Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 23
okkur algjörlega að því að tryggja að grunnnámið sé í hæsta gæðaflokki. Ef grunnnámið er gott fá okkar stúd- entar inngöngu í bestu háskóla heims í framhaldsnám og við eigum að styrkja þá til þess,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason, verkfræðingur og þáverandi bankastjóri Landsbankans í viðtali við Viðskiptablaðið í apríl 2007. Hlaut hann talsverða gagnrýni á þeim tíma fyrir þessar skoðanir sínar á málefn- um Háskóla Íslands. „Það er auðvitað ekki raunhæft að Ísland eigi háskóla sem nær inn á topp 100. Þess vegna eigum við að hverfa aftur til „gamla“ kerfisins þar sem framhaldsnám á háskólastigi var al- mennt sótt erlendis. Við eigum aðeins að bjóða upp á framhaldsnám á há- skólastigi í greinum eins og íslensku, sögu, jarðfræði og jarðhitaverkfræði,“ sagði Andri Geir Arinbjarnarson verk- fræðingur á Eyjubloggi sínu í nóvem- ber 2010. „Sameina á alla „háskóla“ hér á landi í tvær stofnanir sem eiga að hafa útibú úti á landi. Gífurlegir möguleikar eru til hér á landi að hagræða og bæta íslenskt menntakerfi ef viljinn er fyrir hendi. Það sem mun standa umbót- um fyrir þrifum í okkar menntakerfi og heilbrigðiskerfi er pólitísk hugmynda- fræði VG sem byggir á gildum sem við höfum ekki efni á lengur,“ sagði Andri Geir í september 2009. „Ég er ekki sammála þessari um- ræðu. Stærstu vaxtabroddarnir hjá okkur hafa verið í greinum þar sem meistaranám hefur byggst upp. Hver á síðan að ákveða hvaða greinar eigi að bjóða upp á? Eiga stjórnvöld að gera það,“ spyr Katrín Jakobsdóttir. Hún er hins vegar mjög hlynnt því að fólk haldi til útlanda til náms. „Það sækir alltaf ákveðinn fjöldi í nám erlendis. Þeim hefur ekkert fækkað þó háskóla- nemendum hafi almennt fjölgað.“ Viðskipta- og lögfræði við fjóra háskóla Hægt er að sækja bæði grunn- og framhaldsnám í viðskipta- og lög- fræði við fjóra háskóla á Íslandi; Há- skóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri. Í því samhengi má nefna að innan þessara skóla bjóðast 17 mis- munandi námsleiðir í meistaranámi í viðskiptafræði og sjö mismunandi námsleiðir í meistaranámi í lögfræði. Einnig má nefna að 13 mismunandi námsleiðir bjóðast í meistaranámi í verkfræði innan Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Svo er hægt að taka BA-gráðu í sálfræði hjá þremur háskólum á Íslandi. Hlýtur þetta að teljast ansi fjölbreytt námsframboð hjá ekki stærri þjóð en Íslandi Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, sagði í sam- tali við Viðskiptablaðið árið 2007 að töluverður fjöldi viðskiptafræðinga sem útskrifist uppfylli ekki þær kröf- ur sem fjármálafyrirtæki gerðu til þeirra. Fjölgun nemenda sem legðu áherslu á fög eins og fjármál, endur- skoðun, hagfræði og stærðfræði hefði ekki verið í takt við aukinn fjölda þeirra sem legðu stund á við- skiptafræðinám á Íslandi. Segja má að fleiri hafi viljað sækja nám í fög- um eins og markaðsfræði, stjórnun og alþjóðaviðskiptum þar sem minni áhersla er lögð á reikningsþekkingu. „Ríkisendurskoðun hefur bent á að þetta sé ekki góð nýting á fjár- magni. Við höfum lagt áherslu á það við skólana að þeir móti sér sína eigin stefnu. Hvað á að halda áfram með og hvar liggur sérstaða hvers og eins,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Að- spurð um þetta mikla námsframboð í meistaranámi í viðskipta- og lög- fræði segir hún að þetta sýni hvern- ig skólarnir hafi lagað sig að fjár- magni. „Þetta hafa verið vinsælustu greinarnar og þá hafa skólarnir lagt sig fram um að ná til sín nemend- um í þeim. Þessar greinar hafa laðað til sín flesta nemendur og fjármagn miðast við fjölda nemenda. Stjórn- völd þurfa að hafa skýrari stefnu í því hvernig að þessu eigi að standa. Mér finnst það hins vegar líka mikilvægt sjónarmið að háskólarnir séu fræði- lega sjálfstæðar stofnanir sem ekki mega gleymast þrátt fyrir kreppu,“ segir hún. Mikil fjölgun í doktorsnámi Doktorsnemendum á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Má þar nefna að árið 2001 voru þeir 38 en árið 2010 voru þeir orðnir 478. Er það nærri þrettán- földun á einum áratug. Langflest- ir nemendur eru í uppeldis- og menntunarfræði eða 68, 43 í líf- fræði og 31 í heilbrigðisvísindum. „Doktorsnám á Íslandi er rugl nema í íslensku og jarðfræði,“ sagði Andri Geir Arinbjarnarson verkfræð- ingur á Eyjubloggi sínu í septem- ber árið 2009. Það vekur athygli að þær greinar sem Andri Geir telur að leggja eigi áherslu á eru ekki ofar- lega á listanum. Þannig er jarðfræði í níunda sæti með 14 doktorsnem- endur og í sautjánda sæti er almenn bókmenntafræði með níu doktors- nemendur. „Í fyrsta lagi þarf doktorsnám ákveðinn fjölda til að geta staðið undir nafni og auðvitað hefur fjölgað í því. Við þyrftum að stefna að meiri skipulagningu á því og að fá meira fjármagn í það, sem hefur því mið- ur ekki verið til staðar. Það er mjög mikilvægt að fólk í doktorsnámi geti stundað það eins og fullt starf og helst að það fái styrki til þess. Það er framtíðarsýnin að það sé hægt að fjármagna doktorsnám með betri hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Að hennar mati hafa íslensk fyrir- tæki ekki verið nægilega dugleg við að koma með fjármagn til doktors- náms. „Rannsóknir og þróun mætti vera meiri hjá íslenskum fyrirtækj- um og þá sérstaklega í samstarfi við háskólana. Þó hafa nokkur fyrirtæki staðið sig vel þó það sé mismunandi á milli fræðigreina,“ segir Katrín. „Hluti af framtíðarhorfum varð- andi doktorsnám er að það verði einhver sameiginleg miðstöð fyr- ir doktorsnám á Íslandi. Það er hluti af núverandi samstarfsmál- um. Í doktors námi eru hlutfalls- lega fáir nemendur og því mikil- vægt að þeir nái saman. Þannig er hægt að byggja upp öflugara nám,“ segir hún. Skólagjaldalán fjármögnuð af LÍN Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) gerir ráð fyrir að heildarútlán til námsmanna skólaárið 2010–2011 verði um 16,2 milljarðar króna. Fram- lag ríkisins til LÍN hefur stóraukist undanfarin ár. Er gert ráð fyrir að sjóð- urinn fái 8,2 milljarða króna frá ríkinu árið 2011. Í því samhengi má nefna að framlag ríkisins til sjóðsins hefur aukist um 310 prósent undanfarinn áratug á meðan að framlagið til Há- skóla Íslands hefur aukist um 170 pró- sent. Árið 2001 veitti LÍN 115 milljónir króna í skólagjaldalán. Árið 2011 ger- ir LÍN hins vegar ráð fyrir að veita um 2,3 milljarða króna í skólagjaldalán. Þannig hefur þessi útgjaldaliður nærri tuttugufaldast hjá LÍN undanfarinn áratug. Um helmingur af þessu fram- lagi fer til nemenda sem stunda nám á Íslandi en restin til þeirra sem stunda nám erlendis. Ein helsta ástæðan fyr- ir stórauknum skólagjaldalánum er að ásókn í einkarekna háskóla á Ís- landi hefur aukist undanfarin ár. Má þar nefna að Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst fá um 2,2 milljarða króna frá ríkinu árið 2011. Stór hluti af því sem upp á vantar hjá þessum skólum til að geta rekið sig er rukkað í formi skólagjalda. Langflestir þeirra sem stunda nám í einkareknum há- skólum á Íslandi fjármagna sín skóla- gjaldalán með framlagi frá LÍN. „Það er dálítið merkilegt að tala um einkarekna háskóla á Íslandi þar sem þeir eru að stærstum hluta fjármagn- aðir af ríkinu. Ef við horfum til hinna Norðurlandanna þá má segja að þar sé meira samræmi í háskólakerfinu óháð rekstrarformi. Þar er kveðið á um það í lögum að skólar sem fá ákveðið framlag frá hinu opinbera lúti sömu lögmálum og ríkisreknir háskólar. Við höfum verið að endurskoða lög um háskóla með það að markmiði að sam- ræma lagaumhverfið hérlendis,“ seg- ir Katrín Jakobsdóttir. Einnig hafi það verið rætt að setja þak á skólagjalda- lán. Það sé hins vegar erfitt þegar vilji er fyrir því að íslenskir nemendur sæki háskólanám við erlenda háskóla þar sem skólagjöld eru oft há. „Forgangs- röðin hjá okkur núna er alveg skýr. Það er að einbeita sér að því að styrkja grunnframfærsluna hjá LÍN,“ segir hún. Fréttir | 23Helgarblað 3.–5. júní 2011 Sjúkras jóður E f l ingar-s té t tar fé lags Efling - stéttarfélag • Sætúni 1 • 105 Reykjavík • Sími: 510 7500 • Fax: 510 7501 • Netfang: efling@efling.is • www.efling.is Stendur með þér! Það er gott að eiga góða að! Slys eða veikindi gera ekki boð á undan sér. Þegar heilsan bilar þá er fyrsta hugsunin að ná bata á ný. Að takast á við veikindi eða afleiðingar slysa er nógu erfitt þó að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við álagið á fjölskylduna. Markmið Sjúkrasjóðs Eflingar-stéttarfélags er að draga úr fjárhagsáhyggjum með því að greiða dagpeninga, en auk þess vinnur félagið að heilsueflingu og fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi og heilsufar. – Félagsmenn hafa verið mjög ánægðir með sjúkrasjóðinn og töldu 99% þeirra sjóðinn nauðsynlegan þátt í starfinu í könnun sem Gallup gerði fyrir félagið. E i n n t v e i r o g þ r í r 4 1 .1 0 6 Nýr kjarasamNiN u við reykjavíkurborg Póstatkvæðagreiðsla er hafin Hafin er póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar-stéttarfélags, við reykjavíkurborg. atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn eflingar sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld í mars/apríl 2011. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu Eflingar, Sætúni 1 og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í mars/apríl 2011. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 miðvikudaginn 15. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. athugið. Til þess að tryggt sé að atkvæðið berist kjörstjórn fyrir lok tíma- frests þá er nauðsynlegt að póstleggja svarumslagið í síðasta lagi föstudaginn 10. júní. En þeir sem það vilja geta skilað svarumslaginu á skrifstofu félagsins til kl. 12.00 miðvikudaginn 15. júní. Reykjavík, 30. maí 2011. kjörstjórn eflingar-stéttarfélags Efling-stétt rfél g HÁSKÓLARNIR BLÁSA ÚT„Við eigum að- eins að bjóða upp á framhaldsnám á há- skólastigi í greinum eins og íslensku, sögu, jarð- fræði og jarðhitaverk- fræði. Merkilegt að tala um einkarekna háskóla Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að það sé merkilegt að tala um einkarekna háskóla á Íslandi þar sem þeir séu að mestu fjármagn- aðir af hinu opinbera. Doktorsnám rugl í öðru en íslensku og jarðfræði Andri Geir Arinbjarnarson verkfræðingur hefur lýst þeirri skoðun sinni að einungis eigi að bjóða upp á doktorsnám á Íslandi í jarðfræði og íslensku. Annað sé rugl. Allir til útlanda í framhaldsnám Sigurjón Þ. Árnason, verkfræðingur og þáverandi bankastjóri Landsbankans, lýsti þeirri skoðun sinni árið 2007 að efla ætti grunnnám í háskólunum á Íslandi. Síðan ættu allir að fara utan í framhaldsnám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.