiðum fyrir ritara sem haldin voru á vegum Stjórnunarfélags Íslands í samvinnu við ritarasamtök sem hún er aðili að. Árið 1986 hóf hún störf hjá yfirstjórn Stöðvar 2 og starfaði þar í tíu ár en slasaðist þar á vinnustað. Guðrún var einn af stofnendum Klúbbs ritara 1981 og gegndi for- mennsku þar fyrstu fimm árin. Hún tók þátt í stofnun Íslandsdeildar EAPS, nú EUMA - European Manage- ment Assistants og var formaður þar 1989–91. Hún var félagi í Soroptim- istaklúbbi Hóla- og Fellahverfis á ár- unum 1982–96 og er í Soroptim- istaklúbbi Mosfellssveitar frá 1996, gegndi embætti ritara forseta Sorop- timistasambands Íslands 1986–88, var varasendifulltrúi 1998–2000 og var síðan sendifulltrúi sambandsins auk þess sem hún hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sam- bandið. Þá er Guðrún félagi í Odd- fellowreglunni, í Rebekkustúku nr. 9, Þóru, á Selfossi. Fjölskylda Guðrún giftist 14.11. 1959 Guðna Steinari Gústafssyni, f. 1.3. 1940, löggiltum endurskoðanda. Hann er sonur hjónanna Gústafs Adolfs Gíslasonar sjómanns, er fórst með togaranum Jóni Ólafssyni 1942, og Ólafíu Sigurðardóttur húsmóður sem er látin. Börn Guðrúnar og Guðna eru Halldór Egill, f. 17.1. 1960, skipstjóri, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Guð- rúnu Erlu Sumarliðadóttur, f. 25.3. 1960, og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn; Snæbjörn Tryggvi, f. 13.1. 1961, framkvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Úlfhildi Elísdóttur, f. 8.2. 1962, skrifstofumanni, og á hann fimm börn og eitt barnabarn; Oddný, f. 21.6. 1965, framkvæmda- stjóri, búsett í Mosfellsbæ, gift Ragn- ari Sverrissyni, f. 16.3. 1959, veitinga- manni og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Systkini Guðrúnar eru Guðfinna, f. 1929, búsett í Garðabæ, var gift Öss- uri Sigurvinssyni sem lést 1965; Jóa- kim, f. 1931, d. 2007 en sambýliskona hans var Sólveig Magnúsdóttir; Mar- grét, f. 1933, búsett í Reykjavík, gift Birni B. Birnir; Ólafur, f. 1935, d. 1936; Helga, f. 1937, búsett á Álftanesi, gift Birgi Guðmundssyni; Anna Sigríður, f. 1939, búsett í Kópavogi, gift Kristjáni Birgi Kristjánssyni; Ólafur Tryggvi, f. 1944, búsettur á Siglufirði, kvæntur Kolbrúnu Jónsdóttur. Foreldrar Guðrúnar voru hjón- in Snæbjörn Tryggvi Ólafsson, f. 2.4. 1899, d. 10.8. 1984, togaraskipstjóri frá Gestshúsum á Álftanesi, og k.h., Sigríður Jóakimsdóttir, f. 12.4. 1906, d. 9.9. 1986, húsmóðir frá Brekku í Hnífsdal. Ætt Snæbjörn Tryggvi var sonur Ólafs, útvegsb. í Gestshúsum Bjarnasonar, útvegsb. þar Steingrímssonar, út- vegsb. á Svalbarða og Hliði Jónssonar. Móðir Ólafs var Sigríður Jónsdóttir, hreppstjóra í Skógarkoti í Þingvalla- sveit Kristjánssonar og Kristínar Ey- vindsdóttur frá Syðri-Brú í Gríms- nesi. Móðir Snæbjörns Tryggva var Guðfinna Jónsdóttir, útvegsb. í Deild í Bessastaðahreppi Jónssonar. Móð- ir Guðfinnu var Guðfinna Sigurðar- dóttir, b. í Glóru í Laugardælishreppi og síðar í Landakoti á Álftanesi Grímssonar, og Vilborgar Jónsdótt- ur, frá Stóru-Mástungu í Gnúpverja- hreppi. Sigríður var dóttir Jóakims, út- vegsb. í Hnífsdal Pálssonar, útvegsb. þar Halldórssonar, hreppstjóra á Gili í Bolungarvík Bjarnasonar. Móðir Jóa- kims var Helga Jóakimsdóttir, b. á Ís- ólfsstöðum á Tjörnesi og síðar í Árbót í Aðaldal Jóakimssonar. Móðir Sigríðar var Margrét Krist- jana Þorsteinsdóttir, verkamanns á Ísafirði Jóakimssonar, að Búðum á Snæfellsnesi Budenhoff, járnsmiðs á Ísafirði Vigfússonar. Móðir Margrétar Kristjönu var Guðrún Þórðardóttir ljósmóðir. Magnús Soffaníasson Framkvæmdastjóri TSC í Grundarfirði Magnús fæddist í sjúkrabíl á Miklubraut í Reykjavík, fór skömmu síðar sjóleiðina með föður sínum á Grundfirðingi II til Grundarfjarðar og hefur verið þar síð- an. Magnús lauk grunnskólaprófi frá Grunnskóla Eyrarsveitar í Grundar- firði og var einn vetur í menntaskóla. Magnús starfaði frá tólf ára aldri hjá föður sínum Soffaníasi Cecils- syni sem þá rak fiskvinnslu og útgerð á Grundarfirði. Þar var hann fyrst fisk- verkamaður, stundaði sjómennsku eitt sumar, var síðar vörubílstjóri, skrifstofumaður, skrifstofustjóri, framkvæmdastjóri og stjórnarfor- maður fyrirtækisins til 2005. Hann titlar sig nú sem minnihlutahafa í fyrir tækinu. Soffanías Cecilsson hf. gerir út þrjá báta og rekur saltfiskvinnslu í Grund- arfirði. Þá var Magnús stjórnarformaður Modernus ehf. í Reykjavík, sem hann ásamt félaga sínum til áratuga, Jens P. Jensen, stofnaði fyrri hluta árs 2000. Modernus annast m.a. samræmda vefmælingu sem birtir reglulega lista yfir stærstu vefsvæði landsins. Í dag hefur Modernus sameinast Isnic hf. sem sér um skráningu á .is lénum og situr Magnús í stjórn þess fyrirtækis í dag. Fjölskylda Dætur Magnúsar og Brynju Guðna- dóttur eru Berglind, f. 18.8. 1984, sambýliskona Berglindar er Ásdís Kristinsdóttir; Hulda, f. 18.10. 1985, sambýlismaður Huldu er Halldór Einir Guðbjartsson og eiga þau tvær dætur, Heiðbrá Clöru, f. 16.6. 2008, og Þuríði Brynju, f. 19.4. 2009. Magnús kvæntist 18.6. 1994 Sig- ríði Finsen, f. 7.11. 1958, hagfræðingi. Foreldrar hennar eru Ólafur Carlsson Finsen, f. 24.2. 1920, d. 16.5. 2010, for- stjóri í Reykjavík, og Guðbjörg Aðal- steinsdóttir Finsen, f. 10.2. 1926, fyrrv. bankaritari og húsmóðir. Dætur Magnúsar og Sigríðar eru Guðbjörg Soffía, f. 7.5. 1992; Marta, f. 8.11. 1993. Hálfsystir Magnúsar, sammæðra, er Bára Bryndís Vilhjálmsdóttir, f. 25.1. 1957, búsett í Svíþjóð, eigin- maður hennar er Lars Eric Andreas- son. Alsystur Magnúsar eru Kristín Soffaníasdóttir, f. 27.6. 1963, búsett í Grundarfirði, gift Rúnari Magnússyni skipstjóra og eiga þau tvö börn; Sóley Soffaníasdóttir, f. 20.1. 1966, búsett í Grundarfirði, gift Sigurði Sigurbergs- syni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Magnúsar: Soffanías Cecilsson, f. 3.5. 1924, d. 24.3. 1999, útgerðarmaður í Grundarfirði, og k.h., Hulda Vilmundardóttir, f. 27.11. 1936 á Jaðri á Látraströnd í Þingeyjarsýslu. Ætt Soffanías var sonur Cecils, sjómanns Sigurbjörnssonar, frá Kirkjufelli Helga- sonar. Móðir Cecils var Soffía Jónas- dóttir. Móðir Soffaníasar var Oddfríð- ur Kristín Runólfsdóttir, frá Naustum Jónatanssonar. Móðir Oddfríðar var Pálína, systir Haralds, afa Sveins, afa Svavars Gestssonar sendiherra, föður Svandísar umhverfisráðherra. Pálína var dóttir Páls Breckmanns, sjómanns í Suðurhlíð í Eyrarsveit Einarssonar. Móðir Pálínu var Guðfinna Sigurðar- dóttir, b. á Hörðuhóli Sigurðssonar, og Guðfinnu Þórðardóttur, systur Páls Melsteð amtmanns, langafa Torfhild- ar, langömmu Davíðs Oddssonar, rit- stjóra Morgunblaðsins. Hulda er dóttir Vilmundar Guð- brandssonar sjómanns, og Báru Hall- grímsdóttur húsmóður. 50 ára á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.