Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Side 40
Viltu húlla í vetur?
n Frumleg námskeið í boði
N
ámsmenn verða að hreyfa sig
og það má gera margt fleira en
hlaupa á hlaupabretti og lyfta
lóðum. Í Kramhúsinu er boðið
upp á ansi lífleg námskeið sem ættu
að hrista upp í tilverunni.
Á föstudagskvöldum verður kennt
diskó og dansað við diskólög í klukku-
stund frá 20–21. Þá er boðið upp á
kennslu í húlahoppi. Alda Brynja
er meðlimur í Sirkus Íslands og hef-
ur kynnt sér aðferðir húlahoppsins.
Námskeiðið verður sex vikur og Alda
kennir grunntæknina og alls kyns
brögð. Auk þess verður rýnt í flæði og
hreyfingar með hringnum við tónlist.
Sérstakt námskeið verður haldið
fyrir stráka í Afró dansi. Það er
Mamady Sano, dansari og trommari
sem kemur frá New York sem ætlar að
kenna strákum í vetur.
12 Aftur í skólann 31. ágúst–2. september 2012 Helgarblað
Strætó
Kostar: frá 0 krónum
Nemendur sem stunda nám í stærri
byggðarkjörnum til dæmis á höfuð-
borgarsvæðinu, Akureyri, Ísafjarðar-
bæ og á Austurlandi njóta strætó-
samgangna í og úr skóla. Í Reykjavík
er til að mynda boðið upp á sér-
stök nemendakort sem gilda í tólf
mánuði. Sækja þarf sérstaklega um
slíkt kort sem kostar 38.500 krónur
fyrir veturinn. Nemendum á höf-
uðborgarsvæðinu býðst einnig að
kaupa eins, þriggja og níu mánaða
kort. Fjarðabyggð hefur frá því í febr-
úar boðið upp á strætóferðir innan
og milli byggðarkjarna á svæðinu.
Þar kostar mánaðarkort 10.000 krón-
ur en nemendum býðst að kaupa
kort fyrir hverja önn á 25.000. Frítt
er í strætó á Akureyri og á Ísafirði er
frítt fyrir börn á skólaaldri en stök
ferð kostar 350 krónur fyrir full-
orðna.
Einkabíll
Kostar: 400.000 krónur
Margir gera sér ekki grein fyr-
ir hversu mikið fé þarf til að eiga
bíl. Á vef Fjármálaskólans er ein-
föld reiknivél þar sem setja má
inn ýmsa kostnaðarliði sem og
áætlaðan akstur á ári. DV prófaði
einfalt dæmi með bíl sem metinn
er á 700 þúsund, eyðir sex lítrum
á hverja hundrað kílómetra og
er keyrður 14 kílómetra 22 daga
mánaðar yfir vetrartímann. Það
gerir um 2.700 kílómetra á vetri.
Þá er bensínlítrinn skráður á 252
krónur. Samkvæmt Fjármála-
skólanum kostar rekstur slíks bíls
406.913 krónur á ári. Að sjálfsögðu
má draga úr kostnaði með því að
margir noti bílinn saman. Það skal
tekið fram að hér er um varfærn-
islegt mat að ræða. Hætta er á að
kostnaður fari nokkuð fram úr
þessari áætlun.
Gengið til skóla
Kostar: Ekkert, en skynsamlegt er að
fjárfesta í góðum fatnaði og skóm
Nemendur sem stunda nám stutt
frá skóla geta að sjálfsögðu geng-
ið þangað. Sé miðað við að meðal-
gönguhraði í þéttbýli sé um 5 kíló-
metrar á klukkustund er ljóst að þeir
sem búa í innan við tveggja kíló-
metra radíus frá vinnu ættu að íhuga
þann möguleika. Upplagt er að byrja
daginn á góðum morgunmat áður
en lagt er af stað. Heilsufarsleg-
ur ágóði þess að ganga er flestum
kunnur.
Hjólað
Kostar: 9.000 krónur
Að hjóla er bæði heilsusamlegt
og ódýrt. Árið 2010 gaf Reykja-
víkurborg út rit sem nefnist Hjóla-
borgin Reykjavík. Þar kemur fram
að meðal kostnaður við rekstur
hjóls á ári er um 900 þúsund krón-
ur. Nemendur sem búa innan við
10 kílómetra frá sínum skóla ættu
að líta til hjólreiða. Auðvelt er að fá
gróf dekk eða nagladekk á hjól fyrir
þá sem vilja nýta farkostinn sama
hvernig viðrar.
Svona kemstu til
og frá skólanum
n Kostar 400 þúsund að reka bíl n Frítt í strætó á Akureyri og Ísafirði
Dýr bíll Það er fleira
í boði fyrir nemendur
en að reka bíl til að
komast í og úr skóla.
Námstækni
Lærðu á sama staðnum
n Mörgum finnst mesti óþarfi að
hafa áhyggjur af hvar þeir læra
og finnst jafnvel best að liggja í
rúminu og lesa! Sannleikurinn er
sá að við manneskjurnar erum
þannig gerðar að við tengjum
staði oft ákveðnum atburðum eða
hegðun. Þannig getum við kennt
undirmeðvitundinni að stilla sig
inn á að læra þegar við setjumst
við skrifborðið eða hvern annan
þann stað sem við höfum valið
okkur til að læra á, alveg á sama
hátt og lítil börn vita að þau eiga
að fara að sofa þegar þau eru lögð
í rúmið sitt.
Lágmarkaðu truflun
n Þetta er augljóslega mikilvægt
þar sem vart er hægt að læra sér
til gagns í miklum hávaða. Margir
telja að þeir geti ekki lært nema
að hafa tónlist í bakgrunnin-
um og segja sem svo að þögnin
ætli að æra þá. Eflaust er margt
til í þessu, í þjóðfélagi sem býð-
ur upp á stöðugt hljóðáreiti. Það
er sama hvar borið er niður, alls
staðar eru hljóð. Það hafa verið
gerðar rannsóknir á einbeitingu
háskólanema við nám með og
án hljóðs sem hafa leitt til þeirr-
ar niðurstöðu að til dæmis bak-
grunnstónlist truflar ekki ef verið
er að rifja upp eitthvað sem lært
hefur verið áður. Í öðrum tilfell-
um virkar tónlist frekar til trufl-
unar. Önnur hljóð hafa meira og
minna svipuð áhrif.
Settu tímamörk – lestu í
stuttan tíma í einu
n Það er mikilvægt að ætla sér
ekki of langan tíma til að einbeita
sér í einu, sérstaklega á þetta við
þegar nám hefst að nýju eftir hlé.
Auk þess getur verið gott hvenær
sem er að hafa þetta atriði í huga.
Erfitt er að segja til um hvað er
réttur tími fyrir hvern og einn en
viðmið gæti verið að lesa í 30–45
mínútur og taka svo hlé. Munið
að hlé sem varir lengur en 10–15
mínútur er of langt ef verið er að
lesa af einhverri alvöru.
Lærðu mest þegar það
hentar þér best
n Það segir sig sjálft að það er
best að læra þegar maður er upp-
lagðastur til þess. Sumir eru það
á morgnana, aðrir á kvöldin og
svo framvegis. Best er að hlusta
á sjálfan sig hvað þetta varð-
ar. Þetta á sérstaklega við þegar
læra á mikið í einu eða til dæmis
leysa verkefni. Almenn upprifjun
og „handavinna“ eins og tiltekt í
glósum getur farið fram hvenær
sem er og hafa ber í huga að besti
tíminn til að rifja upp það sem
kennarinn sagði í tíma er strax
eftir tímann meðan efnið er enn-
þá ferskt í minni.
Sólveig Hrafnsdóttir tók saman í ágúst
2001. Að hluta byggt á bókinni;
Becoming a Master student eftir D.
Ellis. 1994, Houghton Mifflin Co.
Sirkuslistir í vetur Alda
Brynja kennir húlahopp.