Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2012, Side 45
Viðtal 29Helgarblað 31. ágúst–2. september 2012 fannst heldur ekkert leiðinlegt að „papparazza“ Friðrik Dana prins á krá í Reykjavík. Þar náði Ein- ar myndum af honum að skála við óþekkta konu. „Þetta var ótrúlegt. Lífverðirnir eltu mig og ég þurfti að koma filmunni undan með að- stoð hárgreiðslumeistarans míns. Á endanum hleypti lögregluþjónn honum bakdyramegin út svo ég náði myndunum í Alþýðublaðið daginn eftir. Seinna voru myndirn- ar birtar í Extra-blaðinu.“ Erfiðustu stundirnar Brúnin þyngist aftur á móti þegar Einar segir frá atvikum sem voru annars eðlis og eftirminnileg vegna þess. Tónninn er þyngri þegar Einar segist hafa séð allt það ljótasta sem til er í þessum heimi. „Ég gleymi því aldrei þegar ég var sendur á Skeið- arársand árið 1982. Frönsk stelpa var drepin þar og systir hennar stórslösuð. Ég kom svo heim um nóttina og vann myndirnar strax til að koma þeim í blaðið næsta dag. Þegar ég ætlaði loks heim að sofa hvolfdi bát á Breiðafirðinum og ég var sendur þangað. Þar var faðir á ferð með tvö börn. Börnin björguð- ust upp á kjöl en faðirinn drukkn- aði.“ Þeir voru fleiri harmleikirnir. Þegar Sandey hvolfdi og fjórir skip- verjar fórust var Einar sendur upp á Borgarspítala til að mynda mann sem var fluttur þangað. „Ég stilli mér upp og um leið og ég sá hann í linsunni sá ég að hann var dá- inn. Mér brá svo mikið að ég missti myndavélina og hún brotnaði. Síð- an fór ég upp á blað og sagðist ekki geta meira. Ég var sendur heim og í frí fram yfir helgi. „Hún sagði að ég hefði alist upp hjá góðu fólki, bað mig um að reyna að sætta mig við það m y n d jg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.