Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Page 30
30 Viðtal 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Þ að er sólríkur morgunn í apríl þegar blaðamaður gengur inn á Café Mílanó til fundar við Ásbjörn Mort- hens, eða Bubba eins og flestir þekkja hann. „Hittumst á Café Mílanó, þar hittast glæpamennirnir og þar getum við hist,“ sagði Bubbi í símann nokkrum dögum áður. Þennan morguninn eru þó eng- ir glæpamenn sýnilegir á kaffihús- inu enda Bubbi sá eini hér inni fyr- ir utan afgreiðsludömurnar. Bubbi býður blaðamanni til sætis við borð sitt og virðist vera nokkuð heima- vanur hér. Við fáum okkur kaffi og Bubbi segir frá Þorpinu, nýju plöt- unni sem fjallar að mestu um þorp- in og fólkið sem þeim fylgir. Sögur af fólki Sumir hafa sagt að platan hljómi líkt og fyrstu plötur Bubba. Og meira að segja hafa sumir gengið svo langt að segja að þeir hafi heimt gamla Bubba úr helju. „Já, þetta er kannski visst afturhvarf. Ég hef verið að syngja „so- ul“-tónlist, stórsveitatónlist og tek- ið alls konar hliðarhopp sem ég hef leyft mér. En þetta er mjög mikið eins og ég á kyn til,“ viður kennir Bubbi. Á plötunni eru þorpin úti á landi honum hugleikin. Þorpin sem eru listamanninum kær. Sögurnar úr þorpinu, sögur af fólki og sögur fólks. Súrar sorgir og sætir sigrar. „Þetta eru sögur,“ segir hann um yrkisefni plöt- unnar. „Í rauninni snýst öll list um að segja sögur. Hvort sem það er mynd- list, ljóð, bókmenntir eða tónlist. Það er alltaf einhver saga. Á plötunni er ég að stórum hluta að segja sögur af þorpum sem eru að hverfa. Eiga í erf- iðleikum en einhvers staðar er ein- hver sem vill spyrna við fótum. Til dæmis er kveikjan að laginu Þorp- inu ungt par sem ég sá á Ísafirði fyrir um þremur árum. Þau voru að koma út úr bíl; fyrst kom ungur strákur, svo á eftir honum komu tvær hendur og pinkulítið barn – lítill ljósberi. Hann tók barnið í fangið og svo steig út fal- leg stelpa. Þarna hugsaði ég: Þetta fólk er ekki að fara. Það er að spyrna við fótum og það var kveikjan að laginu. Þorpið er að hverfa en þau ákveða að spyrna við fótum og segja að það sé ekkert rangt við það að dreyma að þorpið hjarni við.“ Sá þorpin í blóma Þorpin hafa nefnilega lengi verið hon- um nokkuð hugleikin og landsbyggð- in lengi verið honum kær. Hann fer til að mynda alltaf allavega einn lands- byggðartúr á ári og spilar fyrir fólkið sem þar býr. „Ég fór út á land ´72 – þá kornungur strákur. Ég var kominn út á sjó ´73, áður en ég varð 16 ára. Þá var ég orðinn sjómaður og sá þorpin í blóma. Ég sá þorpin meðan kvótinn var ekki og meðan það var frjáls sjó- sókn, ég sá landsbyggðina bólgna af lífi og fólki og ég sá líka þegar kvót- inn var settur á og þegar þeir byrjuðu strax að selja kvótann úr plássunum og allt þetta. Ég sá og upplifði breyt- inguna,“ segir hann. „Landsbyggðin er í rauninni æskuheimili mitt að einhverju leyti. Þegar þú ert 15–20 ára þá ertu að mótast og þessi ár var ég úti á landi. Það eru kostir og gallar við það að fullorðnast í þessu samfélagi þar sem orðið hommi var bara næstum sama orð og var notað yfir aftökur. Það voru alls konar skrýtnir hlutir sem maður upplifði í þessum heimi og sem betur fer hafði ég alltaf bækurn- ar til að „afkarlmennska“ mig,“ segir Bubbi sem enn í dag les gríðarmik- ið af bókum og segist alltaf vera með um 15–20 bækur við rúmstokkinn en það er útúrdúr. Aftur að plötunni. „Ég á fleiri lög sem ég hefði getað sett á plötuna. Til dæmis um homm- ann í þorpinu sem var farið heim til eftir böll og húsið barið að utan. Á þessum tíma voru hommar það allra versta í augum margra. Ég man þegar ég gerði Strákana á Borginni þá varð ég fyrir aðkasti úti á götu, það var hrækt á mig og ég kallaður hommi. Ég fór í eitt skipti út að borða með dömu á Holtið og þá voru fjögur eldri pör á næsta borði, þau réðust að okk- ur með svívirðingum og það end- aði á að það voru rekin út. Hugsaðu þér – þetta var rosalegt!“ segir Bubbi hneykslaður og bætir við að þetta hafi verið í kringum 1983–84. „Sem betur fer hefur margt breyst.“ Hliðarsögurnar Á plötunni eru líka hliðarsögur. Sum- ar tengjast þorpunum og lífinu úti á landi og aðrar tengjast sögum og ein- hvers konar reynslu. Ein fjallar um bræður sem fórust. „Það eru alls kon- ar flökkusögur í þorpunum, sumar eru sannar, sumar ekki. Þetta lag er byggt á sannri sögu um stráka sem fóru út í fjöru á Suðurnesjum og fund- ust aldrei aftur. Þetta hefur alltaf setið í mér en ég hafði aldrei fundið lag fyrir þetta. Svo heyrði ég lag sem heitir Jak- obsdraumur og fjallar um föður sem verður viðskila við syni sína, dreym- ir í þrjár nætur í röð hvar þeir eru og finnur þá. Það „ triggeraði“ loksins að ég gerði þetta lag.“ Erfið reynsla að missa barn Annað lagið fjallar um persónulega reynslu Bubba og eiginkonu hans, Hrafnhildar. Það heitir 16. ágúst og dregur nafn sitt af áætluðum fæð- ingardegi barnsins þeirra sem dó, eftir 20 vikna meðgöngu. Þau voru á leið í sónar til þess að fá að vita kyn barnsins þegar þeim var sagt að barnið þeirra væri dáið. Bubbi segir svona missi vera ólýsanlega erfiðan og að hann eigi auðveldara með að tjá sig um sorgina með tónlistinni en að tala um hana. „Í laginu læt ég litlu stelpuna mína sem dó segja sína sögu þar sem hún talar til móð- ur sinnar. Veröld mín var hjartsláttur þinn, segir í laginu. Þetta er í raun- inni hliðarsaga sem ég varð að segja og koma frá mér. Þetta er einhvers konar reynsla sem enginn óskar sér og enginn vill ganga í gegnum. Það hafa fjöldamargir lent í þessu, alveg ótrúlega margir. Eftir að ég skrifaði um þetta á netinu á sínum tíma hafði alveg gríðarlegur fjöldi fólks sam- band sem hafði lent í því sama og sagði sína sögu. Þessi hugmynd mín: Augu þín sáu mig er ég var ómynduð vera. Þessa byrði var þér, kona einni ætlað að bera. Þetta er í rauninni bara barnið í móðurkviði sem er að tala til móður sinnar. Þetta er þannig Tók sorgina seinT úT Erfiður fósturmissir „Þetta er ein- hvers konar reynsla sem enginn óskar sér og enginn vill ganga í gegnum,“ segir Bubbi um fósturmissinn sem þau Hrafnhildur urðu fyrir. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal „Ef ég fæ eftirmælin „Bubbi Morthens var góður pabbi“ þá er ég sáttur og veit að ég var einhvers nýtur „Ég var svo dópaður þegar hún dó Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens leitar í ræturnar á nýju plötunni sinni sem fjallar að mestu um þorpin og fólkið sem þeim tengist. En hún fjallar líka um sorgir, vonir og þrár, persónulegar sorgir Bubba sem og sigra. Bubbi sagði Viktoríu Hermannsdóttur frá erfiðum fósturmissi, sýn sinni á kvenveruna stórkostlegu, aldursmuninum, rósaræktinni, brauðbakstrinum og hrunasóttinni sem hann hjó frá sér. Bubbi segir að sér líði ekki eins og hann sé gamall enda eiga þau hjónin von á barni innan skamms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.