Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Side 10
10 Fréttir 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
Dúnmjúkar brúðargjafir
Úrval brúðargjafa á frábæru tilboðsverði
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
sendum frítt úr vefverslun
www.lindesign.is
M
ikið glens er í röðum
bandarískra repúblikana
þessa dagana en lands-
þing flokksins fer nú fram
í Tampa-borg í Flórída.
Rúmlega tvö þúsund landsþingsfull-
trúar koma að ráðstefnunni úr öll-
um fylkjum Bandaríkjanna sem og
frá umráðasvæðum landsins líkt og
Puerto Rico, Bandarísku Jómfrúreyj-
unum og Samóaeyjum. Auk lands-
þingsfulltrúa eru rúmlega tvö þúsund
varafulltrúar mættir til leiks ásamt
fjölda starfsmanna og 15 þúsund
blaða manna víðsvegar úr heiminum.
Þá er fjölda gesta boðið til þingsins í
umboði flokksins, þar á meðal Ragn-
heiði Elínu Árnadóttur þingflokksfor-
manni Sjálfstæðisflokksins.
Íhalds- og umbótasinnar
Ragnheiður var nýlega kjörin í
stefnu mótunarráð Sambands evr-
ópskra íhalds- og umbótasinna,
AECR. Eftir því sem DV kemst næst
er Ragnheiður Elín gestur á ráðstefn-
unni í umboði sambandsins en þátt-
taka í starfi samtakanna er hluti af
alþjóðastarfi Sjálfstæðisflokksins.
Ráðið hittist tvisvar á ári og fer með
stefnumótun sambandsins. „AECR
beitir sér fyrir róttækum umbótum
á Evrópusambandinu. Starf sam-
bandsins miðar að útbreiðslu gilda
íhaldsstefnunnar,“ segir á vef sam-
takanna. Þá kemur fram að samtök-
in starfi með sérfræðihópnum Ný
stefna (e. New Direction). Breska
blaðið Telegraph segir hópinn
halda uppi rökum gegn Evrópusam-
bandinu og fyrir róttækum breyting-
um þar á. Sérfræðihópurinn hefur til
að mynda barist ötullega fyrir niður-
skurði og aðhaldsaðgerðum í fjár-
málum Evrópusambandsins. Raun-
ar svo hressilega að hópurinn þáði
tæplega hundrað milljónir króna frá
Evrópusambandinu árið 2010.
Konur fyrir konur
Eftir því sem DV kemst næst kom
heimsókn Ragnheiðar Elínar til með
afar stuttum fyrirvara. Hún er með-
al þátttakenda í hliðarviðburði við
þingið og á að höfða sérstaklega til
kvenna. Það er einskonar kvenna-
hreyfing samtakanna Yong Guns,
sem skipuleggja viðburðinn. Í frétt
sjónvarpsstöðvarinnar WFLA8, sem
er staðbundin sjónvarpsstöð í Flór-
ída, er fjallað um atburðinn sem
Ragnheiður Elín tekur þátt í. Rætt er
við Marie Ann Carter, málefnastjóra
YG women og skipuleggjanda. „Í
flestum tilvikum eru það konur sem
sitja fyrir svörum í pallborði. Það eru
nokkrir menn og þeim er boðið á alla
viðburði en markmiðið er að tala við
konur um konur.“ Á fundarstaðnum
má ekki aðeins spjalla um stjórnmál
og samfélagsmál því boðið er upp á
setustofu og jafnvel snyrtiherbergi
þar sem konur geta, að sögn Cart-
er, haft sig til fyrir langa fundarsetu
eða fjörugar nætur. Þá segir Carter
að málefni kvenna séu ekki öll eins
og þau eru séð. Í óbeinni ræðu hef-
ur WFLA8 eftir Carter að hún vonist
til þess að með viðburðinum geti al-
menningur lært sitthvað um það sem
hún kallar „falskt stríð gegn konum
og íhaldsmönnum.“
Stríðið gegn konum
Andstæðingar stefnu repúblik-
ana í málefnum kvenna kalla stefnu
flokksins iðulega „stríðið gegn kon-
um,“ meðlimum flokksins til mikill-
ar armæðu. Frasinn nær yfir tilraun-
ir kjörinna fulltrúa flokksins til að
takmarka frelsi kvenna yfir eigin lík-
ama. Sérstaklega er átt við tilraunir
fulltrúa flokksins til að takmarka rétt
kvenna til fóstureyðinga sem tilraun-
ir flokksins til að stöðva fjárhagsað-
stoð til samtaka sem berjast fyrir og
jafnvel framkvæma fóstureyðingar.
Þá eru fornaldarleg viðhorf flokks-
manna og fulltrúa gagnvart konum,
nauðgunum, heimilisofbeldi, rétt
kvenna til jafnra launa og rétt kvenna
til að vera ekki mismunað á grund-
velli kyns, svo nokkur mál séu nefnd
gjarnan felld undir stríð repúblikana.
Bandarískir íhaldsmenn eru gjarn-
ir á að slá gagnrýni á stefnu þeirra út
af borðinu með handabendingum
á það sem þeir telja vinstri sinnaða
fjölmiðla. Á bloggsíðu samtaka ungra
repúblikana (Young Guns Network)
segir meðal annars; „Á meðan fjöl-
miðlar tala um fóstureyðingar, fóst-
ureyðingar og fóstureyðingar ætlum
við hjá YGN að ræða efnahagsmál,
efnahagsmál og efnahagsmál.“
Ekki fara þessa leið
Breski Evrópuþingmaðurinn Dani-
el Hannan er í för með Ragnheiði.
Hannan er ef til vill þekktastur fyr-
ir ummæli sín í bandarísku sjón-
varpi um NHS, heilbrigðisþjónustu
Breta. Þar sagðist hann ekki óska
neinum hins ríkisrekna heilbrigð-
iskerfis Breta. Hannan lét ummælin
falla í miðri umræðu um umbætur á
heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum.
Stefna Repúblikanaflokksins er hörð
gegn heilbrigðiskerfi fjármögnuðu
með samneyslu og skattfé. Íhalds-
flokkurinn breski er þó ekki jafn and-
vígur hugmyndum um að skattgreið-
endur greiði fyrir heilbrigðiskerfið.
Af þeim sökum var flokkurinn fljót-
ur að gefa frá sér yfirlýsingu þar sem
ummælin voru hörmuð og ekki sögð
í samræmi við stefnu flokksins. Við-
burðurinn sem Ragnheiður Elín og
Hannan tala á, samkvæmt upplýs-
ingum DV heitir „Hey! Ameríka ekki
fara þessa leið.“ Þar verður Evrópu-
væðing Bandaríkjanna til umræðu
og sérstaklega stiklað á hvaða stefnu
Bandaríkin eiga ekki að taka upp eft-
ir Evrópubúum. Athygli vekur að
Ragnheiður Elín er fyrir mistök titl-
uð Evrópuþingmaður í dagskrá við-
burðarins.
Pallborð um Evrópuvæðingu
Banda ríkjanna fór fram klukkan
17:30 að íslenskum tíma á miðviku-
dag. Ekki náðist í Ragnheiði Elínu við
vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir. n
„ Markmiðið
er að tala
við konur um konur
Marie Ann Carter
Mitt og Ann Romney Forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins faðmar eiginkonu sína Ann Romney að lokinn ræðu fyrir landsþing
flokksins.
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
RagnheiðuR hjá
Repúblikönum
Fræðir repúblik-
ana Ragnheiður
Elín Árnadóttir,
þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins
fræðir áhugasama
íhaldsmenn um
hvernig Bandaríkin
geta forðast hættur
Evrópuvæðingar.
n Þingflokksformaðurinn gestur repúblikana n Varað við evrópuvæðingu Bandaríkjanna
Stríðið gegn konum Repúblikönum gremst mjög að stefna flokksins í málefnum kvenna
sé gjarnan köllum stríð gegn konum, sökum þess hve harkalega flokkurinn gengur fram í
afnámi valfrelsis kvenna.