Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Qupperneq 47
n Fríar morgungöngur Ferðafélags Íslands 30. apríl–4. maí Lífsstíll 47Helgarblað 27.–29. apríl 2012 Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ að er aðeins rúm vika þar til rúmlega 100 manna hópur á vegum Ferðafélags Íslands heldur á Hvannadalshnjúk. Í sjálfu sér er þetta ekki merkilegra en aðrar hópferðir á Hnjúkinn. En þarna verður þó sá munur á að ég verð með í för. Fyrrverandi stórreykingamaður með tilhneig- ingu til offitu hefur komið sér í það form að þetta er mögulegt. Það eru liðnir 16 mánuðir frá því ég ákvað að komast á hæsta tind Íslands. Ég reifaði málið í þröngum hópi og undirtektir ein- kenndust af tillitssemi og undir- liggjandi vantrú á því að þessi draumur minn gæti nokkru sinni ræst. Ég var á þessum tíma 135 kíló og markmiðið hefði kannski átt að vera það að komast áfallalaust upp á stól fremur en hátind eyjunnar. En trúnaðarmennirnir mega þó eiga það að þeir þóttust hafa á því trú að mér tækist þetta. S trax í byrjun janúar 2010 hófst átakið sem átti að gera mér kleift að klífa meir en 2.000 metra. Þetta byrjaði smátt. Ég fór á Úlfarsfellið sem er rúmlega 300 metra hátt. Ferð- in upp var gríðarlega erfið. Ég gekk 50 skref og stóð á öndinni í brattanum og hvíldi mig. Þannig mjakaðist ég upp fjallið í stuttum áföngum. Og það var gríðarleg sigurstund þegar ég stóð á efsta tindi og horfði yfir Mosfellsbæ öðrum megin en Reykjavík hin- um megin. Ferðin upp hafði þá tekið mig rúma klukkustund. N okkrum sinnum í viku fór ég á Úlfarsfell. Uppgöngu- tíminn styttist smám saman og þrekið óx. Það var svo um vorið að ég vann enn einn sigurinn. Þá gekk ég upp Esjuna, alla leið á toppinn. Sú ferð tók rúmlega tvær klukkustundir sem þykir ekki merkilegt hjá vönum mönn- um. En hjá mér var þetta ekkert minna en stór- sigur. Frá því ég setti mér markmiðið um Hnjúkinn hefur eitt og annað gerst. Ég á að baki næst- um því 500 fjallgöngur, langflestar á Úlfarsfell. En ég er líka búinn að fara á eldfjallið Teide, Ok, Kaldbak á Vestfjörðum, Botnssúlur og fjöl- mörg önnur fjöll. Í dag geng ég á Úlfarsfell á 19 mínútum og ferðin upp að Steini á Esjunni tekur 50 mínútur. Og það eru rúm 40 kíló fokin. Þetta er auðvitað grobb en á það er að benda að ég hef efni á því. Öll markmiðin hafa staðist fram að þessu. H vannadalshnjúkur, nú kem ég!“ Stóri dagurinn er á laugardag. Þá mun ég að óbreyttu ná hæsta tindi Ís- lands. Og fyrst ég get þetta þá gildir það sama um alla aðra sem eru að drepa sig á reykingum, ólifnaði og ofáti. Þetta er aðeins spurning um að taka ákvörðun, setja sér markmið og standa við þau. Galdurinn er síðan sá að hvika aldrei. Leiðin til heilbrigðis er þó aðeins hálfnuð. Framund- an er Mont Blanc næsta sumar. Til þess þarf ég að halda áfram að byggja mig upp. Þar duga ekki orðin tóm. „Nú kem ég“ É g hef ástríðu fyrir mat og mat- argerð,“ segir Berglind Sig- marsdóttir sem hefur gefið út bókina Heilsurétti fjölskyld- unnar en í henni eru bæði uppskriftir og ráð um hvernig hægt er að draga úr sykurneyslu barna og ungmenna. Bókina vann hún með eiginmanni sínum, Sigurði Gísla- syni matreiðslumanni. „Mér var efst í huga að finna leiðir til þess að fá börn og unglinga til að borða heilsusamlegan mat og bæta lífsstíl sinn. Hollur matur virkar oft ólyst- ugur á börnin. Þau vilja hann oft ekki og þykir hann bragðvondur. Börnin vilja ekki bragðvont gums. Þau vilja hamborgara, nagga og tómatsósu og fleira og ég reyni að aðlaga þessa uppáhaldsrétti barna að hollara og næringarríkara mat- aræði.“ Sonurinn greindist með Tourette Ein af ástæðum þess að Berglind ákvað að taka ástríðu sína á mat- argerð lengra varðar fjölskylduna. Elsti sonur Berglindar greindist með Tourette-sjúkdóm og hún var staðráðin í því að leita leiða til að bæta líðan hans. „Sonur minn var mér hvatning, segir Berglind. „Ég tók ástríðuna á matargerð skrefinu lengra vegna hans. Það eru fá lækn- isúrræði til að meðhöndla Tourette og ég lagðist í heimildavinnu til að finna leiðir til að bæta líðan hans. Ég komst að því að foreldrar hafa náð árangri með breyttu mataræði og ákvað að taka mataræði hans al- veg í gegn.“ Laus við alla kækina Eftir nokkurn tíma var mataræðið farið að hafa veruleg og bætandi áhrif á líðan hans. Berglind segir alla kæki horfna. „Þetta er ótrúlegt, hann var með mikið af kækjum en þeir eru allir horfnir. Ég er alveg sannfærð um það að mat er hægt að nota eins og lyf og ég segi sögu hans öðrum til gagns. Það skipt- ir svo miklu máli hvað við borð- um og ég trúi að með því að borða hollan mat og ástunda hollt líf- erni getum við komið í veg fyrir alls kyns sjúkdóma. Við þurfum eigin- lega að endurskoða svo margt, fyrst og fremst borða mat sem er matur, mat eins og amma og afi borðuðu. Án aukaefna.“ Íslensk börn eru að þyngjast Berglind hefur áhyggjur af holda- fari íslenskra ungmenna. „Íslensk börn eru að þyngjast af óhollu mat- aræði og það er okkar foreldranna að leiðbeina þeim. Ég sé þetta þeg- ar ég fer í sund og velti þá vöngum yfir þessu. Ég held að margt hafi breyst í lífsstíl okkar Íslendinga síðustu árin sem þurfi að breyta á ný. Hreyfing er miklu minni og for- eldrar barna í ofþyngd þurfa að tak- marka sykur og fitu og unnin mat- væli. Ég kem með uppbyggjandi ráð til foreldra. Það á að vera gam- an að breyta til hins betra.“ kristjana@dv.is Falleg fjölskylda Bókina Heilsurétti fjölskyldunnar tileinkar Berglind börnunum sínum fjórum. Hér er hún með eiginmanni sínum Sigurði Gíslasyni og elstu börnum þeirra. n Uppáhaldsréttir barnanna færðir í hollan og bragðgóðan búning Börnin vilja ekki bragðvont gums „Þetta er ótrúlegt, hann var með mikið af kækjum en þeir eru allir horfnir. „Slegist um hvern bita“ U ppáhaldsuppskrift barnanna minna er tvímælalaust kjúk- lingakoddarnir,“ segir Berg- lind Sigmarsdóttir. „Mig lang- aði til að útbúa uppskrift í líkingu við kjúklinganagga sem eru vinsælir hjá krökkunum en auðvitað hollir og næringarríkir. Kjúklinganaggar sem fást á veitingastöðum eru afar óholl- ir, fullir af fitu og annarri óhollustu.“ Fyrir 4 1 dl hveiti (heilhveiti, fínt spelthveiti eða glútenlaus hveitiblanda eða bókhveiti) 1 stórt egg eða tvö minni 8 dl kornflex (hægt að fá sykurlaust og glútenlaust kornflex) 2 msk. jómfrúarólífuolía 700 gr kjúklingalundir eða 4 bringur skornar í 4–5 bita Sjávarsalt og nýmulinn pipar Aðferð: 1. Skerið kjúklingalundirnar eða bringurnar í bita. 2. Hitið ofninn í 250°C. 3. Setjið kornflex í matvinnsluvél og vinnið vel, bætið olíu saman við. 4. Setjið hveiti í einn djúpan disk, egg í annan og kornflex í þann þriðja. Kryddið hveitið vel með salti og pipar, má gjarn- an vera vel kryddað. 5. Hrærið aðeins í eggjunum með gaffli. 6. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír. 7. Byrjið svo að velta kjúklingabitunum hverjum fyrir sig. Veltið fyrst bitanum upp úr hveiti, báðum megin, færið svo bitann yfir í skálina með eggjunum og bleytið (látið leka vel af). Færið svo bitann yfir í síðustu skálina með korn- flexinu og þekið hann. Setjið kjúklingabitann á bökunar- plötuna og byrjið á næsta. Klárið alla bitana. 8. Setjið kjúklingabitana inn í miðjan ofn í 10–15 mínútur. Þegar þeir eru orðnir gullnir og eldunartíminn hálfn- aður snúið þeim við með töng. Passið bara að brenna ykkur ekki þar sem ofninn er vel heitur. Hunangssósa 1 dós sýrður rjómi 1 1/2 msk. Dijon-sinnep 1 msk. lífrænt akasíuhunang Salt og pipar n Blandið öllu vel saman í skál og berið fram til að dýfa bitunum í. Þar sem sum börn vilja ekki sinnep gæti verið ágætt að prófa að sleppa sinnepinu eða bjóða þeim holla tómatsósu með. n Uppáhaldsuppskrift barna Berglindar Hollt og gott Engin aukaefni og óþarfa óhollusta í þessum nöggum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.