Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 64
Ástin blómstraði
á Kex
n Margt var um manninn á Kex
Hostel á miðvikudaginn þegar Stöð
2 kynnti sumardagskrá sína. Meðal
þekktra andlita voru Gísli Marteinn
borgarfulltrúi, Pétur Marteinsson
fótboltakappi og eigandi Kex Hostel,
Kolbrún Pálína Helgadóttir, ritstjóri
Nýs Lífs, Bjössi í World Class og fleiri
frægir. Arnar Gauti stílisti
mætti einnig í gleð
skapinn með kær
ustuna sína, Jóhönnu
Pálsdóttur, kynn
ingarstjóra Íslenska
dansflokksins. Þau
munu nýlega vera
farin að slá sér upp
og virtist ástin
blómstra hjá
þeim.
„Eina ástæðan fyrir því að rekstrar
afkoman var jafn góð og raun ber
vitni er að það er mikið að gera hjá
okkur,“ segir Sigmar Vilhjálmsson,
betur þekktur sem Simmi, einn
eigenda Hamborgarafabrikkunnar
aðspurður um fréttir af velgengni
veitingastaðarins. Hann er ekki
beint hrifinn af því að ræða um
gengi staðarins og segir að það sé
eins og það sé skömm yfir því að
félagið skili góðri rekstrarafkomu.
Simmi telur ástæðu velgengni í
upphafi hafa verið góða kynningu
en að ástæða þess að staðurinn
haldi áfram að ganga vel sé góður
matur á góðu verði.
Simmi og viðskiptafélagar hans
komust í fréttirnar eftir að Nauta
félagið, sem heldur utan um rekstur
veitingastaðarins, greiddi út 30 millj
ónir í arð. „Það er mjög auðvelt að
horfa á ársreikninga og arðgreiðslur
en menn þurfa líka að horfa á það að
hér höfum við verið að vinna myrkr
anna á milli og greitt okkur mjög lág
laun,“ segir Simmi sem virkaði nokk
uð þreyttur.
„Við erum ekki að þessu til að
græða peninga heldur til þess að
hafa gaman af því. Við höfum sýnt
það í verki með því að leggja okkur
fram við að borga allar skuldir okk
ar tilbaka,“ segir Simmi en eigendur
veitingastaðarins hafa að undan
förnu sett peninga í endurbætur á
húsakosti hans. Simmi segir að það
þeir geri ekki ráð fyrir að fólk muni
streyma að í jafn miklum mæli og
þegar staðurinn opnaði. „Það átti
engin von á þessum móttökum,“
segir Simmi sem finnst áhugavert
hversu mörg störf þeir félagar hafa
náð að skapa á þessum skamma
tíma. Þegar mest var voru 63 í fullu
starfi hjá þeim. Það er svipaður fjöldi
og ætlað er að muni starfa í kísilverk
smiðjunni að sögn Simma.
Simmi
seðlabúnt!
Herbert heillar
n Herbert Guðmundsson hefur aldrei
farið troðnar slóðir í lífinu. Þessi
fyrrverandi ísbúðareigandi hefur haft
tónlistina að sínu aðalviðfangsefni
síðustu áratugi. Í stað þess að halla
sér upp að stórum plötufyrirtækjum
til að kynna tónlist sína, þá er Herbert
einyrki sem kynnir tónlist sína með
því að ganga í hús og bjóða geisla
diska sína til sölu. Hann þykir með
eindæmum góður sölumaður enda
ekki á hverjum degi sem popp
stjarna bankar
upp á hjá fólki.
Því fengu hjón í
Grafarvoginum
að kynnast á
miðvikudag.
Þau réðu sér vart
fyrir kæti og buðu
popparanum
að ganga í
bæinn. Fyrr
en varði
var Herbert
kominn
með
gamlan
gítar í hönd
og byrjaður
að taka
frægustu
lögin fyrir
hjónin sem
áttu varla orð.
Beðið eftir
vistaskiptum
n Guðmundur Steingrímsson virðist
hægt og bítandi vera að einangrast í
Framsóknarflokknum. Guðmundur
er frjálslyndur Evrópusinni sem eitt
sinn var aðstoðarmaður Dags B.
Eggertssonar þegar hann var borgar
stjóri. Með komu Ásmundar Einars
Daðasonar í Framsókn hefur and
staða við ESB enn eflst. Engum þyrfti
að koma á óvart ef Guðmundur gengi
til liðs við Samfylkinguna á nýjan leik.
Sjálfur gaf hann sterkar vísbendingar
á Eyjunni. „Ef ásýnd míns flokks er
orðin þannig að
maður sem
ég er fremur
ósammá la
telur sínum
áherslum
best borgið
innan þess
sama flokks,
að þá felur sú
staða augljós
lega í sér áleitn
ar spurningar.“
Sigmar Vilhjálmsson einn af eigendum Hamborgarafabrikkunnar um góða afkomu:
Svipað og í kísilverksmiðju
Grunnur að góðri máltíð
www.holta.is
Royal bringur
Kjúklingabringurnar frá Holtakjúklingi eru fersk og hrein afurð sem framleidd
er af mikilli fagmennsku. Þær eru fáanlegar með tvennskonar kryddlegi -
rósmarín og hvítlauk eða Texas - og henta bæði á grillið og í ofninn.
Nú geta matgæðingar haft það ljómandi gott í sumar.
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelgarBlaÐ 3.–5. júní 2011 64. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr.
Simmi og jói Saman eiga þeir meirihluta í
Hamborgarafabrikkunni