Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 21
árið 2007 hafi fallið honum í hag og þar með verið viðurkennt að bóta- skyld mistök hafi átt sér stað, hafi spítalinn farið á fullt í að draga pers- ónu hans í efa þegar kom að því að meta þann miska sem hann hafði orðið fyrir. „Við teljum reyndar að þessi skrif hafi haft áhrif á þetta mat vegna þess að það var einfald- lega ekki rétt og við fórum því fram á yfirmat, sem var gert og þá fengum við niðurstöðu sem var rétt.“ Björn og konan hans hafa þurft að berjast með kjafti og klóm til þess að ná fram réttlæti. „Þetta er bara búið að vera vinnan mín, ég hef ekki gert neitt annað í átta og hálft ár og þessi dómur sem féll í vikunni var mikill persónulegur sigur fyrir mig.“ Björn segist vera sáttur við dóm- inn en ósáttur við að í dómnum séu dregnar frá rúmlega fimmtán millj- ónir vegna bóta frá Tryggingastofn- un. „Þetta er mjög ósanngjarnt. Ég var sviptur þrjátíu árum af starfsævi minni og ég var sviptur þeim vegna mistaka og klúðurs. Ég hef barist eins og grenjandi ljón fyrir rétti mín- um í átta og hálft ár og þegar upp er staðið er þrjátíu ára starf mitt met- ið á tuttugu og þrjár milljónir. Þess- ar fimmtán milljónir hefðu því skipt mig mjög miklu. Það er sorglegt að ævistarf manns sé ekki metið meira en þetta.“ Björn vann við trygginga- sölu þegar hann fékk hjartaáfallið og hafði gert það um tíma en vann áður í markaðsstarfi tengdu tækjum í sjáv- arútvegi. „Tryggingarnar voru milli- stig þegar ég var nýhættur í markaðs- starfinu og var að velta því fyrir mér hvað ég ætlaði að gera. En ég náði aldrei lengra.“ Óþægilegt að mæta læknunum Björn flutti til Danmerkur ásamt konu sinni og tveimur börnum fyr- ir tveimur árum. Kona hans er þar í námi. Hann segir ástæðu flutning- anna vera að hluta til hversu óþæg- legt hafi verið að þurfa að leita sér lækninga á sömu stofnun og hann stóð í málaferlum við. „Ein af ástæð- unum fyrir því að við erum hérna er til dæmis sú að það er bara ein hjartadeild til á Íslandi og mér fannst óþægilegt að þegar ég þurfti að sækja þjónustu á spítalann þurfti ég alltaf að mæta þeim læknum sem ég hafði staðið í deilum við í réttarsölum eða standa í einhverri skrif finnsku við. Þess vegna var mjög ljúft að koma hingað og fara á spítala þar sem eng- inn þekkti mig. Veðurfarið sem hér ríkir hentar mér líka betur og mér líður mjög vel.“ Björn segir óvíst hvort þau flytji aftur heim en hann og konan hans sitja nú við skriftir og stefna á að gefa út bók um þessa lífs- reynslu. „Við erum að skrifa um okk- ar hjartalíf ef svo má að orði komast. Við erum svona að dunda okkur við þetta. Okkur finnst við vera með sögu sem er þess virði að segja.“ Ómanneskjulegt kerfi Aðspurður hvort þau hafi einhvern tímann verið við að gefast upp á bar- áttunni segir hann að oft hafi þeim fallist hendur þegar þau voru að lesa greinargerðir á læknamáli. „Stund- um þegar maður las gögn frá lækn- unum og spítalanum og maður sá þann málflutning sem þar var hvarfl- aði að manni að gefast upp. Í fyrsta lagi þá trúði maður því ekki hvað fólk er tilbúið til að leggjast lágt til að klekkja á manni. Fólk sem litið er upp til og er í góðum stöðum. Ég geri heldur ekki ráð fyrir því að ég sé svo merkileg persóna að Landspítalinn og lögmenn hans hafi sérstaklega ákveðið að pína mig. Ég geri fastlega ráð fyrir því að svona sé komið fram við fólk sem hefur eitthvað út á þá að setja. Sumt fólk sem lendir í lækna- mistökum hefur ekki átta og hálft ár eins og ég hef haft til þess að berjast við kerfið. Það hefur ekki baráttu- þrekið og það hefur bara ekki mögu- leikana til þess að verja sig. Ég er al- veg klár á því að það er fjöldi fólks þarna úti sem því miður hefur aldrei komist á þann stað sem við erum á núna. Þetta er ómanneskjulegt kerfi að eiga við.“ Enginn hefur beðist afsökunar Þrátt fyrir erfiða og langa baráttu hvetur Björn fólk til að leita réttar síns ef það hefur orðið fyrir læknamistök- um. „Mín skoðun er sú að besta að- haldið fyrir lækna sé að kvarta und- an þeim og kæra þá ef ástæða þyki til. Þeir eru ekki guðir, þeir eru fólk eins og við öll og fólk gerir mistök. Ef mistökin bitna á einstaklingi þá end- ar það yfirleitt með því að viðkom- andi einstaklingi er bætt það tjón og hann beðinn afsökunar. Nú átta og hálfu ári eftir þetta hefur enginn frá Landspítalanum hringt í mig og sagt: „Fyrirgefðu Björn, okkur þykir þetta mjög leitt. Við ætlum að skoða þetta mál, læra af þessu ferli og reyna að koma í veg fyrir að svona gerist aftur.“ Þetta hefur enginn gert en hins vegar þá hafa þeir lagt sig í líma við að gera persónu mína ótrúverðuga og klekkja á mér. Við höfum unnið öll þessi mál gegn spítalanum sem þýðir að við höfum haft sannleik- ann á bak við okkur. Þó ber að hafa í huga að stærstur hluti þeirra heil- brigðisstarfsmanna á Íslandi sem ég hef átt í samskipum við hefur sýnt mér virðingu og vinsemd, stund- að sín störf að trúmennsku og ein- lægni.“ Þrátt fyrir erfiðleikana er Björn sáttur við lífið og tilveruna. „Okkur hefur tekist að skapa okkur gott líf. Líf sem er reyndar miklu minna en ég hafði nokkurn tímann hugsað mér, en það er gott líf. Við höfum skapað það vegna þess að við erum dugleg- ar manneskjur og við eigum góða að sem hafa stutt okkur. Það hefur gef- ið okkur þrek til þess að standa bein í baki.“ Viðtal | 21Helgarblað 3.–5. júní 2011 „Sumt fólk sem lendir í læknamis- tökum hefur ekki átta og hálft ár eins og ég hef haft til þess að berjast við kerfið. Það hefur ekki bar- áttuþrekið og það hefur bara ekki möguleikana til þess að verja sig.“ Fjölskylda Okkur hefur tekist að skapa okkur gott líf. Líf sem er reyndar miklu minna en ég hafði nokkurn tímann hugsað mér, en það er gott líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.