Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 45
„Ég ætla svo ekki að spila neitt meira fyrr en nýja platan er tilbúin,“ segir Barði Jóhannsson, forsprakki hljóm- sveitarinnar Bang Gang. Tónlist.is stendur fyrir tónleikum Bang Gang á Græna Hattinum, Akureyri föstudag- inn 3. júní og svo tónleikum Bang Gang, Cliff Clavin og Our Lives á Nasa 4. júní. Barði segir þessa tvenna tónleika vera einu tónleika sína í sumar því hann sé að undirbúa nýja plötu. „Ég stefni að því að gefa út nýja plötu í október en ég veit ekkert hvað gerist, stefni alla vega að því,“ segir hann. Nýja platan er þó ekki það eina sem hann er með á sínum snærum um þessar mundir. „Ég er líka að gera tónlist fyrir sjónvarpsþættina Heims- endi. Það eru nýir þættir sem Raggi Braga, sem gerði Nætur- og Dagvakt- ina, er að gera.“ Barði og félagar ætla að taka alla helstu smelli Bang Gang á tónleikunum. Auk þess mun Barði taka nýtt lag á tónleikunum á Nasa. „Ég ætla að taka nýtt lag sem ég var að gera með Bjarna í Cliff Clavin. Bjarni verður ekki fyrir norðan en við tökum það í bænum.“ Aðdáend- ur sveitarinnar ættu því ekki að láta þessa tónleika framhjá sér fara þar sem dágóður tími er í þá næstu. Fókus | 45Helgarblað 3.–5. júní 2011 Barði einbeitir sér að nýrri plötu og tónlist fyrir sjónvarpsþætti: Hvað er að gerast? n Klúbburinn Frumsýning á sviðsverkinu Klúbbnum, en hann skipa þeir Björn Borko Kristjáns­ son, Björn Thors, Gunnlaugur Egilsson, Huginn Þór Arason, Ingvar E. Sigurðsson og Ólafur Egill Egilsson. Sýningin er á Litla sviði Borgarleikhússins og miðaverð er 3.900 krónur. n Jazz- og blúshátíð Kópavogs Aðaltónleikarnir að þessu sinni fara fram í Salnum í Kópavogi klukkan 20.00. Fram kemur Kópavogsakademían sem er skipuð Birni Thoroddsen gítarleikara, Björgvini Björgvinssyni gítarleikara, Snæbirni Gauta Snæbjörnssyni saxófónleikara, Jóni Rafns­ syni bassaleikara og Gísla Páli Karlssyni trommuleikara. Miðaverð er 2.990. n Ég veit þú kemur! Tónleikarnir Ég veit þú kemur! í Eldborgar­ salnum í Hörpu. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson syngja uppáhalds­ lögin með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Miðaverð er 2.000–6.500 krónur. n Bang Gang á Nasa Barði Jóhannsson heldur tónleika á Nasa en honum til halds og trausts verða Barði Jóhannsson, Arnar Guðjónsson, Hrafn Thoroddsen, Arnar Þór Gíslason og Skúli Z Gestsson. Húsið opnar klukkan 23.00 og miðaverð er 1.000 krónur. n Flétta í Hallgrímskirkju Nýtt kór­ og hljómsveitarverk eftir Hauk Tómasson í flutningi Schola cantorum, Mótettukórs Hallgrímskirkju og Kammer­ sveitar Reykjavíkur Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og er miðaverð 3.500 krónur. n Solaris Krakásinfóníettan flytur Solaris, nýtt verk eftir Ben Frost og Daníel Bjarnason, með þátttöku þeirra og fleiri tónlistarmanna. Einnig er um að ræða kvikmyndverk eftir Brian Eno og Nick Robertson. Klukkan 20.00 í Silfurbergi í Hörpu. Miðaverð er 3.500 krónur. n Barbara Bonney á Listahátíð Bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney kemur fram á einsöngstónleikum á Listahátíð klukkan 20. Þar mun hún flytja ljóðaperlur eftir Schumann, Strauss og Grieg við undirleik píanóleikarans og hljóm­ sveitarstjórans Thomas Schuback. n Húslestur hjá Birgi Birgir Sigurðsson býður upp á húslestur á heimili sínu að Bergstaðastræti 74a klukkan 14. Húslesturinn er hluti af dagskrá Listahá­ tíðar. Birgir ætlar að lesa upp úr ritverkum sínum; sögur, ljóð, brot úr síldarsögum þjóðarinnar og brot út leikritum. Það kostar 1.000 krónur inn á húslesturinn og aðeins nokkur sæti eru í boði. 2 JÚNÍ Föstudagur 3 JÚNÍ Laugardagur 4 JÚNÍ SunnudagurEinu tónleikar Bang Gang í sumar Hljóðheimar GusGus Sem hægt er að túlka á margvíslegan myndrænan hátt. Hvaða eyðimörk er þetta? Svo fékk lagið þennan titil og okkur fannst það á endanum mest lýsandi fyrir þessa plötu. Svo kom plötuumslagið og negldi þetta allt í samhengi.“ Nafnið á einu lagi á plötunni sker sig nokkuð úr. Það er fyrsta lagið sem ber nafnið Selfoss. „Þegar það var kominn tími til þess að byrja á þess- ari plötu þá stakk Stebbi upp á því að við færum upp í sumarbústað og tækjum okkur nokkra daga í að vinna þetta. Hann fékk lánaðan bústað í Grímsnesinu hjá bróður sínum. Við mættum með það sem við höfðum verið bauka hver í sínu horninu. Ég með ýmsar hljómapælingar, Daníel með fulla tölvu af textum og Stebbi með nokkrar græjur sem hann vildi prófa. Við snerum svo í bæinn með slatta af lögum. Sex af þeim rötuðu á plötuna og eitt þeirra var Selfoss. Enda er Selfoss líka bær sem er okk- ur mjög hugleikinn. Hann tengir á mjög skemmtilegan hátt menningu og ómenningu, dreifbýli og þéttbýli.“ Birgir segir að það hafi verið smá Suðurlandsþema yfir lagasmíðun- um í Grímsnesinu. „Við vorum með nokkur lög sem voru ekki komin með texta og við nefndum þau eftir kenni- leitum á Suðurlandi. Eitt hét til dæm- is Hveragerði og annað Señor South- coast.“ Dekkri GusGus Liðskipan GusGus hefur verið mjög fjölbreytt í gegnum árin. Í upphafi voru meðlimirnir fimmtán en hafa svo farið alveg niður í tvo. Alltaf hafa þeir Birgir og Stebbi haldið hóp- inn og þróað hljóm sveitarinnar. Í kringum árið 2000 munaði minnstu að sveitin hefði lagst alfarið af þegar Daníel Ágúst og fleiri hættu. Áfram snerust hjólin þó og Gus- Gus öðlaðist nýtt líf þegar Urður Há- konardóttir gekk til liðs við sveitina. Hún var í aðalhlutverki á plötunum Attention sem kom út árið 2002 og Forever sem kom 2007. Urður sagði svo skilið við sveitina og Daníel sneri aftur. „Þegar Urður hætti var tekin meðvituð ákvörðun um að breyta tónlistinni. Við fórum kannski nær einhverjum svona teknóáhrifum. Þetta varð allt dekkra og dýpra ein- hvern veginn. Allt sem við gerðum með Urði var mjög dansvænt og aðeins léttara en á 24/7 fórum við meira út í trega og dimmu. Það má svo segja að Arabian Horse hafi ver- ið unnin upp úr þeim grunni sem þar var lagður.“ Þó svo að Urður hafi sagt skilið við sveitina fyrir nokkru þá kem- ur hún samt við sögu á nýju plöt- unni. „Daníel hafði miklar áhyggj- ur af því í byrjuninni á þessu ferli að þetta yrði svolítið mónótónískt með honum einum. Þannig að mjög snemma var það ljóst að við vildum fá Urði til að hjálpa okkur eitthvað. Að minnsta kosti syngja bakraddir. Og þótt hún syngi bara bakraddir eins og í Arabian Horse og Over þá í raun og veru er hún búin að eigna sér þessi lög. Hún er svo ótrúlega góð. Hún neglir alveg viðlögin.“ Og svo kom Högni Það er ekki hægt að fjalla um plöt- una Arabian Horse án þess að nefna hlut Högna Egilssonar sem jafnan er kenndur við Hjaltalín. Hann kemur gríðarlega sterkur inn og gefur Gus- Gus enn eina víddina með sérstakri rödd sinni. „Stebbi og Högni kynntust bara þannig séð fyrir tilviljun. Þeir fóru eitthvað að spjalla á börunum og urðu miklir vinir,“ segir Birgir um hvernig samstarfið kom til. „Síðan voru Stebbi og Daníel að gera smá gigg í Færeyjum og Stebbi bauð Högna með. Bara til að hafa gam- an og hlusta á nokkur demó með GusGus. Þegar þeir komu til baka voru þeir búnir að leggja grunninn að söngnum í Within You.“ Uppselt fyrir löngu Eins og yfirleitt þegar GusGus held- ur tónleika hér á landi selst upp á þá á skammri stundu. Sveitin held- ur útgáfutónleika sína á NASA laug- ardaginn 18. júní og er uppselt fyrir nokkru. Það er þó á dagskrá að bæta við tónleikum. „Við ákváðum að hafa tónleikana nokkuð snemma að þessu sinni. Þar sem við höfum ver- ið mikið inni í þessari danssenu þá hafa tónleikarnir okkar yfirleitt verið að byrja frekar seint. En út af því að það er uppselt þá erum við að skoða að halda aðra tónleika strax á eftir þeim fyrri. Byrja kannski að spila um níu og svo aft- ur seinna um nóttina á þeim tíma sem við erum vanari. Þá geta þeir sem treysta sér ekki til að vera langt fram á nótt samt mætt á tónleika og skemmt sér.“ Birgir segir að nokkuð hafi bor- ið á því að fólk sem eigi miða á fyrri tónleikana vilji jafnvel skipta og koma á þá seinni. Það ætti því að vera eitthvað í boði fyrir alla aðdá- endur. Það er þýska plötufyrirtækið Kompakt sem gefur GusGus út en nokkuð hefur borið á því að verið sé að dreifa plötunni ólöglega á netinu. „Kompakt er með fyrirtæki í vinnu við að skjóta niður svona tengla en okkur er sagt að platan sé víst mjög vinsæl í ólöglegu niðurhali um þess- ar mundir. Það er auðvitað ánægju- legt að fólk hafi áhuga á tónlistinni en ég vona að það sýni okkur þá virðingu að kaupa plötuna frekar.“ asgeir@dv.is Gus Gus (1995) Polydistortion (1997) — UK #130 This Is Normal (1999) — UK #94 Gus Gus vs. T­World (2000) Attention (2002) Forever (2007) 24/7 (2009) Arabian Horse (2011) Breiðskífur GusGus Takkasérfræðingurinn Segir lögin á Arabian Horse vera dekkri og tregafyllri en fyrra efni. MyNDIR RÓBERT REyNISSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.