Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 48
48 | Lífsstíll 3.–5. júní 2011 Helgarblað Sex hlutir sem þú ættir ekki að velja í innkaupakörfuna: Hreinsaðu til á innkaupalistanum 1. Niðursoðnir tómatar Oft hefur hollustu niðursoðinna tóm- ata verið haldið fram. En þeir sérfræð- ingar sem Food Matters ráðfærðu sig við vilja þá alls ekki og segja dósirnar húðaðar að innan með efni sem inni- heldur BPA. BPA er algengt efni í plast- iðnaðinum og skiptar skoðanir eru um skaðsemi þess. Rannsóknir hafa leitt í ljós að BPA líkir eftir estrógeni í líkam- anum og gæti því truflað hormóna- starfsemi. 2. Kjöt og fiskur með íblöndun- arefni Leyfilegt er að sprauta allt að 5 gr. af fosfati í mat eins og kjúklingabringur og fiskflök. Hér á landi berast reglu- lega kvartanir til Neytendasamtak- anna vegna gruns um að blandað sé of miklu af vatni og öðru efni í kjöt en ekki eru gerðar mælingar þar á hér á landi. Sumir framleiðendur merkja þó vöruna sína þannig að ljóst er að eng- um efnum hefur verið blandað í kjötið eða fiskinn og eiga þeir þá frekar skilið pláss í innkaupakörfu neytenda. 3. Örbylgjupopp Popppokarnir eru húðaðir að inn- an með PFOA-sýru og þegar poppið er sett í örbylgjuofninn fer eitthvað af efninu á poppið. Efnið er viðloðunar- frítt efni sem notað er á regnfatnað, pönnur og potta – og innan á poka örbylgjupopps. Ekki hefur verið sýnt fram á skaðsemi efnisins fyrir menn en hjá dýrum hefur verið sýnt fram á tengsl efnisins í blóði og krabbameins. 4. Kartöflur að utan Kartöflur ræktaðar úti í heimi sem eru ekki merktar sem lífrænt ræktaðar eru ekki góð kaup. Þær hafa verið með- höndlaðar með jurtaeitri, sýklalyfjum og alls kyns efnum sem fara illa með heilsuna. 5. Epli Þú ættir að varast ódýr epli sem eru ekki lífrænt ræktuð. Þau eru úðuð með skordýraeitri svo sem DDT og efnum sem hafa verið tengd við Park- inson’s-sjúkdóminn. Kauptu lífrænt ræktuð epli. Það er engin heilsubót í því að borða eitruð epli. 6. Reykt kjöt Neysla einnar reyktrar pylsu og um þriggja beikonsneiða á dag getur aukið um fimmtung hættuna á að fólk þrói með sér ristilkrabbamein að mati Alþjóða krabbameinsrann- sóknarsjóðsins (WCRF). K omdu þér upp úr sófanum og náðu að hlaupa fimm kíló- metra á níu vikum er heiti hlaupa skema sem auðvelt er að fara eftir. Skemað gerir ráð fyrir því að hlaupið sé þrisvar sinnum í viku í stuttan tíma í hvert sinn. Að loknum þessum níu vikum á hlauparinn að geta klárað 5 kílómetra langt hlaup. Kerfið er ætlað byrjendum, jafnvel fólki sem aldrei hefur hlaupið áður. Í byrjun er farið rólega af stað, 20 mínútur fyrstu tvær vikurnar og þá er hlaupið í 60 sekúndur og svo gengið í 90 sekúndur. Eftir því sem vikurnar líða er svo áreynslan aukin, þangað til að hægt er að fara 5 kílómetra eftir vikurnar níu. Á heimasíðu kerfisins, c25k.com má finna margar aðrar útgáfur af því. Þar á meðal fyrir þá sem hlaupa á hlaupabretti. Þar má einnig finna leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hlaupa lengri leiðir. Við birtum hér hlaupakerfið í heild sinni en það má einnig nálgast á netinu á íslensku. Heimagerðir hamborgarar Það er mun betra að kaupa ferskt hakk, blanda það með kryddum og eggjarauðu og hnoða sinn eigin borgara. Happy Hour Farðu með vinnufélögum í einn kaldan eða hvítvínsglas eftir daginn. Nú bjóða flestir staðir helmingsafslátt á drykkjum einhvers staðar milli kl. 16–20. iPad iPad er flott græja sem hægt er að taka með hvert sem er. Fullkomin fyrir þá sem nota tölvuna mest til að vafra á netinu. Norrænt sjónvarpsefni Sjónvarpsefni frá Norður- löndunum hefur batnað svo að undanförnu að það er orðið með því skemmtilegasta sem sést á skjánum; Klovn, Wallander og Vargur Véum svo ekki sé minnst á Gillz og Steinda. Gefið okkur meira! Plús Ljósabekkir Glæpamenn og gærur liggja í ljósabekkjum til að öðlast heilbrigt útlit – aðrir láta þá eiga sig. Djamm Það er ágætt að láta sjá sig á barnum klukkan fjögur síðdegis en ekki klukkan fjögur að nóttu til. Kaffi latte Einn í viku er allt í lagi en daglegt þamb belgir þig út. Barnamatseðlar Allir veitingastaðir borgar- innar virðast bjóða börnum upp á það sama: hamborgara, kjúklinga- nagga og spagettí. Er ekki hægt að gera betur? Mínus Hin nýstofnaða netverslun Lakka- lakk verður með Pop up-markað á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi laugar- daginn 4. júní og verður markaður- inn opnaður klukkan 10. Þar verð- ur hægt að versla flest allar vörur úr netversluninni sem var opnuð nú í maí. Systurnar Ása og Jóna Ottesen eru eigendur hennar og segir Ása að hægt sé að gera góð kaup á markað- inum. „Það verður bæði posi og hægt að máta hjá okkur á markaðnum,“ segir Ása. Fleiri markaðir verða opnir um helgina á Eiðistorgi, en þar verð- ur haldin flóamarkaður um helgina. Náðu árangri Úr sóf- anum í fimm kílómetra hefur reynst mörgum vel. Hvað á að vera í körfunni og hvað ekki? Svör sérfræðinga koma á óvart. Á níu vikum getur þú náð þeim árangri að geta hlaupið fimm kílómetra: Úr sófanum í skokkið Pop up-markaður á flóamarkaði 3 sinnum í viku 20 mínútur í senn 9 vikur. Grunnatriði c25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.