Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Page 22
22 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað
HÁSKÓLARNIR BLÁSA ÚT
Segja má að háskólanám á Íslandi
hafi blásið út frá síðustu aldamót-
um. Það sést vel á námsframboði há-
skólanna. Gott dæmi um það er að
Íslendingum býðst að stunda meist-
aranám í bæði viðskipta- og lögfræði
við fjóra háskóla hérlendis. Hlýtur
það að vera einsdæmi hjá þjóð sem
telur um 300 þúsund manns. Einnig
má nefna að fjöldi doktorsnema hef-
ur þrettánfaldast undanfarin áratug
og er fjöldi þeirra nú að nálgast 500.
DV leitaði til Katrínar Jakobsdótt-
ur, mennta- og menningarmálaráð-
herra og spurði hana hvort einhverj-
ar áherslubreytingar hefðu orðið á
háskólanámi eftir bankahrunið og
um framtíðarstefnu í þeim efnum.
Ekkert af sameiningu Bifrastar
og HR
Sameining háskóla á Íslandi er eitt
þeirra mála sem hafa komið til tals í
kjölfar niðurskurðar í menntamálum.
Í nóvember árið 2010 var sameining-
arviðræðum Háskólans í Reykjavík
og Háskólans á Bifröst slitið. Afstaða
Magnúsar Árna Magnússonar, þáver-
andi rektors á Bifröst, sem setti sig á
móti sameiningunni réð miklu um að
viðræðunum var slitið. Ekkert frekar
hefur heyrst af sameiningarviðræð-
um háskólanna tveggja síðan þeim
var slitið fyrir meira en sex mánuðum.
„Við höfum hvatt forsvarsmenn
Háskólans í Reykjavík og Háskólans á
Bifröst til þess að ræða saman. Þetta
er þó á þeirra forsendum því þetta
eru einkareknir skólar,“ segir Katrín
Jakobsdóttir. Þess skal getið að sam-
kvæmt núverandi fjárlagafrumvarpi
fá þessir skólar um 2,2 milljarða króna
á ári frá ríkissjóði. Auk þess fjármagn-
ar Lánasjóður íslenskra námsmanna
(LÍN) að stórum hluta það sem upp
á vantar í formi skólagjaldalána. Því
hlýtur að mega setja spurningarmerki
við það hversu „einkareknir“ þess-
ir skólar séu. Báðir þessir skólar gera
samninga við ríkið til nokkurra ára í
senn og hefjast viðræður um áfram-
hald þeirra á næstu misserum.
Katrín bendir á að þann 9. maí síð-
astliðinn gerðu opinberu háskólarn-
ir fjórir, Háskóli Íslands, Háskólinn
á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Ís-
lands og Hólaskóli-Háskólinn á Hól-
um með sér samkomulag um sam-
eiginlega stoðþjónustu á ákveðnum
sviðum. Það sé því ekki þannig að ekk-
ert sé í gangi í viðræðum um samein-
ingar- og hagræðingaraðgerðir hjá ís-
lenskum háskólum. „Við höfum verið
að vinna að hagræðingu, auknu sam-
starfi og verkaskiptingu frá hruni,“
segir Katrín aðspurð hvort nægilega
mikið hafi verið farið í sparnaðar-
aðgerðir innan háskólanna.
Offramboð á framhaldsnámi
Ýmsir aðilar hafa lýst þeirri skoðun
sinni að bæta ætti grunnnámið á há-
skólastigi á Íslandi og minnka fram-
boð á framhaldsnámi. Þeir sem færu
í framhaldsnám ættu að fara til út-
landa. „Eftir grunnnám á að senda
alla til útlanda í meira nám, allt ann-
að er vitleysa... Þessi stefna hjá Há-
skóla Íslands um að verða einn af 100
bestu háskólum heimsins er óraun-
hæf og í mínum huga er þetta ekki
einu sinni eftirsóknarvert markmið
vegna þess að það hefði í för með sér
gríðarlega uppbyggingu á framhalds-
námi á meðan við ættum að einbeita
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Háskóli Íslands
Fjármál fyrirtækja
Mannauðsstjórnun
Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti
Reikningsskil og endurskoðun
Skattaréttur og reikningsskil
Stjórnun og stefnumótun
Viðskiptafræði
MBA-nám
Fjármálahagfræði*
Viðskiptafræðingar geta sótt þetta nám hjá hagfræðideild
Háskólinn Í REykjavÍk
Fjármál fyrirtækja
Fjárfestingastjórnun
Alþjóðaviðskipti
Reikningshald og endurskoðun
Organisational Behaviour and Talent Management
MBA-nám
Háskólinn á BifRöst
Alþjóðaviðskipti MS
Háskólinn á akuREyRi
Meistaranám í viðskiptafræði
Úrval meistaranáms í viðskiptafræði
Háskóli Íslands
Meistaranám í lögfræði (Mag.jur.)
Meistaranám (LL.M) í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti
Þverfaglegt meistaranám í skattarétti og reikningsskilum
Háskólinn Í REykjavÍk
ML í lögfræði
Háskólinn á BifRöst
ML í lögfræði
Háskólinn á akuREyRi
ML í lögfræði
LL.M í heimskautarétti
Úrval meistaranáms í lögfræði Háskóli Íslands
Msc. í fjármálaverkfræði
Msc. í hugbúnaðarverkfræði
Msc. í iðnaðarverkfræði
Msc. í rafmagns- og tölvuverkfræði
Msc. í rafmagnsverkfræði
Msc. í tölvuverkfræði
Msc. í umhverfisverkfræði
Msc. í vélaverkfræði
Háskólinn Í REykjavÍk
Msc. í fjármálaverkfræði
Msc. í heilbrigðisverkfræði
Msc. í hátækniverkfræði
Msc. í rekstrarverkfræði
Msc. í vélaverkfræði
Úrval meistaranáms í verkfræði
Doktorsnemendur á Íslandi eftir greinum 2010 og 10 fjölmennustu greinarnar:
Heildarfjöldi 478
Uppeldis- og menntunarfræði 68
Líffræði 43
Heilbrigðisvísindi 31
Félagsfræði 18
Eðlisfræði 16
Efnafræði 16
Mannfræði 15
Sagnfræði 15
Jarðfræði 14
Viðskiptafræði 14
Doktorsnemendur á Íslandi eftir greinum
Hækkun útgjalda ríkisins til háskólanna 2000–2011:
Framlag 2000 Framlag 2011 Hækkun
Háskólinn á Bifröst 59 milljónir 305 milljónir 417%
Lánasj. ísl.náms.(LÍN) 2.010 milljónir 8.234 milljónir 310%
Háskólinn í Reykjavík 475 milljónir 1.911 milljónir 302%
Listaháskólinn 157 milljónir 614 milljónir 291%
Háskólinn á Akureyri 369 milljónir 1.302 milljónir 253%
Háskóli Íslands 3.528 milljónir 9.561 milljónir 171%
Gjöld/ menntamálaráðuneyti 21,2 milljarðar 57,1 milljarður 170%
Ráðstöfunartekjur 1.242 þús. kr. 2.431 þús. kr.* 96%
*Ráðstöfunartekjur 2009. Ekki til upplýsingar fyrir 2011
Hækkun útgjalda ríkisins til háskólanna
n Ekki enn orðið af sameiningu Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst n katrín jakobsdóttir segir
merkilegt að tala um einkarekna háskóla á Íslandi þar sem þeir séu að mestu fjármagnaðir af ríkinu
Háskóli Íslands Útgjöld ríkisins til Háskóla
Íslands hafa hækkað úr 3,5 milljörðum árið
2000 í rúma 9,5 milljarða árið 2011.