Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Qupperneq 43
43Helgarblað 27.–29. apríl 2012 „Besta sýningin á höfuðborgarsvæðinu“ „Ef þessi mynd snertir þig ekki, þá ertu frá Kapítol“ Ævintýri Múnkhásens The Hunger Games Uppáhaldskvikmyndin? Þessi keppa í eurovision Slavianski Bazar árið 2009. Írland Jedward flytur lagið Waterline Tvíburunum í Jedward gekk svo vel í fyrra að nú mæta þeir aftur til leiks. Lagið Lipstick sveif upp vinsældarlistana í Belgíu, Svíþjóð, Þýskalandi og Austurríki en velgengnin varð til þess að bræðurnir voru fengnir til að spila á tónleikum sem haldnir voru í tilefni af heimsókn Baracks Obama til Írlands. Tvíburarnir hafa ekki setið auðum höndum frá því í fyrra. Þeir tóku til að mynda þátt í raunveru- leikaþættinum UK’s Celebrity Big Brother þar sem þeir enduðu í þriðja sæti. Seinni dagurinn Serbía Zeljko Joksimovic flytur lagið Nije Ljubav Stvar Joksimovic hefur þrisvar sinnum áður tekið þátt í keppninni bæði sem flytjandi og höfundur. Hann var einnig einn kynnanna þegar keppnin var haldin í Belgrad árið 2008. Zeljko fæddist árið 1972 og leikur á fjórtán hljóðfæri. Makedónía Kaliopi flytur lagið Crno I Belo Kaliopi er stærsta poppstjarna heima- landsins, lagahöfundur, skáld og þekkt fyrir störf sín í þágu mann- úðarmála. Hún vakti fyrst athygli þegar hún var aðeins níu ára þegar hún vann söngkeppni og hefur síðan gefið út níu plötur. Holland Joan Franka syngur lagið You And Me Hin 22 ára Franka hefur verið viðloðandi tónlist alla sína ævi. Hún er þekkt fyrir listsköpun sína í Hollandi, Portúgal, Englandi og Tyrklandi. Franka hefur fengið mikla athygli fyrir fjaðrabúnaðinn sem hún ber á höfðinu á sviðinu. Malta Kurt Calleja flytur lagið This Is The Night Kurt, sem er 22 ára, hefur verið þekktur frá barnsaldri í heimalandi sínu en sló ekki almennilega í gegn fyrr en árið 2010. Þá sigraði hann í alþjóðlegri hæfi- leikakeppni sem haldin var á Ítalíu. Hvíta-Rússland Litesound flytur lagið We Are The Heroes Litesound er alþjóðlegt band samansett úr tónlistarmönn- um frá Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og Ítalíu. Drengirnir komu, sáu og sigruðu í sinni fimmtu undankeppni í heimalandi sínu. Sveitin er ein sú vinsælasta í Hvíta-Rússlandi og hefur tvisvar fengið verðlaunin „Lag ársins“ auk þess sem lagið „The Life“ var valið sem „Hringitónn ársins“ á CTV-tónlistarhátíðinni árið 2008. Portúgal Filipa Sousa flytur lagið Vida Minha Filipa fæddist árið 1985 í Albufeira. Hún byrjaði að læra á hljóðfæri sex ára og var farin að keppa í söng- og hæfileikakeppnum þegar hún var tólf. Hún syngur svokallaða „fado“- tónlist sem er ákveðin tegund af portúgölskum sönglögum. Hún von- ast til þess að verða fyrst til að sigra í keppninni fyrir Portúgals hönd. Úkraína Gaitana flytur lagið Be My Guest Gaitana hefur verið ein af vinsælustu söng- konum Úkraínu síðasta áratuginn. Hún hefur sent frá sér meira en fimm plötur og yfir 20 tónlistarmyndbönd. Búlgaría Sofi Marinova flytur lagið Love Unlimited Sofi, 36 ára, er ein af vinsælustu söngkonum heimalandsins. Hún hefur sungið og dansað frá barnæsku og var ung farin að vinna fyrir sér með því að syngja lög Whitney Houston og Michael Jackson í brúðkaupum. Hún hefur tekið þátt í fjöldanum öllum af söngkeppnum og vanalega staðið uppi sem sigurvegari. Slóvenía Eva Boto flytur lagið Verjamem Eva Boto er aðeins 16 ára. Hún vakti fyrst athygli þegar hún sigraði í hæfi- leikakeppni í Austurríki. Uppáhalds- söngkonan hennar er Beyoncé. Króatía Nina Badric syngur Nebo Nina hefur verið ein vinsælasta söngkona síðustu 20 ára í heimalandi sínu. Henni er oft líkt við dívur á borð við Aliciu Keys og Mary J. Blige. Hún þykir ótvírætt hafa þennan sérstaka „x- faktor“ sem hefur gert hana að stórri stjörnu auk þess sem útlitið hefur ekki skemmt fyrir henni. Nina hefur oft verið kosin fallegasta söngkona Króatíu en hún hefur setið á síðum tímarita á borð við Vogue, In Style og NY Times. Svíþjóð Loreen syngur lagið Euphoria Tæplega 700 þúsund manns kusu Loreen í sænsku símakosningunni sem hlýtur að vera frábær árangur. Loreen, 28 ára, var alin upp í sveit utan við Stokkhólm en fjölskylda hennar á ættir að rekja til Morokkó. Hún vill alls ekki láta kalla sig R&B tónlistar- konu og hún elskar Björk og Enyu. Georgía Anri Jokhadze flytur lagið I’m A Joker Anri er fyrsti karl- maðurinn til að syngja í keppninni fyrir hönd Georgíu. Hann fæddist árið 1980 og er frægur poppari í heimalandi sínu. Tyrkland Can Bonomo flytja lagið Love Me Back Can Bonomo er sjónvarpsmaður, plötusnúður, framleiðandi og tón- listarmaður sem var að gefa frá sér sína fyrstu plötu. Eistland Ott Lepland flytur lagið Kuula Hinn 24 ára Ott hefur unnið allt í heima- landi sínu sem hægt er að vinna þegar kemur að tónlist. Hann vann eistneska Idol-ið árið 2009, fékk aðalhlutverkið í söngleiknum High School Musical árið 2010 og sigraði í forkeppni Eurovision-keppninnar árið 2012 með lag sem hann samdi sjálfur. Ott hlaut 67 prósent at- kvæða í kosningunni. Slóvakía Max Jason Mai flytur lagið Don’t Close Your Eyes Rokkarinn Mai er 23 ára. Hann trúir því að tónlist geti breytt heiminum. Hann er grænmetisæta og gengur ekki í leðurfatnaði. Mai er undir áhrifum frá Led Zeppelin, White snake, Alter Bridge, 30 Seconds To Mars, Dream Theater, Metallica, John Mayer, Enigma, Sade, Ennio Morricone og Antonin Dvorak. Noregur Tooji flytur lagið Stay Hinn íransk-norski Tooji fæddist árið 1988. Hann flutti til Noregs fyrir eins árs aldur en fjölskylda hans heldur fast í persneska siði. Bosnía og Hersegóvína Maya Sar flytur lagið Korake ti znam Maya er lagahöfundur og söngkona sem hefur unnið með stærstu nöfnum Balkan- skagans. Hún var í Dino Merlin- hljómsveitinni um árabil og steig á svið Eurovision-keppninnar með hópnum árið 2011. Hún vinnur nú að sinni fyrstu plötu ásamt eiginmanni sínum, framleiðandanum Mahir Sarihodzic. Litháen Donny Montell syngur lagið Love is Blind Donny heitir réttu nafni Donatas Montvydas og er 24 ára, fæddur og uppalinn í Vilníus. Donny tók þátt í raunveruleikaþættinum Duets Of The Stars og sigraði í litháísku útgáfunni af Dancing With the Stars. Bretland Engelbert Humper- dinck syngur lagið Love Will Set You Free Engelbert Humperdinck hefur verið stórt nafn innan tónlistarbransans í yfir 40 ár. Hann hefur selt yfir 150 milljón plötur víðsvegar um heiminn. Humperdinck hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Grammy-verð- launanna og á 63 gull- og 24 platínu- plötur í safni sínu. Hann er einn af fáum sem státar af Walk of Fame stjörnu í Las Vegas og í Hollywood. Frakkland Anggun flytur lagið Echo (You And I) Anggun hefur selt yfir tvær milljónir hljóm- plata í Evrópu. Hún var þegar orðin stjarna í Asíu þegar hún ákvað að yfirgefa heimalandið og flytja til Evrópu. Hún hefur unnið með tón- listarframleiðandanum sem kom Céline Dion á kortið og sungið með Peter Gabriel, Pras (The Fugees), Julio Iglesias og Michael Bolton. Anggun er sá frönskumælandi listamaður sem er hvað vinsælastur í heiminum og ein þekktasta tón- listarkona Frakka. Ítalía Nina Zilli flytur lagið L’Amore È Femmina (Out Of Love) Nina hefur ferðast um allan heiminn til að elta drauma sína um frægð og frama í tónlistar- bransanum. Hún ólst upp í litlu þorpi í Val Trebbia. Hún hefur fengið fjölda verðlauna fyrir sína fyrstu plötu sem kom út í fyrra. Aserbaídsjan Sabina Babayeva flytur lagið When The Music Dies Sabina stígur á svið fyrir gestgjafana. Sabina fæddist árið 1979 í Bakú. Mamma hennar er píanóleikari og kynnti tónlist fyrir dóttur sinni snemma. Sabina er menntaður lögfræðingur. Spánn Pastora Soler flytur lagið Quédate Conmigo (Stay With Me) Pastora fæddist árið 1978 og hefur unnið fyrir sér sem söngkona í 18 ár. Hún hefur gefið út níu plötur og fengið þrjár platínu- og fjórar gullplötur. Hún hefur unnið með listamönnum á borð við Alejandro Sanz, Armando Manzanero, Raphael og Miguel Poveda. Þýskaland Roman Lob flytur lagið Standing Still Roman sló ekki í gegn í heimalandi sínu fyrr en fyrir mánuði þegar hann sigraði í þýska sjónvarpsþættinum Unser Star Für Baku. Roman fæddist árið 1990 og var farinn að syngja þegar hann var enn í leikskóla. Skjöldur Eyfjörð „Uppáhaldskvikmyndin mín er What’s Love Got to Do With It. Þessi mynd er um ævi Tinu Turner. Hún opnaði augu mín fyrir því að maður getur alltaf breytt lífi sínu, sama hvað.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.