Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 24
24 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað Sumarsýningin FLUG Sumarsýning TRYGGVASAFNS í Safnahúsinu í Neskaupstað opnar á sjómannadaginn, sunnudaginn 5. júní, kl. 13.00. Sýningin verður opin frá kl. 13.00 til 17.00 alla daga í sumar. Meginuppistaðan í sýningunni í ár eru myndir sem tengjast flugi af ýmsum toga, fuglar, flugvélar, flugur o.fl. Því ber sýningin heitið FLUG. Einnig verða á sýningunni einstakar og litríkar myndir Tryggva Ólafssonar sem tengjast börnum og leikföngum þeirra. Listaverkabók um Tryggva Myndskreytt póstkort Grafíkmyndir Til sölu í Safnahúsinu eru: Sumarsýningin FLUG Sumarsýning TRYGGVASAFNS í Safnahúsinu í Neskaupstað opnar á sjómannadaginn, sunnudaginn 5. júní, kl. 13.00. Sýningin verður opin frá kl. 13.00 til 17.00 alla daga í sumar. Meginuppistaðan í sýningunni í ár eru myndir sem tengjast flugi af ýmsum toga, fuglar, flugvélar, flugur o.fl. Því ber sýningin heitið FLUG. Einnig verða á sýningunni einstakar og litríkar myndir Tryggva Ólafssonar sem tengjast börnum og leikföngum þeirra. Listaverkabók um Tryggva Myndskreytt póstkort Grafíkmyndir Til sölu í Safnahúsinu eru: Skiptum hjá eignarhaldsfélögunum Hnokka, Hvannborg, Skarfhóli og Yfir heiðar lauk á þriðudaginn. Eng- ar eignir fundust upp í tæplega 18 milljarða króna skuldir félaganna. Kemur þetta fram í Lögbirtinga- blaðinu. Félögin fjögur fengu hvert um sig þriggja milljarða króna lán- veitingu frá Glitni til að kaupa hluta- bréf í Glitni og FL Group af Stími og sat Stím eftir með 20 prósent af þeim hlutabréfum í félögunum sem félagið hafði keypt upphaflega. Félagið Stím var stofnað í nóvem- ber árið 2007. Við stofnun fjárfesti Stím í 3,8 prósenta hlut í FL Group fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3 pró- senta hlut í Glitni fyrir 16,4 millj- arða króna. Lánaði Glitnir fyrir um 80 prósent af kaupverðinu sem nam samtals 24,8 milljörðum króna. Í apríl 2008 voru síðan stofnuð fjögur dótturfélög sem nú eru gjaldþrota og keyptu þau 80 prósent af hluta- bréfum Stíms í Glitni og FL Group. Í fyrstu var ætlunin að selja umrædd dótturfélög en það gekk ekki eftir og því voru þau áfram í eigu Stíms. Stím hefur verið til rannsókn- ar hjá sérstökum saksóknara um nokkurt skeið. Eins og kunnugt er gerði embættið húsleit á 16 stöðum í nóvember árið 2010 og handtók níu manns í tengslum við rannsókn á fimm málum tengdum starfsemi Glitnis, þar á meðal málum Stíms. Ragnar Baldursson, lögmaður og skiptastjóri þrotabúanna fjögurra segist ekki hafa farið fram á rann- sókn á málefnum þeirra þar sem Stímmálið sé þegar í rannsókn hjá sérstökum saksóknara. Í samtali við DV segir Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, að rannsókn á málefnum Glitnis miði ágætlega. Málefni Stíms og ráðstöfun á hluta- bréfum félagsins vegna gruns um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og FL Group teljast hluti af þeirri rannsókn sem snertir Glitni. Stofnuð af KPMG Nokkuð er fjallað um þessi félög í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Félögin fjögur voru stofnuð af endurskoðendafyrirtækinu KPMG í janúar 2008. Þau hétu upphaf- lega FS 49 ehf., FS 54 ehf., FS 55 ehf. og FS 56 ehf. en nöfnum þeirra var breytt í lok mars 2008. Þess skal get- ið að Stím hét upphaflega FS 37 ehf. Samkvæmt skýrslu rannsók - arnefndar Alþingis lagði áhættu- nefnd Glitnis það til þann 31. mars 2008 að félögin fjögur myndu kaupa 80 prósent af hlutabréfum Stíms í Glitni og FL Group. Þegar Stím seldi bréfin sín í Glitni í apríl 2008 höfðu hlutabréf félagsins lækkað um 30 prósent frá því að þau voru keypt í nóvember 2007. Hafði gengi þeirra lækkað úr 25 í 17,5. Upphaflega sátu þeir Ágúst Þórhallsson og Flosi Ei- ríksson í stjórn félaganna fjögurra fyrir hönd KPMG. Í júní 2008 fóru þeir úr stjórn félaganna og varð þá Ólafur Haraldsson, lögmaður hjá Lex lögmannstofu, stjórnarfor- maður í félögunum og í vararstjórn þeirra settist Ragnheiður M. Ólafs- dóttir, einnig lögmaður hjá Lex. 18 MILLJARÐA GJALDÞROT Glitnir lét stofna félögin Áhættunefnd Glitnis ákvað í lok mars 2008 að láta stofna félögin fjögur til að kaupa eignir af félaginu Stími. Ekkert fékkst upp í 18 milljarða kröfur. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „ Í samtali við DV segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að rannsókn á málefnum Glitnis miði ágætlega. n Engar eignir upp í 18 milljarða króna skuldir fjögurra dótturfélaga Stíms n Keyptu 80 prósent af hlutabréfum Stíms í Glitni og fL Group eftir að bréfin hríðféllu n Sérstakur saksóknari með málið Nafn Lýstar kröfur Hvannborg 4,454 milljarðar Yfir heiðar 4,419 milljarðar Skarfhóll 4,445 milljarðar Hnokki 4,444 milljarðar Samtals: 17,8 milljarðar Lýstar kröfur í þrotabú félaganna: Stím í rannsókn Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að rannsókn embættisins á málefnum tengdum Glitni miði ágætlega. Stímmálið er hluti af þeirri rannsókn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.