Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2011, Blaðsíða 50
50 | Lífsstíll 3.–5. júní 2011 Helgarblað G önguleiðin yfir Fimmvörðu- háls hefur alltaf verið vinsæl meðal útivistarfólks. Yfir háls- inn hafa þúsundir manna lagt leið sína hvert sumar árum saman. Sérstaklega hafa Jónsmessugöng- ur Útivistar verið vinsælar en þá er gengið yfir hálsinn hina töfrum slungnu Jónsmessunótt og morgun- ljósið á brúnum Bröttufannar yfir Goðalandi gleymist engum sem séð hefur. Stundum hafa nokkur hundr- uð manns tekið þátt í þessum göng- um og endað ógleymanlega göngu- ferð niðri í Básum þar sem Útivist á glæsilega skála og góða aðstöðu. Þar er hefð að grilla og gleðjast yfir vel unnu verki. Nýtt aðdráttarafl Síðastliðið ár bættist Fimmvörðu- hálsi nýtt aðdráttarafl þegar skamm- vinnt gos varð á hálsinum í aðdrag- anda gossins í hinum heimsfræga Eyjafjallajökli. Frá tveimur gíg- um skammt ofan Bröttufannarfells streymdu eldfossar bráðins hrauns niður í Hrunagil og Hvannárgil og heimsbyggðin stóð á öndinni yfir myndum af þessum einstöku nátt- úruundrum. Hrauntungurnar runnu yfir gönguleiðina yfir Fimmvörðu- háls en fljótlega eftir að gosi lauk var stikuð leið yfir hið nýrunna hraun meðfram gígunum gegnum hið ný- skapaða land. Nú gefst göngumönnum ein- stakt tækifæri til að ganga um heitt hraun, komast í návígi við nýmynd- aða klepra- og gjallgíga sem urðu til í gosinu og hrífast af krafti náttúr- unnar. Gígarnir bera nöfnin Magni og Móði og eru heiti þeirra komin úr norrænni goðafræði. Þessir nýju gígar hafa enn auk- ið aðdráttarafl Fimmvörðuháls og í fyrrasumar var stöðugur straumur fólks upp að gosstöðvunum. Ekkert lát verður á þessu í sumar og má bú- ast við meiri umferð á þessum slóð- um en nokkru sinni fyrr. Hversu erfitt er að ganga yfir hálsinn? Segja má að tveir möguleikar standi til boða þeim sem vilja ganga að nýju gosstöðvunum. Annars veg- ar sá að aka inn í Þórsmörk í Bása og ganga frá Strákagili upp Kattar- hryggi, um Heiðarhorn og Morins- heiði og Bröttufönn. Þetta er um sjö kílómetra ganga fram og til baka en gígarnir eru í 1.000 metra hæð svo talsverð hækkun er á leiðinni. Hin leiðin er að hefja gönguna við Skóga undir Eyjafjöllum. Þá er geng- ið um Skógaheiði upp með Skógá sem fellur í 23 fossum ofan fjallið. Þeir eru hver öðrum fallegri og tign- arlegri. Sumir eru með steinbogum og gluggum, aðrir breiðir og tignar- legir og enn aðrir háir og hrikalegir. Þessi leið er 24 kílómetra löng frá Skógum að Strákagilskjafti innan við Bása. Hæst er farið í 1.050 metra hæð á hryggnum efst á hálsinum þar sem drifhvítir jöklarnir Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull standa hvor til sinnar handar. Er hægt að gista þarna uppi? Á Fimmvörðuhálsi eru tvö hús. Efst á hálsinum er Fimmvörðuskáli í eigu Útivistar. Hann er reisulegt hús og þar er hægt að leita gistingar við góð- ar aðstæður. Þannig er hægt að skipta þessu verkefni í tvennt og njóta nátt- úrufegurðar hálsins við margvísleg birtuskilyrði. Skálinn stendur þar sem Fjallamenn Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal reistu sinn fyrsta fjallaskála árið 1940. Í tæplega 1.000 metra hæð sunn- an í Fimmvörðuhálsi stendur svo Baldvinsskáli sem er í eigu Ferða- félags Íslands. Skálinn er orðinn allhrörlegur og engum manni þar boðleg næturvist sem stendur en endurbætur munu vera í farvatninu. Hvernig er ástandið núna? Í hinu nýafstaðna snarpa Gríms- vatnagosi dreifðist aska víða um Suðurland og Suðausturland. Fimmvörðu- háls fór ekki varhluta af því en aska úr Grímsvötnum barst á svæðið. Síðuhöfund- ur leiddi hóp af fólki frá Há- skóla Íslands yfir Fimm- vörðuháls um síðustu helgi. Engin óþæg- indi höfðu göngumenn af Grímsvatnaösku en sáu hana liggja eins og brúna slikju yfir öllum fönnum þótt hennar yrði ekkert vart utan þess. Svarta ask- an úr Eyjafjallajökli liggur enn eins og þykkt teppi yfir allri Skógaheiði og Fimmvörðuhálsi og liggja skafl- ar í lægðum og skorningum. Í ám og lækjum má glöggt sjá stöðugan sandburð þar sem náttúran vinnur ötullega að því að koma öskunni til sjávar. Fyrir vikið getur verið erfitt að finna tært og girnilegt vatn á leiðinni og rétt að hafa það í huga þegar lagt er af stað. Mikill snjór var á Fimmvörðu- hálsi um helgina og má segja að gengið hafi verið í samfelldum snjó frá því skammt neðan við Baldvins- skála í um 800 metra hæð og allt nið- ur á Morinsheiði. Snjórinn var blaut- ur og þéttur og tafði ferðalanga ekki að ráði. Efst á hálsinum má segja að þrjú litbrigði hafi verið allsráðandi. Einn liturinn er hinn svarti sandur eða aska sem kom úr Eyjafjallajökli í fyrra, annar er hin brúna slikja úr Grímsvötnum sem féll í vor og svo lá drifhvítt nýsnævi yfir stórum hluta landsins. Þetta gaf umhverfinu afar sérstakan svip og minnti útsýnið á köflum á grafíkmynd. Gígar vöktu hrifningu Hópurinn sem fylgdi síðuskrifara yfir hálsinn um helgina var léttur á fæti og lauk göngunni á 10 tímum sem telst í góðu meðallagi. Við héldum hópinn alla leið og eyddum miklum tíma í áningar og rannsóknir við nýju gígana þar sem nokkur leit var gerð að ankaramíti í nýrunnu hrauni sem bar þó ekki árangur. Það er einstök tilfinning að standa við nýtt land eins og það sem ligg- ur undir fótum göngumanna við Magna og Móða. Svo tók Brattafönn við þar sem menn og konur renndu sér skríkjandi af kæti niður brattar brekkur í nýjum snjó. Nokkuð var um andköf utan í Heljarkambi þar sem þræða þurfti snjógötu utan í snar- bröttum kambinum og þótti mönn- um nokkuð hátt niður í Hvannár- gilið. Keðjan sem venjulega veitir göngumönnum sálarstyrk var á kafi í fönninni. Svo ösluðu göngugarp- ar krapatjarnir á sléttri Morinsheiði og hertu huga sinn á hinum tæpu Kattarhryggjum. Grillað lambakjöt í Langadal um kvöldið rann ljúf- lega niður og svo lauk kvöldvökunni með keppni í stígvélakasti sem er fá- gæt jaðaríþrótt sem byggir á flókinni tækni. Fréttir af Fimmvörðuhálsi Fínt lag af brúnni Grímsvatnaösku þekur fannir. Nýjar rannsóknir síðuskrifara í Þórsmörk leiddu í ljós að þar ilmar birkið eins og það hefur alltaf gert. Þegar rótað er í grasinu má víða finna svarta ösku úr Eyjafjallajökli en brúna askan úr Gríms­ vötnum sést hvergi. Ótrúlegt er að sjá hve gróðurríkið í Þórsmörk hefur náð sér vel á strik og svæði sem sýndust svört og lífvana í goslok í fyrra eru skrúðgræn og ilmandi í vor. Óhætt er að mæla með ferðalagi í Þórsmörk til að rifja upp gömul kynni eða upplifa þá fágætu töfra sem þessi einstaki staður býr yfir. Vegurinn inn í Þórsmörk er í góðu ástandi og má telja vel fært fyrir fjórhjóladrifs­ bíla af öllum stærðum í Bása. Til þess að komast í Langadal og Húsadal þarf að aka yfir Krossá sem er varhugavert vatns­ fall og breytilegt eftir dögum. Engin aska sjáanleg í Þórsmörk Göngumenn Komnir í fulla hæð á Fimmvörðuhálsi um helgina. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfesti verndaráætlun Vatnajökuls­ þjóðgarðs í vetur. Nokkrir urðu til þess að gera athugasemdir við fáein ákvæði í áætluninni. Í kjölfarið fól ráðherra stjórn garðsins að setja á fót samráðshóps sem vinna skyldi að sátt um verndar­ áætlunina. Þessi hópur hefur nú tekið til starfa og er skipaður níu fulltrúum ólíkra aðila sem allir eiga hagsmuna að gæta. Samráðshópurinn mun að loknu starfi skila tillögum til stjórnar þjóðgarðsins um það hvernig best sé að ná víðtækri sátt og samstöðu um verndaráætlun þjóðgarðsins. Sáttahópurinn hefur þegar fundað einu sinni en samkvæmt heimildum síðuskrifara telja menn þar talsvert starf fyrir höndum og ólíklegt að því ljúki fyrr en í haust. Hópurinn er skipaður eftirtöldum aðilum: Vélknúin umferð: Elín Björg Ragnarsdóttir Samút: Guðrún Inga Bjarnadóttir Fulltrúi ferðaþjónustunnar: Gunnar Valur Sveinsson Göngu­ og hjólreiðamenn: Þórður Höskuldsson Hestamenn: Ragnhildur Sigurðardóttir Sveitarfélög: Eydís Indriðadóttir Umhverfissamtök: Elín Erlingsdóttir Náttúrufræðistofnun: Trausti Baldursson Vatnajökulsþjóðgarður: Kári Kristjánsson Sáttahópurinn hefur störf Páll Ásgeir Ásgeirsson Útivist Náttúrufegurð Fagrir fossar í Skógá. Gufuský Í heitu hrauni við Magna og Móða efst á hálsinum. Göngumenn Feta sig yfir Heljarkamb neðan Bröttufannar. Skáli Útivistar Í brúnflekkóttum fönnum efst á hálsinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.