Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað HÁSKÓLARNIR BLÁSA ÚT Segja má að háskólanám á Íslandi hafi blásið út frá síðustu aldamót- um. Það sést vel á námsframboði há- skólanna. Gott dæmi um það er að Íslendingum býðst að stunda meist- aranám í bæði viðskipta- og lögfræði við fjóra háskóla hérlendis. Hlýtur það að vera einsdæmi hjá þjóð sem telur um 300 þúsund manns. Einnig má nefna að fjöldi doktorsnema hef- ur þrettánfaldast undanfarin áratug og er fjöldi þeirra nú að nálgast 500. DV leitaði til Katrínar Jakobsdótt- ur, mennta- og menningarmálaráð- herra og spurði hana hvort einhverj- ar áherslubreytingar hefðu orðið á háskólanámi eftir bankahrunið og um framtíðarstefnu í þeim efnum. Ekkert af sameiningu Bifrastar og HR Sameining háskóla á Íslandi er eitt þeirra mála sem hafa komið til tals í kjölfar niðurskurðar í menntamálum. Í nóvember árið 2010 var sameining- arviðræðum Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst slitið. Afstaða Magnúsar Árna Magnússonar, þáver- andi rektors á Bifröst, sem setti sig á móti sameiningunni réð miklu um að viðræðunum var slitið. Ekkert frekar hefur heyrst af sameiningarviðræð- um háskólanna tveggja síðan þeim var slitið fyrir meira en sex mánuðum. „Við höfum hvatt forsvarsmenn Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst til þess að ræða saman. Þetta er þó á þeirra forsendum því þetta eru einkareknir skólar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þess skal getið að sam- kvæmt núverandi fjárlagafrumvarpi fá þessir skólar um 2,2 milljarða króna á ári frá ríkissjóði. Auk þess fjármagn- ar Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) að stórum hluta það sem upp á vantar í formi skólagjaldalána. Því hlýtur að mega setja spurningarmerki við það hversu „einkareknir“ þess- ir skólar séu. Báðir þessir skólar gera samninga við ríkið til nokkurra ára í senn og hefjast viðræður um áfram- hald þeirra á næstu misserum. Katrín bendir á að þann 9. maí síð- astliðinn gerðu opinberu háskólarn- ir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Ís- lands og Hólaskóli-Háskólinn á Hól- um með sér samkomulag um sam- eiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Það sé því ekki þannig að ekk- ert sé í gangi í viðræðum um samein- ingar- og hagræðingaraðgerðir hjá ís- lenskum háskólum. „Við höfum verið að vinna að hagræðingu, auknu sam- starfi og verkaskiptingu frá hruni,“ segir Katrín aðspurð hvort nægilega mikið hafi verið farið í sparnaðar- aðgerðir innan háskólanna. Offramboð á framhaldsnámi Ýmsir aðilar hafa lýst þeirri skoðun sinni að bæta ætti grunnnámið á há- skólastigi á Íslandi og minnka fram- boð á framhaldsnámi. Þeir sem færu í framhaldsnám ættu að fara til út- landa. „Eftir grunnnám á að senda alla til útlanda í meira nám, allt ann- að er vitleysa... Þessi stefna hjá Há- skóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum heimsins er óraun- hæf og í mínum huga er þetta ekki einu sinni eftirsóknarvert markmið vegna þess að það hefði í för með sér gríðarlega uppbyggingu á framhalds- námi á meðan við ættum að einbeita Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Háskóli Íslands Fjármál fyrirtækja Mannauðsstjórnun Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Reikningsskil og endurskoðun Skattaréttur og reikningsskil Stjórnun og stefnumótun Viðskiptafræði MBA-nám Fjármálahagfræði* Viðskiptafræðingar geta sótt þetta nám hjá hagfræðideild Háskólinn Í REykjavÍk Fjármál fyrirtækja Fjárfestingastjórnun Alþjóðaviðskipti Reikningshald og endurskoðun Organisational Behaviour and Talent Management MBA-nám Háskólinn á BifRöst Alþjóðaviðskipti MS Háskólinn á akuREyRi Meistaranám í viðskiptafræði Úrval meistaranáms í viðskiptafræði Háskóli Íslands Meistaranám í lögfræði (Mag.jur.) Meistaranám (LL.M) í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti Þverfaglegt meistaranám í skattarétti og reikningsskilum Háskólinn Í REykjavÍk ML í lögfræði Háskólinn á BifRöst ML í lögfræði Háskólinn á akuREyRi ML í lögfræði LL.M í heimskautarétti Úrval meistaranáms í lögfræði Háskóli Íslands Msc. í fjármálaverkfræði Msc. í hugbúnaðarverkfræði Msc. í iðnaðarverkfræði Msc. í rafmagns- og tölvuverkfræði Msc. í rafmagnsverkfræði Msc. í tölvuverkfræði Msc. í umhverfisverkfræði Msc. í vélaverkfræði Háskólinn Í REykjavÍk Msc. í fjármálaverkfræði Msc. í heilbrigðisverkfræði Msc. í hátækniverkfræði Msc. í rekstrarverkfræði Msc. í vélaverkfræði Úrval meistaranáms í verkfræði Doktorsnemendur á Íslandi eftir greinum 2010 og 10 fjölmennustu greinarnar: Heildarfjöldi 478 Uppeldis- og menntunarfræði 68 Líffræði 43 Heilbrigðisvísindi 31 Félagsfræði 18 Eðlisfræði 16 Efnafræði 16 Mannfræði 15 Sagnfræði 15 Jarðfræði 14 Viðskiptafræði 14 Doktorsnemendur á Íslandi eftir greinum Hækkun útgjalda ríkisins til háskólanna 2000–2011: Framlag 2000 Framlag 2011 Hækkun Háskólinn á Bifröst 59 milljónir 305 milljónir 417% Lánasj. ísl.náms.(LÍN) 2.010 milljónir 8.234 milljónir 310% Háskólinn í Reykjavík 475 milljónir 1.911 milljónir 302% Listaháskólinn 157 milljónir 614 milljónir 291% Háskólinn á Akureyri 369 milljónir 1.302 milljónir 253% Háskóli Íslands 3.528 milljónir 9.561 milljónir 171% Gjöld/ menntamálaráðuneyti 21,2 milljarðar 57,1 milljarður 170% Ráðstöfunartekjur 1.242 þús. kr. 2.431 þús. kr.* 96% *Ráðstöfunartekjur 2009. Ekki til upplýsingar fyrir 2011 Hækkun útgjalda ríkisins til háskólanna n Ekki enn orðið af sameiningu Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst n katrín jakobsdóttir segir merkilegt að tala um einkarekna háskóla á Íslandi þar sem þeir séu að mestu fjármagnaðir af ríkinu Háskóli Íslands Útgjöld ríkisins til Háskóla Íslands hafa hækkað úr 3,5 milljörðum árið 2000 í rúma 9,5 milljarða árið 2011.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.