Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2012, Blaðsíða 54
54 Sport 27.–29. apríl 2012 Helgarblað Aldrei á EM n Knattspyrnusnillingar sem þurftu alltaf að horfa á EM í sjónvarpinu George Best Þjóðerni: Norður-Írland  Staða: Vængmaður  Ferill: Man. United 1963– 1974, Fulham og fjórtán önnur lið 1974–1984  Landsleikir (mörk): 37 (9) n Norður-Írinn magnaði var einhver hæfileikaríkasti fót- boltamaður sem spilað hefur leikinn. Þegar honum datt í hug labbaði hann framhjá mönnum eins og þeir væru ekki til og skoraði mörg glæsileg mörk. Eins og knattspyrnu- áhugamenn vita átti Best við mikið drykkjuvandamál að stríða sem dró hann til dauða áður en hann náði sextugs- aldri. Þó hann gæti gert allt inni á vellinum og ynni marga titla með Manchester United dugðu hæfileikar hans einir og sér aldrei til að koma Norður-Írlandi á stórmót, ekki einu sinni EM. Hann var einu sinni við að koma liðinu á HM en Best, eins og nokkrir aðrir Bretar, var ávallt fórnarlamb fæðingarstaðar síns. Hvað er hann að gera í dag? Best var lagður til hinstu hvílu á Norður-Írlandi árið 2005 en tugir þúsunda manna sóttu jarðaför hans. Ryan Giggs Staða: Vængmaður  Ferill: Manchester United 1991–  Landsleikir (mörk): 64 (12) n Engin staða á vellinum hefur reynst Englendingum erfiðari að fylla en vinstri kanturinn. Síðustu tvo áratugina hafa alls konar jólasveinar fengið að spreyta sig þar en lítið sem ekkert getað. Á sama tíma hafa Englendingar þurft að horfa upp á einn besta vinstri kantmann sögunnar tæta í sig varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Ryan Giggs spilaði fyrir England þegar hann var lítill strákur en ákvað að halda tryggð við ömmu sína og afa og spila fyrir Wales. Það er spurning hvort sér meira eftir hverjum, Giggs eftir Englandi eða England eftir Giggs. Í það minnsta hefðu báðir aðilar nýst hinum. Hvað er hann að gera í dag? Giggs er enn í dag upptekinn við að vinna titla með Manchester United. Jari Litmanen Þjóðerni: Finnland  Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður  Helstu félög: Ajax 1992–1999 og 2002–2004, Barcelona 1999–2001, Liverpool 2001–2002  Landsleikir (mörk): 137 (32) n Finnland hefur aldrei gert miklar rósir í boltaíþróttum og þar er fótbolti hvergi undanskilinn. Þaðan, eins og frá Íslandi, hafa þó komið nokkrir flottir leikmenn en þó enginn betri en Jari Litmanen. Litmanen er einfaldlega einn sá besti sem hefur spilað í Evrópuboltanum og átti hann magnaðan feril sem leikmaður. Að hann hafi spilað fyrir Ajax á gullárunum, Barcelona og Liverpool segir allt sem segja þarf. Hann fékk þó aldrei tækifæri til þess að sýna hvað í honum bjó á stærsta sviðinu, í sjálfri Evrópukeppninni. Hans verður þó ætíð minnst sem besta fótboltamanns Finna um ár og aldir. Hvað er hann að gera í dag? Litmanen er nýhættur knattspyrnuiðkun en hann lauk ferlinum með HJK í Helsinki þar sem hann vakti fyrst athygli. David Ginola Þjóðerni: Frakkland Staða: Vængmaður  Helstu félög: PSG 1992–1995, Newcastle 1995–1997, Tottenham 1997–2000, Aston Villa 2000–2002, Everton 2002.  Landsleikir (mörk): 17 (3) n Þrátt fyrir að vera afskaplega hæfileikaríkur fékk Ginola lítið að spila með landsliðinu. Í undankeppni HM 1994 þurfti Frakkland aðeins að gera jafntefli við Búlg- aríu í lokaleik riðilsins til að komast á mótið. Í stöðunni 1–1 átti Ginola slæma fyrirgjöf sem varð að skyndisókn Búlgara og úr henni varð mark. Frakkland komst því ekki á HM 1994 og kenndi Aimé Jacquet, þáverandi þjálfari Frakka, Ginola um tapið. Hann valdi hann eftir þetta aðeins í neyð og tók hann aldrei með á stórmót. Ginola var þarna áhrifavaldur í mikilli öskubuskusögu Búlgara en þeir fóru alla leið í undanúrslitin á HM 1994 en töpuðu fyrir Svíum í leik um bronsið. Hvað er hann að gera í dag? Ginola hefur reynt fyrir sér í ýmsu, meðal annars kvikmyndaleik. Hans helsta áhugamál er þó vín og á hann vínekru í Frakklandi. Matt Le Tissier Þjóðerni: England  Staða: Framherji  Ferill: Southampton 1986–2002  Landsleikir (mörk): 8 (0) n Le Tissier var aldrei fyrirmynd neinna sem kepptu í módelfitness en góður var hann með boltann. Meira að segja snillingurinn Xavi leit upp til Englendingsins og sagði: „Hæfileikar hans voru ekki eðlilegir. Hann gat farið framhjá sjö eða átta mönnum í einu án þess að fara hratt yfir – hann rölti bara framhjá mönnum. Mér þótti hann magnaður.“ Vegna fjölskyldutengsla gat Le Tissier valið sér landslið á Bretlandseyjum til að spila fyrir og valdi England. Hann fékk aftur á móti aldrei sanngjarnt tækifæri fannst mörgum og spilaði aðeins átta leiki fyrir England. Skrítnast fannst mönnum þegar Glenn Hoddle valdi hann ekki fyrir HM 1998. Hvað er hann að gera í dag? Eftir fótbolta- ferilinn var Le God, eins og hann var kallaður, ráðinn sem sérfræðingur hjá Sky Sports. Mark Hughes Þjóðerni: Wales  Staða: Framherji  Helstu félög: Man. United 1980–1986 og 1988–1995, Barcelona 1986–1988, Chelsea 1995–1998, Southampton 1998–2000, Everton 2000, Blackburn 2000–2002  Landsleikir (mörk): 72 (16) n Maðurinn sem skoraði ekki ljót mörk. Mark Hughes var miklu meira fyrir það að hamra boltann við- stöðulaust á lofti í samskeytin fyrir utan teig heldur en að standa í einhverju poti á markteig. Wales-maðurinn klettharði spilaði fyrir Manchester United, Barcelona og Chelsea. Alvöru ferill það. Hann stóð sig vel alls staðar þar sem hann reyndi fyrir sér og var í miklum metum um allt Bretland. Eins og svo margir Wales-menn á borð við Giggs, Ian Rush og fleiri komst Hughes aldrei á stórmót. Hughes átti þó aldrei möguleika á því að spila fyrir England eins og Giggs. Hughes var dæmdur frá fæðingu. Hvað er hann að gera í dag? Hughes starfar sem knattspyrnustjóri QPR í ensku úrvaldeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen Staða: Framherji  Helstu félög: Valur 1995, PSV 1995–1997, KR 1997, Bolton 1998–2000, Chelsea 2000–2006, Barcelona 2006–2009, AEK 2011–  Landsleikir (mörk): 66 (24) n Besti knattspyrnumaður Íslands hefur átt farsælan feril þó síðustu ár hafi ekki verið glæsileg. Eiður Smári hefur unnið ótal titla á borð við ensku úrvalsdeildina, Meistaradeildina, enska bikarinn, enska deildarbikarinn og hollenska meistaratitilinn. Hann er markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og var um tíma fyrirliði íslenska liðsins. Eins og við öll þekkjum hvað best hefur Eiður í raun aldrei verið nálægt því að komast á stórmót, hvorki EM né HM. Hann er svo sannarlega fórnarlamb fæðingarstaðar síns eins og nokkrir aðrir á þessum lista. Hvað er hann að gera í dag? Eiður spilar með AEK í Aþenu og var að koma til baka eftir fimm mánaða meiðsli. Eusébio Þjóðerni: Portúgal  Aldur: 70 ára  Staða: Framherji  Helstu félög: Sporting Marques 1957–1960, Benfica 1960–1975.  Landsleikir (mörk): 64 (41) n Eusébio, sem er af mósambísku bergi brotinn, er einn af bestu leikmönnum sögunnar og sannarlega enn sá besti sem spilað hefur fyrir Portúgal. Cristiano Ronaldo er þó farinn að gera tilkall til þess titils. Eusébio átti marga stórkostlega leiki fyrir Portúgal, ekki síst á HM á Englandi 1966. Þrátt fyrir að njóta góðs af óumdeildum hæfileikum hans tókst portúgalska landsliðinu einhvern veginn aldrei að komast á EM. Eins og svo margar stórstjörnur í gamla daga eyddi Eusébio síðustu árum ferilsins í Bandaríkjunum en hann spilaði síðast fyrir New Jersey Americans árið 1979. Hvað er hann að gera í dag? Eusébio er sendiherra knattspyrnunnar og er notaður af FIFA og UEFA til að breiða út fagnaðarerindið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.