Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Page 16
Látinn sLátra hænum 4 ára 16 Fréttir 27.–29. apríl 2012 Helgarblað A lbert Wium Sigurðsson var vistaður á Snekkjuvogi, sem var hluti vistheimilisins Kumbaravogs, um fimm ára skeið, telur hann, á ár- unum 1970 til 1975. Honum var gert sáttaboð um greiðslu upp á 2.235.858 krónur vegna dvalar sinnar þar á grundvelli laga um sanngirnisbætur sem sett voru árið 2010 í kjölfar svartra skýrslna vistheimilanefndar um starfsemi fjölmargra vistheimila. Forsendurnar fyrir upphæð bóta- greiðslunnar voru þær að Albert hefði aðeins dvalið á heimilinu í tvö ár og að ekki væri hægt að rekja erfið- leika hans í lífinu eingöngu til dvalar- innar. Albert er einn úr hópi níu fyrr- verandi vistheimilabarna sem ekki hafa tekið sáttaboðum heldur vísað málum sínum áfram til úrskurðar- nefndar. Geðræn vandamál móður Á Kumbara- og Snekkjuvogi voru vistuð börn sem fjarlægð höfðu ver- ið af foreldrum sínum vegna bágra heimilisaðstæðna, einkum vegna háttsemi og vanrækslu foreldra, að því er segir í skýrslu vistheimila- nefndar. Móðir Alberts átti við alvarleg geðræn vandamál að stríða og fjar- lægðu barnaverndaryfirvöld hann af heimili hennar vegna þess. Hann kom á Snekkjuvog þriggja eða fjög- urra ára og dvaldi þar í fimm ár. Flutti svo til forstöðuhjónanna á Stokkseyri eftir að heimilinu var lokað og bjó hjá þeim í fjögur ár. Hann var því í umsjá sömu einstaklinganna í níu ár að undirlagi barnaverndaryfirvalda. Albert á engar góðar minning- ar frá þessum árum. Strax fjögurra ára að aldri var honum gert að sinna erfiðisvinnu sem hann hlaut hvorki greiðslu né hrós fyrir. Hann fékk enga ást og hlýju. Var ítrekað niðurlægður og gert það ljóst að hann væri einsk- is virði. Alberti ekki trúað Fullyrðing þess eðlis að Albert hafi einungis dvalið á Snekkjuvogi í tvö ár kom fyrst fram á fundi hans á með vistheimilanefnd árið 2008. Sjálfur fullyrti Albert á fundinum að hann hefði dvalið á heimilinu í fimm ár og minningar hans um ákveðna atburði staðfestu það. Nokkru eftir fund- inn fékk hann bréf frá sýslumanns- embættinu á Siglufirði, sem annast úrvinnslu mála um sanngirnisbæt- ur, þar sem viðurkennd voru mistök því í ljós hefði komið að hann hefði í raun dvalið á heimilinu í þrjú ár. Í bréfinu var þó tekið fram að óvíst væri að þetta hefði áhrif á bótaupp- hæðina. Gögnin frá Snekkjuvogi eru þó ónákvæm og sýna hvorki fram á hvenær hann kom á heimilið né fór. „Mér finnst bara að brotið sé á þessu fólki. Þetta er bara ein tegund af ofbeldi. Það er náttúrulega ein teg- und af ofbeldi að segja við fólk: „nei, þú ert að ljúga að okkur. Þú varst ekkert þennan tíma“,“ segir Steinar Sörensson, bróðir Alberts, sem verið hefur honum innan handar í málinu. Átti að þakka fyrir að fá eitthvað Ferlið hefur tekið ár, en Albert sótti um bæturnar í apríl í fyrra. Eftir að hafa fengið sáttaboð um greiðslu upp á rúmar tvær milljónir króna hafði hann samband við lögfræðinginn sem krafðist þess að fá upplýsingar um það á hvaða forsendum bæturn- ar væru ákvarðaðar. Biðin eftir þeim gögnum tók allt síðasta sumar. En Al- bert ætlaði ekki að taka ákvörðun um það hvort hann tæki sáttaboðinu fyrr en eftir að hafa séð gögnin. Meðan á biðinni stóð hafði hann samband við Guðrúnu Ögmunds- dóttur, tengilið vistheimilabarna. Albert segir hana hafa sagt að hann væri að gera allt brjálað. Hann ætti bara að taka sáttaboðinu og þakka fyrir að fá eitthvað. Hann segir hana jafnframt hafa ítrekað við sig að hann hefði einungis verið á Snekkjuvogi í tvö ár. Albert tók að lokum ákvörðun um að taka ekki sáttaboðinu heldur vísa málinu til úrskurðarnefndar. Síðan eru liðnir átta mánuðir og enn er óvíst hvenær nefndin fellir úrskurð sinn. Hann er orðinn langþreyttur á biðinni og skilur ekki hvers vegna þetta þarf að taka svona langan tíma. Börnin ekki talin hafa sætt ofbeldi Af þeim sextán einstaklingum sem vistaðir voru á Snekkjuvogi komu sex einstaklingar og veittu vistheimila- nefndinni viðtal. Fimm þeirra voru neikvæðir varðandi reynslu sína af dvölinni. Fram kom að mikill agi hefði einkennt uppeldisaðferðir Est- erar Jónsdóttur, forstöðukonu heim- ilisins, og eiginmanns hennar, Theó- dórs Guðjónssonar. Strangar reglur voru í gildi og hart var brugðist við brotum á þeim. Nokkrir vistmenn greindu frá því að þeir sem brutu reglur hefðu gjarnan verið læstir inni í yfirbyggðum sandkassa sem var við húsið og látnir dúsa þar í refsingar- skyni. Albert man eftir að hafa verið læstur inni í sandkassanum og látinn dúsa þar tímunum saman. Þá kom einnig fram að börnunum hefði verið sýnd takmörkuð hlýja og nærgætni. Þau voru látin vinna tölu- vert mikið, meðal annars í pokaverk- smiðju og í grænmetisrækt. Þá hefði aldrei verið hrósað fyrir vel unninn störf og góða hegðun. Niðurstaða nefndarinnar var sú að ekki væri „… tilefni til að álykta svo að, þegar á heildina er litið, verði talið að meiri líkur en minni séu á því að vistmenn sem dvöldu á Snekkju- vogsheimilinu hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi …“ Látinn slátra hænum fjögurra ára Þegar Albert mætti fyrir vistheimila- nefndina var hann látinn lýsa dvöl- inni á Snekkjuvogi og nefndarmeð- limir merktu inn á staðlað eyðublað það sem hann taldi að miður hefði farið. Farið var eftir þeim gögnum þegar úrskurðað var um upphæð sanngirnisbóta. Bræðurnir eru með matsgögnin í höndunum og sýna blaðamanni. Sé miðað við gögnin var ekki gert mik- ið úr því andlega ofbeldi sem Albert vill meina að hann hafi orðið fyrir á Snekkjuvogi. Steinar bendir á at- hugasemd sýslumanns í gögnunum þar sem segir að ósannað sé með öllu að börn hafi sætt vinnuþrælkun á heimilinu. „Hvað er það þegar fjög- urra ára gamalt barn er látið slátra hænum, moka skít og vinna í poka- gerð tímunum saman? Hann var bara smákrakki,“ segir Steinar. „Ég var að segja Alberti að í mín- um huga skiptir það engu máli þó svo það hafi kannski verið meira í samfélaginu á þessum tíma að börn hafi verið látin vinna að einhverju leyti. En að láta smákrakka vinna frá morgni til kvölds og fá ekkert borgað, það er ekki í lagi.“ Haldið frá fjölskyldunni „Hefur átt erfitt út af öðru. Á ekki for- eldra og fer á þvæling,“ var ein af at- hugasemdum nefndarinnar í máli Alberts. „Hann var í umsjá barna- verndaryfirvalda til sautján ára ald- urs. Það var algjörlega þeirra að færa hann á milli staða,“ segir Steinar. Þeim bræðrum finnst á orðalaginu eins og talið sé að Albert hafi sjálf- ur valið hvar hann dvaldi og hvenær hann flutti á milli staða. Í gögnunum var ekki merkt við að Albert hefði orðið fyrir rofi á tengslum við fjölskyldu. „Honum var algjörlega haldið frá fjölskyldu sinni. Móður okkar var snúið við í hliðinu þegar hún reyndi að koma í heim- sókn,“ bendir Steinar á. Að sögn þeirra bræðra átti móðir þeirra erfitt með að nýta sér skipu- lagða heimsóknartíma á Snekkju- vogi vegna veikinda sinna. Þegar hún reyndi að heimsækja drenginn sinn, þegar henni hentaði, fékk hún það ekki. Albert stóð því í þeirri trú alla sína barnæsku að móðir hans vildi ekkert n Albert Wium dvaldi á Snekkjuvogi þegar hann var barn n Hafnar sáttaboði stjórnvalda Brenndu barnæskuna burt Í ágúst í fyrra greindi DV frá máli þriggja kvenna, þeirra Ernu Agnars- dóttur, Jóhönnu Agnarsdóttur og Maríu Haraldsdóttur, sem allar dvöldu á Kumbaravogi sem börn og unglingar. Þær lýstu erfiðri barnæsku sinni á heimilinu sem var sneydd ást og hlýju. Þær sögðust hafa sætt illri meðferð og vinnuþrælkun. Kumb- aravogssystur, eins og þær kalla sig, hittust í fjörunni á Stokkseyri fyrir neðan Kumbaravog einn dag í ágúst og brenndu líkan af heimilinu sem þær höfðu látið útbúa fyrir sig. Það var þeirra leið til að loka málinu eftir að hafa tekið sáttaboði um sanngirnisbætur. Kumbaravogssystur voru þó ekki sáttar við niðurstöðu skýrslunnar og hafa aldrei kallað vistheimilanefndina annað en hvítþvottanefnd, enda hafi tilgangur nefndarinnar eingöngu verið að hvítþvo heimilin að þeirra mati. 24. ágúst 2011 Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.