Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Qupperneq 2
2 Fréttir 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Dularfullur beina- funDur á blönDuósi n Ung kona fann í fjöru tvö bein sem hún telur vera úr manni V ið fundum fyrsta beinið þegar ég fór með fósturdótt- ur minni og mömmu niður í fjöru. Ég sýndi manninum mínum síðan beinið þegar ég kom heim. Ég hélt fyrst að þetta væri bein úr nautgrip, en hann var alveg viss um að þetta væri manna- bein. Við fórum því á netið og skoð- uðum myndir af alls konar beinum, manna og dýra. Það eina sem pass- aði, að okkar mati, var mannabein, eða stórt bein úr sköflungi,“ seg- ir Þóra Dögg Guðmundsdóttir, 19 ára, sem búsett er á Blönduósi, um beinafund hennar í fjöru við bæinn í fyrrahaust. Kalt inni í frystinum Þóra Dögg leitaði ráða hjá föður sín- um varðandi hvað hún ætti að gera við beinið sem ráðlagði henni að fara með það til lögreglunnar. „Ég fór því með beinið til lögreglunnar, en áður hafði ég sagt tengdaföður mínum frá beinafundinum og hann hafði hringt í miðil. Þá hafði miðillinn sagt að þetta væri bein úr manni sem þekkti orkuna mína og að sá væri glaður að það væri loksins búið að finna bein- in.“ Tengdafaðir Þóru Daggar hringdi í hana eftir samtal sitt við miðilinn með þau skilaboð að hún ætti ekki að geyma beinin í frysti, eins og hún hafði gert. Þóra segir sér hafa brugðið þar sem aðeins hún og tveir aðrir hafi vitað að beinin væri geymd í frystin- um. „Miðillinn hafi sagt að mannin- um hafi verið kalt í sjónum og hann vildi ekki vera geymdur í frysti. Það var áður en ég fór með beinið til lög- reglunnar svo ég tók það úr frystin- um og setti það á hillu.“ Annað bein og dularfullir atburðir Eftir þetta fór Þóra Dögg með beinið til lögreglunnar sem bað dýralækninn á staðnum að kíkja á beinið. Dýralæknirinn sagði bein- ið vera úr nauti, en Þóra Dögg var þó ekki sannfærð. „Ég heyrði síðan að miðillinn hefði sagt við tengda- pabba að ég ætti að fara aftur á staðinn til að finna annað bein. Þá fór ég með pabba mínum aftur í fjöruna og ætlaði að sýna honum hvar ég hafði fundið beinið. Áður en ég gat sagt honum það sá ég annað bein. Alveg á nákvæmlega sama stað.“ Aftur fór Þóra Dögg á netið að skoða myndir af beinum og í þetta skipti sýndist henni þetta vera bein úr framhandlegg. „Mér er sagt að beinin séu úr ungum manni. Hann hafi þekkt orkuna mína og að þetta hafi verið plan hjá hon- um. Ég geymi þetta bein sem ég fann seinna hérna heima hjá mér og það hafa mjög skrýtnir atburð- ir verið að gerast.“ Hún nefnir meðal annars að þakið á húsinu þeirra hafi skyndilega byrjað að leka. „Það hefur aldrei lekið og lak beint þar sem koddinn er á rúminu mínu inni í svefnherbergi hjá mér. Svo hætti allt í einu heita vatn- ið að virka. En hjá pabba mínum sem býr í sömu götu og ég virkaði það fínt. Svo er hann búinn að láta vita af sér með öðrum hætti annað slagið.“ Samkvæmt Þóru fórst ungi maðurinn, sem um ræðir, á sjó og hafa líkamsleifar hans aldrei fund- ist. Vill láta beinið í vígða mold Þar sem dýralæknirinn taldi að beinin væri úr nautgrip sá lögregl- an ekki ástæðu til þess að rann- saka þau frekar. „Beinið sem ég fann fyrst er enn hjá lögreglunni en ég vildi ekki fara með seinna beinið, því ég vil ekki að það glat- ist. Ef þetta er úr manni vil ég að það fari í vígða mold en verði ekki geymt í kassa á lögreglustöð.“ Eng- inn læknir er með fasta viðveru á Blönduósi en Þóra segist ætla að fá héraðslækni til að skoða beinið fyr- ir sig þegar hann kemur á staðinn í sumar. „Síðan ætla ég að fara með það til prestsins og láta grafa það í vígða mold.“ Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Síðan ætla ég að fara með það til prestsins og láta grafa það í vígða mold. Geir sakfelldur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var sakfelld- ur á mánudag í einum af fjórum ákæruliðum í landsdóms- málinu. Hann var sakfelldur fyrir að hafa ekki haldið ráðherra- fundi um mikil- væg málefni en ekki gerð refsing. Í DV á miðviku- dag var ítarlega fjallað um málið og þá sérstaklega þá dómara sem áttu sæti í landsdómi. Margir þeirra hafa pólitísk tengsl og töldu til að mynda nokkrir dómarar sem skipaðir voru af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins að Geir væri saklaus í öllum ákærulið- um málsins. Sturla heldur heimili sínu „Mér tókst að ná húsinu til baka,“ sagði Sturla Jónsson, vörubílstjóri og mótmælandi, í samtali við DV á mánudag. Í desember síðast- liðnum fjallaði DV um málefni Sturlu en þá leit út fyrir að hann myndi missa hús fjölskyldunnar á nauðungar- sölu. Ekkert varð þó úr því og að sögn Sturlu dró bankinn nauðungarupp- boðið til baka. „Þeir gerðu sam- komulag við mig sem er náttúrulega áfangasigur í sjálfu sér.“ Samkomu- lagið var á þá leið að beðið yrði með að rukka gengislánið á meðan óviss- an væri svo mikil. Blekkingar og gróði Ákæra sérstaks saksóknara gegn Aroni Karlssyni athafna- manni lýsir því hvernig hann á að hafa blekkt þrjá banka til að hagnast um nærri 300 milljónir króna. DV greindi frá efni ákærunn- ar á miðvikudag. Ákæran snýst um viðskipti með rúmlega 4.200 fermetra hús á Skúlagötu 51 sem Aron og faðir hans seldu til kínverska sendiráðsins á Íslandi í árslok 2009. Inntakið í ákærunni er að Aron hafi blekkt Íslandsbanka, Arion banka og Glitni til að aflétta veðum sínum af fasteigninni í desember 2009. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 18 ára ökumaður fær 110 þúsund króna sekt Átján ára ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á miðvikudagskvöld eftir að bifreið hans mældist á 116 kílómetra hraða í Stekkjarbakka. Leyfilegur hámarkshraði í götunni er 50 kíló- metrar á klukkustund og því var pilturinn á rúmlega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. Unga ökumannsins bíður væntanlega 110 þúsund króna sekt og svipting ökuréttinda í þrjá mánuði, sam- kvæmt sektarreikni sem nálg- ast má á vef Umferðarstofu. Um klukkan tvö aðfaranótt fimmtu- dags voru tveir ökumenn stöðvað- ir með stuttu millibili grunaðir um ölvun við akstur. Þeir voru frjálsir ferða sinna að lokinni afgreiðslu mála þeirra á lögreglustöð. Loks var lögregla kölluð að heimahúsi í miðborg Reykja- víkur um fimm leytið að morgni fimmtudags. Þar var samkvæmi í gangi sem raskaði næturró ná- granna. Þolendur báru upp kvört- un við lögreglu sem fór á staðinn og batt enda á gleðina. Á ofsahraða með farþega á toppnum Lögreglan stöðvaði tvo pilta, sautj- án og sextán ára, í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt fimmtudags. Sá eldri ók fólksbíl hratt og ógætilega en sá yngri var á þaki bílsins meðan á því stóð. „Hafi þetta átt að vera einhvers konar leikur þá er sá leikur lífs- hættulegur. Piltunum var fylgt til síns heima og þar var enn fremur rætt við forráðamenn þeirra um alvarleika málsins,“ segir í tilkynn- ingu frá lögreglu sem lítur athæfi mannanna alvarlegum aug- um. Segir lögregla að mildi megi teljast að ekki hlaust mjög alvar- legt slys eða jafnvel dauði af þessu uppátæki. Dularfull bein Þóra Dögg Guð- mundsdóttir vill að beinin komist í vígða mold reynist þau vera úr manni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.