Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Page 24
24 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað
Sumarsýningin FLUG
Sumarsýning TRYGGVASAFNS í Safnahúsinu í Neskaupstað opnar á sjómannadaginn, sunnudaginn 5. júní, kl. 13.00.
Sýningin verður opin frá kl. 13.00 til 17.00 alla daga í sumar.
Meginuppistaðan í sýningunni í ár eru myndir sem tengjast flugi af ýmsum toga, fuglar, flugvélar, flugur o.fl.
Því ber sýningin heitið FLUG.
Einnig verða á sýningunni einstakar og litríkar myndir Tryggva Ólafssonar sem tengjast börnum og leikföngum þeirra.
Listaverkabók um Tryggva
Myndskreytt póstkort
Grafíkmyndir
Til sölu í Safnahúsinu eru:
Sumarsýningin FLUG
Sumarsýning TRYGGVASAFNS í Safnahúsinu í Neskaupstað opnar á sjómannadaginn, sunnudaginn 5. júní, kl. 13.00.
Sýningin verður opin frá kl. 13.00 til 17.00 alla daga í sumar.
Meginuppistaðan í sýningunni í ár eru myndir sem tengjast flugi af ýmsum toga, fuglar, flugvélar, flugur o.fl.
Því ber sýningin heitið FLUG.
Einnig verða á sýningunni einstakar og litríkar myndir Tryggva Ólafssonar sem tengjast börnum og leikföngum þeirra.
Listaverkabók um Tryggva
Myndskreytt póstkort
Grafíkmyndir
Til sölu í Safnahúsinu eru:
Skiptum hjá eignarhaldsfélögunum
Hnokka, Hvannborg, Skarfhóli og
Yfir heiðar lauk á þriðudaginn. Eng-
ar eignir fundust upp í tæplega 18
milljarða króna skuldir félaganna.
Kemur þetta fram í Lögbirtinga-
blaðinu. Félögin fjögur fengu hvert
um sig þriggja milljarða króna lán-
veitingu frá Glitni til að kaupa hluta-
bréf í Glitni og FL Group af Stími
og sat Stím eftir með 20 prósent
af þeim hlutabréfum í félögunum
sem félagið hafði keypt upphaflega.
Félagið Stím var stofnað í nóvem-
ber árið 2007. Við stofnun fjárfesti
Stím í 3,8 prósenta hlut í FL Group
fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3 pró-
senta hlut í Glitni fyrir 16,4 millj-
arða króna. Lánaði Glitnir fyrir um
80 prósent af kaupverðinu sem nam
samtals 24,8 milljörðum króna. Í
apríl 2008 voru síðan stofnuð fjögur
dótturfélög sem nú eru gjaldþrota
og keyptu þau 80 prósent af hluta-
bréfum Stíms í Glitni og FL Group. Í
fyrstu var ætlunin að selja umrædd
dótturfélög en það gekk ekki eftir
og því voru þau áfram í eigu Stíms.
Stím hefur verið til rannsókn-
ar hjá sérstökum saksóknara um
nokkurt skeið. Eins og kunnugt er
gerði embættið húsleit á 16 stöðum
í nóvember árið 2010 og handtók
níu manns í tengslum við rannsókn
á fimm málum tengdum starfsemi
Glitnis, þar á meðal málum Stíms.
Ragnar Baldursson, lögmaður og
skiptastjóri þrotabúanna fjögurra
segist ekki hafa farið fram á rann-
sókn á málefnum þeirra þar sem
Stímmálið sé þegar í rannsókn hjá
sérstökum saksóknara. Í samtali við
DV segir Ólafur Þór Hauksson, sér-
stakur saksóknari, að rannsókn á
málefnum Glitnis miði ágætlega.
Málefni Stíms og ráðstöfun á hluta-
bréfum félagsins vegna gruns um
markaðsmisnotkun með hlutabréf
í Glitni og FL Group teljast hluti af
þeirri rannsókn sem snertir Glitni.
Stofnuð af KPMG
Nokkuð er fjallað um þessi félög í
skýrslu rannsóknarnefndar Alþing-
is. Félögin fjögur voru stofnuð af
endurskoðendafyrirtækinu KPMG
í janúar 2008. Þau hétu upphaf-
lega FS 49 ehf., FS 54 ehf., FS 55 ehf.
og FS 56 ehf. en nöfnum þeirra var
breytt í lok mars 2008. Þess skal get-
ið að Stím hét upphaflega FS 37 ehf.
Samkvæmt skýrslu rannsók -
arnefndar Alþingis lagði áhættu-
nefnd Glitnis það til þann 31. mars
2008 að félögin fjögur myndu kaupa
80 prósent af hlutabréfum Stíms í
Glitni og FL Group. Þegar Stím seldi
bréfin sín í Glitni í apríl 2008 höfðu
hlutabréf félagsins lækkað um 30
prósent frá því að þau voru keypt í
nóvember 2007. Hafði gengi þeirra
lækkað úr 25 í 17,5. Upphaflega sátu
þeir Ágúst Þórhallsson og Flosi Ei-
ríksson í stjórn félaganna fjögurra
fyrir hönd KPMG. Í júní 2008 fóru
þeir úr stjórn félaganna og varð
þá Ólafur Haraldsson, lögmaður
hjá Lex lögmannstofu, stjórnarfor-
maður í félögunum og í vararstjórn
þeirra settist Ragnheiður M. Ólafs-
dóttir, einnig lögmaður hjá Lex.
18 MILLJARÐA GJALDÞROT
Glitnir lét stofna félögin Áhættunefnd Glitnis ákvað í lok mars 2008 að láta stofna félögin fjögur til að kaupa eignir af félaginu Stími.
Ekkert fékkst upp í 18 milljarða kröfur.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
„ Í samtali við DV
segir Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur
saksóknari, að rannsókn
á málefnum Glitnis miði
ágætlega.
n Engar eignir upp í 18 milljarða króna skuldir fjögurra dótturfélaga Stíms n Keyptu 80 prósent af
hlutabréfum Stíms í Glitni og fL Group eftir að bréfin hríðféllu n Sérstakur saksóknari með málið
Nafn Lýstar kröfur
Hvannborg 4,454 milljarðar
Yfir heiðar 4,419 milljarðar
Skarfhóll 4,445 milljarðar
Hnokki 4,444 milljarðar
Samtals: 17,8 milljarðar
Lýstar kröfur í
þrotabú félaganna:
Stím í rannsókn Ólafur Þór Hauksson,
sérstakur saksóknari, segir að rannsókn
embættisins á málefnum tengdum Glitni
miði ágætlega. Stímmálið er hluti af þeirri
rannsókn.