Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Qupperneq 10
10 Fréttir 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Börn fundu dóp n Óvænt uppákoma í ruslatínslu V ið vorum með umhverfis- dag og vorum meðal annars að tína rusl í bænum og gekk mjög vel,“ segir Jónína Magn- úsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, en nemendur í grunn- skólanum fundu átta poka sem inni- héldu marijúana við rusla tínslu á miðvikudag. Jónína sagðist ekki geta staðfest að um eiturlyf hafi verið ræða en sagði að sá grunur hefði vakn- að og því hafi verið haft samband við lögregluna. Gunnar Jóhannsson, yfir maður rannsóknardeildar lög- reglunnar á Akureyri, staðfestir að pokarnir átta hafi innihaldið mari- júana og að í hverjum poka hafi verið um eitt gramm af efninu, eða svokall- aður neysluskammtur. „Það kemur einstaka sinnum fyr- ir að það finnst á víðavangi eitthvert lítilræði af fíkniefnum og þetta var greinilega búið að liggja þarna í ein- hvern tíma. Annaðhvort hefur ein- hver misst það eða hent því frá sér,“ segir Gunnar. Hann segir verðmæti fíkniefnanna vera um 30 þúsund krónur. „Menn geta týnt fíkniefnun- um sínum alveg eins og bíllyklunum sínum og símum.“ Marijúana Um var að ræða svokallaða neysluskammta. S ekt Geirs Hilmars Haarde í landsdómsmálinu virð- ist litlu máli skipta með til- liti til framtíðaráforma hans. Mannorð hans telst ekki flekkað þrátt fyrir að hann hafi hlot- ið dóm fyrir að brjóta gegn stjórn- arskránni í störfum sínum sem for- sætisráðherra. Útlit er fyrir að Geir geti tekið sér hvað sem hugur hans stendur til fyrir hendur og jafnvel snúið aftur í stjórnmál. Hann getur starfað sem hagfræðingur, eins og hann er menntaður til, eða starfað innan íslensku utanríkisþjónustunn- ar, sem hefur verið vinsælt hjá fyrr- verandi ráðamönnum þjóðarinnar. Sekt án refsingar lykilatriði Það sem er lykilatriði þegar kemur að réttindum Geirs er að honum hafi ekki verið gert að sæta refsingu. Samkvæmt skilgreiningu í íslensk- um lögum telst mannorð manna að- eins óflekkað hafi þeir verið dæmdir til fjögurra mánaða óskilorðsbund- innar refsingar eða meira. Það er því ekki nóg að Geir hafi brotið af sér sem kjörinn fulltrúi og brotið ákvæði stjórnarskrárinnar til að mannorð hans verði flekkað. Fréttamaður Bloomberg-frétta- stofunnar spurði Geir á þriðjudag hver framtíðaráform hans væru og hvort hann ætlaði kannski að hella sér aftur út í stjórnmál. Geir gat ekki svarað því neitandi en sagðist ætla að ræða allt svona við eiginkonu sína, Ingu Jónu Þórðardóttur, áður en hann gæfi eitthvað út um það. „Í fullri einlægni get ég sagt að ég hef ekki hugmynd um það. Fyrsta mann- eskjan sem ég mun ræða við um það er konan mín og ég ætla mér að gera það,“ sagði Geir. Kann best á stjórnmál Ef rýnt er í starfsferil Geirs kemur í ljóst að hann hefur nær allan sinn starfsferil starfað innan vébanda stjórnmálanna. Strax að loknu námi fékk hann starf í Seðlabanka Ís- lands en samhliða námi vann hann sem sumarstarfsmaður á Morgun- blaðinu. Úr Seðlabankanum fór hann beint yfir í stjórnmál og var að- stoðarmaður Alberts Guðmunds- sonar og síðar Þorsteins Pálssonar, sem báðir voru fjármálaráðherrar þegar Geir starfaði fyrir þá. Að þeim störfum loknum settist Geir á þing og fékk fljótlega sjálfur fjármálaráð- herrastólinn. Fær myndarleg eftirlaun Geir á bráðlega rétt á umtalsverð- um eftirlaunum frá íslenska ríkinu vegna starfa sinna sem þingmaður og ráðherra. Í úttekt DV frá því á síðasta ári kemur fram að Geir á rétt á 686.571 krónum á mánuði í eftirlaun þegar hann verður 65 ára. Fjögur ár eru þangað til hann nær eftirlaunaaldri. Það sem skipt- ir mestu máli þegar kemur að eftir- launaréttindum Geirs er sá stutti tími sem hann sat sem forsætis- ráðherra. Það tryggði honum eftir- launaréttindi upp á 70 prósent af launum forsætisráðherra hverju sinni. Ástæðan fyrir þessum gíf- urlega miklu réttindum eru sér- stök lög um eftirlaunaréttindi ráð- herra og þingmanna, sem afnumin voru eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dóttur tók við völdum. Dómurinn hefur engin áhrif á rétt Geirs til eftirlauna. Engu breytir þó dómurinn snúi beinlínis að ráð- herrastörfum hans og að hann hafi ekki fylgt stjórnarskránni þar sem kveðið er á um hvernig nákvæmlega hann á að hafa sinnt þeim störfum sínum. refsileysið bjargar geir n Mannorð Geirs ekki talið flekkað þrátt fyrir stjórnarskrárbrot Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Hvað gerir Geir? Geir virðast standa allar dyr opnar en hann á fljótlega rétt á umtals- verðum eftirlaunum frá ríkinu vegna starfa sinna á þingi og í ráðuneytum. Mynd SiGtryGGur Ari JÓHAnnSSon Engin refsing, ekkert vesen Lykilatriði fyrir framtíð Geirs er að landsdómur dæmdi hann ekki til refsingar fyrir stjórnarskrárbrot sitt. Mynd EyþÓr ÁrnASon Fagráð eineltismála tekur til starfa: „Einelti er ofbeldi“ „Einelti er ofbeldi og á ekki að fá að þrífast í skólum eða annars staðar í samfélaginu,“ segir í frétta- tilkynningu vegna stofnunar fagr- áðs eineltismála í grunnskólum. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hef- ur skipað Arnheiði Gígju Guð- mundsdóttur, náms- og starfsráð- gjafa, Pál Ólafsson félagsráðgjafa og Þórkötlu Aðalsteinsdóttur sál- fræðing í fagráðið sem þegar hefur tekið til starfa. Ráðið er skipað til eins árs. Þann 10. mars síðastliðinn staðfesti ráðherrann verklagsregl- ur um starfsemi fagráðsins, í sam- ræmi við reglugerð frá árinu 2011 um ábyrgð og skyldur skólasam- félagsins í grunnskólum. Í reglugerðinni segir: „Foreldr- ar eða skólar geta óskað eftir að- stoð sérstaks fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta- og menningar- málaráðuneytis ef ekki tekst að finna viðunandi lausn innan skóla eða sveitarfélags, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir og aðkomu sérfræði- þjónustu.“ Hlutverk fagráðsins verður einkum tvíþætt. Í fyrsta lagi mun verða leitað eftir viðunandi niður- stöðum í málum með sáttum sé þess kostur og í öðru lagi mun ráðið úrskurða á grundvelli gagna og upplýsinga sem því berast í til- teknum málum. Liggi upplýsing- ar ekki fyrir skal leitast við að afla þeirra. Úrskurðir fagráðsins eru ráðgefandi. Í fréttatilkynningunni segir að miklar væntingar séu bundnar við starfsemi ráðsins í eineltis- málum í grunnskólum. Vonast er til að hægt verði að finna úrslausn á erfiðum eineltismálum sem ekki hefur tekist að leysa í nærsam- félaginu. Þá er jafnframt vonast til þess að með samhentu átaki allra aðila er koma að grunnskólum lands- ins, skapist enn betri skilyrði til að útrýma einelti úr samfélaginu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.